Vikan


Vikan - 01.06.1961, Blaðsíða 18

Vikan - 01.06.1961, Blaðsíða 18
ÞEKK T U SJALFAN ÞIG WS-X&hX'íáV&ZVSXk Ékrn^É Dr. Matthías Jónasson: Nálarauga menntunarinnar Mannkynið hefur reynt margvíslega stéttaskiptingu: eftir kynjum, frelsi, efnahag, og nú er búið að búa til fjórðu ástæðuna fyrir myndun lágstétt- ar: gáfnatregðuna, sem meinar fólki að komast gegnum nálarauga menntunarinnar. SKILVINDAN. Þegar ég var drengur var notuS skilvinda á heimili foreldra minna. Þafi Þótli mér merkilegt tæki. Oft braut ég heilann um það, hvernig hún gæti skilið rjómann frá undan- rennunni. Undanrennan flaut i breiðum boga út úr viðri leiSslu, en r.jóminn sitraSi hægt og letilega. Merkilegast þótti mér, aS skilvind- an skyldi alltaf vita, hve mikinn rjóma hún átti aS skilja úr mjólk- inni. Einnig samfélagiS á sér skilvindu, sem greinir inannfólkiS eftir á- kveSnum auSkennum. ÞaS er nálar- auga menntunarinnar, sem hverri uppvaxandi kynslóS nú á dögum er ætlaS aS ganga i gegnum. Fyrr á tíS sluppu menn inn um ýmis önn- ur hh'ð og þóttu liðtækir samt. En nú, siðan nálarauga menntunarinnar stendur öllum opið, sleppa fáir við að þreyta þessa raun. Sumir fljúga viSstöðulaust i gegn, öðrum er troðið i gegn með harmkvælum, en ófáum sýnist hiS sögufræga hlið fullvitt til aS sjá, þó aS þeir fái meS engu móti þrengt sér i gegn. ÞaS eru menntastofnanir hverrar þjóðar, eða nánar til tekið: sivax- andi menntunarkröfur nútlmans, sem vinna þetta skilvindustarf. Hver uppvaxandi kynslóð greinist eftir þvi, hversu framsækin hún er til menntunar og hversti vel hún veld- ur menntunarkröfunum. Hvort sem okkur líkar betur eða verr, þá orka menntastofnanir okkar f þá átt að draga markalínu, að greina mann- fólkið eftir þröngt mörkuðum gæða- einkcnnum. Þetta skilvindustarf hefir ekki aðeins djúp áhrif á líf ein- staklingsins; það grípur djúpt inn i samfélagsskipan okkar og gerbreyt- ir stéttarskiptingunni. STÉTTASKIPTING FYRR OG NÚ. Fyrst og fremst rótar hún við gömlu stéttaskiptingunni. Fyrr á tið réðu ætterni og efnahagur þvi, i hvaða stétt einstaklingurinn féll. Þá var ekki auðhlaupið úr einni stétt í aðra, enda lögðu heldri stéttir kapp á að vernda forréttindi sin og arf- leiða börn sín að þeim. Stéttaskipt- ingin hélzt þvi lengi óbreytt að mestu. Hin stranga stéttaskipting var hindrun í vegi félagslegrar þróunar. Milli stétta hlóðust ókleifir múrar, sem héldu afburða hæfileikamönn- um lir lægri stétt frá menntun og starfi, sem þeim hæfði. Afburðagáfur voru hlekkjaðar við moldarverk og fjárgæzlu. Á hinn bóginn vernduðu stéttamúrarnir undirmálsgáfur i þægilegum yfirstéttarstöðum. Hlunnindi fylgdu ætterni og stétt, þó að gáfurnar kynnu að reynast i lakasta lagi Enginn furða, jiótt menn væntu þess, aS aukin menntun bryti niður þessa múra! Og það hefir hún gert. Nú eT auðvelt orðið að flytjast á milli stétta. AS minnsta kosti hér á landi á sonur erfiðismannsins oftast kost á æðri menntun, ef hneigð hans beinist i há átt og gáfurnar hrökkva til. Af sömu ástæðu er yfirstéttar- harnið að glata forréttindum sinum. f samkeppni hæfileikanna ber öll- um sami réttur. Skilvinda mennt- unarinnar skilur hið kostamikla efni frá hinu magra og spyr ekki um ætterni. Af þvi leiðir aftur ýmsa erfiðleika, sem verða mönnum nokkurt á- hyggjuefni. Skilvindan er tekin að vinna verk sitt svo rækilega, að hún mun bráðum skila undanrenn- unni fjörvislausri. Gömlu múrarnir höfðu hann kost, hrátt fyrir alla galla, að hver stétt nant að mestu þeirra afburðamanna, sem hún ól. Þeir gerðu hana rismeiri og fram- sæknari og færari til þess að eiga hlut að þjóðmenningunni 1 heild. Þannig efldist alþýðleg verktækni, list og fræði. Nú sia menntunarkröf- urnar úr hverri stétt, ekki aðeins það, sem flýgur viðstöðulaust gegn- um nálaraugað, heldur einnig mik- inn fjölda, sem þarf að þrýsta i gegn. Þetta gengur furðu jafnt yfir allar stéttir, þó að efnahagur skapi auðvitað verulegan aðstððumun, þegar troða þarf lærdómi i gáfna- sljó ungmenni. Hörð nauðsyn knýr þessa sam- félagsskilvindu. Flókin visindi og verktækni nútimans krefjast greini- legs úrvals úr gáfum þjóðarinnar. Fámenn yfirstétt er ekki einfær um að leggia þessar gáfur fram. Við get- um ekki fullnægt þessum krðfum, nema með þvi að nýta undantekn- ingarlaust þær gáfur, sem spretta fram hjá öllum almenningi og i hverri stétt. Það virðist þvi óhjá- kvæmilegt, að mjólkin fari ðll i hina miklu skilvindu. ER MÚGMENNIÐ NÆSTA LÁGSTÉTT? Mannkynið hefir revnt margvis- lega stéttaskiptingu. í fyrsta lagi eftir kynjum, þar sem lægstu og erfiðustu störfin féllu i hlut kon- Framhald á bls. 33. |--------------------------------------------------------- Klippið hér. I ATKVÆDASEÐILL. I I p Ég greiði atkvæði með því, að ungfrú .......... I I | verði kjörin „Ungfrú ísland 1961“. I | Sendist 1 pósthólf 368, merkt Fegurðarsamkeppnin 1961. 18 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.