Fréttablaðið - 18.12.2009, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 18.12.2009, Blaðsíða 36
36 18. desember 2009 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 T rekk í trekk hefur komið í ljós að almenningur ber lítið traust til Alþingis. Það er vitaskuld slæmt en óhætt er að fullyrða að þingmennirnir eigi þar sjálfir sök. Í það minnsta er engin ástæða til að vantreysta starfsfólki þingsins. Ekki er heldur ástæða til að ætla að svarendur í skoðana- könnunum um traust á þinginu móti afstöðu sína eingöngu út frá þeim frumvörpum sem þar eru samþykkt eða felld. Þvert á móti er líklegt að skoðanir almennings á Alþingi mótist fyrst og fremst af framgöngu þingmanna, innan þings og utan. Öfugt við það sem almennt var vonast til að gerðist eftir hrunið er sundrungin í pólitíkinni algjör. Fróðir menn segja að ástandið hafi sjaldan verið verra. Þingmenn grípa fegins hendi hvert tækifæri sem gefst til að reyna að koma höggi hver á annan. Blasi tækifærin ekki við eru þau grafin upp eða hrein- lega búin til. Fyrir vikið eru efnislegar umræður meira eða minna úr sögunni. Undirstaðan í þessari tegund pólitíkur er að búa sér til óvini. Þeir eru skilgreindir að hernaðarlegum hætti og á þá sótt með skipulegum aðferðum. Óvinina má finna víða. Ekki bara í stjórnmálunum heldur líka í fyrirtækjum, hagsmunasamtökum, alþjóðastofnunum og vitaskuld á fjölmiðlum. Margir þingmenn búa yfir miklum hæfileikum í þessum fræðum. Er þá ekki síst að finna í röðum ungra þingmanna sem virðast hafa óþrjótandi baráttuþrek. En þingmenn eru ekki einir um að skapa þetta galna ástand. Atkvæðamiklir borgarar, sem sumir hverjir sátu um árabil á þingi en eru nú ýmist sestir í helgan stein eða gegna öðrum störfum, leggja sitt af mörkum. Hinir sömu hafa engan áhuga á að veita gagnleg ráð til lausnar á vandamálum. Það hentar ekki. En nóg eiga þeir af aur til að ata óvinina. Ef allt væri með felldu myndu fyrrverandi stjórnmálamenn og aðrir sem búa að þekkingu og reynslu sem nýtist við endur- reisn efnahagslífsins og tilheyrandi verkefni ekki opna á sér munninn á opinberum vettvangi nema til að leggja eitthvað gagnlegt til. Ef allt væri með felldu myndu þingmenn temja sér siðlegri vinnubrögð og verja kröftum sínum í umfjöllun um mál en ekki menn. Þeir myndu hætta að búa sér til óvini. En það er ekki allt með felldu. Í einfeldni mætti ætla að það væri á tímum sem þessum sem stjórnmálamenn nytu sín best. Þegar vandinn er mikill og þörf á fagmennsku. Að löngunin til að kljást við erfið úrlausn- arefni hefði drifið þá í framboð. Nóg er jú af mikilvægum verkefnum. Í kosningabaráttunni í vor létu frambjóðendur í það skína að sú væri raunin. Þeir töluðu um vandann og leiðir út úr honum. Lögðu til lausnir. Gagnrýndu hugmyndir annarra með rökum. Enginn sagðist ætla að búa sér til óvini og gera helst ekkert annað í þinginu en að berja á þeim. Ef þingmenn láta sér annt um Alþingi, traust þess og virð- ingu þurfa þeir að endurskoða eigin hug og erindi. Ef þeim er annt um íslenskt samfélag og framtíð þess þurfa þeir að taka af sér boxhanskana. Sérkennileg hegðun á sérkennilegum tímum: Óvinirnir BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON SKRIFAR Segjum að þekktur erlendur banki mundi opna útibú hér á landi og talsverður hluti lands- manna kysi að flytja innistæð- ur sínar til þess banka. Segjum svo að eftir nokkra áratugi færi erlendi bankinn á hausinn og yrði yfirtekinn af heimaríki bankans, þarlendar innistæður tryggðar að fullu en óvíst um peninga íslenskra sparifjáreigenda. Það mikið vafamál hvort slíkar aðgerð- ir myndu mæta miklum skilningi meðal íslenskra stjórnvalda og íslensks almennings. Það að snúa við sjónarhorni er góð leið til að athuga hvort athafn- ir okkar séu góðar í hinum altæka siðferðislega skilningi þess orðs, eða einungis góðar vegna þess að þær henta okkur vel. Mér verður stundum hugsað til dæmisögu sem er sögð í mínu gamla heimalandi um einfeldninginn sem átti að læra um muninn á góðum og illum verkum. „Sjáðu til,“ var sagt við hann. „Illt verk er til dæmis þegar ein- hver kemur og stelur belju af þér.“ Þetta skildi einfeldningurinn. Þegar hann var svo beðinn að gefa dæmi um góðverk þá stóð ekki á svörum: „Góðverk er þegar ég fer og stel belju af einhverjum öðrum.“ Annar mannlegur eiginleiki er að vilja samsama sig öllu því sem vel gengur en afneita því sem illa fer. Að því leyti er íslenskt viðskiptalíf ekki ólíkt íslenska handboltalandsliðinu. Þegar vel gengur eru 300 þúsund manns inni á vellinum en þegar liðið tapar leikjum þá standa öll spjót á leikmönnunum eða jafnvel þjálf- aranum einum saman. Sá hinn síð- asti kennir svo dómgæslunni um ófarirnar. Nú er nákvæmlega það sama uppi á teningnum. Það er fátt í þessum heimi sem ekki má afsaka með því að ein- hver annar, til dæmis yfirmað- urinn, hafi sagt mönnum að gera það. Þeir fáu sem ekki hafa yfir- menn til að vísa ábyrgðinni á geta þá notað hina gullnu afsökunina: Að allir aðrir hafi verið að gera slíkt hið sama. Báðar afsakan- irnar má síðan styðja frekar með því að benda á að einhver annar hefði átt að stöðva mann. Fólk tók of mikil lán til að kaupa of dýr hús og of dýra bíla því einhverjir aðrir hvöttu þá eindregið til þess. Starfsmenn banka gerðu bara eins og þeim var sagt að gera og yfir- menn þeirra sömuleiðis. Eigend- ur bankanna segja að bankarn- ir gerðu bara það sama og aðrir bankar, ef til vill hefðu stjórnvöld átt að stöðva þá. Stjórnvöld telja sig ekki hafa getað stöðvað bank- ana og þau telja sig ekki heldur bera ábyrgð á skuldum þeirra. Að sjálfsögðu telur svo enginn kjós- andi sig bera nokkra ábyrgð á athöfnum þessara stjórnvalda. En kannski er ekki annars að vænta að tilhneigingin til að líta fram hjá eigin mistökum og ábyrgð sé ráðandi þegar leið- togarnir, sem ættu að sýna gott fordæmi, kjósa að afsaka sig í stað þess að biðjast afsökunar. Forset- inn lét nýverið í ljós þá skoðun að útrásarvíkingarnir svokölluðu hafi misnotað traust sitt. Forsetinn var sem sagt plataður til að mæra íslensku útrásina í ræðu og riti og veita helstu þátttakendum hennar opinberar orður. Jafnvel ef þetta væri satt, þá er spurning hvort það að einhver hafi gabbað mann sé löggild afsökun hjá þeim sem er eldri en tíu ára. Hópábyrgð er hugtak sem erfitt er viðureignar. Vitur maður sagði eitt sinn að menn gætu ekki kraf- ist hópábyrgðar af öðrum, en þeir gætu svo sannarlega krafist henn- ar af sjálfum sér. Á sama hátt og menn geta fyllst stolti yfir árangri íþróttaliðs sem þeir styðja ættu menn, kjósi þeir svo, að geta fund- ið fyrir ábyrgð vegna hrakfara þess hóps eða þess samfélags sem þeir tilheyra. En telji menn hóp- ábyrgð hæpið hugtak þá hlýtur hópsakleysi að vera það ekki síður. Þrátt fyrir að InDefence-hópur- inn hafi líklega unnið ágætt verk við að kynna málstað Íslendinga erlendis þá efast ég um að sá boð- skapur sem hópurinn ber á borð sé okkur sjálfum hollastur. Sú skoðun að hrunið hafi orsakast af gallaðri evrópskri löggjöf og aðgerðum breskra stjórnvalda er nefnilega jafnhæpin og hún getur verið þægileg. InExcuse PAWEL BARTOSZEK Í DAG | Hópsakleysi Óráð Viðskiptaráðs UMRÆÐAN Vésteinn Ólason skrifar um Viðskiptaráð Íslands Viðskiptaráð, sem áður hét Verslunarráð, hefur verið ólatt að kveða upp dóma og gefa ráð undanfarin ár og ára- tugi. Ráðin eru venjulega sett fram sem staðhæfingar úr stóli þeirra sem vita betur en aðrir. Hvernig hafa ráðin þá gefist? Ég man ekki betur en að síðasta áratug- inn að minnsta kosti hafi flest ráðin verið á einn veg: lækka skatta á fyrirtækjum og auðmönnum, spara óþægindi og kostnað af opinberu eftirliti með atvinnulífinu, og síðast en ekki síst að skera niður ríkisútgjöld. Óhætt er að fullyrða að áhrifavald þessa „ó-ráðs“ hafi átt sinn drjúga þátt í því að allt fór hér í kaldakol fyrir ári síðan, enda talaði ráðið meðal annars í umboði þeirra sem fengu heimild- ir til að leika sér með fjöregg þjóðarinnar og glöt- uðu því. Nú er Viðskiptaráð auðvitað líka fulltrúi heiðarlegra manna, og furðulegt er að það skuli ekki hafa með nokkrum hætti endurskoðað þá hug- myndafræði sem bar glötunina í sér. Ekki er hægt að sjá neina iðrun eða umbreytingu hjá þessu yfir- lýsingaglaða ráði, sem hlýtur þó að vera rúið trausti almennings, hversu „vel ígrundaðar og rökfastar“ sem skýrslur þeirra kunna að vera, svo að vitn- að sé í leiðara Fréttablaðsins 17. desember síðast- liðinn. Það er sama hvað mikið og vel er reiknað ef grundvöllurinn er vitleysa. Ekki kemur á óvart að Viðskiptaráð sé andvígt því að breyta óréttlátu skattkerfi. Það vill heldur hækka álögur á allan almenning en hækka skatt á auðmönnum. Rökin eru gamalkunn: Það má ekki fæla hina ríku burt með álögum. Hefðu skattar fælt héðan burt einhverja af þeim kaupahéðnum sem á liðnum árum skuldsettu sig og þjóðina sem mest og eyðilögðu orðstír Íslands erlendis, hefði það verið bættur skaðinn. Hitt er svo annað mál að grunnfor- sendunni um hegðun manna gagnvart skattlagningu er endalaust slegið fram eins og trúarsetningu, og er hún þó áreiðanlega vitlaus alhæfing. Ekki skal ég andmæla því að mikilvægt sé að gæta aðhalds í ríkisrekstri, en Viðskiptaráð er samt við sig. Það segir að vísu ekki upphátt að íslensk tunga og menning skuli lögð niður í sparnaðarskyni, en vill samt brjóta niður eitt helsta vígið með því að selja Ríkisútvarpið. Í því og fleiru eru viðskipta- ráðsmenn trúir frjálshyggjukenningunni um að þjóð megi ekki eiga neitt saman. Allt verði að vera einkarekið. Það hefur vonandi runnið upp fyrir ein- hverjum sem áður voru veikir fyrir frjálshyggju- boðskapnum hve skaðleg þessi kenning er. Viðskiptaráð hefur hingað til verið heldur hlynnt eignarréttinum, en nú bregður svo við að það legg- ur til stórfelldara eignarnám en áður hefur þekkst. Lífeyrissjóðir eru hluti af umsömdum kjörum launafólks, eign þess. En af því að sú eign dreifist á marga, sem ekki eiga annað sparifé, telja kaupa- héðnarnir óhætt að taka það til handargagns frekar en þeir þurfi sjálfir að leggja sinn eðlilega hlut af mörkum til að reisa við það sem þeir hafa rústað. Ekki mun mælt með því að eigendur verði spurðir leyfis. Höfundur er prófessor. VÉSTEINN ÓLASON VIÐ FELLSMÚLA, 108 REYKJAVÍK - SÍMI: 585 2888 Opið: Mán. til fös. kl. 9 - 18 Laugard. kl. 10 - 16 Sunnud. kl. 12 - 16 JÓLASERÍUR 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM JÓLASERÍUM Ómennskan Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneyt- inu, hefur krafist þess að rannsókn á meintum innherjaviðskiptum hans með hlutabréf í Landsbankanum verði hætt. Krafa hans var tekin fyrir í héraðsdómi á þriðjudag. Þar flutti Karl Axelsson, verjandi Baldurs, mikla eldræðu um „ómennsku“ þá er veður uppi í samfélag- inu og „heimtar blóð hefnd, vegna þess sem gerðist í fyrra“. Í slíku ástandi, bætti hann við, reyni á dómstóla sem þurfa að verja réttarríkið. Baldur hinn hvíti Það er rétt hjá Karli að nú þarf réttar- ríkið að standa sig. Það gerir það til dæmis með því að sækja þá til saka sem rökstuddur grunur leikur á um að hafi gerst brotlegir við lög. Eins og Baldur, umbjóðandi Karls. Það er nefnilega líka eitt af hlutverkum réttarkerfisins og kemur hefnd og blóðsúthellingum ekkert við. Engin pólitík Stjórn VR lýsti van- trausti á hendur Bjarka Stein- grímssyni, vara- formanni VR, á dögunum og vísaði honum þar með úr stjórninni. Ástæðan fyrir vantraustsyfirlýsingunni var ræða sem Bjarki hélt á Austurvelli fyrr í mánuð- inum, þar sem meirihluta stjórnar- innar fannst ómaklega að sér vegið. „Hann sakaði félagið og verkalýðs- hreyfinguna alla um að ganga erinda stjórnmálaflokka og vinna vísvitandi gegn hagsmunum félagsmanna“, stóð í tilkynningu frá stjórninni. Það gengur auðvitað ekki. Nú hefur verið kosinn varaformaður í stað Bjarka, Ásta Rut Jónasdóttir, varaþingmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Það er auðvitað til þess fallið að eyða grunsemdum um að félagið gangi erinda stjórnmálaflokka. bergsteinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.