Fréttablaðið - 16.12.2009, Síða 8
8 16. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR
1. Hvað eru skuldir sveitarfé-
lagsins Álftaness háar?
2. Hvaða gamla og þekkta hús
í miðborg Reykjavíkur á að
selja, samkvæmt fjárlagafrum-
varpinu?
3. Háskóli hvaða ríkis í Banda-
ríkjunum hefur gert Ólaf Ragn-
ar Grímsson að heiðursdoktor?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 70
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykjaness
hefur fellt úr gildi árangurslaus
fjárnám sem gerð voru hjá Klæðn-
ingu að kvöldi 12. október síðastlið-
inn. Fjárnámin voru alls 24 og hafa
sextán þeirra þegar verið úrskurðuð
ólögmæt vegna vinnubragða sýslu-
mannsfulltrúans sem þau fram-
kvæmdi.
Fulltrúi Sýslumannsins í Kópa-
vogi bankaði upp á hjá stjórnarfor-
manni Klæðningar kvöldið 12. okt-
óber vegna þess að hann hafði ekki
sinnt ítrekuðum boðum um að mæta
á skrifstofu sýslumanns til fjár-
námsins, vegna samtals sextíu millj-
óna króna skulda. Óskaði fulltrúinn
eftir að stjórnarformaðurinn benti á
eignir til að gera fjárnámið í.
Stjórnarformaðurinn vísaði á
fasteign að Íshellu í Hafnarfirði,
sem hýsir höfuðstöðvar fyrirtæk-
isins, og 62 milljóna kröfu sem
Klæðning átti á nýlegan kaupanda
að fasteigninni. Það taldi stjórnar-
formaðurinn nóg.
Fulltrúinn var ósammála og taldi
eignina einskis virði, enda væri
skráð fasteignamat hússins aðeins
12,3 milljónir en áhvílandi skuldir á
því hins vegar 210 milljónir króna.
Fulltrúinn lauk síðan fjárnáminu
sem árangurslausu, sem þýðir að
innan þriggja mánaða geta þeir sem
kröfu eiga á félagið krafist þess að
það verði tekið til gjaldþrotaskipta.
Lögmaður Klæðningar kærði
framgöngu fulltrúans með þeim
rökum að honum hafi í fyrsta lagi
borið að láta fara fram mat á eign-
inni, í stað þess að styðjast við gögn
annars staðar frá, og í öðru lagi hafi
átt að gefa stjórnarformanninum
kost á að benda á aðrar eignir til að
gera fjárnám í.
Á þessi rök féllst héraðsdómur,
jafnvel þótt sýslumaður hafi mót-
mælt þeim og bent á að lögum sam-
kvæmt skuli sýslumannsembættið
meta virði eignarinnar ef vafi er um
það, og að fulltrúinn sem fór á stað-
inn hafi búið yfir nægri þekkingu og
hæfni til að framkvæma það mat.
Héraðsdómur felldi fimm fjár-
námanna úr gildi fyrir helgi og ell-
efu til viðbótar í gær. Ekki fór fram
munnlegur málflutningur í afgangi
málanna og verður þeim lokið á
næstunni. Magnús Guðlaugsson,
lögmaður Klæðningar, segir ljóst að
niðurstaðan þar verði sú sama.
Magnús á von á að menn reyni í
kjölfarið ný fjárnám hjá félaginu.
stigur@frettabladid.is
Brotið á
Klæðningu
Héraðsdómur hefur úrskurðað að Sýslumaðurinn í
Kópavogi hafi staðið óeðlilega að verki þegar hann
gerði 24 árangurslaus fjárnám hjá Klæðningu að
kvöldlagi fyrir tveimur mánuðum.
ÍSHELLA 7 Skráð fasteignamat þessarar eignar, sem hýsir Klæðningu, er 12,3 milljónir
króna. Á henni hvíla hins vegar 210 milljóna króna skuldir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
LÖGREGLUMÁL Rannsókn lögreglunn-
ar á Eskifirði á innbroti og þjófnaði
úr steinasafninu á Teigarhorni við
Djúpavog hefur engum árangri skil-
að. Um 500 geislasteinum var stolið
úr safninu um miðjan október að
verðmæti fimmtán til tuttugu millj-
ónir króna. Jónína Ingvarsdóttir,
ábúandi á Teigarhorni og einn eig-
enda steinasafnsins, segir að vonir
hafi verið bundnar við að steinarn-
ir kæmu fram vegna þess hversu
umfang þeirra er mikið. Þyngsti
steinninn sem var numinn á brott
var tugir kílóa að þyngd. Sú kenn-
ing að steinarnir hafi verið seldir úr
landi eða þeim stolið fyrir erlendan
steinasafnara, virðist líklegri með
hverjum deginum, segir Jónína.
Eins og sagt var frá í fréttum í
október var brotist inn þegar ábú-
endur á Teigarhorni voru fjarver-
andi. Þeir sem þar voru á ferð tóku
sér góðan tíma í safninu því stein-
unum var pakkað inn til flutnings.
„Þeir komu hingað til að taka stein-
ana og voru vel undirbúnir. Hvaða
þjófar tækju sér góðan tíma í að
stela steinum en láta tómt íbúðar-
hús eiga sig,“ spyr Jónína.
Steinarnir voru ótryggðir og því
er missirinn mikið fjárhagslegt
áfall fyrir Jónínu og hennar fólk.
Hins vegar er missirinn ekki minni
fyrir íslenska þjóð. Steinarnir eru
einstök náttúrugersemi á heimsvísu
og hafa verið eftirsóttir af jarðvís-
indamönnum, háskólum og áhuga-
fólki um steindafræði í tugi ára.
- shá
Rannsókn á innbroti og þjófnaði á Teigarhorni við Djúpavog skilar engu:
Geislasteinarnir gufaðir upp
GEISLASTEINAR Steina frá Teigarhorni er
að finna í öllum stærstu náttúruminja-
söfnum heims.
BRETLAND British Airways krefst
lögbanns á tólf daga verkfall sem
flugfreyjur þess hafa boðað frá
22. desember til 2. janúar. Níu af
hverjum tíu flugfreyjum félags-
ins studdu verkfallsboðun.
Verkfallið myndi hafa áhrif á
ferðir milljóna manna yfir hátíð-
arnar. Félagið bendir á galla á
verkfallsboðinu og fór fram á að
það yrði dregið til baka.
Þegar ekki var orðið við því var
farið fram á lögbann. Verkfall yrði
mikið áfall fyrir félagið og myndi
kosta það milljónir sterlingspunda.
Það tapar nú þegar 1,6 milljónum
punda á dag. - ót
British Airways vilja lögbann:
Flugliðar boða
verkfall um jól
SAMKEPPNISMÁL Ekki er gerð
athugasemd við kaup Reykja-
nesbæjar á hlutafé í HS Veitum í
nýrri ákvörðun Samkeppniseft-
irlitsins. Um samruna er að ræða
samkvæmt eftirlitinu, en ekki sé
ástæða til að aðhafast frekar.
Reykjanesbær seldi Geysi Green
Energy 34 prósenta hlut sinn í HS
Orku í október síðastliðnum, og
fékk greitt með 32 prósenta hlut á
HS Veitum. Samkeppniseftirlitið
minnir í ákvörðun sinni á að Orku-
veita Reykjavíkur eigi enn 16,6
prósenta hlut í HS Veitum, þrátt
fyrir úrskurð eftirlitsins frá 16.
apríl 2008 þar sem eign OR sé tak-
mörkuð við tíu prósent. - bj
Samkeppniseftirlitið:
Ekki aðhafst
vegna HS Orku
SVISS, AP Öreindahraðall evrópsku kjarnarann-
sóknastofnunarinnar CERN í Sviss hefur fram-
kallað meira en 50 þúsund árekstra öreinda á
hærra orkustigi en nokkru sinni hefur þekkst
frá því hann var tekinn í notkun á ný í síðasta
mánuði.
Nokkuð útbreidd hræðsla greip um sig í
fyrrahaust, þegar gangsetja átti hraðalinn, og
töldu margir að hann myndi framkalla heims-
enda.
Hraðallinn mikli bilaði fljótlega eftir að hann
var fyrst gangsettur fyrir rúmu ári, en hefur
gengið hnökralaust undanfarnar vikur án þess
að nokkur hafi orðið var við heimsenda. - gb
Öreindahraðallinn í Sviss gengur nú hnökralaust:
Enginn heimsendir enn
ÖREINDIR Á FERÐ OG
FLUGI
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað-
fest úrskurð Héraðsdóms Reykja-
ness þess efnis að Catalina Mikue
Ncogo sæti áfram gæsluvarðhaldi
og einangrun til 22. desember.
Við yfirheyrslur hefur Catalina
neitað sök vegna rökstudds gruns
um að stúlkur hafi verið flutt-
ar hingað til lands til að stunda
vændi á vegum hennar og að hún
fái hluta hagnaðar. Hún hefur nú
borið að hún starfi sem vændis-
kona fyrir mann og að sá maður
taki 50 prósent af tekjum hennar
og stúlknanna.
Við rannsókn málsins hafa stúlk-
ur sagst starfa við vændi á vegum
Catalinu og að hún fái hluta hagn-
aðar. Þá hefur lögregla kann-
að auglýsingar á Netinu í kjölfar
upplýsinga um að nokkrar konur
stunduðu vændi á heimili Catal-
inu. Í auglýsingunum hafa verið
myndir af hálfnöktum konum og
vísbendingar um að hægt sé að
hringja í símanúmer þeirra til að
fá kynlíf.
Lögregla kveður rannsókn máls-
ins vera mjög umfangsmikla og í
fullum gangi. Meðal annars eigi
eftir að rannsaka ýmis gögn, svo
sem tölvur, símagögn, bankagögn
og fleira, sem varpað geti skýrara
ljósi á málið. - jss
Catalina situr áfram í gæsluvarðhaldi og einangrun:
Segist starfa fyrir mann
VEISTU SVARIÐ?