Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.12.2009, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 16.12.2009, Qupperneq 6
6 16. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR SVEITARFÉLÖG „Við höfum veitt bæj- arstjórn Álftaness frest til 20. janúar næstkomandi til að koma fjármálum sveitarfélagsins á rétt- an kjöl,“ segir Kristján L. Möller sveitarstjórnarráðherra. Eins og kom fram í Fréttablað- inu í gær er fjárhagsstaða Álfta- ness vonlítil. Bæjarstjórnin er í samvinnu við eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga að reyna að ráða fram úr vandanum. Kristj- án segir það liggja skýrt fyrir í sveitarstjórnarlögum hvað ger- ist takist bæjarstjórninni ekki að ráða fram úr vandanum áður en fresturinn er á enda. „Komi í ljós að greiðslubyrðin verði áfram umfram greiðslugetu og sé það mikil að ekki muni úr ræt- ast í bráð höfum við heimild til að skipa sveitarfélaginu fjárhalds- stjórn,“ segir ráðherrann. Skýrsla eftirlitsnefndarinnar um Álftanes hefur enn ekki feng- ist afhent. Mismunandi túlkanir eru á því hvað teljist vera skuld- ir sveitarfélagsins. Fulltrúar þess meirihluta sem fór með völd í bæj- arfélaginu frá því eftir kosningar 2006 og þar til í sumar segja til dæmis skuldirnar nú standa í ríf- lega 4 milljörðum króna. Kristján L. Möller dregur hins vegar upp aðra mynd af skulda- stöðu Álftaness. „Skuldirnar eru 7,4 milljarðar,“ segir ráðherrann. „Þar af eru skuldbindingar utan efnahags tæpir þrír milljarðar sem eru einkum vegna langtíma- samninga við eignarhaldsfélagið Fasteign.“ Pálmi Másson, bæjarstjóri Álftaness, vill ekki tjá sig um skuldastöðuna að svo stöddu. „Við ráðgerum íbúafund, sennilega á fimmtudag, þar sem farið verð- ur yfir niðurstöður skýrslunnar,“ segir Pálmi. Bæjarstjórinn kannast ekki við að ráðuneytið hafi sett Álftanesi formleg tímamörk. Pálmi, ásamt Kristni Guðlaugssyni, forseta bæjarstjórnar, og Margréti Jóns- dóttur, formanni bæjarráðs, áttu síðdegis í gær fund með fulltrú- um eftirlitsnefndar með fjármál- um sveitarfélaga. Pálmi segir við- ræður halda áfram í dag. „Svo má vænta þess að öðru hvorum megin við helgi liggi fyrir eitthvert sam- komulag milli bæjarstjórnar og ráðuneytisins um þennan tíma sem ráðherrann nefndi,“ segir hann. Sveitarstjórnarráðherra segir að ákveðið hafi verið að Álftanes fái fyrirframgreiðslu úr jöfnun- arsjóði sveitarfélaga til að geta greitt laun og aðrar forgangskröf- ur á næstu vikum. Meðal úrræða sem Álftanes hefur samkvæmt lögum er að óska eftir leyfi ráðherra að hækka álögur á íbúana um allt að 25 pró- sent. Pálmi segir engar ákvarð- anir hafa verið teknar um slíkt af hálfu bæjarstjórnar. gar@frettabladid.is tökum notuð barnaskíði og skó upp í ný SKÍÐASKIPTIMARKAÐUR Fá fimm vikur til að bjarga fjármálunum Sveitarstjórnarráðherra segist hafa veitt bæjarstjórn Álftaness frest til 20. janúar til að laga fjárhagsstöðuna. Takist það ekki blasi við að ráðuneytið yfirtaki fjár- reiður sveitarfélagsins. Bæjarstjórinn segir viðræður enn í gangi við ráðuneytið. FORSVARSMENN ÁLFTANESS Kristinn Guðlaugsson, forseti bæjarstjórnar Álftaness, og Margrét Jónsdóttir, formaður bæjarráðs, koma ásamt Pálma Mássyni bæjarstjóra af fundi með eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga í samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðuneytinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR EFNAHAGSMÁL Vísitala mun að öllum líkindum hækka um 0,6 prósentustig í desember og verð- bólga fara úr 8,6 í 7,7 prósent í mánuðinum, samkvæmt nýjustu verðbólguspá Greiningar Íslands- banka. Gangi þetta eftir hefur verðbólga ekki verið lægri síðan í kringum mars í fyrra. Greiningardeildin bendir á að gengi krónunnar hafi verið nokk- uð stöðgut undanfarna mánuði og séu áhrif gengishrunsins um mitt síðasta ár enn að koma fram og megi gera ráð fyrir að innfluttur varningur hækki nú líkt og fyrri mánuði. Greiningardeildin gerir einn- ig ráð fyrir að vöruverð muni hækka fljótlega á næsta ári og kunni verðbólga því að fara upp í 9,5 prósent undir lok fyrsta fjórð- ungs. Í kjölfar nafnverðslækk- unar á húsnæðisverði, hóflegrar hækkunar launa og lítillar eftir- spurnar í hagkerfinu muni hún fara niður í allt að fjögur pró- sent undir lok ársins og hugsan- lega niður í 2,5 prósent undir lok ársins 2011. - jab Greining Íslandsbanka spáir því að verðbólga fari í 7,7 prósent í mánuðinum: Lækkar fram á þarnæsta ár 20 15 10 5 0 % Verðbólga frá febrúar 2008 - nóvember 2009 2008 2009 fe b m ar ap r m aí jú n jú l ág ú se p ok t nó v de s ja n fe b m ar ap r m aí jú n jú l ág ú se p ok t nó v 18,6 14,0 6,8 8,6 12,2 VÍSINDI, AP Nýjar rannsóknir á risaeðlusteingerving- um, sem fundust í Nýju-Mexíkó, hafa aukið til muna skilning vísindamanna á uppruna og þróun þessara stóru lífvera. Meðal annars þykja þessar nýju upplýsingar renna stoðum undir þá kenningu að risaeðlurnar hafi upp- haflega komið frá Suður-Ameríku og breiðst þaðan út um heiminn. Á þeim tíma höfðu heimsálfurnar ekki greinst í sundur heldur voru saman í einum stórum landfleka, þannig að dýr áttu auðvelt með að fara á milli heimshluta. Í nýjasta hefti tímaritsins Science er grein um nýju rannsóknirnar. Steingervingarnir sem fundust í Nýju- Mexíkó eru af risaeðlutegund sem hlotið hefur nafn- ið Tawa Hallae. Þetta var tveggja til fjögurra metra löng kjötæta sem fyrst kom fram á sjónarsviðið fyrir um 213 milljón árum, en fyrstu risaeðlur veraldar eru taldar hafa komið fram fyrir um 230 milljón árum. „Þessi nýja risaeðla, Tawa Hallae, breytir skiln- ingi okkar á samskiptum fyrstu risaeðlanna,“ segir Randall Irmis, einn höfunda greinarinnar. Yfirumsjón með nýju rannsóknunum hafði Sterling J. Nesbitt, vísindamaður við Texas-háskóla í Austin. - gb Steingervingar frá Nýju-Mexíkó varpa ljósi á þróun risaeðlna: Uppruni risaeðlanna í Suður-Ameríku FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A P NÝJA RISAEÐLAN Tawa Hallae er nefnd eftir sólguðnum Tawa og steingervingafræðingn- um Ruth Hall. DÓMSTÓLAR Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á sjötugsaldri fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að hafa barnaklám í vörslum sínum. Manninum er gefið að sök að hafa haft á heimili sínu að minnsta kosti frá því í júní til okt- óber á þessu ári fjórtán hreyfi- myndir sem sýna börn á kyn- ferðislegan og klámfenginn hátt. Maðurinn var með efni sem tók samtals um eina og hálfa klukku- stund í spilun. Ríkissaksóknari krefst þess að hann verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnað- ar. - jss Karlmaður á sjötugsaldri: Barnakláms- maður ákærður Á ríkið að innheimta 400 millj- ónir í skatt til að fjármagna Samtök iðnaðarins? Já 9,6 Nei 90,4 SPURNING DAGSINS Í DAG Telur þú að breytingar á lofts- lagi kunni að ógna lífsskilyrðum á Íslandi? Segðu skoðun þína á vísir.is KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.