Fréttablaðið - 18.12.2009, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 18.12.2009, Blaðsíða 28
28 18. desember 2009 FÖSTUDAGUR FRÉTTAVIÐTAL: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur ákveðið að taka ekki þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á ári komanda og kveður borgarmálin eftir 28 ára starf. Hann hefur gegnt fjölmörg- um trúnaðarstörfum innan borgar- kerfisins og sat sem borgarstjóri í sextán mánuði. Þess utan starfaði Vilhjálmur sem formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga í sextán ár. Það er nærtækt að spyrja mann, sem hefur varið starfsævinni í þjónustu við sveitarfélag eins og Reykjavík, hvað er honum efst í huga af þeim verkefnum sem hann hefur glímt við í gegnum árin. Hiklaust segir Vilhjálmur það vera starf í þágu eldri borgara og ekki síst byggingu þjónustuíbúða og þjónustumiðstöðva, sem nú eru fjölmargar. „Ég er stoltur af því að hafa fengið að taka þátt í því að leiða þessa uppbyggingu sem hefur tekist afskaplega vel,“ segir Vilhjálmur. En hvernig var bæjarbragurinn þegar þú settist fyrst á stól borgar- fulltrúa? „Ég náði inn sem aðalmað- ur í borgarstjórnarkosningun- um 1982 og þá var Reykjavík ekki eins og hún er í dag. Þá var þetta kannski meiri bær en borg. Það var til dæmis að mitt fyrsta hlut- verk var formennska í skipulags- nefnd. Þá hafði setið vinstri stjórn í borginni í eitt kjörtímabil og mikið deilt um það hvort byggja ætti upp við Rauðavatn eða hvort nema ætti land í Grafarvogi. Þar voru bara eitt eða tvö hús á þess- um tíma sem er í dag um 20 þúsund manna byggð. Við gengum um þetta land ég, Markús Örn Antonsson og Þórður Þorbjarnarson borgarverk- fræðingur á þessum tíma og töluð- um um framtíð svæðisins. Þegar ég lít þarna yfir í dag hugsa ég til þeirra breytinga sem hafa orðið á þessum tíma.“ Vilhjálmur segir að stjórnmál- in hafi verið að sumu leyti öðruvísi en í dag. Í grunninn séu verkefnin þó þau sömu og áður. „En þá voru menn ekki algjörlega uppteknir af tölvupósti og bloggi. Nú sitja menn á fundum sokknir ofan í tölvuna sína. Á fundum borgarstjórnar og borgarráðs er ekki horft til þeirra sem eru að tala heldur eru menn að athuga hvort verið sé að fjalla um þá, hvað sé að frétta og semja bókanir. Það jákvæða við tæknina er auðvitað að upplýsingaflæðið til borgarbúa hefur aukist. Áður var þetta lokað og upplýsingar af skorn- um skammti um stjórnsýsluna og þjónustu borgarinnar. Þá var borg- arkerfið hálfgert völundarhús sem fáir rötuðu um. Umræðan í borg- arstjórn hefur samt lítið breyst og átökin eru af sama meiði. Þetta snýst um hefðbundinn rekstur sveitarfélagsins.“ Vilhjálmur tók upp fasta viðtals- tíma fljótlega eftir að hann byrj- aði sem borgarfulltrúi. Fram til þess tíma var borgarstjóri sá sem hafði haft fasta viðtalstíma. „Þetta hefur verið nefnt fyrirgreiðslupól- itík og gert lítið úr því að stjórn- málamenn hefðu eðlileg samskipti við sína umbjóðendur. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að þetta sé ómissandi hluti af okkar störf- um; að vera í góðu sambandi við fólk. Það þarf að leiðbeina. Marg- ir þekkja ekki sinn rétt en þurfa aðstoð. Þetta snýst ekki um að verið sé að hygla flokksgæðingum eins og margir vilja halda fram. Ég held að þeir sem velja þennan starfsvettvang vilji láta gott eftir sig liggja, og það verður betur gert með persónulegum samskiptum við þá sem þurfa stuðning.“ Hvaða samferðamenn í borgar- málunum eru þér eftirminnileg- astir? „Albert Guðmundsson er mér mjög minnisstæður. Hann var mér samferða í borginni í eitt ár áður en hann varð ráðherra. Hann var áhugaverður karakter og þó hann væri frekur þá þótti mér vænt um karlinn. Hann er einn duglegasti maður sem ég hef kynnst og hann mátti ekkert aumt sjá. Hann vildi ganga hratt í verkin þó að borgar- kerfið byði ekki alltaf upp á það. Öll mál þurfa að fá eðlilega meðferð en hann setti það ekki alltaf fyrir sig. Davíð Oddsson settist í stól borg- arstjóra þegar Vilhjálmur hóf störf sem borgarfulltrúi, en Davíð hafði sigrað Albert Guðmundsson í próf- kjöri. Vilhjálmur starfaði því náið með Davíð í tæpan áratug á vett- vangi borgarinnar. „Davíð er minn- isstæðastur þeirra sem ég hef starf- að með. Hann er atorkusamur með afbrigðum og gott að vinna með honum. Hann er fljótur að hugsa og taka ákvarðanir. Hann var auð- vitað stjórnsamur en það var ekki þannig að hann væri með svipuna á hópnum og bakkaði oft með sínar hugmyndir og tillögur. En hann var djarfur, treysti fólki og var óhrædd- ur við að deila út verkefnum.“ Af andstæðingum telur Vilhjálm- ur Sigurjón Pétursson og Alfreð Þorsteinsson í sérflokki. Þeir hafi barist hart en vinátta myndaðist um síðir. „Við deildum afar hart, ég og Sigurjón. Hann var flugmælskur og rökfastur. Hann kynnti sér öll mál vel og átti gott með að koma hugsunum sínum í orð. Við lærð- um hvor á annan með tímanum og þegar sveitarfélögin tóku yfir rekstur grunnskólans þá bauð ég honum starf. Ég var spurður hvort hann væri ekki trésmiður en svar- aði því til að hann væri maðurinn sem okkur vantaði. Hann vann traust allra sem hann vann með. Það vita svo allir að við Alfreð erum vinir. Hann er reynslubolti og framkvæmdamaður, kannski refur í stjórnmálum eins og marg- ir segja. En hann kom aldrei í bakið á mér nokkurn tíman.“ Hvað með þá sem hafa staðið okkur nær í tíma? R-lista-árin og samstarfið við Ólaf F. Magnússon. „Ólafur er hugsjónamaður. Hann hefur alltaf verið sjálfum sér sam- kvæmur en ekki alltaf átt samleið með öðrum. Þarna er ég að tala um málefnin. Mér hefur fundist hann grimmur í árásum á ýmsa sam- herja sína, sérstaklega á síðustu árum.“ Voru það ekki mistök að fara í samstarf með Ólafi? „Mistök og mistök ekki. Alla vega náðum við meirihluta á nýjan leik undir forystu sjálfstæðismanna og við værum ekki í meirihluta í dag ef ég, og aðallega Kjartan Magnús- son, hefðum ekki beitt okkur fyrir þessu. Það er síðan ljóst að Sam- fylkingin og Vinstri grænir urðu fyrir algjöru sjokki þegar þetta gerðist og allt fór á fulla ferð. Í framhaldinu var Ólafur einfaldlega lagður í einelti, og fjölmiðlar tóku þátt í því. Samstarfið gekk ekki nægilega vel og það var myndaður nýr meirihluti með Framsóknar- flokknum. En það er skýrt í mínum huga að ef við hefðum ekki mynd- að meirihluta með Ólafi á þessum tíma þá sætum við ekki í meiri- hluta. Dagur B. Eggertsson væri borgarstjóri. Þess vegna var það gæfuspor að mál þróuðust á þenn- an veg og þrátt fyrir óróa í tengsl- um við stjórnarskipti og REI-málið þá má fólk setja það í samhengi við það sem gengur á í sölum Alþing- is. Þetta voru hreinir smámunir miðað við það. Þetta hafði svo engin áhrif á fjármálastjórn borgarinnar. Borgin stendur vel miðað við það áfall sem hrunið er. En er hægt að kalla þetta óróa í borgarmálum. Það var allt kolvit- laust mánuðum saman? „Allt kolvitlaust? Það getur verið enda voru ákveðin öfl innan Sam- fylkingar og VG sem komu af stað ólátum og beittu fjölmiðlum fyrir sig til þess. Það fór ekkert á milli mála hverjir stýrðu þessum látum öllum. Það skýrðist af gríðarlegri gremju og ofsa yfir því að missa meirihlutann. Það var hins vegar öllum ljóst að 100 daga meirihlutinn var dæmdur til að verða skamm- lífur. Það er hægt að draga upp þá mynd að allt hafi verið vitlaust en í þessu húsi hélt fólk áfram að vinna og hafði stjórn á öllu. Það er einfaldlega rangt að allt hafi verið hér í upplausn eins og fullyrt hefur verið.“ Hvað um valdatíma Reykjavíkur- listans. Hvaða sýn hefur þú á það tímabil? „Þessi tími einkenndist af sífelld- um breytingum á stjórnsýslunni. Það var leitað fullkomnunar sem var ekki til og þetta var sannar- lega ekki til góða. Þetta gekk þó bærilega framan af en brotalam- irnar komu svo í ljós. Alfreð var lykilmaður og hélt þessu saman. Hann var aðstoðarborgarstjóri, má segja. Hann hefur ábyggilega Ég hef áhyggjur af þessari þjóð BORGIN KVÖDD Vilhjálmur hefur sinnt borgarmálum í tæpa þrjá áratugi og gegndi formennsku fyrir Samband íslenskra sveitar- félaga í sextán ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Lægsta verðið á Normannsþin! * * Samkvæmt Fréttablaðinu 1 7. desember 2009 BYKO BÝÐUR EINGÖNGU UPP Á HÁGÆÐA SÉRVALIN JÓLATRÉ Jólatréssala BYKO er í timbursölu Breidd, Selfossi og Reyðarfirði Opið til 22:00 til jóla í jólatréssölu BYKO Breidd Hluti af söluandvirði af hverju jólatré fer til Hjúkrunarheimilis Sunnuhlíðar í Kópavogi. FRAMHALD Á SÍÐU 30 Í prófkjörum segja menn eitt og annað en við Gísli höfum alltaf talað saman. Bak við tjöldin var tvímælalaust unnið gegn mér, það er eðli málsins. Ég varð þó ekki var við að það væri reynt að sverta mig persónulega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.