Fréttablaðið - 16.12.2009, Side 39

Fréttablaðið - 16.12.2009, Side 39
MIÐVIKUDAGUR 16. desember 2009 Hjá Skógræktarfélagi Hafnar- fjarðar ríkir mikil jólastemning og leggur greniilminn yfir allt. Félag- ið er með aðstöðu við Kaldársels- veg í upplandi Hafnarfjarðar og státar af fjórum útivistarskógum. „Jólatréssalan okkar verður opin fram á sunnudag og bjóðum við upp á fyrsta flokks stafafuru- og rauðgrenijólatré ásamt furu- greinum, könglum, hurðakröns- um, jólavöndum, borðskrauti og leiðisgreinum en skreytingarnar eru unnar af Steinari Björgvins- syni, fyrrverandi Íslandsmeist- ara í blómaskreytingum, sem er ræktunarstjóri gróðrarstöðvar- innar okkar,“ segir Hólmfríður Finnbogadóttir, framkvæmda- stjóri Skógræktarfélags Hafnar- fjarðar. „Þá er hægt að fá jólatré á rót en þau má hafa í potti utan- dyra og gróðursetja síðan með vor- inu,“ bætir hún við. Hólmfríður segir sömu fjölskyld- urnar koma í jólaleiðangur ár eftir ár enda sé sérstaklega jólalegt um að litast hjá skógræktarfélaginu. „Síðan bjóðum við leikskólabörn- um bæjarins í heitt súkkulaði og með því og fá þau að svipast um og leita að rétta trénu fyrir leikskól- ann.“ vera@frettabladid.is Jól í útjaðri Hafnarfjarðar Leikskólabörn í Hafnarfirði leggja leið sína í Skógræktarfélag Hafnarfjarðar og næla sér í alíslenskt jóla- tré fyrir jól. Það sama gildir um fjölmargar fjölskyldur sem koma þangað í jólaleiðangur ár eftir ár. Frostið bítur könglana. Börnin búin að velja rétta jólatréð fyrir leikskólann. Hólmfríður Finnbogadóttir og Steinar Björgvinsson ásamt fríðum hópi leikskóla- barna. Sérstaklega jólalegt er um að litast hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN GULL-ÚRIÐ • MJÓDDINNI Álfabakka 16 • sími 587 4100 Axel Eiríksson úrsmíðameistari FATAEFNI NÝ SEND ING!! ULLAREF NI, JERSE Y, FLAUEL , SAMKVÆ MISEFNI Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Akureyri: Hofsbót 4, s: 462 3504 Opið virka daga 10–18 og laugardaga 11–16pið virk daga 10-18 og laugardaga 11-16 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Akureyri: Hofsbót 4, s: 462 3504

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.