Fréttablaðið - 16.12.2009, Qupperneq 20
20 16. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR
SKIPULAG GÖMLU HAFNARINNAR OG ÖRFIRISEYJAR
Verðlaunatillögur að skipulagi Gömlu hafnarinnar og Örfiriseyjar gera ráð fyrir
sundlaug á Ægisgarði, sjóbaðsaðstöðu við Ánanaust, svífandi garði sem liggur um
þriðju hæð tollstöðvarbyggingarinnar, nýbyggingum og varðveislu gamalla húsa svo
fátt eitt sé talið. Allar tillögurnar verða til sýnis í Víkinni – sjóminjasafni á Granda-
garði til 20. desember en Fréttablaðið birtir hér nokkrar myndir af tillögum þeirra
sem hlutu viðurkenningu dómnefndar.
Sjóbað og sundlaug
í Reykjavíkurhöfn
SUNDLAUG Á ÆGISGARÐI Verðlaunatillagan gerir ráð fyrir sundlaug á Ægisgarði en heimsókn þangað gæti verið einstök upplifun
að mati dómnefndar.
Á GRANDATORGI Í tillögu ASK arkitekta er gert ráð fyrir torgi við norðurenda Grandagarðs,
sjá má Tónlistarhúsið risið, Sædýrasafn til vinstri og veitingahús til hægri.
ATHYGLISVERÐ TILLAGA Í tillögunni sem
dómnefnd þótti athyglisverð er gert
ráð fyrir að grænt svæði sem hefjist við
Arnarhól haldi áfram í svífandi göngubrú
eða garði, Miðgarði sem tekur stefnu
gegnum nýbyggingu á horni Lækjargötu
og Tryggvagötu, liggi um þriðju hæð toll-
stöðvarbyggingarinnar og lendi vestan
megin á Miðbakkanum.
■ 1. verðlaun:
Höfundar: Graeme Massie
Architechts Edinborg, Skotlandi
Úr umsögn dómnefndar: „Höf-
undar setja fram kraftmikla,
myndræna og formfasta tillögu
… lögð er áhersla á að göng
undir hafnarmynnið losi umferð
frá Geirsgötu/Mýrargötu þannig
að miðbærinn fái að fljóta niður
að hafnarsvæðinu.“
■ 2.-3. verðlaun:
Björn Ólafs arkitekt, Francois
Perrot arkitekt
■ 2.-3. verðlaun:
ASL Arkitektar ehf.
Þar fyrir utan voru sérstök verð-
laun veitt fyrir athyglisverða tillögu
sem unnin af arkitektunum Arki-
búllunni ehf., Hjördísi Sóleyju Sig-
urðardóttur, Hólmfríði Jónsdóttur
og Hrefnu Björgu Þorsteinsdóttur
og landslagsarkitektunum Lands-
lagi ehf. og Dagnýju Bjarnadóttur.
Auk þeirra var haft samstarf við
aðra landslagsarkitekta, myndlist-
armenn, rithöfunda, ljósmyndara
og heimspeking.
VERÐLAUNAHAFAR
MIKIL UPPBYGGING Sú tillaga sem fyrstu
verðlaun hlaut gerir ráð fyrir talsverðri
uppbyggingu sem sjá má á þessari mynd.
VEITINGAHÚS VIÐ MIÐGARÐ
Á þriðju hæð tollstöðvarhússins er gert
ráð fyrir veitingastöðum, kaffihúsum og
þess háttar starfsemi.
í jólaskapi
Normannsþinur 150-250 cm
5.990kr.
Jólatré
EITT VERÐ
LINDIR - GRANDI - BÍLDSHÖFÐI