Fréttablaðið - 18.12.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
FÖSTUDAGUR
18. desember 2009 — 299. tölublað — 9. árgangur
VEÐRIÐ Í DAG
JÓL JÓLSSON
Tónlistarhátíð á Hótel
Íslandi í kvöld
Tíska, hönnun, ilmur og jólastemning
FÖSTUDAGUR FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG
RAPPARINN DIDDI FEL
Hraktist úr Brooklyn
í kreppunni
Kynlíf, eiturlyf og hipphopp
POPP FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG
Afmæli
hestamanna
60 ára afmæli Lands-
sambands hesta-
mannafélaga hefst
með fánareið að
Iðnó í dag.
TÍMAMÓT 48
FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS • DESEMBER 2009
Seljabraut
Hreindýrakjöt
Úrval af villibráð!
dagar til jóla6
Opið til 22
kl. 14
um helgina
Verið velkomin!
LÖGREGLUMÁL Jónas Fr. Jónsson,
fyrrverandi forstjóri Fjármála-
eftirlitsins (FME), nýtti ekki
upplýsingar af fundum samráðs-
hóps sem hann átti sæti í þegar
embættið rannsakaði upphaflega
meint innherjaviðskipti Baldurs
Guðlaugssonar, fyrrverandi
ráðuneytisstjóra. Fundargerðir
hópsins uppgötvuðust eftir for-
stjóraskipti hjá FME og þóttu upp-
lýsingarnar sem þar komu fram
þá svo bitastæðar að ákveðið var
að taka málið upp á ný.
Fyrir dómi á þriðjudag var
tekist á um þá kröfu Baldurs að
rannsókn sérstaks saksóknara á
máli hans yrði látin niður falla.
Viðskiptablaðið greinir ítarlega
frá málflutningnum í nýjasta
tölublaði sínu.
Meðal þess sem þar kemur
fram er að endurupptaka máls-
ins í júní hafi auk annars byggt
á fundargerðum samráðshóps
Seðlabankans um fjármálastöð-
ugleika. Ábending hafði þá bor-
ist um að þær fundargerðir væru
til hjá Seðlabankanum, en FME
hafði fram að því ekki aðgang að
þeim.
Jónas Fr. Jónsson var forstjóri
FME þegar rannsókn á máli Bald-
urs hófst. Hann átti hins vegar
líka sæti í samráðshópi Seðla-
bankans, ásamt Baldri og öðrum
embættismönnum, og sat sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðs-
ins alla þá fundi sem skipta máli
þegar mál Baldurs er annars
vegar. Honum ætti því að hafa
verið kunnugt um þær upplýs-
ingar sem endurupptaka málsins
byggði meðal annars á.
Gunnar Andersen tók við sem
forstjóri FME um vorið og það
var hann sem ákvað að hætta
rannsókninni á máli Baldurs.
Fundargerðir samráðshópsins,
og upplýsingarnar úr þeim, lágu
þá hvergi fyrir hjá embættinu.
Ekki náðist í Jónas Fr. Jónsson
við vinnslu fréttarinnar.
- sh / sjá síðu 12
Jónas sat með Baldri
á samráðsfundunum
Fyrrverandi forstjóri FME sat í samráðshópi Seðlabankans, en upplýsingar úr
fundargerðum hópsins urðu til þess að mál Baldurs Guðlaugssonar var tekið
upp aftur. Hann nýtti ekki gögnin þegar FME rannsakaði málið upphaflega.
Í beinni
Þorláksmessutón-
leikar Bubba
verða í beinni á
Stöð 2.
FÓLK 86
Meðal þeirra bestu
Sigur Rós er áfram ofarlega á
áratugalistum poppsérfræðinga.
FÓLK 86
UMHVERFISMÁL Viðræður stóðu fram á nótt á lofts-
lagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn. Vonast er til
að samkomulag náist um pólitíska yfirlýsingu, sem
130 þjóðarleiðtogar myndu undirrita. Náist það ekki
er von manna að vinnuáætlun fyrir næstu skref í
viðræðum verði samþykkt. Þriðji möguleikinn er
að ekkert samkomulag náist. Nánast útilokað er að
lagalega bindandi samkomulag náist.
Svandís Svavarsdóttir umhverfis ráðherra hélt
ræðu í stóra salnum seint í gærkvöldi. Þar staðfesti
hún vilja Íslands til samflots við Evrópusambandið,
sem mun að lágmarki hafa dregið úr útblæstri gróð-
urhúsalofttegunda um tuttugu prósent árið 2020,
miðað við 1990.
„Ísland telur að reyna verði að halda hlýnun lofts-
lags jarðar undir 2° á celsíus. Útblástur gróðurhúsa-
lofttegunda verður fljótt að ná hámarki og dragast
síðan saman,“ sagði ráðherra í gær. - kóp / sjá síðu 22
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra talaði á loftslagsráðstefnunni í gær:
Enn er allt óvíst um útkomu
Víða bjart með köflum Í dag
verður víðast hvar fremur hæg
vestlæg átt en gengur í vaxandi
norðanátt norðaustanlands með
dálitlum éljum þar í kvöld.
VEÐUR 4
0
2
-1
-2
1
föstudagurFYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 18. desember 2009
Sameinumst, hjálpum þeim
JÓL JÓLSSON ÍHÁTÍÐ
FÓLK Bretinn Ian Usher ákvað
að selja líf sitt á uppboðssíðunni
eBay síðasta
sumar. Hann
var þá nýskil-
inn við eigin-
konu sína og
ákvað í kjölfar-
ið að breyta til í
lífi sínu.
Mánuði síðar
lagði hann af
stað í ferðalag
um heiminn þar sem hann var
ákveðinn í að uppfylla hundr-
að markmið sem hann hafði sett
sér á jafnmörgum vikum. Málið
vakti mikla athygli á sínum tíma
og Disney keypti réttinn að sögu
Ians. - sm / sjá síðu 70
Ferðast um heiminn:
Seldi líf sitt á
uppboðssíðu
Hvaða stórlið mætast?
Í dag kemur í ljós
hvaða lið
mætast í 16
liða úrslitum
Meistaradeild-
arinnar.
ÍÞRÓTTIR 78
IAN USHER
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson:
Ekki mistök að
semja við Ólaf
STJÓRNMÁL Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson lítur ekki á meirihluta-
samstarfið með Ólafi F. Magnús-
syni sem mistök.
„Það er skýrt í mínum huga að
ef við hefðum ekki myndað meiri-
hluta með Ólafi á þessum tíma
þá sætum við ekki í meirihluta.
Dagur B. Eggertsson væri borgar-
stjóri,“ segir Vilhjámur Þ. í við-
tali í blaðinu í dag.
Vilhjámur kveðst örugglega
munu skrifa endurminningar
sínar enda hafi hann frá ýmsu
að segja. Hann segist þó fyrst og
síðast einbeita sér að fjölskyld-
unni og forgjöfinni. - shá / sjá síðu 28
HÆTTUR Í PÓLITÍK Vilhjálmur segir að
Dagur væri nú borgarstjóri hefði Sjálf-
stæðisflokkurinn ekki samið við Ólaf.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
DANSAÐ Í KRINGUM JÓLATRÉÐ Börn af leikskólanum Ösp heimsóttu Árbæjarsafnið í gær til að kynna sér sögu og siði íslenskra
jóla. Þau hittu fyrir Helgu Maureen Gylfadóttur safnvörð sem tók vel á móti þeim, uppáklædd í peysufötin. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM