Vikan - 01.06.1961, Blaðsíða 24
Frnocoise d Eouboooc
„Hvar býrðu?“ spurði hann.
„Ég fer ekki heim að svo stöddu."
„Vitleysa — hvert viltu láta aka þér?"
Bob nefndi staðinn. Veitingastaðinn, bar sem
klíkan hafðist við. Staðinn, sem hann hafði um-
fram allt viljað forðast fyrir stundu síðan, en nú
skipti það ekki neinu máli lengur, frekar en
nokkuð annað. Hann settist við borð, skammt
frá þar sem síminn hékk á veggnum. Sá skeggj-
aði var enn með honum, og ræddi við einhverja
úr klíkunni, en Bob lét sem hann sæi þá ekki.
„Furðulegt hvað hann þolir ...“
„Er hann búinn að drekka mikið í kvöld?"
„Einhver ósköp. Ég minnist þess ekki að hafa
séð nokkurn mann drukknari, nema Paul Comte,
náungann, sem taldi fólki trú um að hann væri
sonur August Comte, þjóðfélagsfræðingsins, og
drakk hálfflösku af muscadet i einum teyg —
það var nefnilega veðmál."
Bob heyrði hlegið við borðin. Þarna var Muriel
en hvorki Nicole, Clo, Nadina eða — fjandinn
hirði þessar stelpur.
„Það getur ekki átt sér stað," maldaði Yasmed
í móinn. „Maður getur ekki einu sinni drukkið
hálfflösku af vatni í einum teyg.“
„Paul lék það nú samt, en svo datt hann líka
niður eins og hann hefði verið skotinn — náföl-
ur i framan eins og liðið lík. Við reistum hann
upp, hristum hann og skókum, og persneski n\ál-
arinn — Vincent, þið munið eftir honum — rak
fingurnar upp í hann og skipaði honum að æla
víninu. E'n Paul svaraði af sömu karlmennsku
og P.ómverjarnir forðum — kemur ekki til mála.
Svo hneig hann út af aftur. Við komum honum
í rúmið, hann lyfti eilítið öðru augnalokinu og
bað Vincent að ná í kvenmann handa sér; svaf
síðan og hraut í þrjá sólarhringa samfleytt, og
var eins og nýsleginn túskildingur, þegar hann
loksins vaknaði."
Þegar hláturrokurnar lægði, fóru viðstaddir
að segja drykkjusögur, hver í kapp við annan.
Bob varð það smám saman ljóst að hann var
kominn til þeirra í klíkunni aftur, þrátt fyrir alla
sína eiða. Hann verkjaði i höfuðið og veittist
örðugt að halda augunum opnum. Alain var hvergi
sjáanlegur.
„Hvar er Mic?“ spurði Bob.
Og 'Um sama leyti lagði Mic hvita Jagúarnum
fyrir utan annan veitingastað, þar sem nokkur
hluti klíkunnar var samankominn. „Hvar er
Bob?“ spurði hún.
ÁTJÁNDI KAFLI.
Mic höfðu reynst bílkaupin allsöguieg.
Lína hafði herpt saman varirnar með fyrir-
litningarsvip, þegar hún grýtti til hennar billykl-
unum, rétt eins og það væru eitraðir þyrnar. Og
Mic snerist óðar til varnar eins og hennar var
vandi.
„Hef ég kannski gert eitthvað á hluta yðar?
Hvað er það?“
„Það er ekki í mínum verkahring að dæma
viðskiptavinina," svaraði Lina stutt í spuna og
hraðaði sér á brott.
Mic heyrði að hún sagði eitthvað í hálfum
hljóðum við piltinn, sem afgreiddi bensínið.
„Forsmán, mundi ég segja," svaraði pilturinn.
„Sammála," hreytti laglega vélritunarstúlkan
út úr sér milli samanbitinna tannanna.
Roger, sem kom út úr lyftuklefanum rétt I
þessu, kallaði glaðlega: „Er nú búið að selja Jag-
úarinn?"
„Systir þín var að kaupa hann“, urraði í gamla
bílvirkjanum.
Svipurinn á andliti Rogers gerbreyttist. Betra
að vera við öllu búin, hugsaði Mic með sér, það
lítur út fyrir að það geti hvesst þá og þegar. Hún
rétti úr sér og bjó sig undir að hefja gagnárás, á
sama hátt og þegar móðir hennar sakaði hana
um að stela peningum úr borðskúffunni í búðinni.
,Jæja," sagði hún hvatskeytislega, þegar Roger
strauk dulunni yfir gljáandi hvíta hjólhlífina. „Þú
efnir vonandi loforðið."
Roger leit upp, hélt dulunni milli handanna
og yppti brúnum.
„Varstu ekki búinn að lofa mér vel úti látnum
löðrungi, ef ég keypti Jagúarinn?"
Hann yppti öxlum kæruleysislega, ef til vill
reyndi hann þannig að dylja reiði sína, því að
rödd hans skalf, þegar hann svaraði.
„Ef ég ætti að löðrunga allar þær skækjur,
sem koma hingað og kaupa dýra bíla, þá . . . .
Mic greip fram í fyrir honum; hvæsti; „Trúir
þú mér í raun og veru til þess? Að ég hafi lagzt
með einhverjum — til þess?“
„Það kemur málinu ekki við,“ svaraði Roger
reiðilega. „Ég hef fyrirlitningu á þér, það er
allt og sumt. Því fer að minnsta kosti fjarri, að
ég sé stoltur af að vera bróðir þinn . . . Ég gerði
réttast að taka lyklana af þér og sparka duglega
í rassinn á þér . . .“
Gamli maðurinn og annar vinnufélagi Rogers
litu upp og horfðu á þau, þar sem þau stóðu hjá
Jagúarnum og hnakkrifust.
„Jæja, svo það er þá svona," æpti hún. „Hvers-
vegna reynirðu það þá ekki? Ertu kannski smeyk-
ur. . .
„Að hvaða notum kæmi það?“ svaraði Roger.
„Ég yrði rekinn úr vinnunni. Og ég þarf að vinna,
eins og þú veizt. Það eru ekki allir þannig gerðir,
að þeir geti komizt prýðilega af án þess. Ég er
að minnsta kosti ekki einn af þeim útvöldu, ég
verð að vinna fyrir mat mínum. . .“
„Getið þér komið hingað sem snöggvast, Roger?"
kallaði yfirmaðurinn til hans úr glerklefanum.
„Já, sjálfsagt," svaraði Roger.
Mic stóð eftir, titrandi af reiði og reyndi að
hlæja hæðnislega.
„Já, sjálfsagt, svaraði hann og hljóp eins og
rakki með lafandi skottið!"
Hún smellti fingrum á eftir honum.
Hann leit um öxl til hennar. Náfölur.
Lina gekk framhjá honum. „Taktu þér þetta
ekki nærri," sagði hún.
Hávær hreyfilgnýr barst að eyrum þeirra og
þeim varð báðum litið við. Mic var sezt upp í
Jagúarinn. Á næstu andrá var hún úr augsýn.
Andartaki síðar gengu þau, Lína og Roger,
inn ganginn, hlið við hlið. „Láttu þetta ekki á þig
fá,“ mælti hún blíðlega. „Þú getur ekkert að því
gert. Það hlaut svona að fara."
Roger hristi höfuðið. „Og svo er bíllinn ekki
einu sinni 10.000 franka virði," mælti hann bitur-
lega.
Móttökurnar, sem Mic hlaut hjá klíkunni, þeg-
ar hún ók upp að veitingastaðnum, urðu til þess
að hún gleymdi brátt þvi, sem henni og Roger
hafði farið á milli. Hún stökk léttilega út úr
bílnum, rjóð í vöngum og brosandi.
„Halló — þið eruð þá öll mætt!" kallaði hún
til þeirra,
Guy varð fyrir svörum. Hann varð að brýna
raustina til að yfirgnæfa hávaðann í þeim hinum.
„Clo kemur ekki. Hún fór að fylgja Francoise
til grafar og neyddi Nicole til að koma með sér.
Og það er bara af því hvað Nicole skuldar henni
mikið, að hún lét tilleiðast, eins og þú getur
skilið."
„Mic! Mic! Taktu okkur með!“ hrópaði klikan
í kór.
Mic þótti þessi illgirnislega athugasemd Guys
ekki svara verð. Hún var Nicole sammála. Lífið
var fyrir þá lifandi, og splunkunýr bíll ólíkt for-
vitnilegri en likkista. En það kom fyrir að clo
brá í aðalsættina, eins og þau ÖU vissu.
„Róleg!" æpti hún og greip höndum fyrir eyrun.
„Þið eruð að æra mig.“
Klíkan tók Jagúarinn með áhlaupi. Og svo var
ekið af stað. Tíu mínútum siðar hemlaði Mic
aftur úti fyrir veitingastaðnum, svo snöggt að
hvein í.
„Hamingjan góða — hvílíkir hemlar!" hrópaði
Lou. „E!ða krafturinn ..
„Hverjir eru næstir?" spurði Guy.
„Ég — ég — ég!“ kölluðu þau mörg í senn.
„ „Jagúarinn er eins og elding ... Lofaðu mér
að setjast við stýrið. . .“
„Á ég að segja ykkur á hvað þetta minnir mig,“
varð Alain að orði. „Á krakkana, þegar stelpan
kaupmannsins hefur fengið nýjan brúðuvagn."
En þau hin hlustuðu ekki einu sinni á hann.
Það var eins og Jagúarinn hefði á einu vetfangi
breytt þeim í hóp ofsatrúarmanna, tryllt þau
svo, að þau væru fús til að kasta sér fyrir hann
og láta hann merja sig undir hjólunum, eins og
Hindúarnir, þegar þeir varpa sér fyrir kerru
Kalis.
Þegar Jagúarinn nam staðar úti fyrir veit-
ingastaðnum að þriðju ferð lokinni, bar Yasmed
þar að á skellinöðrunni, með Doudoune hina
feitu fyrir aftan sig. Um leið og hann kom auga
á hvita Jagúarinn, stökk hann af baki og blistr-
aði af aðdáun.
„Hvert þó í logandi!" sagði hann. „Hvar stalstu
Þessum?"
„Ég vil líka fá að sitja í", hjalaði sú feita.
Og Mic hætti ekki fyrr en þau höfðu öll fengið
að sitja í hvíta Jagúarnum eina ferð. Hún dró
ekki úr hraðanum á beygjunum, og það kom fyrir
að hún sleppti báðum höndum af stýrinu. En 1
hvert skipti sem hún hemlaði úti fyrir veitinga-
staðnum, svipaðist hún um eftir grannvöxnum
pilti í dökkbláum frakka. Óvissan og eftirvænting-
in spennti taugar hennar til hins ýtrasta. EÍÍn-
hvern tima hlaut þessi jarðarför þó að taka enda.
Þegar kvölda tók, gat hún vart afborið þetta
lengur. „Þið hafið auðvitað ekki rekist á hann
Bob?“ spurði hún hvað eftir annað í huga sin-
um, en hafði ekki kjark til að spyrja upphátt.
Bob hlaut að halda hópinn með þeim, Nicole og
Clo, og koma með þeim. Og þarna stóð Alain og
lét sig hávaða og æsingu hinna ekki neinu skipta,
en hafði aldrei af henni augun.
Loks gekk Alain inn í veitingasalinn, ásamt
Lou. Þar hitti hann fyrir ungan Ástralíumann,
sem þá fyrir skömmu hafði gerzt lærisveinn hans.
Daniel, vinur Sams, tók sér sæti hjá þeim og
lagði öðru hverju orð í belg. Þeir ræddu um Jagú-
arinn, sem varð til þess að talið barst að Francoise
Sagan.
„Ég skil þetta ekki," sagði sá ástralski. „Skil
ekki hvers vegna þessi saga hennar vaktl slikt
24 vjkan