Vikan


Vikan - 01.06.1961, Blaðsíða 38

Vikan - 01.06.1961, Blaðsíða 38
'i. NÁTTÚRU- GÚMMÍ Rússnesku hjólbarðarn- ir eru mikið endurbætt- ir og hafa unnið sér verðugt lof þeirra bif- reiðaeigenda, sem oft þurfa að aka á misjöfnum vegum eða hreinum vegleysum, slitþol þeirra er ótrúlegt, enda er bæði efni og vinna miðað við að framleiðslan sé betri en áður þekktist. Munið að spyrja þá, sem reynzlu hafa af þessum frábæru hjólbörðum einmitt hér, við hin erfiðu skilyrði, í landbúnaði, þungaflutningum og einkaakstri. BETRA VERÐ — MEIRI GÆÐI MARS TRADING COMPANY Klapparstíg 20 - sími 17373. Þegar Skúli fgóeti sprakk Framhald af bls. 11. Einhver brölti til mín og tók utan um mig, en ég fór að ýta frá mér og berj- ast um. Eg hélt áfram að hrópa: „Ég er blindur. Ég er blindur. Það hafa verið skotin úr mér augun. Ég vil fara i sjóinn aftur.“ En ég gat mig hvergi hrært, því að mér var haldið föstum. Þá varð ég var við bað, að einhver var að reyna að þurrka úr augunum á mér og eftir dálitla stund fór ég að sjá skímu, en um leið róaðist ég. Ég held að Það hafi aðeins verið blind- an, sem varð þess valdandi að ég lét svona órólega. Þegar ég fór að sjá, komst ég að raun um, að ég var meðal skipsfélaga minna í skipsbátnum, að nokkra vantaði eða fjóra og þeir höfðu allir verið í lúkarnum með mér. Binn lúkarsfélaga minn sá ég liggja hálf meðvitundarlausan við hliðina á mér. Félagarnir höfðu lagt hann ofan á mig, og það var hann, sem var fargið sem ég hafði furidið og varð þess vald- andi, að ég gat ekki náð andanum. Pétur Maack var þarna og hann sagði mér frá atburðum: Skipið hafði lent á tundurdufh og það hafði sprengt gat á skipið undir lúkarnum þar sem við vorum félag- arnir sex. Pétur hafði verið uppi í brú þegar sprengingin varð og hann og aðrir hröðuðu sér niður og allt komst á tjá og tundur. Brátt varð mönnum það ljóst, að hættan var mest hjá okkur sem vorum i koju, en aðrir virtust vera heilir á húfi. Þegar Pétur og félagar hans komu fram á til þess að reyna að bjarga okkur úr lúkarnum, sáu þeir ekki niður og heyrðu þaðan hvorki stunu né hósta. Allar vélar voru þá stöðv- aðar og þar á meðal Ijósavélin og allt var þvi i svarta myrkri. Þeir tóku það ráð, að ná í tvist, væta hann í olíu og búa til nokkurs konar kyndil, sem þeir settu í körfu og svo fýrðu þeir henni niður ganginn til þess að geta, við skýmuna svipast um í lúkarnum. Allt i einu sáu þeir á hausinn á mér og flaut ég þarna á einhverju braki og virtist dauður. Pétur Maack lagðist nú á magann og teygði sig niður, en fyrsti vélstjóri Hallgrímur Hallgríms- son hélt um fætur hans til þess að hann hrapaði ekki niður í svelginn. Pétri tókst að ná í hárið á mér og síð- an betra taki og tókst honum að drösla mér það ofarlega að vélstjór- inn gat líka náð til mín og svo drógu þeir mig upp. Þeir gátu ekki séð neitt lifsmark með mér. Ég var alblóðugur og með svöðusár á höfði enda skorinn frá öðru auganu og út á kinribein. Rafmagnsþráður var vafinri um beran öklann á mér og losuðu þeir hann. Síðan lögðu þeir mig til á þilfarinu og fóru að þvi loknu að svipast betur um í lúkarnum. Eftir nokkra stund Ég bannfæri ekki neitt. Framhald af bls. 13. kennileitin á iandi listarinnar. Hann mundi einkum virða fyrir sér byggingu og litasamstill- ingu myndarinnar, en fyrir hann væri innihald myndarinnar meira aukaatriði, svo sem hest- arnir, bærinn og fjallið. — Það er sjálfsagt mikill sannleikur í þessu Eggert, og hér komum við að því, að menn verða að vera eitthvað vanir myndlist til þess að njóta hennar á réttan hátt. Ég hef stund- um séð það á sýningum, að fólk er með nostur- samlega smámunasemi við samanburð á auka- atriðum, hvort eitthvert atriði i mynd sé nægi- lega likt fyrirmyndinni, en hið raunverulega gildi myndarinnar hefur þá farið fyrir ofan garð og neðan. Það hefur verið talað um, að Ásgrimur, Þórarinn og Kjarval hafi kennt okk- ur að meta fallegt landslag. Á sama hátt þyrfti að kenna áhorfendum að skoða myndlist frá réttu sjónarhorni: Að meta áhrifin og gleðjast yfir því sem vel er gert, en kasta því sjónar- miði fyrir bí, hversu náið listamaðurinn hafi fylgt einhverri fyrirmynd. G.S. Ljónaveiðar í Afríku og lúxusskip á Rín. Framhald af bls. 5. — Það verður alltaf að gæta vel að þvi, og bezta ráðið til þgss að koma í veg fyrir, að það sé re-ynt, er að vera á vegum einhverrar ferða- skrifstofu. Ég get sagt þér sögu, sem sannar það. íslenzk hjón voru á ferðalagi á Ítalíu og bjuggu á ágætu hóteli í Róm. Þeim fannst reikn- ingurinn nokkuð hár og drógu upp pappíra, sem sýndu, að þau voru á vegum ferðaskrifstofu. Án nokkurra skýringa var reikningurinn lækkaður niður í fjórðung þess, sem áður átti að krefjast. Þarna hefur starfsmaður hótelsins vafalaust ætlað að krækja sér í nokkrar lírur með þvi að nota sér ókunnugleik útlendinga. Ekkert hótel þorir að reyna slík brögð við gesti á vegum ferðaskrifstofu, þar sem slifct gæti hefnt sin grimmilega. — Get ég komizt austur fyrir „tjald“ með að- stoð þessarar ferðaskrifstofu og borgað með ís- lenzkum peningum? —■ Ekki aðeins austur fyrir „tjald“, lieldur hvert í veröldina, sem þú óskar að fara, og þú þarft ekki að borga með öðru en islenzkum pen- ingum. Ég get gefið út farmiða hér í staðnum með stóru farþegaskipi um Miðjarðarhaf eða með lestum um þvert og endilangt Rússland. Ef þú vilt komast í leiðangur um Grænland, þar sem notaðir eru meðal annars hudasleðar, þá get ég séð fyrir því hér á staðnum. Ef þú vilt komast á ljónaveiðar í Afríku, þá er ekkert til fyrirstöðu, sömuleiðis, ef þú vilt fara með In- tourist allt austur lil Mongólíu cða skemintisigl- ingu á lúxusskipi eftir Rinarfljóti með sam- kvæmissölum og sundlaug. - Ég sé, að möguleikarnir eru talsvert fjöl- skrúðugir. Hvernig farið þið ferðaskrifstofu- menn að því að afla ykkur upplýsinga og ná nauðsynlegum samböndum? — Fyrst og fremst með lestri og bréfskriftum. Þessi sambönd, sem ég hef náð, eru til orðin fyrir margra ára bréfaskriftir og þrotlaust starf. Auk þess verður maður að hafa farið sjálfur allar algengustu ferðirnar og dvalizt á þeim hótelum, sem íslenzkir ferðamenn gista helzt. 3B VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.