Vikan


Vikan - 17.08.1961, Síða 4

Vikan - 17.08.1961, Síða 4
Ragnheiður Þórhallsdóttir frá Reykjavík, nú Ransy Morr, húsfreyja og blaðaljós- myndari í Hampton, Virginíu. GIFTING EFTIR HÁLFS- MANAÐAR KYNNI IBORGINNI HAMPTON i Virginíu búa fimm konur frá Reykjavík, aliar giftar Bandaríkjamönnum. Þær kynntust þeim á stríðsárunum og fluttust með þeim utan, eins og' fjölmargar islenzkar stúlkur gerðu iim þær mundir. Þetta erú' ,allt "gullfallegar konur, eins og þið sjáið á myndunum, og þeim virtist líðá mjÖfg vel og vera ánægðar með sitt hlutskipti. Það var eiginlega tilviljun, að þær bjuggu þarna i sömu borginni; menn þeirra gegna flestir herþjónustu enn í dag, en skammt frá borginni er, hinn frægi Langley-flugvöllur, þar sem aðal_ stöðvar geimrannsóknanna eru. ^ Hampton er mjög vinaleg borg, skammt frá Norfolk á austurströndinni. Virginía telst til Suðurríkjanna, og þar er mjög heitt að sumarlagi. Þarna í nándinni er hyggð hvítra manria einna elzt í Bandarlkjunum, og húsin hera því vitni; jiau eru mörg komin til ára sinna. En borgin hefur engu að síður viðfelldinn svip, og allt er gróðri vafið. Þær búa allar í ú-hverfúm, sem eru mjög svipuð öðrum slíkum í flestum borgum. Ég kom á heimili einnar, frú Elmu, sem er af Claus- emættinni frá Siykkishólmi. Hún er náfrænka Kristjönu, sem varð feg- urðardrottning Reykjavíkur nú í vor, enda eru jjær ekki ósvipaðar. Maður hennar gegnir enn herþjónustu, en liefur fast aðsetur þar á staðnum. I>að var hógvær maður og myndarlegur á velli, og heimili þeirra var fallegt, en ekki að sama skapi íslenzkt. Það var, eins og venja er til í mörgum nýjum húsum þar vestra: Komið beint inn i stofuna og alls engin forstofa. Þetta var um 120 fermetra einbýlis- hús, sem þau höfðu á leigu, en hinsvegar áttu þau svipað hús í annarri borg, þar sem þau höfðu verið áður. Sú, sem mér virtist einn íslenzkust, var frú Dísa. Ég man nú ekki lengur, hvað hún hét fullu nafni, en þar vestra heitir hún Dísa Willi- ams. Hún sagði mér, að heimili sitt væri alislenzkt, og legði hún á það mikla áherzlu, að það yrði svo áfram. Kvað hún mann sinn kunna því vel. Hann hætti hermennsku, hún sagðist ekki hafa kunnað við það, að hann héldi því áfram, eftir að hann gat snúið sér að öðru. Hann fór i kennaraskóla ,og var nú starfandi kennari. Það vár vonlaust að fá nokkuð sæmilegt að gera án þess að hafa einhverja sérþekkingu, sagði hún. Nú hafði hann viðunandi laun, og þau væru ánægð með lífið. Dísa sagðist hafa kvalizt af heimþrá, fyrst eftir að hún fluttist vestur; allt fannst henni betra heima en þar. Svo sagðist hún hafa farið heim fyrir þremur árum, og þá kvaðst hún hafa læknazt af heim- þránni. Þá var það einhvern veginn ekki eins glæsilegt heima og hana hafði minnt. — Mig langar enn heim til íslands, sagði Dísa, — ekki til að búa þar; nú finnst mér miklu betra að vera hér. En mér finnst gaman að koma heim og sjá fólkið og fýöillin og Reykvíkinga. — Við komum oft saman, íslenzku konurnar, hélt hún áfram, og þá tölum við saman á íslenzku. Við fáum líka einhvern blaðakost að heiman til þess að fylgjast með. Annars er okkur enskan tamari nú orðið. Ég á dreng, sem hefur talsverðan áhuga á málinu. Hann kemur oft og spyr mig: Hvernig er þetta á íslenzku, mamma? RAGNHEIÐUR ÞÓRHALLSDÓTTIR er liklega einna yngst af þess- um konum, tæplega þrítug, fædd og uppalin í Reykjavik eins og hinar. Hún hafði þá sérstöðu, að maður hennar gegndi her- þjónustu erlendis, svo að hún var í rauninni kona einsömul i bili, enda hafði hún fengið sér vinnu; var blaðaljósmyndari við stærsta dagblaðið í borginni Newport News. Ragnheiður er kölluð Ransy, fullu nafni Ransy Morr. Hún á einn dreng, John Allen að nafni, sem er fjögurra ára. Maður hennar hefur gegnt hermennsku, síðan þau giftu sig, og verið mikið að heiman. Ransy leiddist aðgerðarleysið fyrstu árin, áður en hún átti drenginn, svo að hún fór að svipast um eftir vinnu. 4 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.