Vikan - 01.06.1961, Blaðsíða 39
sáu þeir hvar annar háseti, Einar
Eiríksson, flaut í sjónum og virtist
þeim, sem hann flyti á madressu.
Hann var, eftir því, sem Pétur sagði
mér, einnig meðvitundarlaus, en
samt hreyfði hann sig. Ekki virtist
þeim hann vera mikið særður, að
minnsta kosti ekki útvortis. Þeir náðu
Einari og héldu áfram að svipast
um niðri, en sáu ekki neitt. Þeir voru
þarna eins lengi og unnt var, en á
meðan höfðu aðrir sett bátinn niður.
Hallgrímur vélstjóri, en hann var frá
Móabúð í Eyrarsveit, og þvi sveitungi
minn, hafði sagt, þegar þeir voru að
fara í bátinn. — „Ég held að ég taki
Bjarna Brandsson með fyrst við náð-
um honum upp á annað borð.“ Ég var
svo tekinn þar sem ég lá á þilfarinu
og settur fram í bátinn, en Einar
Eiríksson var lagður ofan á mig og
sést best á því, að félagarnir hafa á-
litið mig dauðan.
Eftir viðræðurnar við Pétur þótt-
umst við skilja hvað það hafi verið
sem svifti mig meðvitund þegar ég var
að reyna að komast upp úr lúkarnum.
Mér hafði, eins og ég hef áður sagt,
fundist ég verða fyrir eldsnöggu
höggi- og síðan mundi ég ekki neitt.
Svo var mál með vexti, að nokkru
áður hafði verið skift um ljósaútbún-
að í skipinu og hafði það verið gert
í Þýzkalandi. Áður hafði verið í því
gasíýsing, en skift var yfir i rafmagn.
Við sprenginguna hafði allt sundrast í
lúkarnum og þar á meðal rafmagns-
þræðirnir. Nú var ég ber á fótunum
og einn þráðurinn hafði vafist um
fótinn og Ieitt í mig straum áður en
Ijósavélin stöðvaðist og straumurinn
rofnaði. En allt af finnst mér það
furðulegt, að rafstraumurinn þarna
í sjónum skuli ekki hafa gengið frá
mér að fullu og öllu. Nú var Skúli fó-
geti tekinn að sökkva — og loks hvarf
hann í hafið. Fjórir menn fórust, allir
úr lúkarnum, við Einar vorum þeir
einu, sem sluppum lifandi úr honum.
Ég er hræddur um að þessir fjórir fé-
lagar mínir hafi farist strax við
sprenginguna Ástæðan til þess, að
ég sá ekki neitt þegar ég komst til
meðvitundar var sú, að það hafði
blætt fyrir augun á mér og blóðstork-
an lokað fyrir sjónina. Vitanlega var
ég, þó að ég væri kominn til meðvit-
undar aftur, töluvert ringlaður, hugs-
unin ekki vel skýr, en þetta lagaðist,
og ekki var ég neitt alvarlega slasað-
ur nema á höfðinu og öðru auga.
Þarna í nálægð var mikið af skosk-
um fiskibátum og tók einn þeirra við
okkur og höfðum við þá verið í okk-
ar bát i eina og hálfa klukkustund.
Brátt kom herskip á vettvang til þess
að taka þá, sem mest voru slasaðir.
Um líkt leyti féll ég í dá, og mun
það hafa stafað af taugaáfalli eftir
styrjöldina við dauðann. Ég vissi svo
ekkert af mér, fyrr en ég vaknaði um
borð í herskipinu við það að verið
var að hella einhverju heitu ofan i
mig. Þá var bú'ð að þvo sár mín og
hreinsa augun og binda um höfuðið
á mér. Þegar ég leit i kringum mig,
grillti ég i fólkið í kringum mig, einna
helst eins og þar væru hvitar vofur,
og komst ég að raun um að ég sá að
eins með öðru auganu. Þá komst eitt-
hvað rugl á mig og mér varð hugsað
heim. Mér datt í hug að ég væri dá-
inn og fór að hugsa um bað, að svona
væri það þá að deyja. Það væri ekki
svo erfitt. En aftur komst ég inn í
tilveruna.
1 HERSPlTALA
Ég var í fjóra sólarhringa um borð
I herskipinu. Þá var ég settur á land
í South Shields i Neweastle og farið
með mig í sjúkrahús. Ég man það, að
mér fannst óþægilegt á leiðinni i sjú-
krahúsið Mér var ekið i hestvagni og
göturnar voru harðhnjóskulegar, enda
steinlagðar. Mig tók i höfuðið þegar
járnbent hjóliri ströngluðust um stræt-
in.
Mér leið sæmilega i sjúkrahúsinu,
en það var fyrir herinn og alltaf var
verið að flytja dauða á brott og koma
með slasaða og særða, og fannst mér
að þarna væri því viðstöðulaus
straumur út og inn. Alls var ég í hálf-
an mánuð í þessu sjúkrahúsi, og eng-
inn kom til mín, enda vissi enginn
landa minna hvar ég væri niðurkom-
inn, héldu jafn vel að ég væri enn
um borð i herskipinu. Halldór Þor-
steinsson hafði komið frá Svíþjóð á-
samt Ragnhildi konu sinni og kom
hann í heimsókn til mín allt i einu
einn daginn. Hann frétti strax um
slysið og sá jafnframt i blaði hvar sá
væri niðurkominn, sem mest væri
meiddur.
1 raun og veru vissi ég ekki fyrr en
Halldór kom þarna til mín hvað
margir hefðu farist og hvað margir
komist af. Ég vissi heldur ekki fyrr
en þá hvar félagar mínir voru niður-
komnir.
Halldór gekkst eitthvað í þvl, að
bætt yrði hjúkrun mín og aðhlynning,
að minnsta kosti breyttist margt til
batnaðar eftir heimsókn þeirra hjón-
anna.
Ég var skelfing rotinpútulegur þeg-
ar ég fór að staulast á fætur. Lapp-
irnar á mér voru eins og handónýt
slytti — og eitthvað var ekki í lagi
með jafnvægiskenndina. Mér gekk
þvi svo erfiðlega að komast burt úr
sjúkrahúsinu, að ég var borinn um
borð í Jón forseta, sem þarna var
staddur um þetta leyti og var ákveð-
ið að við færum heim með honum.
Það var upp úr miðjum september.
Ég man, að þegar við vorum að
leggja út úr höfninni, fór ég að hugsa
um það, hvort nú ætti slysið að end-
urtaka sig. Vel gátum við svo sem
rekist á tundurdufl og ekki gerði ég
ráð fyrir því, að ég mundi sleppa. Nú
var ekki þrekinu fyrir að fara.
Við sigldum með ströndum fram á
daginn, en lágum um kyrrt um næt-
ur. Tundurspillir fylgdist með ferðum
okkar þar til við vorum komnir norð-
ur fyrir Pentilinn. Þá hvarf hann
sjónum okkar og við vorum einir
okkar liðs. Veður var mjög gott alla
leiðina og mér leið vel. Þeir bjuggu
um mig á bekk í káetunni og skiftu
um umbúðir á höfðinu á mér oft á
dag.
Þegar heim kom, fór ég til Andrésar
Féldsteds augnlæknis. Hann skoðaði
í mér augun og ég bað hann að skera
upp bilaða augað, en hann kvaðst
ekki vilja gera það, þvi að ef skurð-
urinn tækist ekki, þá yrði það til þess
að ég mundi alveg missa sjónina á
því. Þess vegna, sagði hann, að betra
væri að bíða og sjá hvernig þetta
gengi.
Þetta varð til þess, að ég varð að
hætta við þá fyrirætlun mina að læra
sjómannafræði. Ég hafði lagt nokkur
drög að þvi og sótt skólann um skeið,
en sjónleysið stöðvaði mig nú á þess-
ari braut.
Bftir fjóra mánuði virtist ég vera
búinn að fá aftur fulla sjðn, en allt
af síðan hefur runnið óeðlilega mikið
vatn úr verra auganu og ör eftir sðr-
ið, frá auga og út á kinnbein, ber ég
enn.
Við misstum vitanlega allt okkar
dót, og það var tilfinnanlegt í Þá daga.
Það fengum við alls ekki bætt. Bætur
fyrir missi fatnaðar á sjó komust ekki
á fyrr en löngu seinna. Við fengum
föt í Englandi, ein föt. Ég veit ekki
hver valdi þau eða borgaði þau. En
margir vorum við skipbrotsmennirnir
skringilegir ásýndum þegar við vorum
búnir að klæða okkur í múndering-
una, því að annað hvort voru fötin
allt of stór eða of lítil.
Við vorum afskráðir sama dag og
skipið sökk, en kaup var okkur reikn-
að bangað til við komum heim.
Ég var nú heilt ár í landi, eða rúm-
lega það. Ég fór heim til foreldra
minna í Stykkishólm og reri þá um
sinn með föður minum.
Og aftur fór ég á togara árið 1915.
Ég fór á Baldur, en skipstjóri var
Kolbeinn Þorsteinsson — og enn geys-
aði styrjöldin — og enn voru hætt-
urnar alls staðar í leyni.
Þegar ég munstraðist á Baldur var
ég 25 ára gamall.
•II
Nýtt útlit
Nú tækni
-xíííííjííí
Málmgluggar fyrir verzlan
ir og skrifstofubyggingar í
ýmsum litum og formum.
Málmgluggar fyrir verk-
smiðiubyggingar, gróður-
hus, bílskúra o fl.
Lækjargötu, Hafnarfirði. — Sími 50022.
VIKAN 35