Vikan


Vikan - 01.06.1961, Blaðsíða 30

Vikan - 01.06.1961, Blaðsíða 30
Lítið hefur birzt af skákum frá Firmakeppninni svokölluðu, sem hald- in var í annað sinn s.l. vetur. Þessi keppni er hin fjölmennasta og jafn- framt hin ánægjulegasta sem haldin er hérlendis. Margir góðir skákmenn komu þarna fram sem lítt hafa komið við sögu opinberlega í sambandi við skák og ennfremur tefla í þessari keppni margir þekktir og reyndir skákmenn. I heild má segja að þessi keppni sýni betur en nokkuð annað þann mikla skákáhuga sem er hér á landi. Sá, sem sennilega hefur kom- ið einna mest á óvart er Jóhann Árnason, sem tefldi fyrir hönd Út- vegsbankans. Jóhann hefur aldrei fyrr teflt i opinberu móti, en er þeirri reynslu ríkari en margir aðrir að hafa teflt við Engels og heimsmeistarann Aljekhin er þeir voru hér á ferð. Jóhann hefur ekki, svo sem margir í þessari Firmakeppni, rannsakað eða lært byrjanir upp úr bókum, en stuðst þeim mun meira við sitt eigið hyggjuvit. Hvítt: Þorv. Jóhannsson, Hreyfill. Svart: Högni Isleifsson, Stjórnar- ráðið. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Bc5 (Þessum leik er alltof sjaldan leikið í þessari stöðu. Hann er kannski ekki beztur, en hann er alls ekki slæmur). 4. 0—0 Rge7 5. c3 a6 6. Ba4 Rg6 7. d4 exd 8. cxd Be7 9. Rc3 0—0 (Hvitur hefur heldur rýmra tafl og hefur gott vald á miðborðinu). 10. Be3 d6 11. h3 b5 12. Bc2 Bb7 13. Hcl Ra5 14. Bd3 He8 15. Re2 Rc4 16. BxRc4 bxc4 Stööumynd eftir 15. leik svarts. 17. Rg3 d5 18. exd Bxd 19, Rd2 Bg5 20. BxBg5 DxBg5 21. Rxc4 Rf4 22. Re3 ? HxRe3! 23. fxe3 DxRg3 og hvítur gefst upp. Hér er svo gott dæmi um hvern- ig ekki á að tefla. Hvítt: Gunnar Hvanndal, Veður- stofan. Svart: Jóhann Árnason, Útvegs- banki Islands. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. c3 Rf6 5. d4 exd 6. e5 De 7 ? (Rétt er og bezt að leika 6.—d5) 7. 0—0 Rg4 8. cxd Bb4 ? (Bb6) 9. h3 Rh6 10. a3 Ba5 11. b4 Bb6 12. d5 Rd8 13. Bg5 Df8 14. Hel c6 15. d6 Rg98. Nú er komin upp furðuleg staða, þar sem svartur er kominn upp í borð til sín með alla sína menn. Svona geta smámistök í byrjuninni leitt til stórvandræða. Það er óþarfi að rekja skákina lengra og úrslitin sjá allir fyrir. Furöuleg staöa eftir 15 leiki!! hlj ómlist Það er ekki alltaf, að þau lög sem leikin eru erlendis í útvarpi, séu þau sem mestum vinsældum eiga að fagna. Víða voru vinsældir mældar eftir seld- um nótum á einhverju lagi, en alls ekki eftir seldum plötum og þá siður verið að yasast i því að ganga úr skugga um hver væri skemmtilegasta og vinsælasta útsetningin á einu lagi. Fyrir bragðið kom annað eins fyrir og hér verður stuttlega sagt frá. Russ Conway. Pianoleikarinn Russ Conway hefur líka samið þau lög sem hann lék inná plötur og þá fylgdi hans útsetning lögunum inná útvarpssendingarnar. Og með því móti var hann lang- efstur á listanum, þar sem lögin hans voru vinsæl, en á plötumarkaðnum voru kannski útsetningar annarra teknar langt fram yfir hans. Þess vegna mátti segja að staða hans svona ofarlega á vinsældalistanum átti sér enga stoð í plötusölunni. Og plötu- salan er einmitt sá mælikvarði, sem helzt er hægt að leggja á vinsældir. Nú er þessu breytt og vinsældalist- arnir í Evrópu og Ameríku fara nú eftir plötusölunni svo og hversu oft er óskað eftir vissum lagaútsetning- um í útvarp. Hér á landi er dálítið erfitt að fara eftir vinsældalistanum úti, þar sem það vill brenna við að lögin sem vinsælust eru þá stundina verða ekki komin á markaðinn hérna fyr en eftir dúk og disk. Það er að segja, að þá eru unglingarnir búnir að heyra lögin svo lengi í erlendu út- varpi, að glansinn er að fara af þeim. þétta? Gesta og minningabækur hafa um langt skeið verið vinsælar til gjafar og margir hafa reynt að láta á mark- aðinn skemmtilegar og eigulegar bækur. Nú þykjumst .við hafa dottið niður á gestabók, sem teljast má sér verður og endurnýja það, sem er orðið ónýtt. Og eigiröu ekki neitt i slík ferðalög, þá verður að ganga frá kaupum svona sæmilegan tíma, áður en lagt er í hann. Fyrsta skilyrðið verður vist að teljast svefnpoki, ef menn vilja komast lifs af úr útilegum. Þeir fást í öllum hugsanlegum stærð- um og verðflokkum. T. d. má fá sér mjög óbrotinn svefnpoka fyrir tæpar 300.00 krónur og einnig getur maður losnað við tæpar þúsund krönur í slík kaup. Bakpokar eru í öllu jafnari verðflokkum eða frá 400.00 krónum i hálft sjötta hundrað. Það er sjálf- sagt að gæta Þess, þegar maður kaup- ir bakpoka, að þeir séu þannig frá- gengnir að ekki séu likur til þess að í flokki. Kápan er islenzk gæra og gefur hún bókinni það gildi, sem hún hefur fram yfir aðrar slíkar. Bókinni fylgir plasthylki, sem varnar óhrein- indum að festast á henni þegar hún er ekki höfð uppi við. Verðið er lika sér á parti, eða um 400.00 krónur og má það teljast dálagleg fjárfesting. —O— Nú er tími til kominn að undirbúa sig undir útilegur sumarsins og má varla seinna vera að ganga frá út- búnaði sínum. Laga það sem lagað maður eigi eftir að sjá alvarlega eftir kaupunum. Sérstaklega ber að gæta þess að allar burðarólar og festingar séu þannig gerðar, að pokinn falli rétt að bakinu og að pjönkur þær sem festar eru á pokann valdi ekkl verulegri röskun á jafnVsegi. Sumir vilja ekki lengur una því að hreiðra um sig á steinhnullungum milli þúfna, heldur fá þeir sér vindsængur undir svefnpokann og verður að segjast að men.n eru ólíkt enduTnærðari eftir fioual KÖLDU ,0\jui búðingamir ERU BRAGÐGÓÐIR MATREIÐS LAN AUÐVELD Fjórar bragðtegundir: Súkkulaði Vanillu Karamellu Hindberja Ttl aölu I flestum matvöruverzJunum landsins. 30

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.