Fréttablaðið - 18.12.2009, Blaðsíða 48
18. desember 2009 FÖSTUDAGUR4
“teg. Splendour - glæsilegur
push up fyrir þær myndarlegu í
D,DD,E,F,FF skálum á kr. 6.885,-”
“teg. Brillant - mjög fallegur í
BCD skálum á kr. 6.475,-”
Lau 19.des kl. 10–18
Þorláksmessa kl. 10–20
Gæðahandklæði
á góðu verði
Stærð Verð
30x30 490 kr
35x50 790 kr
70x140 2.490 kr
STÚDENTASTJARNA
„Þetta er fyrirlestur sem ég
flyt árlega. Ég mun taka
fyrir alþjóðlegan bak-
grunn jólasveina á Íslandi,
ættingja jólasveinanna á
Norðurlöndum sérstaklega
og líka í þýskumælandi
löndum þar sem óvættir
eru á kreiki á jólatíma-
bilinu, náttúruvætt-
ir og draugar,“ segir
Terry Gunnell, próf-
essor í þjóðfræði við
Háskóla Íslands.
Í fréttatilkynn-
ingu um fyrir-
lesturinn segir
meðal annars
að í nútíman-
um séu jólin
sérstaklega
tengd fæðingu
Krists en eigi
sér þó æva-
fornar rætur.
Í fyrirlestri
sínum sei l ist
Terry aftur til goða
og norrænnar trúar
og skoðar jólin í forn-
sögum og þjóðsögum.
Terry mun fjalla um
hina tröllslegu Grýlu
og hina hrekkjóttu
íslensku jólasveina.
„Ég ætla líka að
tengja það þessari
útbreiddu hefð þar sem menn
klæða sig upp í dýrabúninga
og fara á milli húsa og fá
kjöt og eitthvað að drekka.
Frekar en að gefa gjafir
var eitthvað tekið, þetta
sjáum við í nöfnum jóla-
sveinanna,“ segir Terry
og bætir við að hann muni
einnig taka fyrir ættingja
Grýlu á Írlandi og á Norður-
löndunum og í þýskumæl-
andi löndum.
Fyrirlesturinn,
sem verður einhvers
konar blanda af
fyrir lestri og sagna-
skemmtun, er í boði
The English-Speak-
ing Union sem eru
alþjóðleg góðgerða-
samtök sem stofnuð
voru 1918. Hlutverk samtakanna
er að styrkja alþjóðlegan skiln-
ing og vináttu með notkun enskr-
ar tungu.
„Í lokin ræðum við aðeins um
mat og jólasiði yfir höfuð á Íslandi.
Aðgangur er ókeypis og allir eru
velkomnir,“ segir Terry og hvet-
ur íslenska lesendur Fréttablaðs-
ins til að láta erlenda vini sína vita
af fyrirlestrinum. Fyrirlesturinn
er sem fyrr segir í fyrirlestra-
sal Þjóðminjasafnsins, klukk-
an 13.
niels@frettabladid.is
Grýla og synir eiga
ættingja um allan heim
Terry Gunnell mun halda erindi í boði The English-Speaking Union um íslenska jólasiði í aldanna rás í
fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands á morgun fyrir áhugasama útlendinga og Íslendinga.
Dr. Terry Gunnell flytur fyrirlestur á ensku um íslenska jólasiði í Þjóðminjasafninu á morgun klukkan 13.
Terry Gunnell mun fjalla um
íslensku jólasveinana og ætt-
ingja þeirra um allan heim.
MYND/ÞJÓÐMINJASAFNIÐ