Fréttablaðið - 18.12.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.12.2009, Blaðsíða 18
18 18. desember 2009 FÖSTUDAGUR DROTTNING BÍÐUR BROTTFARAR Elísabet Bretadrottning þurfti að bíða í nokkra stund í lestarklefa á Kings Cross-járnbrautarstöðinni í London áður en lestin hélt af stað. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Þú finnur réttar upplýsingar um þennan hlut á kokka.is þar sem þú getur skoðað og keypt vörur í ró og næði. ATVINNUMÁL Nær þrefalt fleiri umsóknir bár- ust Tækniþróunarsjóði um styrki á þessu ári en í fyrra. Núna bárust 267 umsóknir, en 91 árið áður. Þá bárust nítján umsóknir um önd- vegisstyrki. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra kynnti haustúthlutun sjóðsins í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Alls fengu 28 verkefni styrk úr sjóðn- um. Jafnframt héldu fulltrúar fimm verkefna sem hlutu styrk kynningu á verkefnum sínum. Fram kom í máli Katrínar að framlag til Tækniþróunarsjóðs hefði aukist um níutíu milljónir króna frá því í fyrra og að á þessu ári hefði sjóðurinn haft 960 milljónir króna til ráðstöfunar. Styrkir ársins námu alls 465 milljónum króna og runnu til 76 nýrra verkefna og fjörutíu verkefna sem hlutu framhaldsstuðning. Sjóðurinn veitir verkefn- um stuðning í allt að þrjú ár. Þá var úthlutað sextíu milljónum króna til fjögurra „öndvegisverkefna“ í þremur undir- flokkum, en það eru vistvænt eldsneyti, vist- vænar byggingar og skipulag, og sjálfbær ferðaþjónusta. Katrín sagðist í opnunarræðu sinni vilja nota tækifærið og árétta mikilvægi uppbygg- ingar nýrra fyrirtækja, sprota- og hátækni- fyrirtækja á tímum sem þessum. Hún sagði ánægjulegt að geta frá því greint að sam- kvæmt lauslegri samantekt hennar yfir fyrir- tæki sem hefðu komist á legg síðustu mánuði og störfum sem hún vissi til að yrðu til á kom- andi mánuðum, hvort heldur það væri í tölvu- leikjaiðnaði eða annars staðar hjá frumkvöðl- um, skiptu þau störf hundruðum. „Bara það sem ég man eftir telur um það bil 500 störf, hvorki meira né minna. Og það er nú bara rúm- lega álver,“ sagði hún og kvaðst hafa saknað ítarlegri umfjöllunar um þessa uppbyggingu. „En kannski er það vegna þess að ekki hefur þurft skurðgröfu eða skóflu til að búa til þessi störf, heldur bara skrifborð og tölvu.“ Katrín ítrekaði mikilvægi Tækniþróunar- sjóðs og rifjaði upp að á sprotaþingi hefði hún eitt sinn sagt að fjórfalda þyrfti sjóðinn. „Það gerist vonandi fyrr en síðar,“ sagði hún og bætti við að þótt hún sem iðnaðarráðherra hefði ekki getað komið stækkuninni á hefði tekist að verja sjóðinn. „Að minnsta kosti verða á næsta ári settar í sjóðinn þrjátíu milljónir umfram það sem er í dag,“ sagði hún, en þá yrði stærð hans 720 milljónir króna. olikr@frettabladid.is Um 500 ný störf hafa skapast Haustúthlutanir Tækniþróunarsjóðs voru kynntar í gær. Fimm verkefni voru kynnt sérstaklega. Katrín Júlíus- dóttir iðnaðarráðherra taldi vel hafa gengið að verja sjóðinn þótt ekki hefði náðst að stækka hann í kreppunni. STYRKÞEGAR RÆÐA VIÐ RÁÐHERRA Valdimar Össurarson hjá Valorku fylgist með Sigmari Guðbjörnssyni hjá Stjörnu Odda ræða við Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Að baki þeim sjást Jóhann Örlygsson frá Háskólanum á Akureyri, fulltrúi verkefnisins LíFEldsneyti, og Kjartan Ragnarsson, fulltrúi verk- efnis sem snýr að uppsetningu miðaldabaða við Deildartunguhver. Að baki Katrínar glittir í Sveinbjörn Höskulds- son frá Nox Medical. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Töluverðar væntingar eru gerðar til allmargra verkefna sem Tækniþróun- arsjóður styrkir. Fimm slík verkefni voru kynnt sérstaklega þegar nýjustu úthlutanir sjóðsins voru kynntar í gær. Sveinbjörn Höskuldsson frá Nox Medical kynnti verkefni sem snýr að þróun einnota öndunarskynjara sem meðal annars yrði notaður í svefn- rannsóknum. Fyrirtækið hefur áður þróað tæki til svefnrannsókna, en skynjararnir eiga einnig að vinna með öðrum tækjum. Fyrirtækið er langt komið og hefur náð samningum um dreifingu. „Við ætlum að vera komin í mjög góða stöðu með þessa vöru eftir eitt ár,“ sagði hann. Sigmar Guðbjörnsson hjá Stjörnu Odda kynnti sendi og mælitæki fyrir hjartslátt og súrefnismettun sem nota á við mælingar í tilraunadýr- um sem notuð eru við lyfjaþróun. Upphaflega var varan þróuð fyrir fiskirannsóknir, en Sigmar segir tækni þeirra mun betri fyrir tilrauna- dýrin, sem losni við snúrufargan og íþyngjandi ígræðslur. „Við berum hag dýrsins eins mikið fyrir brjósti og mögulegt er,“ sagði hann og kvaðst ætla að ráða þrjá nýja starfsmenn þegar í janúar vegna verkefnisins. Kjartan Ragnarsson kynnti stórhuga verkefni Landnámsseturs Íslands um að koma upp miðalda- böðum við Deildartunguhver, vatns- mesta hver landsins. Verkefnið kostar 1,5 milljarða króna, en hann segir að sýnt hafi sig að mesta framlegð í ferðaþjónustu hér hafi til þessa verið að finna í Bláa lóninu og jarðböð- unum við Mývatn. Miðaldaböðin yrðu mikilvægur ferðamannasegull á Vesturlandi. Valdimar Össurarson hjá Valorku kynnti hugmyndir sínar um að virkja sjávarföllin, en uppfinning hans sem fer nú í prófanir er talin vel til þess fallin að virkja hæga strauma. Hann segir núverandi tækni við slíka virkjun byggja á hönnun vindmylla, meðan hans sé meira í ætt við vatnshjól. Þá kynnti Jóhann Örlygsson frá Háskólanum á Akureyri verkefnið LÍFEldsneyti sem fékk öndvegisstyrk til rannsókna á framleiðslu elds- neytis úr lífmassa af ýmsum toga. Hitakærar örverur eru notaðar til að brjóta niður lífmassann og framleiða etanól. VERKEFNI SEM KYNNT VORU SÉRSTAKLEGA LÖGREGLUMÁL Fíkniefnadeild lög- reglunnar á höfuðborgarsvæð- inu stöðvaði kannabisræktun, tók hundruð gramma af amfetamíni og fann stolinn glæsivagn í húsleit í fyrradag. Á þriðja tímanum í fyrradag var farið til húsleitar í nýbyggt um það bil 340 fermetra einbýlishús á þremur hæðum í úthverfi Mos- fellsbæjar. Höfðu upplýsingar bor- ist um einkennilegar mannaferðir á öllum tímum sólarhrings. Húsráðandi, maður á þrítugsaldri, var handtekinn er kannabisræktun fannst þar innandyra í haganlega földu rými. Hafði hún verið skimuð af með risastórri kommóðu. Taldi ræktunin um 150 plöntur á ýmsum stigum ræktunar. Í bílskúr fannst nýleg Mercedes Benz bifreið, margra milljóna virði, er reyndist eftirlýst frá Akranesi frá því í sumar. Tveir fíkniefnaleitarhundar frá tollgæslunni voru fengnir á stað- inn. Fann annar þeirra 250 grömm af amfetamíni sem voru vel falin í dós, sem var innan um ýmiss konar drasl á háalofti hússins. Húsráðandi, sem áður hefur komið við sögu hjá lögreglu, sætti yfirheyrslum í gær, en var látinn laus að þeim loknum. Sem fyrr minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005. - jss AMFETAMÍN Fíkniefnaleitarhundur fann 250 grömm af amfetamíni falin á háalofti hússins. Fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu: Tók fíkniefni og stolna glæsikerru HESTAMENNSKA Hópur hestamanna mun mæta á gæðingum sínum í fánareið við Iðnó klukkan 14.15 í dag. Þetta er upphaf veglegrar afmælishátíðar Landssambands hestamannafélaga sem hefst klukk- an 15.00 í Iðnó. LH var stofnað nán- ast á sama stað og afmælishátíðin er haldin nú, í Baðstofu iðnaðar- manna 18. desember árið 1949 þar sem tólf hestamannafélög lögðu grunninn að sambandinu. Á hátíðinni verður athygli vakin á fjölþættu hlutverki íslenska hestsins og því viðamikla og blóm- lega starfi sem honum tengist, bæði hér á landi og erlendis. Meðal annarra mun Katrín Jak- obsdóttir menntamálaráðherra ávarpa samkomuna. Þá verða flutt fróðleg erindi um ýmislegt viðkom- andi íslenska hestinum. Dísella Lárusdóttir syngur og Gunnar Eyjólfsson flytur ljóð. Fundarstjóri hátíðarinnar verð- ur Friðrik Pálsson. Dagskráin er öllum opin meðan húsrúm leyfir. Landsmótið á Vindheimamelum í sumar verður svo hápunkturinn og hin eiginlega afmælisveisla allra hestamanna. Landssamband hesta- mannafélaga er aðili að Íþrótta- sambandi Íslands. 47 félög eiga aðild að sambandinu og er formað- ur þess Haraldur Þórarinsson. - jss FÁNAREIÐ Fánareið verður við Iðnó í dag. Þessi reið var á Kaldármelum. Sextíu ára afmælishátíð Landssambands hestamannafélaga: Glæsileg fánareið við Iðnó BÚRMA, AP Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma, fékk að fara úr stofu- fangelsi á heimili sínu í fyrradag til að hitta þrjá aldraða leiðtoga stjórnmálaflokks síns. Þau ræddu um breytingar á forystu flokksins. Síðast fékk hún að hitta leiðtoga flokksins í janúar árið 2008. Suu Kyi er 64 ára og hefur verið í stofufangelsi meira og minna undanfarna tvo áratugi. Leiðtogarnir sem hún hitti eru Aung Shwe, sem er 91 árs, U Lwin, sem er 86 ára og Lun Tin sem er 88 ára. - gb Aung San Suu Kyi: Fekk að hitta aldraða félaga SUU KYI Mátti yfirgefa heimili sitt. NORDICPHOTOS/AFP GRIKKLAND Gríski fjármálaráð- herrann George Papaconstan- tionou reyndi á miðvikudag að draga úr áhyggjum fólks af bágri stöðu efnahagsmála í Grikklandi. Hann lýsti því yfir, svo komst í fréttir víða, að staðan væri önnur á Grikklandi en í ríkjum sem hefðu farið illa. „Grikkland er ekki næsta Ísland, né heldur er það næsta Dúbaí,“ sagði hann á fundi með kröfuhöfum. Kröfuhafarnir höfðu viðrað áhyggjur af því að Grikkir gætu ef til vill ekki greitt vexti af skuldum þjóðarbúsins. - kóþ Gríski fjármálaráðherrann: Grikkland ekki næsta Ísland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.