Vikan


Vikan - 01.06.1961, Blaðsíða 7

Vikan - 01.06.1961, Blaðsíða 7
06 SKIP Á HAFINll Þegar þau komu að sjúkrahúsinu, sagði hann: — Ég skal útvega yður hótelher- bergi i nágrenninu. — Get ég ekki búið í húsi mannsins míns? spurði hún undrandi. — Harris á þvi miður engan bíl lengur, flýtti hann sér að segja. — En ef húsið hans er ekki mjög langt i burtu, gæti ég kannski komið til yðar og orðið yður samferða til bæjarins á morgnana, og ég skal líka vera stundvís, þegar þér farið heim á kvöldin. Hún leit á hann bænar- augura. —- Ég vil helzt ekki búa á hóteli, það er víst lika dálítið dýrt, bætti hún við varfærnislega. •—• Ég get útvegað yður gott og ódýrt herbergi, sagði hann. — Við getum svo farið saman og litið á húsið. Hann Þagði, og hún sagði blátt áfram, eins og hún var vön: — Hafið engar áhyggjur mín vegna, ég get vel ímyndað mér hvernig þetta muni líta út. Þér þurfið ekki að umgang- ast mig eins og postulinsbrúðu. Hún brosti vingjarnlega en um leið dálitið háðslega, kvaddi og hraðaði sér inn í sjúkrahúsið. Walter hrutu blótsyrði af vörum um leið og hann sneri bílnum í átt- ina til umboðsstjórnarbyggingarinn- ar. Þessi bölvaður Harris, hugsaði hann. Hann heyrði ekkert frá frú Harris allan daginn og sendi því skilaboð til hennar á sjúkrahúsið, lét hana vita að hótelherbergið væri til- búið, og bað hana um að hringja til sín, svo hann gæti sent eftir farangri hennar. En hún svaraði þessu engu, og Þegar hann spurði eftir henni á hótelinu, var honum sagt að frú Harris hefði afþakkað herbergið. Hún hafði farið frá sjúkrahúsinu um tvö- leytið. Hvað gat hafa orðið um hana? Hann ók heim til sín. Þjónninn sagði honum að farangurinn hefði verið sóttur. Meira vissi hann ekki. Kona hans hafði afhent hann, og hún skildi ekkert nema mál hinna innfæddu, en frúin hafði verið með í bílnum, og það höfðu verið tvær stórar græn- metiskörfur í aftursætinu. Nú rann upp ljós fyrir Walter. Hann fór i bað og borðaði i snatri, siðan lagði hann af stað til bústaðar Harris. Þegar hann kom að hinu niðurnídda húsi, kom Julie Harris strax á móti honum. ANN stökk út úr bílnum, og reyndi að setja upp reiðisvip. — Hef ég verið óþekk? spurði hún striðnislega. — Já, það má nú segja. Allar til- raunir mínar til að hlífa yður við að sjá þetta ömurlega ástand eins og það er, hafa orðið til einskis. — Ég er ekkert barn lengur . . . eigið þér við Lille-Noon? Hlann roðnaði og svaraði engu. Hann varð að láta í minni pokann fyrir þessari einbeittu konu. — Ég þekki manninn minn það vel, að mig grunaði að hann byggi hér ekki aleinn, sagði hún. — Ég get ekki álasað Lille- Noon. Hvers vegna ætti ég að gera það? Hún er ung kona og hefir sinar skoðanir á lifinu, og i þessu tilfelli er ekki hægt að sakfella neinn nema manninn minn. Lille-Noon get- ur búið hérna áfram. Bros hennar var þunglyndislegt, en þó ekki laust við kimni. — Það er átakanlegt að sjá hana. Mér þætti gaman að vita hvað hún hugsaði um mig, þegar ég kom . . . Nú er hún að þvo góiíin. — Þvo gólf? Hann starði undrandi á hana. Þetta var mjög óvenjuieg kona. — Já, hún viidi þaö sjálí. i?egar henni vai'ð ljóst, aö ég haiöi ekkert á móti henni, tók hun til viö aö gera hreint. Þetta er næstum þvi ol mikiö af svo góðu. Mér íinnst ég vera hálfgerður þrælahald- ari, en hún viidi endilega hjáipa mér, og hún er í rauninni ósköp indæl. W alter kinkaði kolli. Harris haföi fengið hana „iánaöa" í drykkjukrá í Penang. Þetta var iitil innfædd stúlka, sem þjónaði honum vel, og bar ekki neina ábyrgð á sambandi þeirra, og Waiter fannst þaö ekkert undaríegt, þó hún. tæki vel á móti „frúnni frá Evrópu“. — En hvernig hafið þér hugsaö yður að komast fram og aftur til Penang? sagði hann upphátt. Hún hió: — Ég fer niður á Wee- doo-veginn og biö eftir manni, sem heitir Walter Bedford, og spyr, hvort ég megi aka meö honum. — Og þegar þér hafið ekið með mér í eina viku, verða allir í Penang hneykslaðir á yður. — Skiptir það svo miklu máli? Ég hef ekki nema þriggja mánaða frí. Þá fer ég heim, þvi ég býst ekki við aö maðurinn minn veröi hérna lengur eftir þetta siðasta uppistand. —• Nei, hann skiptir um aðsetur, ef til vill verður hann sendur i annan landshluta, svaraði hann. Hvað segja læknarnir annars um hann? — Ekkert ennþá. Hann er svo meiddur og illa farinn, að þeir geta ekki hreyít við honum fyrst um sinn. *|/4/|IG grunaði, áð þér mynduð leita Wr / mig uppi, svo kaffið bíður okk- ' * *■ ar á veröndinni. Bara að hún hrynji ekki yfir okkur. Ég hef aldrei séð annan eins hjall. — Ég get sent menn til yðar, og látið þá gera við þetta, eftir því sem hægt er, lofaði hann. En það stóð til aö rífa húsið, svo hann yrði aö borga viðgerðina úr eigin vasa, en honum var nú orðið ljóst að hann vildi gjarn- an fórna aleigu sinni fyrir Júlie Harr- is. Þau sátu oft úti á veröndinni heima hjá frú Harris i kvöldsvalanum. Þau höfðu alltaf nóg umræðuefni. Húsið varð smám saman heimilislegra, þó það væri i rauninni einskis nýtt leng- ur. Það var mikið talað um þessa þóttalegu konu, sem mætti á umboðs- stjórnarskrifstofunni á hverjum degi til að aka heim með Walter, en þar sem ekki var hægt að finna henni neitt til foráttu annað en Það að hún var of falleg, gafst fólk upp á því að ræða um hana. Hún líktist Walter að þvi leyti, að hún bjó einsömul, forðað- ist klúbbinn og heimsótti engan. Fólk vissi að Harris myndi verða að fara frá Penang, svo að engin ástæða var til að skipta sér af konu hans, sem auk þess dvaldist hérna aðeins i frí- inu. Júlie Harris lét Þetta eins og vind um eyru þjóta, og þótt fólk horfði for- vitnislega á hana, lét hún eins og hún tæki ekki eftir því. Á daginn var hún hjá manni sínum á sjúkrahúsinu. Hún vissi, að hann varð að fara frá Austurlöndum og útvega sér atvinnu i heimalandi sinu. En hún vissi meira — hinn sterki, lífsglaði Harris var ekki lengur til. Stundum lá hann og horfði á hana, líkt og hundur á hús- bónda sinn, og allt í einu átti hann til að segja: — Hvers vegna ferðu ekki heim? Ég er einskis verður og hef alltaf verið þér til armæðu. Já, hvers vegna fór hún ekki? Vegna þess að á hverju kvöldi kom maður í heimsókn til hennar, talaði við hana, þagði með henni. Á sunnudögum borðuðu þau úti á veröndinni heima hjá honum, og um kvöldið fylgdi hann henni heim. Timinn var fljótur að líða, og nú var friið hennar að verða búið. En þau töluðu ekki um það og forðuðust að minnast á kveðjustundina. Eitt kvöld- ið tók hann hana i fang sér og kyssti hana — á eftir fékk hann samvizku- bit, því hún var þrátt fyrir allt kona annars manns. Eftir þetta forðaðist hann að snerta hana, treysti ekki sjálf- um sér. Julie Harris skildi hann og hjálpaði honum á sinn hátt. Hún hafði tamið sér sjálfstjórn í mörg ár, og það var henni að þakka að engan skugga bar á vináttu þeirra. Eh þegar hún var ein, leið henni mjög illa. Hún elskaði þennan mann, sem var svo líkt skapi farinn og hún sjálf. Hvers vegna hafði hún ekki kynnzt honum, meðan hún var frjáls? Þá hefðu allir draum- ar hennar getað rætzt. Hún braut heilann um þetta dag og nótt, og að lokum komst hún að þeirri niður- stöðu, að hún yrði að láta til skarar skriða. Hún vissi að Walter Bedford myndi aldrei áræða að taka fyrsta skrefið. Líf hennar hafði verið erfitt. Hún hafði aldrei fengið nein laun fyrir tryggð sína og skyldurækni. EGAR Georg hresstist, yrði hann sendur heim, og þá varð hún að hjálpa honum til að fá vinnu við sitt hæfi. Hann hafði fyrir löngu misst eftirlaunaréttindi sín. Hann var allur annar maður síðan hann veiktist og hún kom til hans — þau gætu talað saman um þetta; ef til vill næði hann sér að fullu, og hún yrði frjáls og gæti farið til mannsins, sem hún elsk- aði. Walter Bedford renndi grun í hvað hún hugsaði, en þorði ekki að spyrja. Hann vissi að hún ætlaði að tala við yfirlækninn. Þeir ætluðu að senda Harris heim með konu sinni . . . Walter fannst þetta hræðileg tilhugsun, þessi fallega, hrausta kona og svo þessi mannræfill. Walter þekkti hann manna bezt og vissi allt um smán hans og niðurlægingu. Hve lengi þurfti hún að vera hjá honum Alltof oft kemur ennþá? Voru skyldur hennar sem eig- inkonu alveg takmarkalausar ? Hann ók henni til bæjarins i síðasta skipti. Um hádegið hringdi yfirlæknirinn, og bað Walter um að tala við sig, ef hann hefði tima til. Að hálftima liðn- um sátu Þeir andspænis hvor öðrum. — Ég hef sagt henni aö hún geti ekki reiknað með þvi að hann fái heilsuna á ný, sagði læknirinn — svo það verður bezt að hann fari heim með henni. Getið þér séð um skjölin viðvikjandi ferðalaginu? -— Já, en er hann nógu hraustur til að takast þessa ferð á hendur? Læknirinn hristi höfuðið. — Hann verður ekki betri. Þegar hann kemur heim verður hann að liggja i rúminu, og þar má hann senniiega dúsa það sem eftir er. Líkamlega séð er hann eins og öldungur, en með góðri hjúkr- un getur hann lifað áfram. Sem lækn- ir ætti ég víst ekki að segja þetta, en við skiljum hvorn annan Walter, bætti hann við. — Þvi miður er hann ekki lífshættulega veikur. Hann hefir gert allt sem i hans valdi stendur til að granda sjálfum sér. —• Venjulegir menn væru fyrir löngu hrokknir upp af i hans sporum, en hann þolir þetta. . . . þvi miður, endurtek ég. Þeir þögðu stundarkorn, svo sagði yfirlæknirinn: — Ég hef mikla samúð með frú Harris. Hún er óvenjulega viðfelldin kona. Ég vona að henni verði hjálpað til að koma honum á hæli, þegar þau koma heim. Hún hef- ir alltaf séð um sjálfa sig, eins og hún væri ein sins liðs, en hins vegar . . . — Hvað eigið þér við? Hafið þér ekki heyrt máltækið, sem segir að öll rökfræði sé tilgangslaus, Þegar fórnarlund konunnar er annars vegar. Mennirnir stóðu upp og kvödd- ust. ALTER þurfti að sjá um allt viðvíkjandi ferðalaginu. Hann þurfti líka að fara til Harris og kveðja hann. Hann horfði á hinn föla mann í sjúkrarúminu, og með sjálfum sér líkti hann honum við hinn óstýriláta, óviðráðanlega náunga, sem árum saman hafði stefnt markvisst að sinni eigin tortimingu, og valdið um- boðsstjórninni margs konar heila- brotum. Nú lá hann þarna og skar upp eins og hann hafði sáð. Walter þrýsti hönd hans. Þeir horfðust í augu. Augnaráð Harris, sem áður Framhald á bls. 23. það fyrir að við hittum þann, sem við elskum of seint. Þúsund hindranir hlaðast upp, og það tekur langan tíma að gróa um heilt aftur. VIXAM 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.