Fréttablaðið - 18.12.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 18.12.2009, Blaðsíða 16
16 18. desember 2009 FÖSTUDAGUR BYLTINGARAFMÆLI FAGNAÐ Íbúar Rúmeníu fagna þessa dagana því að 20 ár eru liðin frá því harðstjóranum Nicolae Ceausescu var steypt af stóli. Í bænum Timisoara þar sem átökin við lögregluna hófust var raðað upp kertum sem mynda kross. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ryksugur - fyrsta flokks. Stór orð sem reynslan réttlætir. Hátúni 6a . 105 Reykjavík Sími 552 4420 . www.fonix.is MEXÍKÓ, AP Fall glæpaforingjans Arturo Beltran Leyva þykir einn stærsti sigurinn til þessa í stríði Felipe Calderon forseta gegn eiturlyfjaglæpum. Leyva beið bana ásamt þremur félögum sínum á miðvikudagsmorg- un þegar tvö hundruð hermenn réðust til inngöngu í íbúðahótel í bænum Guerna- vaca. Fimmti félaginn framdi sjálfsvíg meðan á átökunum stóð. Glæpamenn- irnir vörðust meðal annars með sprengjum og tókst að særa þrjá hermenn. Calderon for- seti var stadd- ur í Kaupmannahöfn meðan árás- in var gerð, þar sem hann sótti loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Hann fagnaði árásinni og sagði hana mikilvægan áfanga fyrir bæði stjórn og íbúa landsins. Allt frá því að Calderon komst til valda árið 2006 hefur hann lagt mikla áherslu á baráttu gegn eiturlyfjum. Í þessu stríði hefur hann beitt 45 þúsund hermönnum og stundum sjóhernum að auki. Beltran Leyva var einn fimm bræðra sem sögðu fyrir nokkr- um árum skilið við glæpaklíku fíkniefnabarónsins Joaquin „El Chapo“ Guzman frá bænum Sina- loa og gengu til liðs við Los Zetas, hóp fyrrverandi hermanna sem önnur glæpaklíka notaði til leigu- morða. Til þessa klofnings er talið að rekja megi upphafið að blóðug- um innbyrðis átökum í fíkniefna- heimi Mexíkó síðustu árin. Þau átök hafa kostað fjórtán þúsund manns lífið. Bræðurnir lögðu fljótlega undir sig helstu smyglleiðir fíkniefna í norðaustanverðu landinu. Samtök þeirra hafa framið fjöldann allan af morðum. Þeim hefur einnig tek- ist að múta embættismönnum, lög- reglumönnum og öðrum til að hlífa starfsemi sinni. Einn bræðranna, Alfredo Bel- tran Leyva, var handtekinn á síðasta ári. Beltran Leyva klíkan er nú talin ein af sex stærstu fíkniefnaklík- um Mexíkó. Bandarísk stjórnvöld segja að hún dreifi fleiri tonnum af kókaíni í Bandaríkjunum ár hvert, ásamt miklu magni af heróíni. Sjö ár eru liðin síðan stjórnvöld- um í Mexíkó tókst síðast að fella hátt settan fíkniefnaforingja. Það gerðist þegar lögregluforingi í Sinaloa skaut Ramon Arellano Felix, foringja Tijuana-klíkunnar. Lögreglan hefur náð töluverðum árangri undanfarið ár í að þrengja að Beltran Leyva. gudsteinn@frettabladid.is Mexíkóskur fíkni- efnabarón drepinn Arturo Beltran Leyva var foringi einnar stærstu eiturlyfjaklíkunnar í Mexíkó. Felipe Calderon forseti segir fall hans mikilvægan áfanga. Fíkniefnastyrjaldir glæpahópa í Mexíkó hafa kostað fjórtán þúsund manns lífið síðustu árin. ARTURO BELTRAN LEYVA SJÓHERINN RÆÐST TIL INNGÖNGU Hermennirnir þræddu húsið frá íbúð til íbúðar og skipuðu fólki að fara niður í matsal. NORDICPHOTOS/AFP SAMGÖNGUR „Við íbúar Fjarðabyggðar gerum þá eindregnu kröfu til þingmanna kjördæmis- ins og ráðamanna í samgöngumálum að herða sem aldrei fyrr baráttuna fyrir því að fram- kvæmdir við Norðfjarðargöng hefjist strax að loknum Héðinsfjarðargöngum,“ segir í ályktun borgarafundar á Eskifirði á mánudagskvöld. „Á undanförnum misserum hafa náðst mikil- vægir áfangar í samgöngum innan Fjarða- byggðar. Enn stendur versti farartálminn þó eftir – einbreið göng í meira en 600 metra hæð í Oddsskarði milli Eskifjarðar og Norðfjarðar,“ segir í ályktunni. „Við gerum þá kröfu til sam- gönguyfirvalda að löngu gefin fyrirheit um Norðfjarðargöng verði efnd, enda er alls ekki hægt að líta svo á að sveitarfélagið sé að fullu sameinað fyrr en göngin hafa verið tekin í notkun.“ Þá er minnt á að í Fjarðabyggð, norðan Odds- skarðs, séu meðal annars Fjórðungssjúkrahús Austurlands, Verkmenntaskóli Austurlands og eitt stærsta útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki landsins. „Sunnan Oddsskarðs við Mjóeyrar- höfn er 700 til 800 manna vinnustaður, sá stærsti á Austurlandi. Um þann erfiða fjallveg, sem Oddsskarð er, fara fram gífurlegir flutn- ingar á fólki, vörum og gjaldeyrisskapandi sjávarafurðum til útflutnings,“ segir í ályktun- inni og þess er krafist að upphaf framkvæmda við Norðfjarðargöng verði strax að loknum Héðinsfjarðargöngum á næsta eða þar næsta ári. - gar Borgarafundur í Fjarðabyggð segir sveitarfélagið enn ekki að fullu sameinað: Vilja Norðfjarðargöng strax eftir Héðinsfjörð GANGAMUNNI Í ODDSSKARÐI Íbúar í Fjarðabyggð vilja að boruð verði ný göng í stað einbreiðra ganga í sex hundruð metra hæð í Oddsskarði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÍSRAEL, AP Ehud Olmert, fyrrver- andi forsætisráðherra Ísraels, bauð Palestínumönnum 5,8 pró- sent af landsvæði Ísraels, bæði við Gasasvæðið og Vesturbakkann, í skiptum fyrir 6,3 prósent af land- svæði Vesturbakkans. Á svæðunum sem Olmert vildi fá frá Palestínumönnum búa 75 prósent þeirra landtökumanna sem lagt hafa undir sig palestínskt land á Vesturbakkanum. Frá þessu er skýrt á vefsíðu ísra- elska dagblaðsins Haaretz. Þar er einnig haft eftir Mahmoud Abbas, forseta Palestínustjórnar, að samn- inganefnd Ísraela hafi lagt fram margvísleg tilboð. Þetta tiltekna tilboð er sagt hafa verið sett fram hinn 16. september árið 2008, þegar Olmert átti erfitt með að bjóða trúverðuga samninga vegna spillingarmála sem höfðu veikt stöðu hans mjög. Daginn eftir tapaði Olmert í leiðtogakjöri stjórnmálaflokks síns, Kadima. Palestínumenn svöruðu ekki til- boðinu og viðræðurnar náðu engu skriði, þótt stefnt hafi verið að því að ljúka þeim fyrir árslok. Endan- lega slitnaði síðan upp úr viðræð- um þegar Ísraelar hófu innrás sína á Gasasvæðið í lok desember. Undanfarna mánuði hefur strandað á því að Ísraelar neita að stöðva framkvæmdir á landtöku- svæðum á Vesturbakkanum og í austanverðri Jerúsalem. - gb Abbas hafnaði tilboði frá Olmert um að skiptast á landsvæðum: Olmert vildi landtökusvæðin MAHMOUD ABBAS Ítrekaði í gær kröfur um að Austur-Jerúsalem yrði höfuðborg Palestínu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GRÆNLAND Grænlenska heima- stjórnin vill að Danir hreinsi til í kringum Thule-herstöðina á Grænlandi. Stjórnin hefur krafið danska umhverfisráðherrann, Toels Lund Poulsen, um þetta. Grænlands- pósturinn telur það geta kostað milli 20 og 120 milljónir danskra króna eða um þrjá milljarða íslenskra króna, að hreinsa Dund- as-svæðið í Thule, eftir því hvern- ig það er gert. Þegar Bandaríkja- menn skildu við svæðið tryggðu þeir að þeir yrðu ekki rukkaðir fyrir umhverfisspjöll. - kóþ Herstöðin á Grænlandi: Danir greiði fyrir hreinsun SVEITARSTJÓRNIR Bæjarráð Vestur- byggðar mótmælir harðlega ákvörðun Varasjóðs húsnæðis- mála um að ekki fáist lengur fjármunir til mótframlags vegna sölu félagslegra íbúða og vegna rekstrarhalla og auðra íbúða sveitarfélaga. „Þessi ákvörðun setur fjár- hagsáætlun 2010 sem er lokið, verulega úr skorðum þar sem 48 íbúðir eru í sveitarfélaginu, falla undir þetta kerfi,“ segir bæjarráðið, sem kveðst telja mjög ámælisvert hve seint þessi ákvörðun sé tekin og tilkynnt. - gar Varasjóður húsnæðismála: Ekkert fé í kaup á félagsíbúðum PATREKSFJÖRÐUR Fjárhagsáætlun næsta árs hefur verið kollvarpað. DÓMSTÓLAR Karlmaður á þrítugs- aldri hefur verið ákærður fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir brot gegn valdstjórninni. Manninum er gefið að sök að hafa aðfaranótt sunnudagsins 7. desember á síðasta ári ítrekað hótað þremur lögreglumönnum, sem voru við skyldustörf, ofbeldi og lífláti. Hótanir sínar hafði maðurinn í frammi fyrir utan slysadeild Landspítalans og í lögreglubif- reið á leið frá slysadeildinni að lögreglustöðinni á Hverfisgötu. - jss Maður á þrítugsaldri: Hótaði lögreglu- mönnum lífláti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.