Fréttablaðið - 16.12.2009, Page 58
50 16. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR
Sopranos verða með jólatónleika í
Hafnarborg í kvöld kl. 20. Tríóið
Sopranos er landsmönnum að góðu
kunnugt en það skipa söngkonurn-
ar Hörn Hrafnsdóttir, Margrét
Grétarsdóttir og Svana Berglind
Karlsdóttir. Á tónleikunum verður
bland af hátíðlegum gullmolum og
léttum og skemmtilegum jólalög-
um í útsetningu Sopranos og Egils
Gunnarssonar og eins og stelpunum
einum er lagið verður ekki langt í
grínið.
Gestasöngvarinn kemur heit-
ur af fjölum íslensku óperunnar
og er stórsöngvarinn Bjarni Thor
Kristinsson sem hefur glatt lands-
menn undanfarið í Ástardrykkn-
um. Hólmfríður Sigurðardóttir mun
fara fimum fingrum um flygilinn
þetta kvöld og Örnólfur Kristjáns-
son strýkur sellóið af sinni alkunnu
snilld.
„Við erum upp að eyrum í söng á
milli þess sem við gerum jólakon-
fektið og sinnum börnum,“ segir
Svana Berglind. „Ég á lítinn sjö
vikna engil sem hlýtur að verða
mikið jólabarn því að hún hlustar
stóreygð á söngæfingar Sopranos
og segir gúú annað slagið. Svo verð-
um við að sjálfsögðu í jólaþorpinu
í Hafnarfirði næstkomandi sunnu-
dag og hlökkum mikið til þess enda
jólin komin þegar þorpið opnar.
Við höfum verið að grínast með
það undanfarið að hér eftir bjóð-
um við bara söngvurum að syngja
með okkur ef þeir eru „búnir að
meika það“. Fyrsti gestasöngvarinn
okkar var Gissur Páll Gissurarson
tenór, þá óþekktur og óskrifað blað
á Íslandi en skaust upp á stjörnu-
himininn stuttu eftir að hann söng
með okkur. Sá næsti í röðinni var
Hrólfur Sæmundsson baritón,
sem er að slá í gegn í Þýskalandi
í vetur og fyrir þessa jólatónleika
okkar var löngu ákveðið að gesta-
söngvarinn yrði Hafnfirðingur-
inn og útvarpsmaðurinn góðkunni
Ásgeir Páll Ásgeirsson sem hefur
verið í útlandinu í söngnámi undan-
farin misseri. Nema hvað að það er
eins og við manninn mælt að þegar
Ásgeir Páll var búinn að melda
sig til okkar þá er honum boðinn
samningur í Þýskalandi og meira
virðist vera í pípunum þessa dag-
ana hjá honum. Svo að Bjarni Thor
er góður fengur því að hann er nú
þegar með yfir 600 óperusýningar
að baki, löngu búinn að slá í gegn
eins og alþjóð veit og er þar að auki
jólasveinalegur með afbrigðum
og yfirmáta skemmtilegur, svo að
þetta verður bara tóm gleði.“
Menningarmálanefnd Hafnar-
fjarðar styrkir tónleikana. - pbb
Sýningin Stjörnur eitt augnablik,
heitir eftir samnefndri myndröð
ljósmyndarans Laurents Friob sem
hann tók á Íslandi, nánar tiltekið
af Goðafossi árið 2008. Nú opnar
Friob sýningu á verkum úr röðinni
á Ljósmyndasafni Reykjavíkur í
Grófarhúsi. Um sýningu og við-
fangsefnið segir Friob: „Ljósmynd-
un er oft skilgreind sem vélræn
eftirmynd raunveruleikans. Ljós-
myndin er bútur sem er tekinn úr
tíma og rúmi, pappírsbrot af óend-
anlegri dýpt. Myndavélin starf-
ar líkt og stundaglas úr ljósi sem
flöktir milli heima. Í ljósmynd-
un eru myndir baðaðar ljósi, ekki
efni. Myndin frystir eitt augnablik
af tímans óendanlega flæði. Það er
eitthvað við myndatöku sem trufl-
ar tímans takt; spenna milli skiln-
ings og skynjunar. Ljósmyndun
er því fyrir mér svipuð og aðrir
gagnslausir en þó ævarandi hlut-
ir. Hún sýnir þörf okkar fyrir eitt-
hvað sem glitrar innra með okkur;
hvernig ljósið ljómar, slokknar,
titrar og springur.“
Laurent Friob er fæddur í Lúx-
emborg, hinni gömlu vinaborg
Íslendinga, en hann býr og starfar
í Brussel. Hann er eðlisfræðingur
og hljóðverkfræðingur að mennt
en hefur ekki formlega listmennt-
un að baki. Laurent hefur tekið
þátt í sýningum víðs vegar og var
til að mynda fulltrúi Lúxemborgar
í European Month of Photography
– ljósmyndahátíðinni árið 2006 og
hafa myndir hans einnig birst í
virtum ljósmyndatímaritum.
Sýningin hefst 17. desember og
er opin virka daga frá 12-19 og frá
13-17 um helgar. Hún verður uppi í
Ljósmyndasafninu til 9. febrúar.
Stjörnur eitt augnablik
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Miðvikudagur 16. desember
2009
➜ Sýningar
Sjöfn Eggertsdóttir hefur opnað sýn-
inguna „Ein heima“ í Menningarmið-
stöðinni Sláturhúsið við Kaupvang á
Egilsstöðum. Opið virka daga kl. 14-22
og um helgar kl. 14-18.
Marta María Jónsdóttir hefur opnað
sýningu á málverkum og teikningum í
Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna við Þver-
holt. Opið mán.-fös. kl. 12-19 og lau. kl.
12-15.
Á veitingastaðnum Horninu við Hafn-
arstræti 15, hefur verið opnuð sýning
á málverkum Önnu Gunnlaugsdóttur.
Opið alla daga kl. 11-24.
➜ Upplestur
12.00 Sigurður Gylfi Magnússon, Jón
Karl Helgason og Oddný Eir Ævarsdóttir
lesa úr bókum sínum í húsnæði Reykja-
víkurAkademíunnar að Hringbraut 121
(4. hæð). Allir velkomnir.
➜ Uppistand
21.00 Iceland Christmas Comedy
Festival, aþjóðleg grínhátíð á ensku og
íslensku stendur yfir til 19. desember. Í
kvöld verður haldin spunakeppni á Café
Cultura við Hverfisgötu 18. Nánari upp-
lýsingar á www.uppistand.is.
➜ Tónleikar
12.10 Sigga Beinteins og Grétar Örvars
flytja jólalög á tónleikum í Guðríðar-
kirkju í Grafarholti en þar verður einnig
haldinn jólamarkaður. Þessir viðburðir
eru í tengslum við hamingju-hádegi
sem kirkjan býður upp á alla miðviku-
daga í vetur. Enginn aðgangseyrir og
allir velkomnir.
20.00 Sópranós tríóið sem er skipað
Hörn Hrafnsdóttur, Margréti Grétars-
dóttur og Svönu Berglindi Karlsdóttur,
verður með jólatónleika í Hafnarborg,
Menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarð-
ar við Strandgötu. Gestasöngvari verður
Bjarni Thor.
20.00 Blásarakvintett Reykjavíkur
og félagar halda tónleika í Fríkirkjunni í
Reykjavík. Á efnisskránni eru verk eftir
m.a. Beethoven, Mozart, Haydn og
Mendelssohn.
20.30 Megas og senuþjófarnir verða
með tónleika í Salnum við Hamraborg
í Kópavogi.
20.30 Útgáfutónleikar Uni fara fram
í Iðnó við Vonarstræti. Húsið verður
opnað kl. 20.
21.00 Bloodgroup, Mammút, Sykur,
Lára og Foreign Monkeys koma fram
á tónleikum á Sódóma Reykjavík við
Tryggvagötu.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is.
LJÓSMYNDIR Ein mynda Friobs á sýn-
ingu hans frá Goðafossi.
MYND LAURENT FRIOB/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR
Sopranos í Hafnarborg
TÓNLIST Tríóið Sopranos í jólabúningnum: Margrét Grétarsdóttir, Svana Berglind
Karlsdóttir og Hörn Hrafnsdóttir. MYND SOPRANOS
Tónlist ★★★★
Easy Music for Difficult People
Kimono
Flottar pælingar
Easy Music for Difficult People er þriðja plata
Kimono ef endurvinnsluplatan með Curver er
undanskilin og fyrsta plata sveitarinnar með
nýju efni síðan hin frábæra Arctic Death Ship kom út árið 2005. Í millitíð-
inni hætti Halldór bassaleikari. Flestar hljómsveitir hefðu lagt ofuráherslu
á að ráða nýjan bassaleikara, en þeir Alex, Gylfi og Kjartan ákváðu að taka
slaginn þrír og sleppa bassanum.
Aðalsmerki Kimono hefur alltaf verið frábært gítarsamspil Alex og Gylfa
og þannig er það enn þá á Easy Music. Það eru níu lög á plötunni og þau
sækja í djúpan brunn rokksögunnar, til dæmis í amerískt jaðarrokk og
breskt post-pönk, en Kimono gerir hlutina á sinn hátt og þó að lögin séu
nokkuð fjölbreytt þá er Kimono-stimpillinn á þeim öllum. Það eru bara góð
lög á Easy Music en maður nær þeim misfljótt. Það sem einkennir tónlist
plötunnar eru flottar pælingar í hljóðfæraleik og útsetningum. Gítararnir
taka upp á einhverju skemmtilegu í öllum lögunum og svo er Kjartan líka
hugmyndaríkur trommuleikari. Einn af skemmtilegustu rokktrommurum
sinnar kynslóðar. Loks er vert að geta textanna sem eru fínir – aðallega í
hversdagspælingadeildinni.
Platan myndar nokkuð þétta heild og eins og áður segir er ekkert slæmt
lag á henni, en mín uppáhaldslög eru Kente, Wire, Vienna og sérstaklega
lokalagið Tomorrow. Það er eitt af þessum lögum sem maður verður að
hækka vel í og spila alla vega þrisvar í röð.
Á heildina er Easy Music fín Kimono-plata og auðveldlega ein af bestu
plötum ársins. Trausti Júlíusson
Niðurstaða: Traust rokkplata sem hefur allt það sem góð Kimono-plata þarf
að hafa – fínar lagasmíðar og flottar pælingar.
Nýtt lag Jóns Þórs Birgissonar,
Boy Lilikoi, af væntanlegri sóló-
plötu hans fær mjög góða dóma
á bandarísku tónlistarsíðunni
Pitchfork, eða 8 af 10 möguleg-
um. Laginu er líkt við tónlist úr
Disney-teiknimyndum á borð við
Konung ljónanna og Litlu haf-
meyjuna þar sem glaðværðin
ræður ríkjum. „Strengjahljóð-
færi, flautur, gítarar, bakgrunns-
raddir, trommur og ýmislegt fleira
byggja fullkomna skýjaborg og
rödd Jónsa kryddar útkomuna.
Hérna er enginn bölmóður til stað-
ar,“ segir gagnrýnandinn og bætir
við að lagið sé mjög upplífgandi.
„Það kemur heldur ekki á óvart að
textarnir eru afar einfaldir á sama
tíma og lagið sjálft er mjög flókið.“
Upplífgandi
skýjaborg
JÓNSI Nýtt lag Jónsa fær mjög góða
dóma á síðunni Pitchfork.
MYND/LILJA BIRGISDÓTTIR
Ráðhús Reykjavíkur
Miðvikudag 16. des. kl. 20:30
Aðgangur ókeypis
Stjórnandi: Stefán S. Stefánsson
Einsöngvari og sérstakur gestur: Diddú
Á árlegum jólatónleikum Stórsveitar
Reykjavíkur verður flutt fjölbreytt dagskrá
skemmtilegrar jólatónlistar í jazzútsetningum,
innlendum og erlendum, nýjum og gömlum.
& STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR
Á JÓLATÓNLEIKUM
Diddú