Vikan


Vikan - 01.06.1961, Blaðsíða 23

Vikan - 01.06.1961, Blaðsíða 23
FYRSTA FLOKKS VINNA - BETRI EFNI - OG NÝRRI SNIÐ GERA FÖTIN FRÁ OKKUR VINSÆLUST. I '&t I EINS OG SKIP A HAFINU Framhald af bls. 7. hafBl verið ögrandi, þegar Waiter tók hann i karphúsið og reyndi a8 koma fyrir hann vitinu, var nú auBmjúkt, og það var eins og hann bœBist fyrir- gefningar á þyi að skorta hugrekki til aB deyja. Um kvðldið ök hann til bústaðar Harris til að sjá um að húsinu yrði lokað, í þetta skipti fyrir fullt og allt. Lille-Noon hafði farið um morgun- inn, til þorpsins, sem hún var aettuð frá. Frú Harris ætlaði að gista á hú- teli siðustu nóttina. Flugvélln átti að leggja af stað i dögun. Það var ekki mikið, sem hún þurftl að taka með sér, aðeins nokkrir bókakassar, það var allt og sumt. Þegar Harris fékk köstin, hafði hann brotið allt og bramlað, og húsgögnin voru ekki orð- in til annars nýt en að hafa þau i uppkveikju. — Það er ðmurlegt að senda yður af stað á þennan hátt, sagði Walter. Þau ýttu síðasta kassanum út á ver- ðndina. Það átti að senda þá með flutningabíl, sem var væntanlegur frá flugvellinum eftir stutta stund. Hún svaraði ekki, en settist við hlið hans á þrepið, sem iá út i garðinn. Hún var þreytuleg. Hún hafði hugsað mikið um þetta allt saman, en dæmið vildi ekki ganga upp. —■ Walter, sagð! hún allt i einu. — Attuð þér von á þvi að ég mundi svíkja hann og koma til yðar — ein- hvern tima seinna? — Nei, svaraðl hann — Þér gætuð aldrei svikið . . . — Nei, hvislaði hún. — Fg get það ekki. Fg veit að það er heimskulegt, ég stend ekki i neinni þakkarskuld við hann og geri mér engar framtiðar- vonir — en ég get ekki yfirgefið hann og komið honum fyrir á hæli. Fg gift- ist honum af frjálsum vilja og lofaðl að standa við hlið hans i bliðu og striðu, og þetta loforð get ég ekkl svlkið. Walter. — Loforð sin verður maður að efna. þó maður gjaldi bess alla ævlna, sagði hann. Hann stóð unp og dró hana með sér. Julle, hvlslaði hann og það var I fyrsta skipti, sem hann á- Þetta er GUNNAR ASGEIRSSON Hi. Suðurlandsbr. 16 - Simi 35200. varpaði hana með skirnarnafni. — Fg verð hérna alltaf. Ef þú kemur aft- ur. . . . — Eftir mörg ár, þegar við erum ■orðin gömul, og ég er orðin gráhærO? sagöi hún lágt og viökvæmnislega. Hann strauk hár hennar og sagöi stillilega: — Það veröur líka fallegt, þegar þaö er orðið grátt. Þú veröur alltaf falleg, alltaf . . . Hún hjúfraöi sig aö honum og grét hljóðlega. — Ég særi þig meö því aö geta ekki yfirunniö sjálfa mig og brugðizt honum. — ÞaÖ væri samt miklu þungbær- ara, ef þú yfirgæfir hann, því aö þá værir þú ekkl Julie, sagöi hann og þrýsti vanga sinum aö hári hennar. — Fg mun alltaf minnast þín eins og þú ert núna, óbuguð og heiðarieg, og fegurri minningu get ég ekki hugs- að mér. — Þú verður elnmana, Walter. — Þú ert héma. Þegar ég loka augunum á kvöldin, veröur þú hérna — alveg eins og núna og ef til vill kemur þú einhvern tíma á móti mér, eöa þú bíöur mín við húsiö, alveg eins og í fyrsta skipti, sem ég sá þig ... Vertu sæl Julie. Hann þrýsti henni að sér, eins og hann ætlaöi aldrei aö sleppa henni framar. Hann minntist orða læknisins um fórnarlund konunnar. Þannig var hún, Julie Harris. Göfug- lyndi hennar var svo mikið, að hún hvarf frá honum og gaf honum aöeins veika von um endurfundi. — Nú er bíllinn aö koma, Julie, hvíslaöi hann hásum rómi. Hann kyssti augu henn- ar og andlit, sem var vott af tárum. — Þakka þér fyrir að þú komst og leyföir mér aö elska þig. Hann sleppti henni. BÍLLINN nam staðar viö verönd- ina þíir sem þau stóöu. Það tók ekki langan tima að ganga frá farangrinum. Þau tókiist i hendur i návist hins ókunna bílstjóra. — Vertu sæll, hvíslaöi hún. — Líöi þér vel. — Gættu þín nú vel, og mundu, aö ég er hér alltaf. — Líka, þegar ég er orð- in gráhærö, og viö erum bæöi orðin gömul, Walter? — Líka þá, Julie. En ef ég kem aldrei aftur? hugsaöi hún. Bara aö hún væri nógu veikgeðja til að vera um kyrrt hjá honum. Hvers vegna var hún svona? Ef hann hefði aðeins impraö á því með einu oröi, aö hún yrði kyrr, hefði hún látið sér standa á sama um allt annaö, og hætt viö aö fara. En hann sagöi ekkert, vegna þess að hann var eins og hún sjálf. Hinir sterku verða aö bera byrð- arnar fyrir hina veiku. Nú ók billinn af staö. Þegar hún leit til baka í sið- asta sinn, sá hún hvar hann stóð um- kringdur hinum einmanalega frum- skógi, hjá hinu hrörlega húsi. Hún veifaði til hans i kveðjuskyni, um lelð og hann hvarf sjónum hennar i hlð svarta vonlausa myrkur næturinnar. MKKN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.