Fréttablaðið - 16.12.2009, Page 47

Fréttablaðið - 16.12.2009, Page 47
MIÐVIKUDAGUR 16. desember 2009 39 Viðkomustaðir um allt land. Kynntu þér afgreiðslutíma og síðustu ferðir fyrir jól á vefnum www.flytjandi.is. *Hámarksstærð pakka er 0,5 x 0,5 x 0,8 m. Hámarksþyngd 50 kg. Á ekki við um kæli- eða frystivöru. Greiða verður fyrir pakkann á upphafsstað. PI PA R \ TB W A T • SÍ A • 2 2 42 9 2 Styrkir til meistaranáms í endurnýjanlegum orkugjöfum. RES Orkuskólinn res.is Námsstyrkir til meistaranáms í endurnýjanlegum orkugjöfum með sérhæfingu í vatnsafli. Nú getum við í boðið námsstyrki til meistaranáms í endurnýjanlegum orkugjöfum (MSc in Renewable Energy Science). Styrkirnir eru veittir af Landsvirkjun og nema fullum skólagjöldum þeirra sem hyggja á sérhæfingu á vatnsaflsbraut við RES skólaárið 2010 - 2011. RES býður upp á eins árs alþjóðlegt meistaranám (90 ECTS) í vistvænni orkunýtingu og endurnýjanlegum orkugjöfum. Námið er ætlað nemendum sem hafa lokið BSc námi í verkfræði, raungreinum eða sambærilegum greinum. Nánari upplýsingar eru að finna á slóðinni: www.res.is Boðið er upp á meistaranámið í nánu samstarfi við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri, sem útskrifa nemendur skólans. A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið UMRÆÐAN Félagsmálakennarar í Árbæj- arskóla skrifa um spurninga- keppni Við viljum mótmæla harðlega þeirri ákvörðun ÍTR að fella niður spurningakeppni grunnskól- anna, Nema hvað. Það er eitt að fella hana niður og annað að gera það þegar allur undirbúningur úti í skólunum er kominn á fulla ferð. Við hér í Árbænum erum búin að vera með forkeppni og velja hóp sem hefur verið mjög duglegur við æfingar. Það er grátlegt að þurfa að tilkynna krökkunum þessa ákvörðun þar sem þau hafa lagt á sig mikla vinnu. Ef það á að viðhalda þeirri hefð sem skapast hefur í kringum keppnina og þeim metnaði sem nemendur hafa lagt í verkefnið þá teljum við það ranga ákvörðun að fella hana niður og kolranga að gera það á þessum tímapunkti, rétt rúmum mánuði fyrir venjubund- inn keppnistíma. Í fyrra var allt í einu ákveðið að sleppa ræðukeppninni en þá tóku framtakssamir einstakling- ar sig til og héldu keppnina. Það var þeim skólum ómetanlegt sem tóku þátt í henni. Hvað verður næst? Getum við búist við að hætt verði við Skrekk 2010 í október á næsta ári? Við höfum skilning á að það þurfi að spara í þessu árferði en að senda þetta bréf núna rétt fyrir jól er að okkar mati lítilsvirðing gagn- vart nemendum grunnskólanna í Reykjavík. Við skorum á ÍTR að endurskoða þessa ákvörðun. Páll Guðmundsson, Ragnar Hilmarsson, Margrét Sara Guð- jónsdóttir, Ingunn Björg Arnar- dóttir, Þór Jóhannesson. Bréf til stjórnar ÍTR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.