Fréttablaðið - 16.12.2009, Page 18
18 16. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR
KVEIKT Í DEKKJUM Verkamenn í
skipasmíðastöð í Varsjá í Póllandi
kveiktu í dekkjum þegar efnt var til
mótmælafundar í gær. Verkalýðsfélag-
ið Solidarnosc stóð að mótmælunum
til að krefjast starfsöryggis.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
NETHYL 2, SÍMI 5870600, WWW.TOMSTUNDAHUSID.IS
NÝKOMINN SENDING
AF PLASTMÓDELUM,
GJAFASETTUM , LÍMI
OG MÁLNINGU.
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is
Með því að kaupa Miele
þvottavél eða þurrkara
leggur þú grunn að
langtímasparnaði
Sparaðu með Miele
TILBOÐ
A B
ára líftími = . klst.
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Þvottavél W1634 sn/mín/6 kg/ísl. stjórnborð 179.950
Þvottavél W1714 sn/mín/6 kg/ ísl. stjórnborð 194.950
Þurrkari T7634 f. barka/6 kg/m. rakaskynjara 149.950
Þurrkari T7644C m. þétti/6 kg/m. rakaskynjara 164.950
Miele
þvottavélar eru
framleiddar
til að endast
í . klst.
Miele þvottavélar eru allar með íslensku stjórnborði,
íslenskum leiðbeiningum, stóru hurðaopi
Opið í dag laugardag frá kl. 11:00-15:00
SKATTAR. Bændasamtökin fá sam-
kvæmt fjárlagafrumvarpi tæpan
milljarð króna í tekjur frá ríkis-
sjóði, annars vegar vegna samn-
ings við ríkið og hins vegar vegna
sjóða sem samtökin reka í umboði
ríkisins og fá tekjur af gjöldum
sem bændum er skylt að greiða
samkvæmt lögum.
Bændur greiða 1,2 prósenta bún-
aðargjald af veltu búvörufram-
leiðslu sinnar. Gjaldið rennur í
Búnaðarsjóð sem Bændasamtök
Íslands varðveita. Úr þeim sjóði
rennur gjaldið eftir ákveðnum
reglum til ýmissa samtaka land-
búnaðarins; bæði Bændasamtak-
anna sjálfra, búnaðarsambanda og
búgreinasamtaka, auk Bjargráða-
sjóðs.
Fjárlagafrumvarp næsta árs
áætlar að 320 milljónir innheimtist
af búnaðargjaldi í Búnaðarsjóðinn.
Það er sama fjárhæð og áætluð var
á síðasta ári en talsvert hærri en
2008, þegar sjóðurinn fékk 277,4
milljónir króna til ráðstöfunar.
Bændasamtökin annast líka
rekstur Framleiðnisjóðs land-
búnaðarins. Hann fær 148 millj-
óna króna ríkisframlag á fjárlög-
um 2010, fékk 158,9 milljónir í
fjárlögum 2009 en 100,3 milljón-
ir árið 2008. Sjóðurinn á að styðja
búháttabreytingar og efla ný við-
fangsefni í landbúnaði.
Loks gerir fjárlagafrumvarpið
ráð fyrir að ríkið greiði bænda-
samtökunum 521,4 milljónir króna
samkvæmt samningi um tiltekin
verkefni sem ríkið felur Bænda-
samtökunum að sinna á sinn kostn-
að. Þetta eru m.a. ráðgjafaþjónusta
og markaðsverkefni, sem hafa
aukna sölu landbúnaðarafurða að
markmiði. Í fjárlagafrumvarp-
inu segir að 521,4 milljóna króna
útgjöld næsta árs séu 117,2 millj-
ónum króna lægri að raungildi en
framlag þessa árs. Meðal annars
á að spara 70 milljónir í ráðgjafa-
þjónustu og 30 milljónir í þróun-
ar- og markaðsverkefnum. Bænda-
samtökin fengu um 750 milljónir
á þessu ári, samkvæmt samning-
um og ættu að fá 667,5 milljónir ef
ekki kæmi til þessi skerðing.
Í samtölum Fréttablaðsins við
Jóhann Guðmundsson, aðstoðar-
mann landbúnaðarráðherra, og
Eirík Blöndal, framkvæmdastjóra
Bændasamtakanna, kom fram að
viðræður um endurnýjun samn-
ingsins voru hafnar þegar hrunið
varð á síðasta ári. Þær hafa síðan
legið að mestu niðri. Eiríkur kveðst
vonast til að viðræður hefjist fljót-
lega á ný og kveðst þess fullviss að
nýr samningur verði gerður.
peturg@frettabladid.is
Milljarður frá ríki
til samtaka bænda
Bændasamtök Íslands fá háar fjárhæðir frá ríkinu samkvæmt búvörusamningi
og vegna laga um Búnaðarsjóð og Framleiðnisjóð landbúnaðarins.
RÉTTIR Ríkið hefur með samningi, sem rennur út á næsta ári, falið Bændasamtökum
Íslands að sinna ýmsum verkefnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið
dæmdur í fangelsi í þrjá mánuði,
skilorðsbundið, fyrir að hóta og
áreita barnsmóður sína í kjölfar
sambandsslita, svo og annan mann.
Maðurinn var sakfelldur fyrir að
hella kóki inn um glugga hjá barns-
móðurinni. Gusan lenti á tölvu og
skrifborðsstól sem eyðilögðust.
Þá var maðurinn sakfelldur fyrir
hótun. Hann hringdi í hinn mann-
inn og sagðist myndu mæta heim
til hans, „brjóta á honum báða fæt-
urna, fara síðan í vinnuna til hans
og klára hann“.
Síðar beindi maðurinn silfraðri
skammbyssu, sem var loftbyssa, út
um bílglugga að sama manni fyrir
utan skemmtistað í Reykjavík.
Barnsmóður sinni sendi hann eft-
irfarandi sms: „Farðu til lögregl-
unnar og kærðu mig, ég mun meiða
þig meira.“
Maðurinn lét ekki staðar numið
þar því enn mætti hann á heimili
fólksins og gekk berserksgang með
hafnaboltakylfu sem hann lét vaða
í ljós í innkeyrslu, blómaker fyrir
framan húsið, blómapott á palli við
húsið og fleiri lausamuni. Sama dag
las hann inn á símsvara að barns-
móðirin og maðurinn „myndu deyja
í dag“. - jss
Karlmaður dæmdur fyrir að ganga berserksgang með hafnaboltakylfu:
Hótaði og áreitti barnsmóður
VIÐSKIPTI Skráning í Útflytjenda-
handbókina, Iceland Trade Dir-
ectory, hefur staðið yfir undan-
farið og eru allir þeir sem stunda
viðskipti við útlönd hvattir til að
nýta sér þessa leið til kynningar á
erlendum mörkuðum.
Útflutningsráð Íslands vinnur
að því að bæta skráningu í vöru-
og þjónustuflokka fyrirtækja sem
mun skila þeim mun betri árangri.
Iceland Trade Directory er upp-
lýsingarit og gagnabanki sem í eru
skráð fjölmörg íslensk útflutnings-
fyrirtæki og hátt í 400 vöruflokk-
ar. Handbókin kemur út árlega.
Bókin er gefin út af Heimi ehf. í
samstarfi við Útflutningsráð. - shá
Útflutningsráð Íslands:
Safna saman
útflytjendum
BRETLAND Ný könnun sýnir að for-
skot breska Íhaldsflokksins á Verka-
mannaflokkinn hefur ekki verið
minna í heilt ár. Breska blaðið The
Guardian lét fyrirtækið ICM gera
könnunina og kemur í ljós að forskot
íhaldsmanna er aðeins níu prósent,
en minni munur hefur ekki mælst í
könnunum frá því í desember 2008.
Blaðið telur ljóst að þetta auki lík-
urnar á því að Gordon Brown forsæt-
isráðherra Breta boði til kosninga
fyrr en seinna.
Níu prósenta munur ætti að duga
David Cameron og félögum hans í
íhaldsflokknum til þess að ná naum-
um meirihluta en könnunin blæs
Verkamannaflokknum samt von í
brjóst um að ekki sé öll nótt úti enn
fyrir flokkinn sem hefur hríðfallið
í áliti almennings undanfarin miss-
eri.
Íhaldsflokkurinn mælist nú með 40
prósent atkvæða, Verkamannaflokk-
urinn með 31 prósent og Frjálslynd-
ir demókratar með 18 prósent. Fyrir
tveimur mánuðum var bilið á milli
stóru flokkanna tveggja 17 prósent.
Talið er líklegt að blásið verði til
kosninga 25. mars á næsta ári en
hingað til hefur verið talið að 6. maí
yrði fyrir valinu.
Forsætisráðherrann ræður kjör-
deginum alfarið sjálfur, svo lengi
sem kosningarnar dragast ekki fram
yfir 3. júní 2010.
Talið líklegt að boðað verði til kosninga á Bretlandi í mars á næsta ári:
Forskot Íhaldsflokksins minnkar
FORSÆTISRÁÐHERRA BRETA
Forskot Íhaldsmanna mælist nú
níu prósent en minni munur hefur
ekki mælst í könnunum frá því í
desember 2008. NORDICPHOTOS/AFP
HAFNABOLTAKYLFA Maðurinn braut og
bramlaði með hafnaboltakylfu.