Fréttablaðið - 16.12.2009, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 16.12.2009, Blaðsíða 28
28 16. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR „Hvernig er hægt að hafa mismun- andi samninga um útblástur í þró- uðu ríkjunum sem stýrast af pól- itík?“ Svo spurði Stavros Dimas, framkvæmdastjóri umhverfis- mála hjá Evrópusambandinu, á blaðamannafundi í gær. Það duld- ist engum að hann beindi spjótum sínum að Bandaríkjunum og hann fórnaði höndum um leið og dæsti. Slík þreytumerki eru farin að sjást á ýmsum fulltrúum hér, en allt er enn á huldu með samninga. Tillögur Evrópusambandsins eru mjög metnaðarfullar, en lagt er til að iðnríkin dragi úr útblæstri sínum um 30 prósent árið 2020, miðað við árið 1990. Sambandið hefur ein- hliða skuldbundið sig til að draga úr útblæstri um 20 prósent, en er tilbúið að fara í 30 prósent ef tekst að semja þar um. Þá vill samband- ið að þróunarríki dragi að meðaltali úr útblæstri um fimmtán til þrjátíu prósent á sama tíma. Andreas Calgren, umhverfis- ráðherra Svíþjóðar, en Svíar eru í forsæti Evrópusambandsins, sagði aðspurður að sambandið mundi ekki vera tilbúið að ganga lengra en uppgefin tuttugu prósent ein- hliða. Nota þyrfti þau auka tíu pró- sent, sem sambandið er tilbúið til að bæta við, til samninga og að beita önnur ríki þrýstingi. Annars væri verið að selja þennan aukanið- urskurð ódýrt. Hann minnti á að lagasetning Evrópusambandsins hefði undan- farinn áratug tekið mið af Kyoto- bókuninni. Nú vildi sambandið ganga lengra. Evrópusambandið hefur lagt mikla áherslu á að sömu reglur gildi um öll iðnríki. Svo er ekki nú, þar sem Bandaríkin og fleiri ríki hafa neitað að staðfesta Kyoto. Þá hefur sambandið lagt til að farið sé hratt í breytingar. Náist samkomu- lag hér í Kaupmannahöfn, hefjist löndin handa þegar í stað við að draga úr losun. Komið verði á fót sjóði til að styðja ríki strax af stað í því skyni. Tillögur Evrópusambandsins gera einnig ráð fyrir að árið 2020 hafi minnkun regnskóga dregist saman um helming og algjörlega stöðvast í síðasta lagi tíu árum síðar. Evrópusambandið hvetur til 30 prósenta samdráttar Fulltrúar Evrópusambandsins reyna nú að fá önnur iðnríki til að samþykkja 30 prósent samdrátt í út- blæstri gróðurhúsalofttegunda. Óvíst um árangur. Ákalla Bandaríkin um að leggja meira af mörkum. Loftlagsráðstefnan í Kaupmannahöfn Tillögum Evrópusambandsins má gróflega skipta í fernt: 1. Komið verði í veg fyrir að hita- stig verði meira en 2° hærra en fyrir iðnbyltingu. Til þess að það náist þurfa: a) iðnríkin að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um þrjátíu prósent árið 2020 miðað við 1990 og b) þróun- arríkin að draga að meðaltali um fimmtán til þrjátíu prósent miðað við sömu forsendur. Koma verður upp sjóði til að styðja ríki í þessari viðleitni. 2. Þó ekki náist samningar í Kaupmannahöfn verður að leggja grunnlínurnar að nýju samkomulagi sem tekur við af Kyoto-bókuninni, en hún rennur út 2012. Setja verður markmið um losun, alþjóðleg viðmið í flutningum á landi, lofti og sjó og taka á skógarhöggi, svo dæmi séu tekin. 3. Hefjast verður handa strax að ráðstefnu lokinni. Alþjóðlegar stofnanir verða að leggja línurn- ar og eftirlitsstofnanir að setja upp kerfi. 4. Eitt kerfi fyrir heiminn. Sameina verður þær reglur sem ríki fara eftir, sem eru í dag mismunandi eftir því hvort Kyoto-bókunin hefur verið staðfest eður ei. TILLÖGUR ESB Yvo de Boer, yfirmaður lofts- lagsmála hjá Sameinuðu þjóð- unum, reyndi ekki að koma sér undan ábyrgð þegar hann var spurður hverju langar biðraðir við skráningu sættu. „Kennið mér um,“ sagði hann. Enn biðu fjölmargir í gær eftir að geta staðfest skráningu sína og kom- ist inn í Bella Center. Mun meira skipulag var þó á hlutunum en á mánudag. De Boer sagði að ákveðið hefði verið að leyfa mun fleirum að skrá sig en kæmust í höllina, búist hefði verið við að fólk kæmi og færi yfir vikurn- ar tvær. Það segir sig hins vegar sjálft að þegar reynt er að koma 46 þúsund manns inn í 15 þús- und manna höll verður eitthvað undan að láta. Allt of margir skráðir: Kennið mér um biðraðirnar YVO DE BOER Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, sagðist bjart- sýnn á að í Kaupmannahöfn næðist að samþykkja drög að alþjóðasamningi sem yrði síðan undirritað- ur í Mexíkó á næsta ári, þegar 16. lofts- lagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna verð- ur haldin. Gore sagð- ist vonast eftir að Bandarík- in samþykktu metnaðar- full lög í loftslagsmálum á 40 ára afmæli Earth Day, en það verður 22. apríl 2010. Skömmu áður hafði Arnold Schwarzen- egger haldið tölu í Bella Cent- er og verið tekið sem hetju, en hann hefur náð góðum árangri í umhverfismálum sem ríkis- stjóri Kaliforníu. Hann lagði áherslu á að hreyfingar byrjuðu hjá fólki, ekki ríkisstjórnum, og einstaklingar myndu halda sínu góða starfi áfram, þrátt fyrir að ekki tækist að ná samkomulagi í Kaupmannahöfn. Schwarzenegger vel tekið: Gore telur að drög verði til ARNOLD SCHWARZENEGGER VILJA SAMRÆMT MARKMIÐ Andreas Calgren, umhverfisráðhera Svíþjóðar, og Stavros Dimas, framkvæmdastjóri loftslagsmála hjá ESB, lögðu áherslu að markmið allra iðnríkjanna þyrftu að vera sameiginleg. FRÉTTABLAÐIÐ/KÓP LÖGREGLUÞJÓNN FAÐMAÐUR Tveir trúðklæddir mótmælendur reyndu sitt besta til að létta lund þessa lögregluþjóns í Kaupmannahöfn. NORDICPHOTOS/AFP Ban Ki-moon, aðalritari Samein- uðu þjóðanna, minnti fulltrúa á loftslagsráðstefnunni á að nú væri þeirra að ná samkomulagi. Ekki gengi að vera með of harð- ar kröfur, tími þess að þrýsta á veikari aðila í samningavið- ræðum væri liðinn og tími sam- komulags runninn upp. Í gær var haldin opn- unarhátíð, þótt fulltrú- ar hér hafi setið á rök- stólum síðan 7. desember. Þau tignarmenni sem tóku til máls voru öll sammála um eitt: samkomulag yrði að nást. Karl Bretaprins minnti viðstadda á að drykkjarvatn og loftgæði hefðu ekkert með þjóðerni að gera. Karl hefur stofnað sjóð til að koma í veg fyrir minnkun regn- skóganna. Framkvæmdastjóri SÞ: Tími málamiðl- ana er núna BAN KI-MOON Bólusetning gegn svínainflúensunni A(H1N1) hefst að nýju í dag, miðvikudaginn 16. desember, á heilsugæslustöðvum um land allt í kjölfar þess að nýrri sendingu bóluefnis var dreift til stöðvanna. Þeir ganga fyrir við bólusetningu sem skráð hafa sig á biðlista. Jafnframt er tekið við nýjum pöntunum vegna bólusetningar á þeim heilsugæslustöðvum sem hafa ekki ráðstafað fyrir fram öllu bóluefninu sem barst þeim nú. Því er beint til heilsugæslustöðva að gefa skýrar upplýsingar á heimasíðum sínum og við símsvörun á hverjum stað um gang bólusetningarinnar og helstu tímasetningar. Þetta er afar mikilvægt því staða mála er mismunandi á heilsugæslustöðvunum. Þannig verður unnt á sumum stöðvum að bólusetja fleiri í desember en eru þar á biðlista en á öðrum heilsugæslustöðvum dugar þessi nýjasta sending bóluefnis ekki til að bólusetja alla þá sem hafa skráð sig. Í einhverjum tilvikum kemur því röðin ekki að fólki á biðlistum fyrr en í janúar. • Bóluefni verður næst dreift um landið 6. janúar 2010 og verður tekið við pöntunum í þá sendingu eftir áramótin. Þráðurinn tekinn upp að nýju við bólusetningu gegn inflúensufaraldrinum Nánari upplýsingar um bóluefnið og bólusetningu vegna svínainflúensu A(H1N1) er að finna á influensa.is. Tilkynningar og upplýsingar um viðbúnað vegna inflúensu A(H1N1) eru á influensa.is og á almannavarnir.is. Landlæknisembættið sóttvarnalæknir Ríkislögreglustjórinn almannavarnadeild
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.