Fréttablaðið - 18.12.2009, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 18.12.2009, Blaðsíða 38
38 18. desember 2009 FÖSTUDAGUR 1.990kr.Verð frá Boltar HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 UMRÆÐAN Stefán Jón Hafstein skrifar um skýrslu rannsóknarnefndar um bankahrunið Verstu fréttir sem nokk-ur nefnd getur fært þjóð sinni.“ (Páll Hreinsson, for- maður rannsókarnefndar um Hrunið). Við vitum orðið svo margt um Hrunið – og það er skelfilegt. Rannsóknarnefndin sem Alþingi skipaði mun væntanlega kort- leggja og tímasetja mínútu fyrir mínútu hvernig rangar ákvarð- anir og vanhæfni á öllum stig- um leiddu þessa litlu þjóð fram af hengiflugi. Engin ástæða er til að óttast kattarþvott því alltof marg- ir vita alltof margt nú þegar. Séu tíðindin jafn vond og formaður nefndarinnar hefur varað við þarf ríkisstjórn og Alþingi að gera við- bragðsáætlun. Rík ástæða er til að vara afleiðingum af því að hefð- bundin íslensk „umræðuhefð“ stjórni uppgjörinu. Smjörklípu- meistarar eru tilbúnir, fjölmiðlar veikburða, bloggheimar óáreið- anlegir og þúsund og ein ræða um ICESAVE á Alþingi bendir ekki til að sá fundarsalur nægi. Gæta verður þess að þeir sem hafa hagsmuni af því að draga úr fólki mátt, svipta trú á framtíð Íslands og fæla það frá þátttöku í mótun Nýja Íslands nái ekki að eyðileggja þetta tækifæri til heið- arlegs uppgjörs með því að steypa öllu í rugl. Umræðuvaldið til fólksins Meginkjarni málsins er þessi: Þótt formlega skili nefndin skýrslu sinni til Alþingis, þá á þjóðin þessa skýrslu. Hún er til þjóðar- innar. Alþingi, sem ber hluta sak- arinnar, þarf auðvitað að fara með hana í skipulegan farveg og níu manna nefnd allra flokka sýnist í lagi. Forseti þingsins hefur gert grein fyrir þessari hlið málsins með skýrum hætti. En Alþingi verður að skilja að þjóðin er ekki áhorfandi að uppgjörinu. Við- bragðsáætlun í þá átt sem hér er lýst gæti gagnast: 1) Skýrslan í heild er birt á Net- inu samtímis því að hún er afhent Alþingi. Nefndin birtir líka, sam- tímis, vandaða samantekt um meginniðurstöður sem hvaða meðalmaður getur lesið á hálf- tíma. Prentuð útgáfa skýrslu og samantektar liggi fyrir á öllum bókasöfnum – strax. Sama dag sýna sjónvarps- stöðvarnar ítarlega heim- ildarmynd um niðurstöðu skýrslunnar, sem unnin er fyrirfram. Þetta er gert til að almenningur sé á sama rásmarki og spunakerlingar og leið- arasmiðir. 2) Rannsóknarnefnd- in heldur í kjölfarið opna fundi í 2-4 helstu þéttbýlisstöðum þar sem almenningi gefst kostur á að spyrja beint og milliliðalaust um efni og tilurð skýrslunnar. Frá þessum fundum er auðvitað útvarpað og sjónvarpað. Boðið er upp á símatíma í útvarpi til upp- lýsingar. Þessir fundir eru vand- lega skipulagðir og stýrt af festu. Byrjað í Háskólabíói. Þetta mun gera mikið til að auka trúverð- ugleika nefndarmanna og færa umræðuna á jafn vitrænt plan og skýrslan gefur tilefni til. 3) Heimasíða skýrslunnar er þannig gerð að almenningur getur kynnt sér samantektina og skýrsl- una í heild, og komið á framfæri athugasemdum og ábendingum undir nafni, þannig að aðrir geti skoðað og tekið afstöðu til. Þannig verður til „þjóðfundur“ á Netinu. Nauðsynlegt er að málsgrein- ar skýrslunnar séu tölusettar og hægt að setja inn athugasemdir við hvern tölulið. Á stuttum tíma mun koma í ljós hvort skýrslan fullnægir kröfum að bestu manna yfirsýn, ekki bara þeirra sem nú hafa drögin undir höndum til að gera athugasemdir við. 4) Hugsanlega skilar nefndin fyrst lokadrögum (ekki fullnað- arskýrslu) sem birt eru Alþingi og almenningi samtímis; nefnd- in kallar eftir athugasemdum. Búast má við að í meira en 1000 bls. skýrslu séu einhverjar yfir- sjónir og villur sem auðvelt er að leiðrétta. Þá má líka reikna með að áður óþekktar heimildir komi fram um einstök mál; a.m.k. er rétt að gefa því tækifæri. Þetta er leið til að komast hjá því að smjörklípur taki völdin í umræð- unni strax á fyrstu dögum. Að loknu upplýsinga- og umræðuferli ákveður nefndin hvort ástæða sé til að hagga ein- hverju í skýrslunni, ef ekki, stend- ur hún sem lokaplagg. 5) Allt undirliggjandi efni er birt, nema sérstakar ástæður varni því, svo sem ríkisleyndar- mál eða viðkvæm einkamál. Alþingi mun eftir sem áður ákveða formlega málsmeðferð. Ekki verður stofnaður alþýðu- dómstóll. Með einhverri aðferð í líkingu við þá sem hér er lýst er bæði upplýsingin og umræðu- valdið færð út til þjóðarinnar. Þar með verður skýrslan hugsanlega sá hreinsunareldur sem þörf er á. Loksins vottaði fyrir því sem hægt er að kalla Nýja Ísland. Þjóðin á skýrsluna UMRÆÐAN Ásgrímur Sverrisson skrifar um niðurskurð til kvikmyndagerðar Fleira er líkt með Íslandi og Írlandi en nöfnin. Bæði lönd- in styðja t.d. kvikmyndagerð með opinberu fé. Bæði löndin fengu rækilega að kenna á því við banka- hrunið í fyrra og þurfa að skera verulega niður í opinberri þjónustu. Á Íslandi var gert ráð fyrir 34% niður- skurði á fé til kvikmyndagerðar í fjárlaga- frumvarpi. Á Írlandi lagði sérstök nefnd til í sumar að Írski kvikmyndasjóðurinn yrði lagður niður. Galnar hugmyndir báðar, en kannski skiljanlegar þegar menn eru í heljargreip- um örvæntingar gagnvart þrítugum hamr- inum. Yfirleitt endar það þó með því að menn skríða upp úr holunni og taka sig saman í andlitinu. En ólíkt hafast menn að Á Írlandi ákváðu þeir á dögunum að loka ekki Írska kvikmyndasjóðnum. Í staðinn var ákveðið að skera framlög til hans niður um 5%, ögn minna en 6% meðaltals niðurskurður til listgreina. Þeir eru sem sagt komn- ir upp úr holunni. Þeir munu hafa komist að þessari niður- stöðu vegna hins menningarlega, sjálfsmyndarlega, ímyndarlega og efnahagslega gildis kvikmynda fyrir Írland. Menningarmálaráð- herrann Martin Cullen hafði sér- staka forgöngu um að berja þetta í gegn og lagði hann sérstaka áherslu á mikilvægi menningar og skapandi starfa fyrir landið á alþjóð- legum vettvangi. Á Íslandi lagði Fjárlaganefnd Alþingis hins vegar til á dögunum að draga lítils- háttar úr niðurskurðinum; frá 34% í 23%. Hér eru menn sem sagt enn þá í holunni. Þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fram tók Katrín Jakobsdóttir menningarmála- ráðherra skýrt fram í viðtali við Frétta- blaðið að þarna sé ekki verið að horfa til listgreinarinnar sem slíkrar og að hún skildi vel áhyggjur kvikmyndagerðar- manna. Jafnframt sagðist hún reikna með að menn myndu horfa til þess að íslensk kvikmyndagerð taki ekki bara við pen- ingum heldur skili líka tekjum aftur í ríkiskassann. Ekkert hefur enn komið fram um að hún meini stakt orð. Niðurskurður til annarra listgreina er að meðaltali um 4%. Engin fer yfir 6%. Nema kvikmyndagerð. Gerð er tillaga um sexfalt hærri niðurskurð af dýnamískri listgrein sem skilar ríkissjóði meiri tekjum en nemur framlögum. Þetta er hugsað sem sárabót frá upphaflegri til- lögu sem kvað á um rúmlega áttfalt hærri niðurskurð. Hvers vegna? Það er ekki svo að kvikmyndagerðar- menn skilji ekki að skera þarf niður. Þeir skilja bara ekki hvers vegna stjórnvöld leggja sig sérstaklega fram um að skera aðeins þessa tilteknu listgrein niður við trog. Eins og Bandalag íslenskra listamanna og hagsmunasamtök kvikmyndagerðar- manna hafa rækilega bent á, er niðurskurður af þessari stærðargráðu glapræði. Fjöldi starfa glatast, erlend fjárfesting fer forgörðum, tekjur ríkisins minnka en útgjöld aukast. Norsk stjórnvöld hafa tilkynnt að fram- lög til kvikmyndagerðar verði aukin um 8% á næsta ári. Var þegar vel í lagt hjá Norðmönnum, en engu að síður er þetta mesta hækkun í einu lagi á framlögum til kvikmyndagerðar þar í landi. Í þessu samhengi má benda á að samkvæmt sam- komulagi menntamálaráðuneytis og aðila kvikmyndagerðar frá 2006 stóð til að auka framlög árið 2010 um 13%. Kvik- myndagerðarmenn hafa byggt upp starf- semi sína á undanförnum árum miðað við þetta samkomulag. Heildarniðurskurður 2010 miðað við samkomulagið og núver- andi niðurskurðartillögu, nemur því um 36%. Raunlækkun er svo enn meiri. Verkin tala. Þessar tillögur, sem að sjálfsögðu eiga uppruna sinn í ráðuneyt- inu þrátt fyrir að ætla megi annað af mál- flutningi ráðherrans, sýna hvar áhersl- urnar liggja. Ráðherrann kýs að skera margfalt niður framlög til kvikmynda- gerðar miðað við aðrar listgreinar. Nái þetta fram að ganga verður hinu mikla uppbyggingarstarfi áratugarins í kvik- mynda- og sjónvarpsmyndagerð rústað, um leið og tekjur ríkissjóðs minnka enn frekar. Verður þetta arfleifð menningarmála- ráðherrans? Höfundur er kvikmyndagerðarmaður og ritstjóri Iceland Cinema Now. Ólíkt hafast menn að ÁSGRÍMUR SVERRISSON STEFÁN JÓN HAFSTEIN Allt undirliggjandi efni er birt, nema sérstakar ástæður varni því, svo sem ríkisleyndarmál eða viðkvæm einkamál. UMRÆÐAN Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar um bæjarmál í Kópavogi Enn sem fyrr eru sjálf-stæðismenn í Kópavogi við sama heygarðshornið í málgagni sínu Vogum sem kom út í vikunni. Í nafn- lausum pistli aftarlega í blaðinu er því haldið fram að undirrituð vilji leggja niður Kópavog. Vísað er í grein sem ég ritaði í blað Samfylk- ingarinnar, Kópavog, fyrr í mánuð- inum en þar ræddi ég um samein- ingu sveitarfélaga. Á þeim tímum sem við stöndum nú frammi fyrir, og ber ekki síst að „þakka“ Sjálfstæðisflokknum fyrir, þarf að leita allra leiða til að draga úr kostnaði og helst er um það rætt að það verði gert á þann hátt að ekki verði dregið úr vel- ferðarþjónustu og stuðningi við þá sem minnst mega sín. Margar til- lögur hafa komið fram og í grein minni tæpi ég á einni, þ.e. samein- ingu sveitarfélaga. Umræðan um sameiningu sveitarfélaga er ekki ný af nálinni en hefur á síðustu árum fengið byr í seglin, ekki síst vegna aukinna verkefna sem flust hafa frá ríki til sveitarfélaga og þeirra verkefna sem væntanleg eru. Einhverra hluta vegna hefur kast- ljósinu helst verið beint út á landsbyggðina en ekki til þeirra sveitarfélaga sem eru hér á höfuðborg- arsvæðinu. Í grein minni í Kópavogi velti ég því fyrir mér af hverju ekki sé horft til höfuðborg- arsvæðisins. Eftir að hafa nefnt nær öll sveitarfélögin á svæðinu spyr ég hvaða rök hnígi að því að „Kópavogur sé sérstakt sveitarfé- lag, með alla þá yfirstjórn, nefnd- ir og ráð sem kosta íbúa sveitar- félagsins umtalsverðan hluta af skatttekjunum?“ Vogar, blað Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, kýs að snúa út úr þess- um orðum mínum og fara rangt með. Þetta gerir hinn nafnlausi blaðamaður Voga að því er virðist til þess eins að gera lítið úr mér. Nafnleysið er undarlegt í ljósi þess að sá háttur hefur undanfarið verið harðlega gagnrýndur af sjálfstæð- ismönnum. Ég tek þetta þó ekki nærri mér, en mér finnst miður að ekki sé hægt að ræða þessi mál af alvöru. Viðhorf sjálfstæðismanna í Kópavogi, sem speglast í litlu frétt- inni í Vogum, sýnir svo ekki verði um villst að þeir eru fastir í fortíð- inni. Þeir þora ekki að horfa fram á veginn, lausn þeirra að efna- hagsvandanum virðist felast í því að þeirra fólk, þeir sömu og settu Ísland á hausinn, haldi sínum hlut óskertum. Niðurskurður og hag- ræðing er ákjósanleg, nema þegar hætta er á að þeir sjálfir gætu misst spón úr aski sínum. Undirrituð er tilbúin til að ræða á málefnalegan hátt um samein- ingu sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu, þar sem bærinn minn, Kópavogur, verður ekki undanskil- inn að neinu leyti. Með sameiningu sveitarfélaga gæti hann mögulega horfið inn í Reykjavík. Kópavogs- bær gæti einnig stækkað enn frá því sem nú er með sameiningu við hluta Reykjavíkur eða við önnur nærliggjandi sveitarfélög. Þann möguleika sjá íhaldsmenn í Sjálf- stæðisflokknum í Kópavogi ekki og ætli það lýsi þröngsýni þeirra ekki best. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi. Fastir í fortíðinni INGIBJÖRG HINRIKSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.