Fréttablaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 114

Fréttablaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 114
 11. desember 2009 FÖSTUDAGUR Helgarblaðið: Heimili og hönnun: Menning: Kolbrún Halldórsdóttir í helgar- viðtali. Beinta Maria Didriksen og Levi Didriksen: Levi níu ára er stoð og stytta tvíburasystur sinnar sem er með sjúkdóm sem aðeins fimm manns í heiminum þjást af. Íslensk hönnun eins og hún gerist best. Húsgögn, arkitek- túr og vöruhönnun í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum. Þrjár óperufrumsýningar í maí. Mest seldu bókmenntaverk Evrópu í fyrra. Íslenska ímyndin á viðreisnar- árunum. Allt um Listahátíðina. HANDBOLTI Haukar unnu örugg- an sigur á Akureyri í N-1 deild karla í handbolta í gær. Með sigri hefði Akureyri ekki bara sent skýr skilaboð til annarra liða með því að komast á topp deildarinn- ar, heldur gefið sjálfstraustinu góðan byr líka. Liðið kolféll aftur á móti undir pressu sem hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir liðið. Sigur Hauka var aldrei í hættu. Þrátt fyrir pakkfullt hús og góða stemningu í stúkunni í Höll- inni var stemningin innan vallar hjá Haukum. Þeir gáfu strax tón- inn og komust í 0-3. Vörn gestanna var frábær og Birkir Ívar góður í markinu. Á sama tíma var sókn Akureyr- ar slök og hugmyndasnauð. Þeir fóru illa með fín færi, meðal ann- ars tvö víti, og gekk hreinlega ekkert að skora. Sjö mörk liðsins í fyrri hálfleik segja alla söguna. Á meðan voru Haukar skynsam- ir í sókninni, spiluðu langar sókn- ir, en vörn Akureyrar gleymdi sér oft. Markvarsla liðsins var ágæt. Staðan var 7-15 í hálfleik. Haukar komust mest tíu mörk- um yfir í seinni hálfleik en slök- uðu mikið á klónni undir lokin. Sig- urinn var þó aldrei í hættu. Slakir dómarar leiksins hjálpuðu Akur- eyri ekki með mörgum dómum sem féllu gegn þeim. Liðið eyddi þó of mikilli orku í að pirra sig á dóm- urunum en það var aldrei spurning hvorum megin sigurinn lenti. Það er þó óþarfi að leggjast ítar- lega yfir af hverju Akureyri tap- aði, Haukar eru einfaldlega með betra lið. Akureyri gafst ekki upp en reynsla Haukanna vegur þungt. Liðið kann ekki bara að spila vel heldur líka að pirra andstæðingana á lúmskan hátt. Þeir verða einir á toppnum í jólafríinu eftir sigurinn, lokatölur 20-24 fyrir Íslandsmeist- urunum. „Það sem er efst í huga mínum er lélegur handbolti. Við vorum með allar kjöraðstæður til að spila frá- bæran handboltaleik, en sýningin var alveg ömurleg,“ sagði hrein- skilinn Rúnar Sigtryggsson, þjálf- ari Akureyrar. „Menn bjuggu til pressu á sjálfan sig fyrir leikinn en við bara stóð- umst það ekki. Við þorum bara ekki á toppinn. Ekki vorum við líklegir, vorum aldrei nálægt því í dag. Það þarf þá bara að vinna í því. Það sást á öllum sviðum í dag að Haukarn- ir eru betri, hugarfarslega og lík- amlega. Þetta var eins og meist- araflokkur gegn fjórða flokki. Það þýðir þó ekkert að gráta þetta leng- ur, þetta er búið og gert og maður var bara feginn þegar það var flaut- að til leiksloka.“ Haukarnir voru aftur á móti brosmildir en Aron Kristjánsson bjóst við meiru frá Akureyri. „Ég verð að segja að ég bjóst við þeim sterkari. Þeir eru með flott lið og hafa verið að spila vel en við áttum ágætis leik í dag. Mér fannst við spila frábæran varnarleik og Birk- ir var frábær í markinu. Við feng- um mikið af hraðaupphlaupum og það lagði grunninn að sigrinum. Elías Már var stórkostlegur í fyrri hálfleik og gerir það að verkum að við erum með mikið rými. Sig- urbergur náði sér engan veginn á strik en samt sem áður erum við að spila frábæran sóknarleik í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik hleypum við þessu upp í smá vitleysu undir lokin, við ætluðum að gefa mönn- um tækifæri til að sanna sig og því miður fór sem fór. Við erum samt sem áður gríðarlega ánægðir með fjögurra marka sigur hér fyrir norðan,“ sagði Aron. - hþh Fegnir þegar flautað var af Haukar lögðu grunninn að öruggum sigri gegn Akureyri með frábærum fyrri hálfleik í gær. Þjálfari Akureyrar segir leikinn hafa verið eins og meistaraflokk gegn fjórða flokki. Haukar verða á toppnum í jólafríinu. EINAR ÖRN JÓNSSON Fer hér fram hjá varnarmönnum Akureyrar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HANDBOLTI HK-menn unnu öruggan tíu marka sigur á Gróttu, 32-22, í leik liðanna í 9. umferð N1 deildar karla í handbolta í Digranesi í gær. HK gerði út um leikinn í kringum hálfleikinn og eftir það var aldrei spurning um hvernig myndi fara. „Þetta var frábær leikur hjá okkur. Við vorum aðeins lengi í gang og þá sérstaklega varnarlega. Síðustu 40 mínúturnar voru hins- vegar frábærar og ég var þá mjög ánægður með liðsheildina. Vörn- in var frábær og Bubbi var magn- aður fyrir aftan í markinu,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari HK. „Við erum að þjappa okkur saman sem sterkari liðsheild og það eru fleiri menn að taka ábyrgð og annað. Þetta var mikilvægur sigur því þetta var spurning um að vera þremur stigum á eftir Gróttu eða einu stigi á undan.” HK-menn tóku frumkvæðið í lok fyrri hálfleiks og voru fjór- um mörkum yfir í hálfleik, 16-12. HK byrjaði síðan seinni hálfleik- inn af sama krafti og náði strax sjö marka forustu með því að skora þrjú fyrstu mörk seinni hálfleiks- ins. Eftir það var sigurinn nánast í höfn því Gróttumenn áttu fá svör. HK-vörnin var í mjög góðum gír þar sem Vilhelm Gauti Berg- sveinsson og Bjarki Már Gunn- arsson hleyptu fáu í gegn og flest allt sem slapp fram hjá þeim varði Sveinbjörn í markinu. „Það eru allir leikmenn í liðinu með hlut- verk, bæði í sókn og vörn. Okkar hlutverk er að vera svolítið geð- bilaðir í vörninni, svolítið ýktir til þess að fá menn með okkur,“ sagði Vilhelm en hann og Bjarki vörðu saman tíu skot í HK-vörninni í gær. „Við vorum lengi í gang varn- arlega. Eftir að við smullum varn- arlega í gang þá held ég að þetta hafi aldrei verið spurning.“ „Við vorum alls ekki á réttu róli og við vorum ekki tilbúnir. Sóknar- lega vorum við slakir og við áttum mörg slök og illa ígrunduð skot á markið,“ sagði Halldór Ingólfsson, þjálfari Gróttu sem gat ekki verið með vegna meiðsla. „Kannski sat Víkingsleikurinn í mönnum. Það var tvíframlengdur leikur og það er stutt á milli leikja. Við höfum ekki neina svakalega mikla breidd og þetta var því erfitt.“ - óój HK-menn unnu öruggan tíu marka sigur á Gróttu og komust upp í 4. sætið: Verðum að vera svolítið geðbilaðir HK-MÚRINN Bjarki Már (2) og Vilhelm Gauti (33) verjast skoti Antons Rúnars- sonar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Akureyri - Haukar 20-24 (7-15) Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 7/3 (10/4), Jónatan Magnússon 4 (10/2), Geir Guðmundsson 2 (4), Heimir Örn Árnason 2 (6), Árni Þór Sigtryggsson 2 (8), Guðlaugur Arnarsson 1 (2), Andri Snær Stefánsson 1 (4), Guðmundur H. Helgason 1 (8). Varin skot: Hafþór Einarsson 11 (17) 65%, Hörð- ur Flóki Ólafsson 8 (26) 31%. Hraðaupphlaup: 2 (Oddur 2 ). Fiskuð víti: 6 (Oddur 2, Heimir, Árni, Andri, Hörður ) Utan vallar: 2 mínútur. Mörk Hauka: Elías Már Halldórsson 7 (9), Björgvin Hólmgeirsson 6 (16), Einar Örn Jónsson 2 (2), Freyr Brynjarsson 2 (4), Pétur Pálsson 2 (6), Heimir Óli Heimisson 1 (1), Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (2), Guðmundur Árni Ólafsson 1 (4), Sigurbergur Sveinsson 1/1 (7). Varin skot: Birkir Í. Guðmundss. 22/2 (42) 52% Hraðaupphlaup: 4 (Elías 2, Freyr 2). Fiskuð víti: 1 (Pétur) Utan vallar: 6 mínútur. HK - Grótta 32-22 (16-12) Mörk HK (skot): Valdimar Þórsson 7/2 (11/2), Jón B. Pétursson 6 (7), Ragnar Hjaltested 6/1 (9/2), Ólafur V. Ólafsson 5/1 (8/2), Vilhelm G. Bergsveinsson 3 (4), Atli Ingólfsson 2 (3), Hákon Bridde 2 (4), Bjarki Elíss. 1 (2), Hlynur Magnúss. (3), Bjarki Gunnarss. (1), Halldór Haraldss. (1). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 18 (af 38/1), Lárus Helgi Ólafsson 5 (af 7) Hraðaupphlaupsmörk: 7 (Jón Björgvin 3, Hákon 2, Bjarki, Ragnar) Fiskuð víti: Ragnar 3, Atli 3, Jón Björgvin. Utan vallar: 2 mínútur Mörk Gróttu (skot): Anton Rúnarsson 7/1 (21/1), Hjalti Pálmason 6 (16), Atli Rúnar Stein- þórsson 2 (2), Arnar Freyr Theodorsson 2 (5), Jón Karl Björnsson 2 (5/1), Finnur Ingi Stefánsson 2 (6), Árni Benedikt Árnason 1 (5) Varin skot: Gísli Guðm. 7 (af 22/3), Magnús Sig- mundss. 5/1 (af 18/2), Einar Ingimarss. 1 (af 5). Hraðaupphlaupsmörk: 2 (Jón Karl, Finnur) Fiskuð víti: Anton, Hjalti. Utan vallar: 6 mínútur STAÐAN Haukar 8 6 2 0 203-178 14 Valur 8 5 1 2 203-187 11 Akureyri 9 5 1 3 220-215 11 HK 8 4 1 3 208-201 9 FH 8 4 1 3 227-218 9 Grótta 9 4 0 5 229-237 8 Fram 8 1 0 7 201-222 2 Stjarnan 8 1 0 7 172-205 2 NÆSTU LEIKIR Í N1-DEILD KARLA Valur - FH Á morgun kl. 16.00 Fram - Stjarnan Sunnudag kl. 16.00 HK - Valur Mánudag kl. 19.30 Eftir þessa leiki verður gert hlé á deildinni vegna Evrópumeistaramótsins í Austurríki. NÆSTU LEIKIR Í N1-DEILD KVENNA Valur - HK Á morgun kl. 14.00 Fylkir - KA/Þór Á morgun kl. 16.00 Fram - Víkingur Sunnudag kl. 14.00 Haukar - KA/Þór Sunnudag kl. 16.00 ÚRSLIT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.