Fréttablaðið - 16.12.2009, Blaðsíða 78
70 16. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
LÖGIN VIÐ VINNUNA
LÁRÉTT
2. bjálfi, 6. eftir hádegi, 8. tala, 9.
neitun, 11. til, 12. kliður, 14. afhendir,
16. mun, 17. gerast, 18. fiskur, 20.
tveir, 21. krafs.
LÓÐRÉTT
1. snyrtilegur, 3. klaki, 4. fjarlægð, 5.
gestrisni, 7. bleyða, 10. svelgur, 13.
þakbrún, 15. límband, 16. klastur, 19.
kusk.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. fífl, 6. eh, 8. sjö, 9. nei,
11. að, 12. niður, 14. gafst, 16. ku, 17.
ske, 18. áll, 20. ii, 21. klór.
LÓÐRÉTT: 1. penn, 3. ís, 4. fjarski,
5. löð, 7. heigull, 10. iða, 13. ufs, 15.
teip, 16. kák, 19. ló.
„Þegar ég tek mér pásu frá
ritstörfum hlusta ég gjarna á
klassískt dauðarokk, og þá mjög
hátt. Deicide er í sérstöku uppá-
haldi. Svakalega hart og gott
band. Bítlar hinna brjáluðu.
Með svona klikkun á háum styrk
aukast afköst hins vinnandi
manns um 666%. Fólk sem
kann ekki að meta dauðarokk á
samúð mína alla. Hinir helvísku
hljómar eru hámark stuðsins.“
Stefán Máni rithöfundur
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8
1 Álftanes skuldar 6,5 milljarða
króna.
2 Selja á Hegningarhúsið við
Skólavörðustíg.
3 Ólafur Ragnar hefur verið gerður
að heiðursdoktor ríkisháskól-
ans í Ohio.
Páll Ragnar Pálsson, gítarleik-
arinn geðþekki úr Maus, varð
faðir nýverið. Hann eignaðist son
á mánudaginn og heilsast bæði
móður og afkvæmi vel. Páll hefur
verið við nám við tónlistarháskól-
ann í Eistlandi en ef
marka má heimasíðu
hans verða breyt-
ingar á þeim högum
strax á næsta ári því
þá mun hin unga
fjölskylda halda til
Svíþjóðar og
setjast að í
Gautlandi.
Framleiðslufyrirtækið ZikZak á eitt
handrit á hinum eftirsóknarverða
Holllywood-blacklist sem blaða-
maðurinn Frank Leonard hefur
birt á vefsíðu sinni undanfarin ár.
Það er Z for Zacharia
sem Þórir Snær og
félagar hafa verið
að þróa ásamt Páli
Grímssyni. Listinn
samanstendur af
hundrað handritum
sem framleiðend-
ur þar vestra
telja lík-
legt að
verði að
kvikmynd í Hollywood og þeir hafa
hingað til haft nokkuð rétt fyrir sér.
Og meira af skjólstæðingum ZikZak
því óskabarn þjóðarinnar í kvik-
myndagerð, Rúnar Rúnarsson,
heldur áfram að gera það gott.
Og nú eru Danir farnir að gera sig
nokkuð breiða. Stuttmyndin Anna
sem Rúnar gerði innan veggja
danska kvikmyndaháskólans var
nefnilega sýnd á DR 2 á mánu-
dagskvöldinu á nokkuð góðum
tíma, eða fimm mínútur fyrir tíu
um kvöldið. Sagan segir að innan
kvikmyndageirans hér heima bíði
menn spenntir eftir
næstu skrefum Rún-
ars sem gæti verið
kvikmynd í fullri
lengd. - fgg
FRÉTTIR AF FÓLKI
Heimildarmynd Helga Felixson-
ar, Guð blessi Ísland, verður sýnd
í sjónvarpi á öllum Norðurlöndun-
um eftir áramót. Myndin verður
sýnd á RÚV 2. janúar og verður
síðan sýnd með skömmu millibili
á ríkissjónvarpsstöðvum hinna
Norðurlandaþjóðanna. Hinn 12.
janúar verður hún sýnd á hinni
sænsku SVT, 17. janúar verður
hún í finnska sjónvarpinu, daginn
eftir er hún sýnd í danska ríkis-
sjónvarpinu, DR, og loks á TV2 í
Noregi 26. janúar. Að sögn Helga
verður hún sýnd á besta tíma á
öllum þessum stöðvum.
Helgi segir að yfir 44 sjónvarps-
stöðvar um allan heim hafi sýnt
áhuga á að sýna myndina og óskað
eftir nýklipptri útgáfu af henni.
„Síðan verður bara framhaldið að
koma í ljós,“ segir Helgi en Guð
blessi Ísland segir sögu nokkurra
Íslendinga á meðan mestu ham-
farirnar í fjármálalífinu gengu
yfir landið.
Meðal þeirra sem koma fram
í myndinni eru Geir H. Haarde,
fyrrverandi forsætisráðherra,
og athafnamennirnir Jón Ásgeir
Jóhannesson, Bjarni Ármannsson
og Björgólfur Thor.
Helgi segir að myndin hafi
verið sýnd á sama tíma í bæði
Þýskalandi og Frakklandi á NRD
og Arte. Og kusu bæði áhorfendur
og stjórn Arte hana bestu mynd
mánaðarins. - fgg
Guð blessi Ísland fer víða
UM ALLA EVRÓPU Kvikmynd Helga
Felixsonar, Guð blessi Ísland, hefur verið
sýnd í bæði frönsku og þýsku sjónvarpi.
Strax í janúar sýna svo allar sjónvarps-
stöðvarnar á Norðurlöndunum myndina
á besta tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Þjófagengi braust inn á heimili
Arnars Gauta Sverrissonar, fyrr-
um sjónvarpsmanns og fram-
kvæmdastjóra, í Melahvarfi á
mánudag og hafði á brott með sér
mikil verðmæti. Arnar efast ekki
um að innbrotið hafi verið skipu-
lagt í þaula og að þjófarnir hafi
fylgst með húsinu í einhvern tíma.
Hann var ekki tryggður og fær því
tjónið ekki bætt.
Arnar var nýkominn frá trygg-
ingafélaginu þegar Fréttablað-
ið náði tali af honum. „Við vorum
að koma heim úr vinnunni og ætl-
uðum að fara að baka piparkökur
með börnunum þegar það var búið
að taka allt,“ segir Arnar. „Sjón-
varpið, tölvurnar, myndavélar,
allir skartgripir konunnar, og jóla-
gjafir barnanna sem lágu innpakk-
aðar á hillunni voru teknar. Verst
er þó að þeir stálu æsku barnanna
minna því þeir tóku flakkarann
sem var með öllum myndunum
af börnunum okkar,“ segir Arnar
Gauti sem er giftur Aðalbjörgu
Einarsdóttur, en saman eiga þau
Natalíu París, fimm ára, og Kiljan
Gauta, tveggja ára. „Þeir rústuðu
húsið og þetta var mikið áfall fyrir
París. Herbergið hennar var í rúst
og búið var að róta í öllum skúff-
um.“ Arnar segir rannsóknarlög-
regluna hafa komið innan skamms
og tekið fingraför. Sjálfur er hann
ekki í nokkrum vafa um að inn-
brotið hafi verið skipulagt. „Það
var pottþétt búið að fylgjast með
húsinu í svolítinn tíma. Við búum
í endagötu þar sem er ekki mikil
umferð. Þeir hafa verið búnir að
kynna sér aðstæður og finna út
hvað þær ætluðu að gera því vænt-
anlega hafa þeir þurft að bakka bíl
þarna inn. Þeir fóru inn um stór-
an glugga og út um svaladyrnar,“
útskýrir Arnar, en nágrannarn-
ir tóku ekki eftir neinu. „Ég gekk
sjálfur á milli nágranna í gær og
einn þeirra sagði mér að vina-
fólk hans sem býr aðeins lengra
frá hafi verið rænt klukkan tíu að
morgni fyrir skömmu. Það er því
greinilega mikið um innbrot og
menn gera þetta skipulega,“ segir
hann.
Arnar Gauti er ekki tryggður og
fær því tjónið ekki bætt að neinu
leyti. „Við erum nýflutt og vorum
ekki búin að ganga frá trygginga-
málunum. Fjárhagslegt tjón er
samt minna en það tilfinninga-
lega. Ég var með 16.500 mynd-
ir af Parísi og Kiljan inni á tölv-
unni sem við höfðum hugsað um
að prenta út í skömmtum en fórum
aldrei í það svo það er ekki til ein
útprentuð mynd af Kiljan Gauta.
Þetta kennir manni lexíu í þessu
sambandi og að sjálfsögðu á maður
að vera með öryggiskerfi,“ segir
Arnar. „Nú vonast maður bara
til að þetta finnist og að þess-
ir menn verði stoppaðir svo þeir
haldi þessu ekki áfram. Ég vona
allavega að viðkomandi menn eða
aðrir sem komast yfir flakkarann
sjái allavega kærleik sinn í því að
afrita myndirnar og koma þeim til
okkar.“ alma@frettabladid.is
ARNAR GAUTI SVERRISSON: RÆNDUR UM MIÐJAN DAG
STÁLU ÆSKU BARNA MINNA
ÖLLUM MYNDUNUM STOLIÐ Arnar Gauti ásamt eiginkonu sinni, Aðalbjörgu Einars-
dóttur, og börnum þeirra, Natalíu París og Kiljan Gauta. Öllum barnamyndunum
þeirra var stolið í innbrotinu, jólagjöfum og skartgripum. Arnar var ekki tryggður enda
nýfluttur inn og átti eftir að ganga frá tryggingamálunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Heimir Ríkarðsson lögreglufulltrúi í rannsóknardeildinni í Kópavogi segir
málið vera í rannsókn. „Við lítum það mjög alvarlegum augum þegar ráðist
er svona inn til fólks. Það er ekki mikið um þetta, en þetta gerist alltaf
annað slagið. Innbrotum hefur þó fækkað síðastliðna fjóra til fimm mánuð-
ina,“ útskýrir Heimir og segir allan gang vera á því hvort mál af þessu tagi
upplýsist.
„Við skoðum hvort fingraförin eru nothæf og athugum hvort við erum
með upplýsingar um viðkomandi aðila hjá okkur, svo getur komist upp um
þetta í tengslum við önnur mál. Sem betur fer gerist það að við finnum þýfi
sem við samkeyrum þá við upplýsingar sem við höfum og reynum í kjöl-
farið að koma því til eiganda,“ segir Heimir. Þá hvetur hann fólk til að efla
nágrannavörslu og bendir þeim sem kunna að hafa upplýsingar um málið
að hafa samband við Lögreglustjórann í Kópavogi í síma 4441130.
LITIÐ ALVARLEGUM AUGUM
„Það er alls ekki tækjadella sem dreif mig af
stað, síður en svo. Ég er nefnilega lítið hrifinn
af mótórknúnum farartækjum. Ætli þetta sé
ekki fyrst og fremst þessi útivistaráhugi sem
hefur ágerst að undanförnu,“ segir Óskar Jón-
asson kvikmyndaleikstjóri en hann hóf nýver-
ið nýliðaþjálfun hjá Flugbjörgunarsveitinni í
Reykjavík. Óskar er kannski ekki fyrsti maður-
inn sem fólk ímyndar sér í appelsínugula björg-
unargallanum og leikstjórinn viðurkennir að
hann hafi komið sjálfum sér á óvart með þess-
ari ákvörðun. „Vinur minn nefndi þetta bara við
mig með skömmum fyrirvara og ég sló til. Ef
ég hefði fengið einhvern smá umhugsunarfrest
hefði ég sennilega flúið af hólmi,“ segir Óskar.
Útivistaráhuginn sem Óskar nefnir er tiltölu-
lega nývaknaður af löngum dvala. „Ég fór oft
að veiða með pabba þegar ég var lítill en síðan
fjaraði undan þessu þegar maður varð eldri og
fór að hanga á kaffihúsum. Ég vissi samt alltaf
í undirmeðvitundinni að ég ætti eftir að kanna
ótroðnar slóðir,“ segir Óskar sem hefur farið
einu sinni í viku í góðra vina hópi upp á Esju.
„Við förum fyrir vinnu og höfum verið að hitt-
ast um klukkan sex á morgnana, maður er bara
með ennisljós á höfðinu svo maður sjái eitt-
hvað.“
Óskar segir þetta nýliðanámskeið vera mjög
praktískt, nemendurnir læra á áttavita, rötun
og skyndihjálp og eftir áramót verður farið upp
á jökul og sofið í snjóhúsi. Hann segist þó enn
ekki vera farinn að sjá það fyrir sér að fara
upp á fjöll til að bjarga fólki. Ætlar að láta það
nægja að selja jólatré og flugelda í húsi Flug-
björgunarsveitarinnar við Flugvallarveg. - fgg
Óskar Jónasar í Flugbjörgunarsveitina
SELUR JÓLATRÉ OG FLUGELDA Óskar Jónasson sækir
nú nýliðanámskeið Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykja-
vík og mun selja jólatré og flugelda við Flugvallarveg.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki