Vikan - 01.06.1961, Blaðsíða 3
Umferðamenningin enn ...
Kæra Vika.
Ég skrifa þér nú af þvi að ég er vondur —
ve'rulega vonur — og nú er það þitt að dæma,
hvort ég hef nokkurn rétt á þvi að vera svona
vondur. Ég er bóndi vestan af Snæfellsnesi og
kem sjaldan suður, en þá sjaldan ég kem, þá
óar mér við umferðinni og hraðanum í stórborg-
inni. Nú þóttist ég nokkuð sleipur í öllum um-
ferðarreglum, en það virðist hafa komið á dag-
inn, að mér hefur eitthvað yfirsézt. Dag nokk-
urn er ég renndi niður i miðbæ og labhaði mig
í mesta sakleysi út á „zebra“ gangbraut, en með
því á ég við þá staði, sem auðkenndir eru metð
hvítmáluðum röndum á malbikinu. Þóttist ég
hafa það fyrir mér, að er vegfarandi væri kom-
inn út á slíka „zebra“ braut, bæri ökutækjum
að nema staðar. Nú, það skiptir engum togum,
að i sama mund kemur drossía i loftköstum
eftir götunni, og er það sannarlega ekki bílstjór-
anum að þakka, að ég sit nú og skrifa þetta bréf.
Nú spyr ég, Vika góð — átti ég skilið að fá
skellinn, eða á bílstjórinn að fá skell'? Ég vil
taka það fram, að á þetta horfði lögregluþjónn,
sem ekki skeytti þessu neinu, heldur starði
dreymandi fram fyrir sig, eins og líf mitt skipti
hann engu.
Bóndi.
Það er svo sannarlega bílstjórinn, sem á
skilið að fá skell, bóndi góður. Þú hefur
þarna verið í fullum rétti. Sannleikurinn er
samt sá, að þeir vegfarendur, sem yfirleitt
vita, hvaða tilgangi þessi zebrastrik þjóna,
eru hættir að taka nokkuð mark á þessum
strikum, og dreymandi lögregluþjónn á stað
sem þessum er ekkert einsdæmi. Það kveður
svo á í umferðalögum, að ef vegfarandi er
kominn út á slíka gangbraut, skulu farartæki
nema staðar. Þetta máttu bóka, því að þessar
upplýsingar fengum við hjá lögreglunni
sjálfri. Ennfremur var okkur tjáð, að þessi
zebrastrik væru svo ný af nálinni, að ekki
væri enn farið að taka hart á þessu. — Við
eigum nú bágt með að skilja þetta sjónarmið,
einkum þar sem það gæti orðið til þess að
aflífa saklausa og löghlýðna bændur vestan
af Snæfellsnesi. Svo er þessum strikum illa
haldið við, því að auðvitað mást þau sífellt
út. Erlendis er komið fyrir gulu ljósi, sem
blikkar í sífellu við slíkar gangbrautir —
og þar myndi dreymandi lögregluþjónn ekki
komast upp með moðreyk.
Ekkert fallegar?
Kæra Vika.
Ég les mikið Vikuna og bíð oftast óþreyju-
full eftir þeirri næstu. En eitt finnst inér þó að
— það eru ekki nógu margar sögur. Það ættu
a*5 vera tvær framhaldssögur, og mér finnst,
að önnur þeirra ætti að vera orðin spennandi,
þegar hin byrjar. Einnig finnst mér, að það
ættu að vera fleiri smásögur og betri ... Mætti
ekki taka dönsku blöðin til fyriruiyndar? Einn-
ig vildi ég bæta liér inn i, að stúlkurnar, sem
taka þátt í fegurðarsamkeppninni eru ekkert
fallegar.
Ein áhugasöm.
Það væri svosem gott og blessað að geta gert
þér til hæfis, áhugasöm mín, en til þess
þyrfti blaðið að vera svosem helmingi
stærra — og þá helmingi dýrara. Lesendur
dönsku blaðanna eru örlítið fleiri en les-
endur Vikunnar, þótt hún sæki jafnt og þétt
á. Og það þyrfti meira en lítinn reiknings-
heila til þess að geta orðið við uppástungu
þinni um framhaldssögurnar tvær. Reyndar
ert þú ekki ein um að vera óánægð með
fegurðardísirnar okkar, en þú ert samt í
algerum minnihluta. Til allrar hamingju er
fegurðarsmekkur manna dálítið mismun-
andi, en það er ekki nein tilviljun að þessar
stúlkur voru valdar í samkeppnina. Hugs-
aðu þér ef smekkur allra karlmanna væri
eins og enginn vildi líta við annarri en t. d.
Brigitte Bardot. Þú yrðir að sætta þig við að
pipra, eða í mesta lagi krækja þér í eigin-
mann, sem veldi þig af einskærri neyð.
Óhamingjusöm yngismey ...
Póstinum hefur borizt bréf frá ólánssamri
ungfrú, sem ekki vill samt láta birta bréf sitt.
Að því er virðist er þetta bezta stúlka i blóma
lifsins (nýorðin 15 ára), en þrátt fyrir allt og
allt ber hún sig ósköp aumlega. Hún hefur
semsé undanfarið umgengizt ungan mann,
danskan, að því er virðist, sem hún er skelfi-
lega skotin í. Þessi ungi maður er þó nokkuð
eldri en hún og bezta skinn, að því er stúlkan
segir og allt samband milli þeirra sakleysið
eitt. En foreldrar hennar vilja ekki heyra það
nefnt að hún sé að skondrast út á kvöldin, hvað
þá aneð yngismanni. Nú segir hún að allar jafn-
öldrur hennar og vinstúlkur séu úti á kvöldin
cins og þær lystir og „með strákum“ í þokka-
bót. Og hvað á hún að gera? K.
Það er ekki þægilegt að verða þér að liði,
K. mín. Auðvitað er sannleikurinn sá, að
þú ert nokkuð ung til þess að vera sífellt
úti á kvöldin í fylgd með karlmanni — og
það bætir ekkert úr þótt þú bendir á jafn-
öldrur þínar. Hins vegar skaltu vita, að við
höfum ríka samúð með þér, og ekki sjáum
við neitt því til fyrirstöðu að þér sé leyft
að fara út á kvöldin stöku sinnum, og meira
segja ekki þótt þú fengir fylgd heim. En
auðvitað hljóta foreldrar þínir að vita bezt
— þau eru ekki að meina þetta af einskærri
mannvonzku, það veiztu bezt sjálf. Það kem-
ur fram í bréfi þínu, að þú eigir sannarlega
skilið að lyfta þér upp endrum og eins, og
eins og þú lýsir ástandinu, finnst okkur
harðstjórnin kannski fullmikil. Reyndu að
segja foreldrum þínum allt af létta, talaðu
hreinskilnislega við þau. Það væri trúlegt að
ef foreldrar þínir hafa á annað borð fyrir
því að hlusta á þig, myndir þú þó að minnsta
kosti fá að skreppa í bíó með þessum vini
þínum. Saklausara getur það ekki verið. En
sem sagt, láttu foreldra þína ráða, og um-
fram allt skaltu ekki þrjózkast við og dylja
neitt fyrir þeim. — Skriftin er mjög þokka-
leg og stafsetningin óvenjugóð af stúlku á
þínum aldri að vera. Auðvitað er skriftin
enn ekki fastmótuð, sem sést bezt á því, að
hallinn á stöfununi er mjög mismunandi línu
frá línu, svo að það skaðar talsvert heildar-
svipinn.
Forvitnir knattspyrnuunnendur ...
Þakka þér fyrir allt gamalt og gott. Ég held
að þú sért i stöðugri framför. Þó er það eitt,
sem ég hef alltaf liaft á móti — það eru allar
þessar myndasögur. Þær taka alltof stóran hluta
blaðsins. Væri ekki liægt að minnka þær? —
Svo langar mig lil að biðja þig að koma dálitlu
á framfæri. Ég er mikill íþróttaáhugamaður,
einkum knattspyrnuáhugamaður. En óg hef
ekki alltaf tækifæri til þess að fara á „völlinn",
liegar leikir eru. Eri ég hef tekið eftir því að
inönnum leikur oft forvitni á að vita hvernig
leikurinn stendur eða hvernig leikurinn fór,
þegar þeir koma akandi eða gangandi framhjá
vellinum. Væri ekki hægt að hafa spjald, sem
vísaði út af vellinum, þannig að fólk, sem ekki
hefur tækifæri til að fara inn á völlinn geti
fylgzt með og sé ekki að angra áhorfendur með
sífelldum spurningum. Sportí.
Hugmynd þinni er hérmeð komið á fram-
færi. En auðvitað myndi slíkt skilti ekki sett
upp, fyrr en langt væri liðið á leikinn: það
gæti dregið úr aðsókn „forvitinna" íþrótta-
unnenda. Það er alveg satt hjá þér, að þessir
forvitnu menn eru dálítið leiðigjarnir til
lengdar, því að þeir eru fleiri en bara þú.
Hvað myndasögurnar snertir, er það eitt að
segja, að þær eru citt vinsælasta efni blaðs-
ins, einkum meðal yngri lesenda, svo að óráð
væri að klippa þær niður. Og að minnka
formið væri heldur örðugt — til þess þyrfti
líka að minnka letrið, og ef myndasögurnar
væru minnkaðar til nokkurra muna, er hætt
við því að allt færi í einn graut — myndir
og letur.
— Þú ætlar þó ekki að fara að biðja um kaup-
hækkun?
— En gaman að þér skuluð hafa keypt gamla
kjólinn minn, sem ég seldi tuskusalanum.
yjKANf 3