Vikan - 01.06.1961, Blaðsíða 25
hneyksli meBal broddborgaranna. Kjánaleg saga,
skrifuð fjrrir lostasjúkar heimasætur . . .“
„Eg hefði haldið að fólk væri farið að venjast
þess háttar,“ mælti Daniel. „Bða er ekki ástæða til
að láta sér detta slíkt í hug. Hvernig er það ekki
með Jean Genet og ýmsa höfunda í þeim flokki?
Sögur þeirra eru hispurslaust skrifaðar, og hafa
þó ekki vakið neitt hneyksli. .
„Þið vaðið í villu og svima,“ tók Alain til máls.
„Genet og Boris Vian halda einskonar hlífiskildi
yfir samvizku broddborgaranna. Hræsnararnir
geta sagt: Þeir eru ekki úr okkar hópi — þeir eru
ruddar, og koma okkur því ekki við. Hæfileikarnir
koma þessum hræsnurum ekki heldur við. Vegna
þess að þessir höfundar skrifa ekki á máli brodd-
borgaranna. En ef höfundurinn gerir það, kemur
annað hljóð I strokkinn. Það er einmitt þess vegna,
og eins fyrir það að aðalsöguhetjur Francoise
Sagan eru hæfileg úrhrök til þess að vera trú-
verðugar, að broddborgararnir taka til sín sneiðina
og æpa hver i kapp við annan: Nei, það er ekki
satt. Dætur okkar eru alls ekki eins og Francoise
Sagan!
Alain blés frá sér reykhringnum. „Það er ein-
mitt þess vegna, að ég vona að unglingar, eins og
þau, Bob og Clo, bregðist ekki þeim vonum, sem
ég hef bundið við þau.“
„Hvernig þá?“
„Að þau skapi hneyksli og öngþveiti í umhverfi
sinu, þegar þau bera þangað alla þá sýkla, sem
ég hef dælt í blóð þeirra. Það er von mín, að
þau valdi þar sem mestu róti. En á stundum kem-
ur það fyrir, að ég vantreysti þeim. Óttast jafn-
vel að þetta vopn snúist í hendi mér. . .“
„Við megum ekki gleyma Gérard Savary.“
„Gérard — hann er hættulaus. Honum gengur
ekki annað en öfund til, þegar hann er að býsnast
yfir spillingu æskunnar. Og Francoise. . .“ Hann
hreyfði hendina kæruleysislega, rétt eins og hann
bandaði henni frá sér. „Hún er dauð og grafin og
kemur okkar málum ekki lengur við.“
Daniel studdi olnboganum á borðið og starði
fram undan sér.
„Heldurðu að broddborgarnir myndu reka upp
harmakvein, ef gerð yrði hreinskilin og sönn kvik-
mynd af lifi okkar, klikusystkinanna ?“ spurði
hann Alain.
Því að þeir bæru kennsl á sín eigin afkvæmi,"
svaraði Alain. „En þá myndu þeir líka veina. . .
1 þessu hratt Sam upp dyrunum. Hann var móð-
ur og æstur og bliki sló á augu honum. Hann
hlammaði sér á bekkinn við hlið Daniels og sló
á öxl honum.
„Strákar!" hrópaði hann.“ Þessi Jagúar! Mér
kom ekki til hugar að ég kæmi lifandi til baka. . .“
Mic hafði enn hemlað úti fyrir veitingastaðn-
um. Þegar hún sá að Alain var horfinn úr hópn-
um úti fyrir, tók hún i sig kjark og spurði með
uppgerðar kæruleysi: „Þið hafið vitanlega ekki
séð Bob neinstaðar á ferðinni?"
Lou varð gripin skyndilegum áhuga. Hann sneri
sér til hinna með spurninguna, Doudouna sú feita
reyndi að komast upp i bilinn öðru sinni, en Nad-
ina tosaði í hana.
„Þú ert búin að fara eina ferð,“ sagði Nadina.
„Röðin er loks komin að mér!“
„Hlustið á mig eitt andartak!" tók Lou til máls
og brýndi raustina. „Eins og ég hef þegar sagt
ykkur, þá verðum við að hafa uppi á honum.
Sagði ég það ekki? Við höfum komið illa fram
við hann. Gert honum rangt til. Við verðum að
biðja hann afsökunar og drekka sáttaskál . . .“
„Slepptu mér," hrópaði sú feita og reyndi að
losa sig úr taki Nadinu. „Þú hefur líka fengið
að aka eina ferð. Hjálpaðu mér Yasmed. . ."
Það sló glampa á stórar, hvítar tennur Jasmeds,
þegar hann gekk fyrir ljósgeislann frá bílnum.
„Ég hef séð Bob . . .“
„Hvenær . . . hvar . . .“
„Fyrir svona fimm mínútum. Hann sat inni i
Bonnap."
Og svo rak Yasmed upp hlátur. „Hann var mold-
fullur!"
Hann hafði varla lokið setningunni, þegar Mick
ræsti Jagúarinn.
„Taktu mig með,“ bað sú feita.
„Hvað þú getur verið leiðinleg," sagði Nadína.
„Komdu með hann hingað," kallaði Lou.
„Komdu með hann hingað, svo við getum drukkið
sáttarskálina. . . .“
1 sama mund kom sá ástralski út í dyrnar.
„Komið þið inn!“ kallaði hann. „Mezz fer að byrja
að leika á básununa!"
Klikan ruddist inn og gleymdi bæði Bob, Mic
og Jagúarnum.
„Hvar er Mic?“ spurði Alain Yasemd, sem kom
inn síðastur.
„Hún ók til Bonnap . . . ætlaði að svipast um
eftir Bob. . .“
Alain varð hörkulegur á svipinn. Hann sat kyrr,
en beit á jaxlinn og augnaráðið varð kalt og star-
andi.
NÍTJÁNDI KAFLI
,,Á ég ekki að fylgja þér heim?" spurði skeggjaði
unglingurinn og klappaði Bob á öxlina.
..Nei, þakka þér fyrir. Ég er búinn að jafna mig,“
tuldraði Bob.
Þetta var í þriðja skipið, sem hann kom út úr
snyrtiherberginu. Hann þerraði ennið með vasa-
klútnum.
„Ég skal minnsta kosti ná í leigubíl," sagði sá
skeggjaði.
„Hvar eru þeir, Yasmed og Sam?“
..Þeir fóru fyrir góðri stundu."
Bob leið betur. Hann var í þann veginn að
kveðja, þegar hemlahvinurinn 1 hvíta Jagúarnum
hevrðist úti fyrir dyrum.
Bob beit á vörina. Stakk vasaklútnum á sig í
skyndi og hraðaði sér á brott án þess að kveðja.
Hann gekk hröðum skrefum eftir gangstéttinni,
bretti upp frakkakragann og hélt sig eins nálægt
húsveggnum og launmorðingi, sem lokið hefur
verki sinu.
Mic fylgdi honum eftir í Jagúarnum, ók hægt
og beindi að honum ljósunum, eins og þegar geisli
Ijóskastarans eltir leikarann um sviðið. „Bob!"
kailaði hún titrandi röddu.
„Hann þarf ekki mikið fyrir því að hafa,“ varð
þeim skeggaða að orði, sem fylgdist með ferðum
Bobs út um gluggann. „Nú er það stelpa i bíl, sem
veitir honum eftirför!"
Það er auðheyrt, að þú ert ekki úr klíkunni,"
svaraði einhver.
Regnið draup af liminu, sem teygði sig út fyrir
girðingarnar. Mic ók fram úr Bob, stöðvaði bíl-
inn og steig út úr honum. Gelck í veg fyrir Bob,
sem starði beint fram undan sér og beit á jaxlinn.
„Bob, ég hef leitað að þér alls staðar. Hversvegna
forðast þú mig? Hvað hefur komið fyrir, Bob?"
Bob hafði hendur djúpt í frakkavösunum, mældi
hana augum. Það var auðséð á honum, að hann
var ölvaður enn, en þegar hann tók til máls, var
röddin styrk eiíis og hann væri með öllu ódrukk-
inn.
„Hvað viltu mér?“
„Ég verð að tala við þig, Bob. Ég . . .“
„Er það eitthvað, sem þig vantar enn? Et-tu
ekki búin að fá bílinn? Hvað er það þá? Ég skil
■— þú vilt heldur fá Kadillakk. . . .“
„Hversvegna talarðu þannig við mig, Bob?
Hversvegna neyddirðu mig til að ganga lengra
en ég sjálf vildi? Ég geri ráð fyrir að þú sért mér
reiður, vegna þess að við Alain . . .“
Það varð stutt þögn, og siðan mælti hún lágri
röddu. „Ég veit að ég gerði þér rangt til. Þú varst
dásamlegur. Og nú hef ég beðið þig afsökunar.. .“
Bob hratt henni til hliðar.
„Þetta er allt í lagi! Gleymdu þvi! Þú hefur
hvort eð er fengið bilinn?"
„Þú vilt ekki skilja mig, Bob!“
„Þú hefur fengið bílinn, er ekki svo?“
„Jú — hvað um það?“
„Jæja, gleymdu þessu þá. Góða skemmtun!"
„Bob!“
Hann var lagður af stað aftur. Hún veitti honum
eftirför, auðmjúk, mædd og utan við sig. Hún
hrasaði i spori, og ætlaði að grípa til hans, en
hann var skrefi á undan henni og lófi hennar skall
á hrjúfan og votan steinvegginn. Hún rak upp
lágt vein og náði taki á ermi hans. Hann var i
sama, dökkbláa frakkanum, og þegar hann kom
inn til Alains og hennar um kvöldið, og regnúðinn
glitraði á hærunni eins og þá.
„Mér stendur svo nákvæmlega á sama um bil-
inn,“ stundi hún í örvæntingu sinni.
Bob heyrði auðsjáanlega ekki tii hennar, því
að hann hélt áfram göngunni. Mic sleppti takinu
á ermi hans, nam staðar og horfði á eftir honum
um hrið. Svo tók hún á rás á eftir honum.
„Skilurðu mig ekki. . . eða viltu ekki skilja
mig. . .“
„Skilja hvað?“
„Bob. . . Bob. . .“
„Gleymdu þessu, segi ég!“
Þau gengu framhjá lögreglustöðinni. Regnblaut
gangstéttin hringsnerist fyrir augum hans, götu-
Ijósin sveifluðust til og frá, lögregluþjónninn i
svörtu skikkjunni rann saman við ógreinlegar öl-
vimusýnir, bakka og glös, skeggjuð andlit, þjóna
í hvítum jökkum, hvítum bíl, hörundshvitan háls.
Lögregluþjónninn harfði á eftir þeim; það hefur
sletzt eitthvað upp á vinskapinn, hugsaði hann.
Mic grét ekki, en það var ekki í röddinni.
„Bob!“
Að þessu sinni nam hann staðar. Augu hans
voru blóðhlaupin og hann stóð gleitt með hend-
urnar diúpt í frakkavösunum.
„Bob, Bob,“ hermdi hann eftir henni. „Þú ert
farin að verða dálítið þreytandi, það veit sá, sem
allt veit! Þú, sem þykist þó vera frjálslynd stúlka
og fær um að taka hverju, sem að höndum ber.
Líttu á mig, telpa mín og farðu að mínu dæmi!“
„Hvað áttu við?“
„Ég læt mér hvergi bregða," hrópaði hann.
„Ég tek hverja telpuna af annarri og gamna mér
við hana, en aldrei nema tvisvar til þrisvar sinn-
um við þá sömu — það er hámarkið. Þegar ég er
orðinn þreyttur á henni, læt ég einhverjum af
kunningjum mínum hana eftir, skilurðu. Er það
ekki lika hið eina rétta? Þú ættir að spyrja Alain
. . . spyrja Alain," endurtók hann og brosti vitfyrr-
ingslega. „Jæja sjáumst seinna!"
Hann hratt henni enn til hliðar og hélt áfram
göngunni. Regnúðinn myndaði daufa ljósbauga
kringum götuljósin. Mic reikaði til baka að bíln-
um. Hún settist undir stýri, hallaði séi- fram á
það og grét. Bob var horfinn sjónum, þegar hún
ræsti Jagúarinn. Hún ók rakleitt til gistihússins,
þar sem Roger bjó.
Framhald í næsta blaði.
Hún ók rakleiðis til gistihússins, þaf sem Roger bjó, Hjá honum ætlaði hún að leita trausts
og ráða.
VOKAH 25