Fréttablaðið - 11.12.2009, Page 109

Fréttablaðið - 11.12.2009, Page 109
FÖSTUDAGUR 11. desember 2009 81 FÓTBOLTI Þýska goðsögnin Matt- hias Sammer segir að Arsene Wenger, stjóri Arsenal, beri ekki næga virðingu fyrir Meistara- deildinni og það hafi sýnt sig í gær er hann tefldi fram því sem Sammer kallar leikskólalið. Ungir og óreyndir leikmenn eins og Kerrea Gilbert, Kyle Bartley, Jack Wilshere og Tom Cruise fengu að reyna sig í gær gegn Olympiakos. Arsenal tap- aði, 1-0, en það breytti engu fyrir liðið enda var það komið áfram. Tapið gerði það aftur á móti að verkum að gríska liðið komst áfram á kostnað Standard Liege. Sammer er afar ósáttur við vinnubrögð Wengers og segir að hann geri lítið úr deildinni með háttalagi sínu. „Ég er afar svekktur með það sem Wenger gerði. Þetta er Meistaradeildin, ein mikilvæg- asta keppnin í heiminum, og hann mætir til leiks með eitthvert leik- skólalið,“ sagði Sammer hneyksl- aður. „Hann má það vissulega en ég get ekki borið virðingu fyrir þessari ákvörðun. Mönnum ber að sýna meiri virðingu en þetta fyrir keppninni.“ - hbg Matthias Sammer: Vanvirðing að mæta með leik- skólalið WENGER Stjóri Arsenal er ekki allra. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Fari svo að Sol Campbell gangi í raðir Manchester United verður það ekki í fyrsta skipti sem Sir Alex Ferguson tekur áhættu með eldri leikmenn. Nánast alltaf hefur Ferguson tekist að mjólka þessa leikmenn allt fram á síðasta söludag með góðum árangri. Þessir leikmenn hafa hreinlega blómstrað undir verndarvæng Fergusons og spilað á toppnum lengur en menn áttu von á. Á síð- ustu árum hefur Ferguson veðjað á leikmenn eins og Teddy Sher- ingham, Henrik Larsson, Laurent Blanc og Edwin van der Sar. Allir voru þeir komnir yfir þrítugt er Ferguson fékk þá á Old Trafford. Sheringham fékk það erfiða verkefni að leysa Eric Cantona af hólmi árið 1997 er hann var 31 árs. Hann blómstr- aði hjá félaginu þó svo að Unit- ed hafi ekki unnið neinn titil fyrsta árið hans hjá félag- inu. Var Sher- ingham meðal annars valinn leikmaður árs- ins eitt árið en flestir muna þó helst eftir jöfnun- armarkinu hans gegn FC Bayern í Meistaradeildinni árið 1999. Van der Sar hefur verið frábær frá því hann kom til félagsins en hann var þá 34 ára. Henke Larsson var 35 ára er hann kom á Old Traff- ord. Hann staldraði ekki lengi við en framlag hans var ómetanlegt og United stóð uppi sem meistari. Laurent Blanc var kannski ekki eins farsæll og áðurnefndir leik- menn; var nokkuð óstöðugur í leik sínum en hann vann titil með félaginu. Nú er spurning hvort Sol Camp- bell geti fetað í fótspor þessara manna með sama sóma, fari svo að hann fái tækifæri hjá Rauðu djöflunum? - hbg Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er óhræddur við að veðja á gamlar knattspyrnustjörnur: Ellismellirnir blómstra alltaf hjá Sir Alex TEDDY SHERINGHAM Átti ákaflega góðu gengi að fagna hjá Manchester United, rétt eins og Larsson. NORDIC PHOTOS/GETTY HENRIK LARSSON SKREYTUM HÚS MEÐ MILLJÓNUM Sexfaldur Lottópottur stefnir í 60 milljónir. Leyfðu þér smá jóla-Lottó! 60 milljónir FÓTBOLTI Rafael Benitez, knatt- spyrnustjóri Liverpool, segir að liðið muni nú fyrst og fremst leggja áherslu á að ná sem best- um árangri í ensku úrvalsdeild- inni. Liðið lauk í vikunni þátttöku sinni í Meistaradeild Evrópu og keppir í Evrópudeildinni eftir áramót. „Við munum taka Evrópu- deildina alvarlega en aðalmálið hjá okkur verður að lenda í hópi fjögurra efstu liða í deildinni,“ sagði Benitez en aðeins þau lið tryggja sér þátttökurétt í Meist- aradeildinni fyrir næstu leiktíð. „Þær ógöngur sem liðið lenti í í Meistaradeildinni verða dýr- mæt reynsla fyrir leikmenn og gefa þeim styrk fyrir átökin fram undan í úrvalsdeildinni.“ Liverpool mætir Arsenal í stór- leik deildarinnar um helgina og segir Benitez að leikmenn verði nú að einbeita sér fyllilega að þeim leik. „Þeir Fernando Torres og Alberto Aquilani eru báðir leik- færir og munu æfa stíft fram að leik. Þeir verða klárir í slaginn þegar kemur að leiknum við Ars- enal.“ - esá Rafael Benitez, Liverpool: Deildin skiptir nú höfuðmáli RAFA BENITEZ Segir aðalmálið að ná góðum árangri í ensku úrvalsdeildinni. NORDIC PHOTOS/GETTY
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.