Fréttablaðið - 18.12.2009, Side 85

Fréttablaðið - 18.12.2009, Side 85
FÖSTUDAGUR 18. desember 2009 45 Í flestu sem viðkemur jólahaldinu er best að halda í hefðirnar og þar er MS rjóminn hvergi undanskilinn. MS rjóminn er þessi gamli góði sem er samt alltaf ferskur. Nú er hann fáanlegur í nýjum umbúðum með skrúfuðum tappa. Hann myndi endast á milli jóla og nýárs – ef hann væri ekki svona góður. Rjómi allra landsmanna  UMRÆÐAN Sindri Snær Einarsson skrifar um ungt fólk og atvinnuleysisbætur Ríkisstjórnin hefur kynnt fyrirliggjandi aðgerðir út frá tillögum vinnuhóps um ungt fólk án atvinnu. Þær aðgerð- ir fela í sér að skerða á atvinnu- leysisbætur hjá ungu fólki (16–25 ára), aðgerðirnar miða að því að sporna við þeim neikvæðu afleið- ingum sem fylgja aðgerðarleysi og koma ungu fólki í virkni. Með skerðingunni á að ná fram tölu- verðum fjárhæðum í sparnað sem á að nýta í þágu þeirra sjálfra. Þessar milljónir koma einungis einu sinni. Því velti ég fyrir mér, hvert fara svo þessir fjármunir? Tillögur vinnuhóps ganga ekki upp Margt gott kemur fram í tillög- um um ungt fólk án atvinnu, sem unnar voru af vinnuhóp stofnuð- um af félags- og menntamálaráð- herra. Þar er ýmislegt lagt til en inntakið í tillögunum er að lækka atvinnuleysisbætur ungmenna og vísa sem flestum af atvinnuleys- isskrá og inn í framhaldsskólana. Það er varhugavert því á sama tíma á að finna leiðir til að draga úr brottfalli úr framhaldsskól- um landsins úr 30-40% brottfalli niður í 15-20% brottfall. Fyrir mér gengur dæmið ein- faldlega ekki upp. Hópinn, sem ekki fór í eða er fallinn úr fram- haldsskóla, á að senda beint inn aftur og á sama tíma er stefnt að því að lækka brottfallið. Til- lögurnar fela ekki í sér neinar lausnir hvernig lækka eigi brott- fallið, heldur er eingöngu að finna þar samanburð á mismunandi leiðum í skólamálum sem lönd- in í kringum okkur hafa farið og brottfall úr þeim borið saman og þar kemur Ísland verst út. Skilin er eftir ein getgáta um að orsök brotfallsins sé sú að í íslensku skólakerfi séu skilin á milli bók- og iðnnáms ekki skýr og verið sé að þröngva bóknámsgreinum upp á iðnnema sem skilar sér í háu brottfalli þeirra. Engar tölu- legar niðurstöður eru þó settar fram um hver munurinn sé á brottfalli úr iðnnámi og bóknámi (þær gætu þó verið til og eigin- lega verð ég að trúa að svo sé og að þessi ákvörðun sé tekin út frá þeim, en ekki „innsæi“ vinnu- hópsins). Ég slæ því varnagla við þær tillögur sem vinnuhópurinn leggur til. Þó má gera ráð fyrir því að margir af atvinnuleysis- skrá eigi vel heima í framhalds- skóla. Ég tek undir með þeim tillög- unum sem ganga út á að gefa einstaklingum kost á að starfa í sjálfboðastörfum því það eykur fjölbreytni og víð- ara val en eingöngu fram- haldsskóla. Ég vil að við göngum enn lengra með því að skapa fjölbreytni og mæta fólki þar sem það stendur. Það er hlut- verk okkar að gera þann hóp sem er á atvinnuleys- isskrá samkeppnishæfari því það er ástæðan fyrir því að þau eru ekki í vinnu. Því eiga virknis aðgerðir að miða að því að gefa fólki sambærilega við- urkenningu og stuðning við það sem þau gera og ef þau væru í framhaldsskóla. Framhaldsskóla- nemi kostar í bóknámi um 600.000 kr. og í iðnnám um 1.100.000 kr. Þetta eru fjármunir sem fara til spillis í 30-40% tilfella. Því verð- ur að breyta. Ég vil samt sem áður ekki ein- göngu gagnrýna varhugaverðar aðgerðir heldur vil ég benda á nýjar hugmyndir sem henta ef til vill þessum hópi ungmenna betur og gætu orðið til þess að við bjóð- um upp á nýtt og fjölbreyttara samfélag sem taki raunverulega á vandanum því þessar milljónir sem á að setja í þágu ungs fólks koma ekki aftur. Nýjar leiðir og lausnir Taka verður heildstætt á mála- flokki ungs fólks og væri e.t.v. sniðugt að líta í kringum okkur og sjá hvað ESB og nágrannaþjóðir okkar gera til þess að virkja ungt fólk. Nágrannaþjóðir okkar hafa t.d. farið þá leið að styrkja við sjóði sem ungt fólk getur sótt í, en þeim sjóðum eru sett skilyrði um styrkhæfi sem fylgi þörfum sam- félagsins hverju sinni. Ef svona sjóður væri settur upp hér mætti t.d. í dag setja það sem skilyrði að til að verkefni verði styrk- hæft verði ákveðinn fjöldi þátt- takenda að vera á atvinnuleys- isskrá. Með þessu sköpum við gerjun og ýtum undir frumkvæði ungs fólks. Svona sjóður hefur nú þegar sannað sig hér á landi í kringum starfið sem unnið var í Austurbæjarbíói, húsi unga fólks- ins, sem starfrækt var í sumar. Þrátt fyrir kröftugt og áhrifa- ríkt starf í húsinu var því lokað í sparnaðarskyni. Mikil þörf er á að opna húsið aftur eða setja af stað sams konar verkefni. Þetta er eingöngu ein af mörg- um leiðum sem Landssamband æskulýðsfélaga hefur lagt til um hvernig gefa megi minna samkeppnishæfum ungmennum kraft, viðurkenningu og meðbyr í virknis aðgerðum yfirvalda. Höfundur er framhaldsskóla- nemi, varaformaður Landssam- bands æskulýðsfélaga og fulltrúi í æskulýðsráði. Hvert fara svo þessir fjármunir? SINDRI SNÆR EINARSSON Nágrannaþjóðir okkar hafa t.d. farið þá leið að styrkja við sjóði sem ungt fólk getur sótt í, en þeim sjóðum eru sett skilyrði um styrkhæfi sem fylgi þörfum samfélagsins hverju sinni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.