Fréttablaðið - 16.12.2009, Side 52
44 16. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR
timamot@frettabladid.is
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettab-
ladid.is eða hringja í síma 512 5000.
Rithöfundurinn Huginn Þór Grétars-
son hefur gefið út einar sjö barnabæk-
ur á síðastliðnum tólf mánuðum og er
þótt ótrúlegt sé með yfir hundrað í
vinnslu. „Þetta hlýtur að vera Íslands-
met,“ segir Huginn Þór glaður í bragði
en bækurnar gefur hann út hjá Óðins-
auga sem er hans eigin bókaútgáfa.
Íslensk börn hafa tekið framtaks-
semi Hugins Þórs vel og eru flestar
bækurnar nær uppseldar auk þess sem
þær hafa verið vinsælar á bókasöfn-
um. „Nammigrísinn er samkvæmt út-
lánum vinsælasta barnabókin sem kom
út árið 2008 bæði á bókasöfnum á höf-
uðborgarsvæðinu og á Akureyri,“ segir
Huginn Þór.
Fimm bóka Hugins Þórs komu út
fyrir rétt tæpu ári og tvær fyrir þessi
jól. Í fyrra voru það Nammigrísinn,
Þjófaland, Riddarinn ógurlegi, Græni
loftbelgsstrákurinn og Blómlegt fjöl-
skyldulíf en sögurnar fela allar í sér
sterkan boðskap. „Þjófaland er til að
mynda ádeila á græðgi og efnishyggju
og hvernig sumir hrifsa til sín eins
mikið og þeir geta á meðan aðrir eiga
ekki neitt. Bókin er eins konar spegil-
mynd af Íslandi, græðginni og efnis-
hyggjunni fyrir hrun en er jafnframt
skrifuð með hliðsón af ástandinu í Perú
þar sem mikil þjófahræðsla er viðloð-
andi og veldur fólki hugarangri.
Nýjustu bækur Hugins Þórs heita
Litaleikurinn og Og þau lifðu ham-
ingjusöm allt til æviloka, eða hvað?
„Litaleikurinn er eins konar fjöl-
skylduspil þar sem leikið er með liti
og ýtt undir hugarflug barna en bókin
gengur út á að nefna eins marga hluti
og fólki dettur í hug sem bera ákveð-
inn lit. Og þau lifðu hamingjusöm allt
til æviloka... eða hvað? gerir síðan gys
að sígildum ævintýrum sem enda í ein-
tómum blóma. Í bókinni fáum við að
sjá raunsærri mynd af veruleikanum á
gamansaman hátt en prinsinn gengur í
gegnum sprenghlægilegar hremming-
ar og þó allt fari vel að lokum þá kemst
til skila boðskapurinn um að taka ör-
lögin í sínar hendur og að það skiptist
á skin og skúrir í lífinu.“
Bækur Hugins þórs eru allar ríku-
lega myndskreyttar en hann vinnur
með listamönnum frá löndum þvers og
kruss um heiminn. Einn þeirra er Phil
Nibbelink en hann hefur til að mynda
unnið með Steven Spielberg að Casper-
draugamyndinni frá Disney.
Huginn Þór er með eindæmum af-
kastamikill og er að eigin sögn með
101 bók í vinnslu á ýmsum stigum.
Þær bíða þess ýmist að verða fullunn-
ar, myndskreyttar eða gefnar út. Sög-
urnar hefur Huginn Þór að miklu leyti
skrifað í frítíma sínum og þá meðal
annars á meðan hann var í masters-
námi í viðskiptafræði í Svíþjóð. „Þetta
er í raun áhugamál sem hefur heltek-
ið mig.“
Huginn Þór segir nokkrar nýjar
bækur væntanlegar á næsta ári og
eru tvær þeirra langt komnar í mynd-
vinnslu. Þær fela eins og fyrri bækur
hans í sér ákveðinn boðskap „Ein bókin
er uppeldissaga sem ber á gamansam-
an hátt saman uppeldi ungs stráks í
Evrópu og stráks sem býr í Suður-Am-
eríku og annarri er ætlað að ýta undir
umhverfisvitund barna.“
vera@frettabladid.is
HUGINN ÞÓR GRÉTARSSON: HEFUR GEFIÐ ÚT SJÖ BARNABÆKUR Á EINU ÁRI
Er með yfir 100 bækur í vinnslu
AFKASTAMIKILL Bækur Hugins hafa fengið góðar viðtökur hjá ungu kynslóðinni og eru mikið í útláni á bókasöfnum landsins. Hér er hann með
dóttur sinni Ísabellu Sól. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
MOSAIK
Innilegar þakkir færum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
Attla Arnar Jensen
Strikinu 10, Garðabæ,
sem lést mánudaginn 30. nóvember sl. Þökkum sér-
staklega starfsfólki St. Jósefsspítala fyrir sérlega hlýja
og góða umönnun.
Árni Valur Atlason Eydís Lúðvíksdóttir
Markús Þór Atlason Katrín Yngvadóttir
Jens Pétur Atlason Kristín Sigurbjörnsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Þennan dag árið 1963 var Kópavogskirkja
vígð af Sigurbirni Einarssyni þáverandi bisk-
upi. Kirkjan, sem er í Borgarholti í vesturbæ
Kópavogs, oft nefnt Kirkjuholt af íbúunum,
er elsta kirkja Kópavogs. Grunnur hennar var
helgaður 16. ágúst árið 1958 og hornsteinn
lagður 20. nóvember 1959.
Kirkjan var reist eftir teikningum frá emb-
ætti húsameistara ríkisins sem Hörður
Bjarnason veitti forstöðu á þeim tíma en
Ragnar Emilsson, arkitekt hjá embættinu,
kom ásamt húsameistara mikið að teikn-
ingu hennar.
Bogadregnar línur gera kirkjuna mjög sér-
staka auk þess sem steindir gluggar lista-
konunnar Gerðar Helgadóttur setja á hana
sterkan svip. Kirkjan hefur lengi verið tákn
Kópavogs og er mynd af henni á merki
Kópavogsbæjar.
ÞETTA GERÐIST: 16. DESEMBER ÁRIÐ 1963
Kópavogskirkja vígð
MERKISATBURÐIR
1879 Ingibjörg Einarsdóttir,
kona Jóns Sigurðssonar,
deyr í Kaupmannahöfn
71 árs að aldri, aðeins
níu dögum eftir and-
lát Jóns. Þau voru jarð-
sungin í Reykjavík 4. maí
1880.
1653 Oliver Cromwell gerist
einvaldur á Englandi.
1916 Framsóknarflokkurinn er
stofnaður.
1917 Einn mesti loftþrýsting-
ur hér á landi mælist
í Stykkishólmi, 1054,2
millibör.
1942 Utanþingsstjórn undir
forsæti Björns Þórðar-
sonar tekur við völdum.
1971 Bangladess fær sjálf-
stæði frá Pakistan.
1991 Kasakstan fær sjálfstæði
frá Sovétríkjunum.
LUDWIG VAN BEETHOVEN (1770-
1827) FÆDDIST ÞENNAN DAG.
„Gott skáld er dýrmætasti
gimsteinn þjóðar.“
Beethoven var þýskt tón-
skáld. Hann var í fararbroddi
umskiptatímabils klassíkur
og rómantíkur í tónlistinni.
Meðal þekktra verka hans er
Tunglskinssónatan.
AFMÆLI
LIV
ULLMANN
leikkona
er 71 árs í
dag.
MIRANDA
OTTO
leikkona
er 42 ára í
dag.
BENNY
AND-
ERSON
tónlistar-
maður er
63 ára í
dag.
BENJAMIN
BRATT
leikari er
46 ára í
dag.
Útsendingar bolvísku jólaút-
varpsstöðvarinnar Lífæðar-
innar nást að þessu sinni ekki
einungis í Bolungarvík, heldur
einnig á Ísafirði og um allan
heim í gegnum Netið. Þetta
kemur fram í frétt á fréttavef
Bolvíkinga, Víkari.is.
Þetta er í fjórða sinn sem
Lífæðin sendir út í jólamánuð-
inum. Stefnt er að því að senda
út fjölbreytta dagskrá fram
yfir áramótin. Lífæðin sendir
út á tíðninni FM 92,7 í Bolung-
arvík og FM 101,1 á Ísafirði
auk þess sem heyra má útsend-
ingar stöðvarinnar á Netinu á
slóðinni mms://lifaedin.net-
heimar.com.
Bolvískt jólaútvarp í fjórða sinn
JÓLAÚTVARP Elvar Logi Hannesson
fjallar um menningu og listir á
Lífæðinni.
ÓLAFUR
STÍGS-
SON kn
ttspyrnu-
maður er
34 ára.
EGILL
FRIÐLEIFS-
SON tón-
mennta-
kennari og
kórstjóri er
69 ára.