Vikan


Vikan - 01.06.1961, Blaðsíða 4

Vikan - 01.06.1961, Blaðsíða 4
Guðni Þórðarson, forstjóri Ferða- skrifstofunnar Sunnn. Ljónaveiðar í Afríku . 'íj og lúxusskip á Rín Rætt við Guðna Þórðarson, forstjóra Ferðaskrifstofunnar Sunnu, um ferðalög íslendinga erlendis, vinsæla ferðamanna- staði, hlutverk ferðaskrifstofa, þjónustu og verðlag. — Hverju myndir þú svara, Guðni, ef til þin kæmi maður og spyrði: Hvað er ferðaskrifstofa? — Það væri hreint ekki óeðlileg spurning, og ég mundi ekki verða hvumsa og líta undrandi á manninn. Ferðaskrifstofur eru svó nýjar af nálinni hjá okkur, að tæplega er við því að búast, að almenningur hafi fullkomna vitneskju um þær stofnanir. Ég mundi svara þessari spurningu þannig, að ferðaskrifstofur séu leiðbeiningastofnanir og ráðgjafar þeirra, sem ferðast. Það er um ferðalög eins og húsbyggingar og margt annað: Við leitum ráða hjá sérfróðum aðilum til þess að spara okkur fyrirhöfn og kostnað. — íslendingar ferðast nú meir en nokkru sinni fyrr, eða er ekki svo? 1 — Ekki aðeins íslendingar, heldur allar þjóðir. Ferðamannastraum- ur hefur alls staðar aukizt, og ferðatækni er alltaf að verða betri og betri. Stóru farþegaskipunum er alltaf að fjölga, og umferðin í loftinu hefur öll bætzt við eftir strið. Ferðamannastraumurinn hefur leitt af sér geysimikla samkeppni meðal flutningsaðila og líka milli þeirra landa, sem mesta stund hafa lagt á að taka móti ferðámönnum. BMgg'.ramr -■ — Hversu lengi hafa ferðaskrifstofur verið starfræktar? — Mér vitanlega i hundrað ár. Jafnvel þá þótti þægilegt að geta notið ráðlegginga sérfræðings um ferðalög á ókunnar slóðir. Við skul- um taka dæmi, ekki um ferðalög fyrir hundrað árum, heldur eins og þau eru nú á dögum. Maður ætlar til Sviss og ítalíu. Hann veit ekki, hvaða staðir í þessum löndum eru eftirsóknarverðir, og þaðan af síður veit hann um hagkvæmar ferðir milli staða og hótel. Ef þessi maður kæmi hér á ferðaskrifstofuna til mín, þá hef ég handbærar alla-r hug)s- anlegar upplýsingar. Góður ferðaskrifstofumaður getur sparað væntan- legum ferðalang mikil hlaup og óþægindi við að útvega farmiða og aðra hluti, sem hægt er að fá á ferðaskrifstofum, og um leið er mann-' inum tryggt ódýrara og ánægjulegra ferðalag. Sá, sem stendur fyrir ferðaskrifsíofu, þarf helzt að hafa komið sjálfur sem víðast til þess að geta gefið upplýsingar af eigin reynslu. — Getur ferðamaður haft af þvi einhver hlunnindi að láta ferðaskrif- stofu skipuleggja fyrir sig ferð? — Það er auðvelt að sýna fram á það. Vegna siaukinnar samkeppni er ferðafólki veitt ýmiss ltonar friðindi, og það þekkja ferðaskrifstof- urnar bezt. Til dæmis eru 8—10 mismunandi flugfargjöld á leiðinni frá London til Parísar, og allt er það með viðurkienndum flugfélögum. Og það er ekki aðeins verðmunur milli flugfélaga, heldur eru mismunandi fargjöld með sams konar flugvélum á sömu leiðúm hjá BBA og Air Frane. — Fólk notar sjálfsagt mikið erlendis þá þjónustu, sem ferðaskrif- stofur bjóða, þar sem þær stofnanir eru eldri og þekktari en hér. — Þar kaupa nær allir farseðla hjá ferðaskrifstofum, en ekki hjá skipa- eða flugfélögum. Það gera menn vegna þess, að ferðaskrifstofur eru hlutlausar stofnanir, sem hafa áætlanir frá öllum og taka ekíki einn fram yfir annan. Það er eðlilegt, að starfsmað(ur hjá skipai- eða flugfélagi ráðleggi væntanlegum ferðamanni að ferðast með sínu eágin félagi, enda þótt hann viti af lægri fargjöldum annars staðar. — Nú hugsa ekki allir um það að spara peninga. — Nei, en það er alveg sama, þótt menn hafi í hyggju að fá aðipins hið allra bezta án tillits til kostnaðar, þá fá þeir líka öruggari upplýs-, ingar um það á ferðaskrifstofu en hjá einstökum félögum. — Ég veit, að fjöldi fólks fer utan á hverju ári án þess að ráðfæra sig við ferðaskrifstofu, og mér dettur í hug, að það haldi, að það verðil að borga fyrir upplýsingar og þjónustu, sem það fær. — /Sjálfsagt er það að einhverju leyti rétt, og þetta er hlutur, sem við verðum að leggja alveg sérstaka áherzlu á að sú þjónusta, sieta hér er veitt, kostar væntanlegan ferðamann ekki eyri. Það eru flugfélög- in, skipafélögin, járnbrautafélögin og hótelin, sem borga þessa þjón- ustu. Eg fæ til dæmis ákveðnar prósentur af hverjum farseðli, sem ég sel með skipum Hellenic Mediterranean Lines, sem ég hef einkaum- boð fyrir. Það eru þeir og aðrir slíkir, sem borga brúsann. — Hefur þess ekki gætt, að skipa- og flugfélögin vildu heldur af- Ferðafólk lendir í alls konar amstri að óþörfu, Ferðalög með lúxusskipum eru ódýrari en marg- í Ferðaskrifstofunni Sunnu má kaupa farmiða vegna þess að það leitar ekki ráða hjá ferða- ur hýggur, ef ferðazt er með hópferðakjörum. með lystiskipi, sem gengur eftir Rínarfljóti, — skrifstofu, áður en það fer í ferðina. og borga með íslenzkum krónum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.