Fréttablaðið - 18.12.2009, Side 1

Fréttablaðið - 18.12.2009, Side 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FÖSTUDAGUR 18. desember 2009 — 299. tölublað — 9. árgangur VEÐRIÐ Í DAG JÓL JÓLSSON Tónlistarhátíð á Hótel Íslandi í kvöld Tíska, hönnun, ilmur og jólastemning FÖSTUDAGUR FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG RAPPARINN DIDDI FEL Hraktist úr Brooklyn í kreppunni Kynlíf, eiturlyf og hipphopp POPP FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Afmæli hestamanna 60 ára afmæli Lands- sambands hesta- mannafélaga hefst með fánareið að Iðnó í dag. TÍMAMÓT 48 FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS • DESEMBER 2009 Seljabraut Hreindýrakjöt Úrval af villibráð! dagar til jóla6 Opið til 22 kl. 14 um helgina Verið velkomin! LÖGREGLUMÁL Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármála- eftirlitsins (FME), nýtti ekki upplýsingar af fundum samráðs- hóps sem hann átti sæti í þegar embættið rannsakaði upphaflega meint innherjaviðskipti Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra. Fundargerðir hópsins uppgötvuðust eftir for- stjóraskipti hjá FME og þóttu upp- lýsingarnar sem þar komu fram þá svo bitastæðar að ákveðið var að taka málið upp á ný. Fyrir dómi á þriðjudag var tekist á um þá kröfu Baldurs að rannsókn sérstaks saksóknara á máli hans yrði látin niður falla. Viðskiptablaðið greinir ítarlega frá málflutningnum í nýjasta tölublaði sínu. Meðal þess sem þar kemur fram er að endurupptaka máls- ins í júní hafi auk annars byggt á fundargerðum samráðshóps Seðlabankans um fjármálastöð- ugleika. Ábending hafði þá bor- ist um að þær fundargerðir væru til hjá Seðlabankanum, en FME hafði fram að því ekki aðgang að þeim. Jónas Fr. Jónsson var forstjóri FME þegar rannsókn á máli Bald- urs hófst. Hann átti hins vegar líka sæti í samráðshópi Seðla- bankans, ásamt Baldri og öðrum embættismönnum, og sat sam- kvæmt heimildum Fréttablaðs- ins alla þá fundi sem skipta máli þegar mál Baldurs er annars vegar. Honum ætti því að hafa verið kunnugt um þær upplýs- ingar sem endurupptaka málsins byggði meðal annars á. Gunnar Andersen tók við sem forstjóri FME um vorið og það var hann sem ákvað að hætta rannsókninni á máli Baldurs. Fundargerðir samráðshópsins, og upplýsingarnar úr þeim, lágu þá hvergi fyrir hjá embættinu. Ekki náðist í Jónas Fr. Jónsson við vinnslu fréttarinnar. - sh / sjá síðu 12 Jónas sat með Baldri á samráðsfundunum Fyrrverandi forstjóri FME sat í samráðshópi Seðlabankans, en upplýsingar úr fundargerðum hópsins urðu til þess að mál Baldurs Guðlaugssonar var tekið upp aftur. Hann nýtti ekki gögnin þegar FME rannsakaði málið upphaflega. Í beinni Þorláksmessutón- leikar Bubba verða í beinni á Stöð 2. FÓLK 86 Meðal þeirra bestu Sigur Rós er áfram ofarlega á áratugalistum poppsérfræðinga. FÓLK 86 UMHVERFISMÁL Viðræður stóðu fram á nótt á lofts- lagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn. Vonast er til að samkomulag náist um pólitíska yfirlýsingu, sem 130 þjóðarleiðtogar myndu undirrita. Náist það ekki er von manna að vinnuáætlun fyrir næstu skref í viðræðum verði samþykkt. Þriðji möguleikinn er að ekkert samkomulag náist. Nánast útilokað er að lagalega bindandi samkomulag náist. Svandís Svavarsdóttir umhverfis ráðherra hélt ræðu í stóra salnum seint í gærkvöldi. Þar staðfesti hún vilja Íslands til samflots við Evrópusambandið, sem mun að lágmarki hafa dregið úr útblæstri gróð- urhúsalofttegunda um tuttugu prósent árið 2020, miðað við 1990. „Ísland telur að reyna verði að halda hlýnun lofts- lags jarðar undir 2° á celsíus. Útblástur gróðurhúsa- lofttegunda verður fljótt að ná hámarki og dragast síðan saman,“ sagði ráðherra í gær. - kóp / sjá síðu 22 Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra talaði á loftslagsráðstefnunni í gær: Enn er allt óvíst um útkomu Víða bjart með köflum Í dag verður víðast hvar fremur hæg vestlæg átt en gengur í vaxandi norðanátt norðaustanlands með dálitlum éljum þar í kvöld. VEÐUR 4 0 2 -1 -2 1 föstudagurFYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 18. desember 2009 Sameinumst, hjálpum þeim JÓL JÓLSSON ÍHÁTÍÐ FÓLK Bretinn Ian Usher ákvað að selja líf sitt á uppboðssíðunni eBay síðasta sumar. Hann var þá nýskil- inn við eigin- konu sína og ákvað í kjölfar- ið að breyta til í lífi sínu. Mánuði síðar lagði hann af stað í ferðalag um heiminn þar sem hann var ákveðinn í að uppfylla hundr- að markmið sem hann hafði sett sér á jafnmörgum vikum. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma og Disney keypti réttinn að sögu Ians. - sm / sjá síðu 70 Ferðast um heiminn: Seldi líf sitt á uppboðssíðu Hvaða stórlið mætast? Í dag kemur í ljós hvaða lið mætast í 16 liða úrslitum Meistaradeild- arinnar. ÍÞRÓTTIR 78 IAN USHER Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson: Ekki mistök að semja við Ólaf STJÓRNMÁL Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson lítur ekki á meirihluta- samstarfið með Ólafi F. Magnús- syni sem mistök. „Það er skýrt í mínum huga að ef við hefðum ekki myndað meiri- hluta með Ólafi á þessum tíma þá sætum við ekki í meirihluta. Dagur B. Eggertsson væri borgar- stjóri,“ segir Vilhjámur Þ. í við- tali í blaðinu í dag. Vilhjámur kveðst örugglega munu skrifa endurminningar sínar enda hafi hann frá ýmsu að segja. Hann segist þó fyrst og síðast einbeita sér að fjölskyld- unni og forgjöfinni. - shá / sjá síðu 28 HÆTTUR Í PÓLITÍK Vilhjálmur segir að Dagur væri nú borgarstjóri hefði Sjálf- stæðisflokkurinn ekki samið við Ólaf. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI DANSAÐ Í KRINGUM JÓLATRÉÐ Börn af leikskólanum Ösp heimsóttu Árbæjarsafnið í gær til að kynna sér sögu og siði íslenskra jóla. Þau hittu fyrir Helgu Maureen Gylfadóttur safnvörð sem tók vel á móti þeim, uppáklædd í peysufötin. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.