Fréttablaðið - 16.12.2009, Síða 48

Fréttablaðið - 16.12.2009, Síða 48
40 16. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR UMRÆÐAN Svanur Sigurbjörnsson skrifar um þjóðkirkj- una Í desemberblaði Þjóðar-púls Gallup 2009 var greint frá niðurstöðum nýrrar könnunar á afstöðu landsmanna gagnvart aðskilnaði ríkis og kirkju. Mæl- ingin var unnin úr netkönnun sem gerð var dagana 12.-25. nóvember 2009. Svarhlutfall var 70,8% og úrtaksstærð 2.403 manns. Úrtakið er tilviljunarúrtak úr viðhorfahópi Capacent Gallup og eru í því ein- staklingar af öllu landinu, 18 ára og eldri. Niðurstaðan var sú að tæplega 60% segjast hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju, 20% eru hvorki hlynnt né andvíg og 20% andvíg. Af því fólki sem tók afstöðu með eða á móti, segjast því 74% vera hlynnt aðskilnaði en aðeins 26% andvíg. Meirihlutastuðningur við aðskilnaðinn hefur verið stöðugur á bilinu 58-67% þar til að hann féll í desember 2007 og náði þá tæpum meirihluta, 51%. Niðurstaða könn- unarinnar nú er því stórt stökk upp í stuðningi við aðskilnaðinn og hefur hann náð sögulegu hámarki í 74%. Þetta vekur spurningar um orsakir þess. Ljóst er að eldra fólk vill halda frekar í óbreytta hefðina, en samt er meirihluti fyrir aðskilnaði í elsta hópnum. Í hópnum 18-29 ára er ákaflega lítil andstaða við aðskilnað og verður það að teljast athyglisvert m.t.t. framtíðarhorfa í málinu. Ekki kemur á óvart að nær allt fólk utan trúfélaga, eða 99%, eru hlynnt aðskilnaði. Annað sem vekur athygli í þessari könn- un er að sá hópur í úrtakinu, sem er í Þjóðkirkjunni, er hlynntur með drjúgum meirihluta (70%) aðskilnaði ríkis og kirkju. Hver er skýringin á þessu aukna fylgi við aðskilnað? Eftirfarandi eru mögulegar ástæður: • Fólk skilji nú í auknu mæli að trúarbrögð eigi ekki að vera fjárhagslega tengd ríkinu. Trúmál séu einkamál sem ríkið eigi ekki að hafa afskipti af. • Fólk geri sér grein fyrir að prestar eru hálaunastétt og kirkjan kostar mikið, ekki síst nú á tímum fjárhagsþrenginga og er álíka dýr og Háskóli Íslands í rekstri árlega. • Fólk sjái að samningur ríkisins við Þjóðkirkjuna um launagreiðsl- ur til presta hennar og starfsfólks Biskupsstofu út á jarðeignir út í hið óendanlega er óeðlilegur og ber að binda endi á. • Fólk skilji að mismunun sé í kerfinu þar sem Þjóðkirkjan fær gríðarlega peninga, önnur trúfé- lög svolítið, en veraldleg lífsskoð- unarfélög ekkert. • Fólk vilji forgangsraða þannig að trúfélög þeirra séu ekki í for- gangi og verði utan ríkisreksturs. Í netkönnun CG dagana 11.-29. júlí 2008 þar sem 65% af 2.102 manns 18-75 ára af öllu landinu svöruðu spurningunni; Hver eftirtalinna atriða eru að þínu mati það mikil- væg að þau séu verð þess að taka áhættu og færa fórnir fyrir?, kom í ljós að 69% völdu mannréttinda- mál, en í 9. sæti völdu aðeins 11% „trúarbrögðin mín“. (sjá graf hér við hliðina). • Fólk treysti minna Þjóðkirkj- unni. Skv. Þjóðarpúlsi Gallup um traust til stofnana, var traustið 55% í feb. 2006, 52% í feb. 2008, en dalaði í 41% eftir hrunið í feb. 2009. Ýmsar aðrar stofnanir misstu einnig traust, en á sama tíma hélt heilbrigðiskerfið sínu trausti á bil- inu 68-73% og lögreglan á bilinu 78-80%. Endurtekin hneykslismál og vangeta Þjóðkirkjunnar til að greiða fljótt og örugglega úr sið- ferðislegum brotamálum innan hennar hafa minnkað traustið. • Fólk vilji ekki að ríkið láti Þjóð- kirkjuna draga úr framförum í gerð hjúskaparlaga fyrir alla, líkt og hún hefur gert endurtekið. Fólk vilji ekki að börn séu sjálfkrafa skráð í trúfélag móður. • Fólk innan Þjóðkirkjunnar vilji að hún standi algerlega sjálfstæð. • Aukin umræða í bloggheimum og á vettvangi stjórnmálanna um aðskilnað ríkis og kirkju. Það verður með hverjum degi ljósara að Þjóðkirkjan getur aldrei orðið sameiningartákn allra lands- manna og það er hvorki sanngjarnt né æskilegt að ætlast til að hún þjónusti alla. Fólk annarrar trúar eða trúlaust, á rétt á því að byggja upp sína eigin valkosti og þurfa ekki að flýja opinberar stofnan- ir (t.d. leikskóla og grunnskóla) vegna yfirgangs eins trúfélags þar með trúboði eða trúarlegri starf- semi. Vonandi er þessi jákvæða útkoma nú merki um að smám saman sé það að lærast að það er ekki eðlilegt að ríkið reki eitt- hvert útvalið trúfélag, þó að saga þess sé löng með þjóðinni. Rekstur lífsskoðunarfélaga, trúarlegra eða veraldlegra, á í mesta lagi að hafa tengsl við ríkið gegnum sóknar- gjaldakerfið, en því sukki og þeirri mismunun sem þessi málaflokkur hefur einkennst af verður að ljúka. Tökum höndum saman og mótmæl- um Þjóðkirkjufyrirkomulaginu sem svo augljóslega er rangt og á skjön við vilja meirihluta þjóðar- innar. Höfundur er læknir og stjórnar- maður í Siðmennt. Aðskilnaður ríkis og kirkju SVANUR SIGURBJÖRNSSON UMRÆÐAN Steinar Rafn Garð- arsson skrifar um lengdan útkallstíma slökkviliðs Slökkvilið Hveragerð-is hefur um langa hríð sinnt klippu-útköll- um vegna umferðarslysa á Suðurlandsvegi og Hellisheiði ásamt öðrum vegum í Ölfusi. Slökkvilið Hveragerðis er ákaf- lega sterkt á þessu sviði og á mjög öflugan og góðan búnað til þessara starfa, búnað í hæsta gæðaflokki. Slökkvilið Hveragerðis hefur einna mesta þekkingu og reynslu af klippu-störfum af slökkviliðum á Suðurlandi vegna fjölda alvarlegra umferðarslysa á þeirra svæði, auk þess eru slökkviliðsmenn liðsins með mikla reynslu og menntun á þessu sviði. Hefur liðið haft á sér mjög gott orð fyrir fagleg, snögg og góð störf á vettvangi. Suðurlandsvegur er einn fjöl- farnasti og jafnframt einn hættu- legasti vegur landsins. Á síð- ustu árum hefur fjöldi alvarlegra umferðarslysa orðið á vegkaflan- um frá Litlu kaffistofunni að Ing- ólfsfjalli. Á árunum 2007 og 2008 var slökkvilið Hveragerðis kallað út um 24 sinnum með klippur til björgunar á fólki úr bílflökum og voru flest þessara útkalla á þessum hluta Suðurlandsvegar, en af þess- um 24 útköllum voru 5 banaslys. Um síðustu áramót sagði sveit- arfélagið Ölfus upp þjónustusamn- ingi sem sveitarfélagið hafði gert við Hveragerðisbæ um rekst- ur slökkviliðsins, þjónustu sem slökkvilið Hveragerðis hefur séð um í sveitarfélaginu Ölfusi fram til þessa. Sveitarstjórn Ölfuss und- irritaði nú á dögunum samning við Brunavarnir Árnessýslu um að BÁ taki við öllum þeim verkefn- um sem slökkvilið Hveragerðis hefur séð um í sveitarfélaginu Ölf- usi. Nánar tiltekið hefur slökkvilið Hveragerðis séð um öll klippu-störf í Ölfusinu og um allar brunavarnir á því svæði sem nær hefur verið Hveragerði en Þor- lákshöfn. Um næstu áramót taka Brunavarnir Árnessýslu (BÁ) Selfossi við þessari þjónustu og kemur það til með að lengja útkalls- tíma vegna umferðar- slysa á þjóðvegi 1 veru- lega. Svæðið nær allt frá Ingólfsfjalli að Litlu kaffi- stofunni, Þrengslunum og öllum öðrum vegum í Ölfusi. Viðbragðs- tími slökkviliðs Hveragerðis er með því besta sem gerist í hlutastarf- andi slökkviliðum og hefur það í mörgum tilvikum verið á undan bæði lögreglu og sjúkraliði á vett- vang. Kemur útkallstími til með að lengjast verulega og sem dæmi má nefna að þegar þörf verður á að kalla til klippur vegna alvar- legs umferðarslyss á Hellisheiði tekur það slökkvibíl frá BÁ allt að 15 til 20 mínútum lengur að kom- ast á vettvang heldur en slökkvibíl frá Hveragerði. Þetta er tími sem ekki má missa þegar um alvarleg umferðarslys er að ræða og fólk er í bráðri lífshættu því þá skipt- ir hver mínúta miklu máli og getur undirritaður vart til þess hugsað hvaða afleiðingar þessi aukna bið getur haft í för með sér. Undirritaður er starfandi sjúkra- flutningamaður og þekkir því vel hvað lengri bið eftir aðstoð getur þýtt þegar kemur að björg- un mannslífa. Er það von mín, og margra annarra, að yfirstjórn Brunavarna Árnessýslu og sveit- arstjórn Ölfuss taki þessa hluti til skoðunar og láti til hliðar alla samkeppni og hrepparíg og hugsi fyrst og fremst um hag þeirra ein- staklinga sem munu þurfa á þess- ari aðstoð að halda. Tryggjum vegfarendum áfram öruggustu og fljótusu þjónustuna með samningi við slökkvilið Hveragerðis á þeim svæðum sem slökkvilið Hveragerð- is er fljótara á vettvang. ÞAÐ ER LÍFSSPURSMÁL! Höfundur er EMT-I og formaður Brunavarðafélags Hveragerðis. Lífsspursmál STEINAR RAFN GARÐARSSON UMRÆÐAN Ágúst Guðmundsson skrifar um lottó Bretar halda því gjarnan fram að þeirra lotterí sé það árangursríkasta í Evrópu, og ýmislegt bendir til þess að það sé ekki fjarri lagi. Frá upphafi hefur það varið 23 milljörðum punda í „góð málefni“, sem svo kallast, en það reiknast á okkar ótrúlega gengi 4.662 milljarðar íslenskir. Á síðasta ári skiptist féð í stórum dráttum þannig á milli góðu mál- efnanna: Heilbrigðismál, menntun, umhverfis- og góðgerðarmál 50% Íþróttir 16,67% Listir 16,67% Þjóðararfur 16,67% Það sem Íslendingum kann að virðast athyglisvert er að þarna standa listirnar jafnfætis íþrótt- unum. Þjóðararfleifðinni eru gerð sömu skil, enda kostar ekki lítið að halda við höllum og skrúðgörð- um, sem síðan skilar sér að ein- hverju leyti aftur með ferðamanna- straumnum. Á þetta er bent svo að fólki sé ljóst að íslenska fyrirkomulagið, að stærsti hluti lottópeninganna fari í að styrkja íþróttir, telst til undan- tekninga í okkar heimshluta. Víðast hvar eru þessar tekjur einnig not- aðar til að styrkja menningarlífið, bæði innviði þess og einstaka við- burði. Einn kosturinn við lottóið felst í því að unnt er að bregðast við af örlæti þegar mikið liggur við. Þegar stór átaksefni koma upp getur þessi öflugi sjóður komið að verulegu liði. Í Bretlandi má nefna sem dæmi fyr- irhugaða Ólympíuleika, og þar er verið að tala um háar upphæðir. En margvíslegir menningarviðburðir hafa einnig notið góðs af lottóinu, jafnt stórir sem smáir. Vitaskuld er auðvelt að benda á verðug verkefni innan íþrótta hérlendis, en þau er líka að finna í menn- ingunni. Nefna má bóka- stefnuna í Frankfurt, þar sem Ísland verður í heið- urssæti árið 2011, nú eða bara Listahátíð, sem hefur misst umtalsverðan stuðning frá einkageiranum, rétt eins og Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Það er vissu- lega rétt að íþróttirnar hafa misst af stuðningi margra fyrirtækja, en það sama má ekki síður segja um menn- ingarmálin. Um árabil var reiknað með því að einkageirinn sæi um vöxtinn í ýmsum listgreinum, og líklega er þar að finna ástæðu þess að víða stillti ríkisvaldið hækkunum á framlagi sínu í hóf á meðan best áraði. Með hruninu fór botninn úr þessu annars ágæta fyrirkomulagi, rétt eins og það gerði hjá fleiri aðil- um, m.a. íþróttahreyfingunni. Kannski það sé ekki svo ósann- gjarnt að hafa þessa helminga- skiptingu á milli íþrótta og lista, þegar kemur að lottóinu. Það virð- ist gefast vel í Bretlandi. Því ekki líka hér á Íslandi? Öfugt við Íslend- inga eru Bretar ófeimnir að upplýsa í hvað peningarnir fara og nota það stöðugt í auglýsingum fyrir lottóið. Áður en dráttur fer fram eru kynnt málefni sem notið hafa stuðnings, og er þar af ýmsu að taka. Þeir sem unna listum og menningu vita að þeirra hugðarefni njóta góðs af þessari starfsemi ekki síður en þeir sem unna íþróttunum. Og það held ég að efli þessa fjáröflunaraðferð og eigi sinn þátt í vinsældum hennar og velgengni í Bretlandi. Höfundur forseti Bandalags íslenskra listamanna. Fyrirmyndarlottó ÁGÚST GUÐMUNDSSON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.