Fréttablaðið - 16.12.2009, Page 44

Fréttablaðið - 16.12.2009, Page 44
 16. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR8 Nánari upplýsingar veitir: Þórir Þorvarðarson, thorir@hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 30. desember nk. Umsóknum óskast skilað á netfangið thorir@hagvangur.is eða á skrifstofu Hagvangs. SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 www.hagvangur.is Framtakssjóður Íslands slhf. er samlagshlutafélag lífeyrissjóðanna. Markmið félagsins er að taka þátt í fjárhagslegri og rekstrarlegri endurreisn íslensks atvinnulífs í kjölfar falls fjármálakerfisins. FSÍ mun fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum í öllum atvinnugreinum, sem lent hafa í fjárhagserfiðleikum vegna yfirstandandi þrenginga en eiga sér vænlegan rekstrargrundvöll. Markmið lífeyrissjóðanna er að ná vænlegri arðsemi á fjárframlög sjóðanna. Gert er ráð fyrir að starfrækslutími sjóðsins geti orðið allt að 11 ár með möguleika á framlengingu í 2 ár til viðbótar og verður FSÍ þá slitið. Helstu verkefni • Ábyrgð á rekstri og fjárfestingum • Taka þátt í mótun fjárfestingastefnu • Meta viðskiptatækifæri og greina samkeppnishæfni og framtíðarmöguleika þeirra • Undirbúa og leggja tillögur fyrir stjórn um fjárfestingar • Samningaviðræður um fjárfestingar • Seta í stjórnum hlutdeildarfyrirtækja og samskipti við forsvarsmenn þeirra • Þátttaka og frumkvæði í stefnumótun hlutdeildarfyrirtækja • Leggja tillögur fyrir stjórn um sölu hlutabréfa í eigu sjóðsins Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, á sviði verkfræði, viðskiptafræði og/eða lögfræði eða tengdra fræðigreina • Umtalsverð reynsla af fjárfestingum • Hæfileiki til að greina styrkleika og veikleika í rekstri fyrirtækja og framtíðarmöguleika þeirra • Þekking og reynsla af yfirtökum og sameiningu fyrirtækja • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi • Frjó og skapandi hugsun • Rík ábyrgðartilfinning • Góðir samskiptahæfileikar Framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands slhf. Leitað er eftir öflugum einstaklingi sem hefur umtalsverða reynslu af fjárfestingum. Viðkomandi þarf að vera talnaglöggur, hafa til að bera frjóa hugsun og ríka ábyrgðartilfinningu. Skilyrði er að umsækjandi eigi auðvelt með að greina viðskiptatækifæri og rekstur fyrirtækja og hafi hæfni til að greina framtíðarmöguleika þeirra. Einnig er lykilatriði að viðkomandi búi yfir góðum samskiptahæfileikum og samningatækni. Skipholti 29a • Sími: 530 6500 • www.heimili.is Atvinna Fasteignir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.