Fréttablaðið - 16.12.2009, Blaðsíða 14
16. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR
Ringjarar
þurfa ekki
skæri.
Við sendum
tilboð beint
í símann.
Tilboð dagsins:
Gláp
MMS tilboð hjá Ring – ekki klippa þennan miða út
Gildir í dag,
miðvikudag
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
0
16
3
50%
afsláttur
í bíó hjá
Senu fyrir 1
Ringjarar fara inn á ring.is
og óska eftir að fá MMS með
tilboðum send í símann.
Ath. Gildir ekki í lúxussal, á íslenskar
myndir og myndir sýndar í digital þrívídd.
Tilboðið gildir í tilteknum bíóum Senu:
Ekkert vesen með afsláttarmiða,
þú sýnir bara GSM símann í afgreiðslunni.
Bíó á hálfvirði í dag á ring.is
VIÐSKIPTI Ríkið mun að öllum lík-
indum leggja Byr til tæpa ellefu
milljarða króna eiginfjárframlag,
gangi eftir samkomulag sem fjár-
málaráðuneyti, stjórnendur Byrs,
ráðgjafar Olivers Wyman og hluti
fulltrúa erlendra kröfuhafa lögðu
grunninn að í kringum miðnætti
á mánudag. Drög að endurreisn
sparisjóðsins lá fyrir á föstudag
og var unnið að útfærslunni alla
helgina.
„Þetta var mikilvægur áfangi og
jákvætt að málið er komið á þetta
stig. Við erum sæmilega vongóð,“
segir Steingrímur J. Sigfússon
fjármálaráðherra um niðurstöð-
una en bætir við að málið sé á því
stigi að hann geti ekki tjáð sig um
það að öðru leyti.
Steingrímur segir ríkisstjórn-
ina hafa bundið vonir við að þegar
málum stóru bankanna yrði lokið
gæti mannskapurinn einbeitt sér
að sparisjóðunum. „Það reyndist
mikið verkefni, en við erum sátt,“
segir hann.
Viðræðum við kröfuhafa er
hvergi nærri lokið enda voru ekki
fulltrúar allra þeirra viðstaddir
samkomulagið á mánudag. Við-
ræður við kröfuhafa halda áfram
eftir áramót og útilokar Steingrím-
ur ekki að næsta stóra áfanga í
endurreisn Byrs verði náð í byrj-
un árs. Í kjölfarið verður farið í að
leggja nýjan fjárhagslegan grunn
Sparisjóðirnir reistir
við eftir áramótin
Mikilvægur áfangi náðist í endurreisn Byrs á mánudag og mun ríkið leggja
sparisjóðnum til tæpa ellefu milljarða króna. Óvíst er hvað verður um stofnfjár-
eigendur sparisjóðanna sem standa eftir með milljónaskuldir á bakinu.
að hinum sparisjóðunum sjö sem
hafa óskað eftir eiginfjárframlagi.
Eins og áður hefur komið fram eru
aðeins tólf sparisjóðir eftir í land-
inu og hafa fjórir ekki óskað eftir
framlagi frá ríkinu.
Stofnfjáreigendur Byrs munu
eiga síðasta orðið um endurreisn
sparisjóðsins. Málið hefur ekki
verið lagt fyrir þá og óvíst hvort
þeir muni eiga nokkurn hlut í
bankanum að loknu eiginfjárfram-
lagi ríkisins.
Fjárhagsleg staða stofnfjáreig-
enda Byrs er óljós í dag. Margir
þeirra bera milljónaskuldir eftir
hlutafjáraukningu í sparisjóðnum
haustið 2007. Einhverjir juku stofn-
fé sitt með sparifé en þeir sem
tóku lán fyrir útgjöldunum standa
margir illa. Þeir sem Fréttablað-
ið hefur rætt við segja svo kunna
að fara að verði stofnfjáreignin að
engu kunni einhverjir þeirra að
fara í þrot.
jonab@frettabladid.is
VIÐSKIPTANEFND Í SKUGGANUM
Lítið er vitað hvað endurreisn Byrs
felur í sér. Samkvæmt upplýsingum
frá Jóni Finnbogasyni sparisjóðsstjóra
mun eiginfjárhlutfall verða í kringum
sextán prósent að eiginfjárfram-
lagi ríkisins meðtöldu. Hann segir
kröfuhafa þurfa að gefa nokkuð eftir
en vill ekki segja hvað það kunni að
verða mikið. Heyrst hefur að það geti
orðið allt að sextíu prósent krafna.
Jón segir stjórn Byrs hafa jafnframt
lýst yfir eindregnum vilja sínum til
þess, eftir að fjárhagslegri endur-
skipulagningu sparisjóðsins lýkur,
að skoða allar mögulegar leiðir til að
efla frekara samstarf sparisjóðanna
með það að markmiði að þeir verði
fjárhagslega öflugri og samkeppnis-
hæfari fjármálafyrirtæki.
Guðlaugur Þór Þórðarson þing-
maður sem sæti á í viðskiptanefnd
Alþingi, segir engar upplýsingar
um endurreisn sparisjóðanna hafa
verið lagðar fyrir nefndina. Hann rak
augun fyrst í drög að samkomulagi
í netmiðlunum í gær. „Ég hafði ekki
hugmynd um það. Það var einn
fundur um þetta að okkar ósk fyrir
nokkrum vikum,“ segir hann og hefur
óskað eftir því að málið verði tekið
upp hjá nefndinni. Hann bætir við
að menn viti ekki hvernig sparisjóð-
irnir eigi að líta út í framtíðinni og
sé spurning hvort borgi sig að styðja
við þá. „Menn eiga það til að ofmeta
afkomu sparisjóðanna. Þetta er
spennandi hugmynd en gengur ekki
upp,“ segir hann.
FJÁRMÁLARÁÐHERRA Steingrímur J. Sigfússon bindur vonir við að endurreisn sparisjóðanna verði komin vel á veg fljótlega eftir
áramótin. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
LÖGREGLUMÁL „Þetta er mjög slæmt
mál og við vonum að þessi einstakl-
ingur finnist sem fyrst, hvort sem
hann er löglegur í stéttinni eða ekki.
Samkvæmt lýsingu lögreglu liggur
fullt af mönnum undir grun.“
Þetta segir Ástgeir Þorsteins-
son, formaður bifreiðastjórafé-
lagsins Frama, um meint kynferð-
isbrot leigubílstjóra gagnvart konu
sem var ofurölvi aðfaranótt 29. nóv-
ember.
Ástgeir segir hafa borið á því
að undanförnu að taxamerkjum
sé stolið af bílum. Þarna gæti því
hugsanlega verið á ferðinni ein-
staklingur sem sé ólöglegur í leigu-
bílaakstri.
„Við höfum fylgst með þessu að
undanförnu og það er heilmikið
um að menn séu að stunda akst-
ur án leyfis, og þá á ómerktum
bílum að sjálfsögðu. Dags daglega
myndi fólk ekki nota svona þjón-
ustu en að næturlagi um helgar
er það í alls konar ástandi, hugs-
ar fyrst og fremst um að kom-
ast heim og lætur því miður slag
standa.“
Á höfuðborgarsvæðinu og
Reykjanesi eru 560 leyfishaf-
ar, að sögn Ástgeirs. Hann segir
menn ekki vera mikið að kíkja í
kringum sig þegar vitlaust sé að
gera um nætur.
„En það yrði vissulega svartur
blettur á stéttinni ef þarna reynd-
ist vera um að ræða einstakling
úr röðum leigubílstjóra.“
- jss
Formaður Frama segir marga liggja undir grun um nauðgun samkvæmt lýsingu:
Yrði svartur blettur á stéttinni
LEIGUBÍLL Talsvert er um að taxamerkj-
um sé stolið af leigubílum, að sögn
formanns Frama.