Vikan


Vikan - 01.06.1961, Blaðsíða 15

Vikan - 01.06.1961, Blaðsíða 15
Sue og Bienstock voru ekki fyrr komin út en Joe og Jerry þustu inn. Vinnan í Florida, — voru þeir búnir að missa af henni? spiurðu þcir og stóðu á öndinni. Ef einhver varð skyndilega þyrstur í Chicago á þessum tímum, þurfti hann aðeins að berja dyra hjá næstu útfararstofnun og kynna sig sem syrgjendur við „jarðarför ömmu". E R FULLKOMINN þó ekki vera frá Tannstöngla-Kalla — eða hvað?“ „Tannstöngla-Kalla?“ sagði Mulligan. „Ég hef aldrei heyrt hann nefndan." eÞtta tók af allan efa. Svo að það var Tann- stöngla-Kalli, sem hafði kært hann. Ágætur ná- ungi, hugsaði Spats, bara verst, að hann skuli þurfa að dcyjal í öllu óðagotinu höfðu Joe og Jerry komizt út um hliðardyrnar. Þeir höfðu ekki hlotið mikla menntun, en sjálfsbjargarviðleitni þeirra var i engu ábótavant. „Þetta leysir okkur þó úr þeim vanda að ákveða, hverjum við eigum að borga fyrst,“ sagði Jerry másandi, meðan hann dröslaði kon- trabassanum niður bakstigann. Næsta dag gengu þeir á milli ráðningar- stofnana hljómlistarmanna. En Jerry var ekki hamingjusamur maður, og hann var heldur kaldhæðinn. Joe var svo sem ágætur félagi, en hann gerði ekki alltaf hlutina á réttu augnabliki. Eins og þegar hann náði i yfirfrakkana þeirra i miðju óveðrinu. Og þá var það Greased Lightning, — þvílik skjaldbaka reyndist ekki sá hundurl Þeim var tekið frekar kuldalega i Poliakoffs- ráðningarskrifstofu, og það var lika Joe að kenna. Hann hafði látið Nellie, skrifstofustúlk- una, biða árangurslaust á stefnumóti, og Nellie var vægast sagt ekki ánægð með það. Þess vegna fannst Jerry það mjög grunsam- legt, þegar hún sagði, að forstjórann vantaði bæði saxófónleikara og kontrabassa i hljóm- sveit, sem átti að leika nokkurn tíma i Míami á Flórida. En þetta kom Joe ekki vitund á óvart. Hann hafði aldrei vanmetið áhrif sin á konur. í innri skrifstofunni var Poliakoff önnum kafinn við að tala í simann, um leið og hann reyndi að hafa hemil á ljóshærðri gribbu, sem hét Sue, og auðmjúkum umboðsmanni hennar, Bienstock. Hann var kófsveittur við að ganga á eftir ein- hverjum í simanum. „Heyrðu nú, Gladys, þetta verða þrjár vikur i Miamí. Sweet Sue og hljóm- sveit hennar vantar tvær stúlkur, aðra með kontrabassa og hina með saxófón ...“ En Gladys var úr umferð. Hún hafði spilað samfleytt i 112 klukkustundir við maraþondans og lá í rúminu með taugaáfall. „Hvernig væri Cora Jackson?“ sagði Bien- stock. „Þegar ég frétti af henni siðast, var hún að spila með Hjálpræðishernum," sagði Poliakoff. Sue var ekki i sem beztu skapi. „Allt gengur á afturfótum. Hér stöndum við og erum að leggja af stað til Miami, og þá þarf saxófónleikarinn að hlaupast á brott með bibliusölumanni og kontrabassaleikarinn að verða ófrísk." „Bienstock!“ öskraði hún að skjálfandi mann- garminum við hlið sér, „ég ætti að reka þig.“ ÓÞOKKABRAGÐ. „Mig?“ tísti Bienstock. „Ég er framkvæmda- stjóri hljómsveitarinnar, en ekki næturvörður. Hann sneri sér að Poliakoff. „Heyrðu, Sig, þú veizt, hvernig stúlkur við þurfum að fá. Okkur er alveg sama, hvernig þú nærð í þær, ef þú aðeins sérð um, að þær verði komnar í lestina, sem fer klukkan átta i kvöld.“ Sue og Bienstock voru ekki fyrr komin út en Joe og Jerry þustu inn. Vinnan í Florida, — voru þeir búnir að missa af henni? spurði þeir og stóðu á öndinni. Poliakoff starði höggdofa á þá. Siðan taldi hann í fljótu bragði upp ýmsar ástæður fyrir því, að þeir hentuðu ekki í þessa vinnu. Vöxt- ur þeirra var ekki æskilegur. Þeir urðu að vera undir tuttugu og fimm ára aldri, með ljóst hár. — Og þeir áttu að vera stúlkur! Þarna var Nellie lifandi komin, hugsaði Joe. Þetta var óþokkabragð. Hann hefði liklega bet- ur komið á stefnumótið. En Jerry hagaði sér eins og óður maður. Það að vita af atvinnunni á næstu grösum og geta ekki fengið hana verkaði á hann eins og eitur- lyf. „Við skulum ræða hlutina, Joe. Hví ættum við ekki að geta gert þetta? 1 fyrra, þegar við höfðum atvinnu i Tatarakránni, vorum við með gyllta eyrnalokka. Manstu ekki eftir þvi? Eða þegar þú réðst okkur i Havaíhljómsveitina? Þá vorum við í strápilsum.“ Og svona hélt hann áfram, eins og fjandinn hefði hlaupið í hann. „Þetta verða þrjár vikur i Florida. Við getum fengið lánuð föt hjá stelpunum í kórnum. Við fáum okkur notaðar hárkollur og bólstrum okk- ur dálitið hér og þar. Við getum kallað okkur Josephine og Geraldine ...“ .Toe hlustaði mæddur á allan orðaflauminn. Aumingja Jerry að æsa sig svona upp á fast- andi maga. Meira að segja Poliakoff varð hrærð- ur. Hann útvegaði þeim atvinnu i eitt kvöld á St. Valentine-balli við háskólann í Illinois. Svolítill skammtur af yndisþokka Joe nægði til að fá Nellie til að bjóðast til að lána þeim bilinn sinn til að fara þessa löngu leið á ballið. Þegar þau sóttu bilinn i bilageymsluna, tóku þeir eftir nokkrum náungum, sem sátu þar úti í horni og spiluðu póker. Þá kom þar bill á fleygiferð, og út kom Spats og félagar hans með byssurnar tilbúnar. Við pókerborðið sat Tannstöngla-Kalli, ánægður yfir góðum spilum ... Faldir bak við bílinn horfðu Joe og Jerry skelfingu lostnir á, hvernig Spats og menn hans stilltu pókerspilurunum upp við vegg og skutu þá niður, hvern á fætur öðrum. Spats var svo önnum kafinn við þetta starf, að hann tók ekki eftir skjálfandi hljómsveitarmönnunum, fyrr en það var of seint. Þeir fullvissuðu hann báðir um, að þeir hefðu ekkert séð, en Spats var auðsjáanlega ekki sannfærður um það. AFTUR ÖRUGGIR. Það var Tannstöngla-Kalli, sem varð til að bjarga þeim. 1 andarslitrunum gerði hann ör- væntingarfulla tilraun til að ná í simann. Þetta varð til þess, að Spats leit af Joe og Jerry, sem hlupu út á götuna, um leið og lög- reglubillinn kom að með veinandi flauturnar. 1 bili voru þeir öruggir, en það var allsendis óvíst, hve lengi. Þeir höfðu orðið vitni að mann- drápi, og Spats var þekktur fyrir áhrifarika aðferð, sem hann hafði við vitni. Þeir urðu að komast burt úr borginni. Þannig atvikaðist það, að Joe og Jerry urðu meðlimir i kvennahljómsveit. Segja má, að þeir hafi ráðið sig af tveimur ástæðum: — til að hafa ofan í sig og til að halda lifinu. En það var seinni ástæðan, sem gerði þetta óhjákvæmilegt, þvi að það hefði sannarlega verið ömurlegt, ef Spats hefði sent þá í gröfina, áður en þeir fengju tækifæri til að svelta i liel. Joe hringdi til Poliakoffs og talaði með skrækri kvenmannsrödd. „Mér skilst að ykkur vanti tvær stúlkur í hljómsveit ... Enginn getur imyndað sér, hve Joe tók nærri sér að gera þetta. Það hafði aldrei hvarflað að honum, að hann væri heppilegur í stúlkuhlut- verk. Og á sama máli voru vist flestar vinkon- ur hans. Eins og kunnugt er, var þörfin móðir allra uppfirtninga — eða eins og segja mætti í þessu tilfelli — örvæntingin orsök ógæfunnar. Hug- rakkir gengu þeir þvi inn i lestina innan um skvaldrandi hljómsveitarstúlkurnar ... if Framhald i næsta blaOL VIKAN 15 ‘

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.