Fréttablaðið - 18.12.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 18.12.2009, Blaðsíða 6
6 18. desember 2009 FÖSTUDAGUR Lækjargata 2a sími 511-5001 opið alla daga frá 9.00 - 22.00 Helgar tilboð 12.995 9.995 LAROUSSE GASTRONOMIQUE Ný útgáfa FLÓTTAMENN Íraski flóttamaðurinn Nour Al-din Al-Azzawi snýr aftur til Íslands á ellefta tímanum í kvöld eftir tveggja mánaða dvöl í Grikklandi. Hann var sem kunn- ugt er sendur þangað á grundvelli Dyflinnarsam- komulagsins, við mótmæli Rauða krossins og ýmissa einstaklinga. Strax og Nour kom til Grikklands byrjuðu vinir hans á Íslandi að safna fyrir uppihaldi hans og hugsan- legri heimkomu. Helena Stefáns- dóttir leikstjóri stofnaði fyrir hann reikning og söfnuðust hátt í fjögur hundruð þúsund krónur. Hún getur því borgað flugið til landsins. Á Grikklandi féll Nour frá umsókn sinni um pólitískt hæli, sem er mjög erfitt að fá, og bað þess í stað um að fá atvinnu- og dvalarleyfi á Íslandi. „Hann fær að vera hér á meðan á grundvelli þess hvað hann er ungur [fæddur 1990] og þar sem hann er búinn að mynda tengsl hér á landi. Hann á hér kærustu og er með vinnu,“ segir Helena Stefánsdóttir. Nour sjálfur segist feginn að fá að koma til Íslands, ekki sem hælis- leitandi heldur sem frjáls maður. Hann hafi farið til margra Evrópu- landa, en á Íslandi vilji hann vera. Hér sé hans heimili, atvinna og vinir. Spurður um dvölina í Grikk- landi segir Nour: „Nei, ég hef ekki verið í flótta- mannabúðum. Fyrstu nóttina stungu þeir mér í fangelsi á flug- vellinum og töluðu við mig í fimm mínútur daginn eftir. Ég sagði þeim að ég vildi ekki vera hælis- leitandi í Grikklandi. Þeir létu mig þá skrifa undir eitthvað á grísku og sögðu mér að ég væri frjáls. Síðan hef ég verið á götunni, og svaf til dæmis í kirkju í nótt.“ Kristrún Kristinsdóttir, skrif- stofustjóri í dóms- og mann- réttindaráðuneytinu, segir máli Nours lokið hjá ráðuneytinu og hann sé nú alfarið á vegum Útlendingastofnunar. „Ráðuneytið kemur ekkert að þessari ákvörðun, enda er það kærustig í slíkum málum og skiptir það sér ekki af þeim, til að viðhalda hlutleysi sínu,“ segir hún. Ekki sé því hægt að tala um stefnubreyt- ingu í málefnum flóttamanna, í það minnsta ekki hjá ráðuneytinu. Rósa Dögg Flosadóttir, settur forstjóri Útlendingastofnunar, neit- ar því einnig að um stefnubreyt- ingu sé að ræða, að því leyt- inu til að Nour fái að dvelja hér á meðan umsóknin er til umsagnar. „Þetta kemur alloft fyrir. Það er heimild í lögum til þess að víkja frá megin- reglunni um að umsækj- andinn skuli dveljast erlend- is á meðan umsókn hans er til skoðunar. Það var óskað eftir undanþágu frá þessu og á þá ósk var fallist,“ segir hún. klemens@ frettabladid.is Nour kemur aftur til landsins í kvöld Hælisleitandinn Nour frá Írak fær að dvelja hér á meðan umsókn um atvinnu- og dvalarleyfi er skoðuð. Vinir á Íslandi greiða ferðakostnaðinn. Hefur verið á götunni í Aþenu og svaf í kirkju í nótt. Ekki breytt um stefnu í ráðuneytinu. RÓSA DÖGG FLOSADÓTTIR HELENA STEFÁNSDÓTTIR Hátt í fjögur hundruð þúsund kríonur söfnuðust til styrktar Nour á reikning sem Helena stofnaði. Fyrir það fé var hægt að kaupa fyrir hann farseðil. NOUR AL-DIN-AZZ- AWI Íraski flóttamað- urinn fór út með íslenskar krónur einungis og þurfti því að lifa spart í Aþenu. Hann hefur fengið að sofa í kirkju einni síðustu daga. MYND/VÍKURFRÉTTIR LÖGREGLUMÁL Fullvíst er talið að karlmaður, sem um það bil tíu þús- und evrum var rænt af í Súðarvogi síðastliðið þriðjudagskvöld, hafi verið leiddur í gildru. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins hafði maðurinn, sem er rétt rúmlega tvítugur, boðið evru- sjóðinn til sölu á netinu og feng- ið viðbrögð þar. Síðan var hringt í hann úr leyninúmeri. Hringjand- inn kvaðst vera tilbúinn að kaupa evrurnar af honum ásamt öðrum manni. Mælti hann sér mót við manninn í Súðarvogi um tíuleytið um kvöldið til að gera viðskiptin. Þegar maðurinn mætti á staðinn hitti hann fyrir tvo grímuklædda menn. Þeir heimtuðu af honum evrurnar og sögðu honum að hann skyldi hafa verra af ef hann afhenti þær ekki mótþróa- laust. Maðurinn taldi sig ekki eiga nema einn kost í stöðunni og lét hann því ræningjana hafa sjóð- inn, sem nemur tveimur milljón- um íslenskra króna. Þeir hurfu á braut að því loknu. Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu fer með rannsókn máls- ins. Meðal annars er mannanna tveggja leitað, en þar sem evrueig- andinn þekkti hvorki haus né sporð á þeim og þeir voru grímuklæddir liggur ekki fyrir lýsing á þeim. - jss Lögregla leitar enn tveggja grímuklæddra ræningja úr Súðarvogi: Evrumaður var leiddur í gildru EVRUSJÓÐUR Maðurinn var rændur evrum, sem námu um tveimur milljón- um að verðmæti. DÓMSMÁL Eugenio Daudo Silva Chipa hefur verið dæmdur í Hæstarétti í fjögurra ára og sex mánaða fangelsi fyrir hrottalega nauðgun. Að auki var honum gert að greiða fórnarlambinu 1,8 milljónir króna. Maðurinn réðst á konuna í húsasundi í iðnaðar- hverfi og hafði samræði við hana með því að beita hana ofbeldi. Hann notfærði sér að hún gat ekki spornað við samræðinu sökum ölvunar. Við atlög- una hlaut konan fjölmarga áverka á líkama og höfði. Framburður mannsins var að mati dómsins ótrú- verðugur um tiltekin atriði málsins, en framburð- ur konunnar þótti hins vegar hafa verið trúverðug- ur, að því leyti sem hún mundi atvik. Rannsókn á áfengismagni í blóði hennar sýndi að hún hefði verið undir miklum áhrifum áfengis. Loks gaf framburður vitna sem afskipti höfðu af konunni um morguninn eftir athæfi mannsins og framburður sálfræðings til kynna að eitthvað mjög alvarlegt hefði komið fyrir hana þennan morgun. Þá var talið fullvíst af hinum miklu líkamlegu áverk- um sem konan bar eftir atburðinn að maðurinn hefði þurft að yfirvinna líkamlega mótspyrnu til að hafa samræði við hana. - jss Hæstiréttur staðfestir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur: Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir hrottalega nauðgun HÆSTIRÉTTUR Staðfesti dóm héraðsdóms. DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur dæmt karlmann í fjögurra mán- aða fangelsi fyrir vörslu og með- ferð á rúmlega kílói af marijúana í félagi við tvo aðra menn. Hann hafði farið ásamt sam- verkamönnum sínum á ákveðinn stað í Kópavogi til að taka á móti sendingu frá Póllandi. Pakinn sem þeir tóku á móti innihélt hins vegar aðeins matvæli og lögleg efni þar sem lögregla hafði skipt fíkniefnunum út án vitneskju þeirra. Maðurinn á þó nokkurn brota- feril að baki samkvæmt skrá Interpol, en hafði ekki áður kom- ist í kast við lögin hér á landi. - jss Fjögurra mánaða fangelsi: Með kíló af maríjúana Auglýsingasími – Mest lesið Á ríkið að fara í skaðabótamál við einstaklinga vegna banka- hrunsins? Já 95,1% Nei 4,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Er hægt að ráða við fjárþörf þjóðarbúsins án þess að breyta skattkerfinu? Segðu skoðun þína á Vísi.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.