Vikan


Vikan - 17.08.1961, Page 5

Vikan - 17.08.1961, Page 5
___ Hvað kom til, að þér skyldi detta í hug að gerast blaðaljósmynd- ari? ___ Ég veit það varla. Dagblaðið auglýsti eftir stúlku til ijósmynda- vinnu, og þeir urðu svo undrandi, þegar stúlka frá íslandi kom og sótti um — og var ekki Eskimói, — að þeir réðu mig. — Er langt síðan þú kynntist manninum þínum, Ransy? — Það eru sex ár, síðan við giítumst. — Og hvað höfðuð þið þá þekkzt lengi? — Þá var hálfur mánuður, frá þvi er ég sá hann fyrst. — Það er aldeilis ómögulegt. Þú liefur nú varla þekkt hann náið eftir hálfsmánaðar kynningu? — Nei, auðvitað þekkti ég hann mjög lítið. En það voru sérstakar ástæður. Ég veit eklti, hvort ég á segja frá því. — Láttu það bara koma, — nema það sé eitthvað mjög slæmt. —• Það var svo sem ekkert ljótt og þó kannski pínulítið. Það var nefnilega þannig, að vinkona mín var með þessum strák, og svo var það á halli á Borginni, að mér tókst að stinga undan henni. — Já, ég skil. Þið hafið sem sagt verið mjög góðar vinkonur. En ég sé nú samt ekki hvers vegna þú þurftir að giftast honum eftir hálfan mánuð fyrir þvi. —< Jú, hann var að fara vestur til Bandaríkjanna eftir hálfan mánuð, og ég vildi sýna vinkonu minni, að ég gæti haldið þvi, sem ég næði í. — Svo, fyrst hann vildi það, þá sló ég bara til, og við giftum okkiur. — Og þú hefur alveg verið örugg um það, að þú værir að gera rétt? | — Ég var stundum i al'skaplegum vafa, ég get ekki neitað þvi. — Mér er nær að lialda, að þetta séu örlög. Svo hafið þið setzt að hér i Hampton? — Já, við keyplum einbýlishús og höfum búið hér siðan. — Og þú hefur ekki séð ísland — eða hvað? — Jú, ég fékk mig lausa úr vinnunni sumarið 1958 og skrapp heim. Það var mjog gaman. Ég hef alltaf svolitla heimþrá. — Það var og. Hefurðu sæmilegt kaup hjá blaðinu? — Sæmilegt, já. Ég hef 300 dollara á mánuði. Ójá, það mundu vera nærri tólf þúsund ísienzkar krónur. Það þætti nú þolanlegt kvenmannskaup heima á íslandi. — Jæja, hvað mundirðu borga mér i'yrir sams konar vinnu, ef ég flyttist heim og fengi vinnu hjá Vikunni við ljósmyndagerð? — Ætli þú fengir ekki svona fjögur þúsund krónur á mánuði. — Ekki meira? En það er nú kannski ódýrara að lifa heima. — Jú, ætli það ekki. — Hvað geturðu gert við drenginn, meðan þú ert að vinna? — Dísa hefur hann fyrir mig. Það er þessi, sem þú varst að tala við áðan. Við erum nágrannakonur. —- Kann hann nokkuð í islenzku, drengurinn þinn? — Hann getur sagt „Elsku mamma mín.“ Það er öii islenzkan hans. Mamma kom hingað vestur til min einu sinni. Henni fannst mjög skrýl- ið, að strákurinn skyldi bara tala ensku. — Finnst þér ekki talsverður munur á lifnaðarháttum hér og heima? —• Jú, það er veðráttan, sem á þátt i því. Ég get ekki sagt, að ég komi inn fyrir hússins dyr á sumrin nema til þess að sofa. Það flytja sig allir út, og flestallir eiga báta og vatnaskiði. — Hefur þú reynt vatnaskiðin? —Svona næstum á hverjum degi sumarmánuðina. Við höldum næst- um þvi til á ströudinni. Það er mjög heitt á sumrin, stundum óþægi_ lega heitt, og allir reyna að hafa kælingu í íbúðarhúsunum, sérstaklega i svefnherbergjunum. — Og húshaldið verður þá mjög frábrugðið, er ekki svo? —■ Nokkuð svo. Við förum á þessa súpermarkaði einu sinni í viku og birgjum okkur upp að matvöru. — Eigið þið bil? — Já, allir eiga bil, og margir eiga tvo. — Það er meiri búsældin. — Migslangar lil að kúvenda i lokin og spyrja þig að öðru, sem er ekki beinlínis þessu viðkomandi: Hver er munurinn á islenzkum og bandariskum karlmönnum að þínum dómi? — Ég mundi segja, að íslenzkir karlmenn séu ekki eins miklir herrar, þegar kvenfólk er annars vegar. Þeir bandarísku fara út úr bílnum og opna fyrir mann dyrnar, og þeir opna dyrnar á húsinu og hjálpa konunni i kápuna, að minnsta kosti, þegar hjón fara saman út. Þeir taka nei fyrir nei og ekkert þras með það. íslenzkir karlmenn fara öðruvísi að. Ég mundi segja, að þeir færu miklu beinni leið að mark- inu, sem er auðvitað það sama hjá báðum. — Já, við erum víst óheflaðir ruddar. — Onei, það er nú ekki rétt. En þið eruð ekkert sérstaklega fágaðir eða rómantískir i þessum málum. — Hvernig ætti rómantík að þrífast í rigningunni heima. Það yrði nú einhver útsynnisbragur á henni. — Það má enginn skilja þetta svo, að mér líki ekki vel við landa mína. Ég hef bara orðið vör við þennan mun á framkomu gagnvart kvenfólki. — Farið þið oft út að skemmta ykkur hérna? Ransy vinnur í ljósmyndadeildinni hjá dagblaðinu Times Herald í Newport News. Hún er hér að athuga filmu ásamt yfirmanni deildarinnar. — Það er það, sem ég sakna einna mest að heiman, að hérna eru eiginlega engir staðir eins og Borgin og Röðull, sem voru mjög vinsælir staðir, meðan ég var heima. Við islenzku konurnar förum mjög sjaldan út á dansstaði og ekki oft í bió. — Og að lokum, Ransy, hvernig kanntu við fólkið, sem þú hefur kynnzt, starfsfólkinu á blaðinu, nágranna þina og aðra, sem þú hefur haft einhver samskipti við? — Mér fannst fólkið strax mjög hjartagott og hjálpsamt, og mér finnst það enn. Það er ákaflega kirkjurækið; ég held, að hver einasti maður í nágrenni við mig fari i kirkju á hverjum sunnudegi, og sumir eru hneykslaðir á því, að ég fer aldrei i kirkju. Það er eitthvað eftir af íslendingnum í mér. Ég segi þeim bara, að ég trúi á guð og hafi það mál fyrir mig. Mér finnst alveg dásamlegt að vinna á blaðinu; sér- staklega er yfirmaður minn x Ijósmyndadeildinni prýðilegur maður. Hann heitir Bill, og ég skal senda þér mynd af okkur við mynda- vinnslu. — Viltu svo skila kveðju til. allra kunningja og skyldmenna heima frá okkur islenzku konunum i Hampton. G.S, íslenzkir blaðamenn og islenzku konurnar fimm, sem búsettar eru í Hampton. Fremri röð frá vinstri: Guðrún, sem nú er frú Snead, Thorolf Smith, Ragnheiður, sem nú er frú Rancy Morr og átti viðtalið við blað- ið, sem hér birtist, Gísli Sigurðsson og frú Guðrún Krantz. Aftari röð frá vinstri: Magnús Óskarsson, Páll Beck, Gísli J. Ástþórsson, frú Dísa Williams, Haraldur Hamar, Erlingur Davíðsson, frú Elrna Quelch, Jakob Ó. Pétursson og Tómas Karlsson.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.