Vikan - 17.08.1961, Síða 6
ÓTT ég hafi aldrei verið trúaður á spásagn-
ir og fyrirboða, greip mig undarleg kvíða-
kennd, þegar Matthias, sonur minn, kom
hlaupandi inn til mín þennan drungalega jan-
úarmorgun og sagði mér, að kanarífugl lœgi
dauður undir ferskjutrénu í garðinum. Ég stóð
uppfrá borðinu og fór út á eftir drengnum að
litla, afgirta trjáreitnum, og þar, i héluðu gras-
inu, lá tætingslegt smáfuglshræ. Ég þurfti ekki
að rannsaka það nánar, brúnn fjaðurtoppurinn
á höfðinu leiddi þegar i ljós, að þetta var kan-
arifugl vinar míns og starfsbróður, Alexanders
Zoffanys. Illur grunur gagntók mig, og eftir að
ég hafði kvatt konu mína 1 skyndi, hraðaði ég
mér til íbúðar starfsbróður mins.
Þegar ég kom að hinni háreistu byggingu í
barokkstil við Helgelstræti, leit ég strax upp í
gluggann á annarri hæð og sá þegar, að ekki
var allt með felldu. Gluggi á íbúð vinar míns
stóð upp á gátt, svo að gluggatjöldin, sem dreg-
in voru fyrir blöktu i vindinum. Ég tók eftir,
að lögregluþjónn stóð fyrir utan og horfði lika
upp í gluggann. Ég bað hann að koma með mér,
og við gengum saman upp.
Morgunblaðið var óhreift, ýtt til hálfs gegnum
bréfrifuna á liurð Zoffanys. Ég hringdí. Ekkert
svar. Ég reyndi hurðarhúninn. Dyrnar voru
læstar. Þar sem ég var orðinn mjög órólegur,
bað ég lögregluþjóninh að vera á verði, á með-
an ég næði í húsvörðinn. Hann opnaði dyrnar,
og við gengum inn í dimma forstofuna. Gasþef
sló á móti okkur. Við skunduðum inn í eldhúsið
og fundum þar versta grun okkar staðfestan.
Á eldhússgólfinu lá Alexander látinn. Hann
var klæddur iiáttfötum, i morgunslopp. Úfið,
rauðbrúnt hárið myndaði eins konar óreglulegan
dýrðarbaug um höfuð hans. Yfir andlitinu, sem
enn þá var unglegt þrátt fyrir fjörutíú ára aldur,
var upphafin rósemi, og og freknurnar á enn-
inu og gagnaugunum stungu undarlega í stúf við
vatnsgiært hörundið. Grannur hálsinn með
frams'æðu barkarkýli bafði sveigzt til hliðar,
og skyndilega beindist athygli mín að því eins
og fyrir einskonar vélræna sefjun, að efstu töl-
una vantaði á nátttreyjuna upp við hálsinn, ]iar
sem enn þá lafði slitinn ])ráðarendi eins og ör-
lítil rófa. Á næsta augnabliki stökk ég til og
skrúfaði fyrir gaskranana, á meðan lögreglu-
])jónninn rannsakaði líkið. Úrskurður hans v;ir,
að Zoffany væri nýlátinn, ])ar sem líkaminn
væri ekki enn farinn að stirðna.
Oft er það svo, að voveiflegir atburðir láta
mann furðu-ósnortinn fyrst í stað. Það er ekki
fyrr en frá líður, að áhrifin segja til sín. Þannig
var einnig um mig í þetta sinn. Á meðan lög-
regluþjónninn rannsakaði líkið og skrifaði hjá
sér niðurstöður sínar og húsvörðurinn reif
hvern gluggann af öðrum upp á gátt, varð mér
reikað inn i setustofuna og litaðist þar um.
Við hliðina á glugganum hékk tómt fuglabúr,
opið. Á borðinu voru kaffikanna, notaður bolli,
haugur af vindlingastúfum og stílabók. Af augna_
blikshvöt stakk ég bókinni í vasa minn.
Lögregluþjónninn,sem hafði gert lögregluj-
stöðinni viðvart, lagði nú fyrir mig spuruing-
ar: hver hinn látni væri, hvort ég gæti getið
mér til um orsök þess, að hann kaus að binda
endi á líf sitt o. s. frv. Ég svaraði, að Alexander
Zo/fany, starfsbróðir minn, hefði verið tónlist-
arkennari, hann hefði verið ókvæntur og að ég
hefði aldrei veitt neinu þvílíku eftirtekt, sem
bent gæti til orsakar fyrir þessari hræðilegu
ákvörðun hans.
Þegar ég var kominn heim og liafði sagt konu
minni þessa hörmulegu tíðindi, dró ég mig i
hlé inn í skrifstofu mína til þess að athuga nón-
ar stílabókina,sem ég hafði stungið á mig. Hún
reyndist vera dagbók starfsbróður míns fram
til banadægurs hans.
Vesalings Zoffany! Hver hefði getað ímyndað
sér, að undir hinu rólega, hlédræga yfirbragði
hans dyldist höfundur annarlegrar dagbókar
þvílíkra þjáninga? Og hve yfirþyrmandi það
var fyrir mig að sjá, að ég, sem hafði tjáð lög-
regluþjóninum, að ég gæti á engan hátt getið
mér til um orsök harmleiksins, — að einmitt
ég hafði komið honum út á braut ógæfunnar
með einni vanhugsaðri, blaðurskenndri athuga-
semd!
En læt ég fylgja strax á eftir dagbók A. Zoff-
aiiys, svo að lesandinn geti sjálfur dæmt um
þetta dapurlega, óvenjulega plagg:
Sunnudagur, í okt. 19 .. .
Þegar ég var á gangi i dag með starfsbróður
mlnum Gilpin, gengum við fram hjá unglings-
stúlku, sem var á göngu með jafnaldra sinum.
Hún er nemandi minn. Gilpin sagði brosandi:
„Það er sagt, að hún sé gefin fyrir piltana.“
Kynleg óró greip mig, þegar ég virti fyrir mér
fegurð hennar og þroskaðan vöxt. Heimska mið-
aldra piparsveins? Ég gat ekki gert við þessu.
Seinna, þegar ég gekk út úr húsinu, mætti ég
lienni af tilviljun á leið til kirkju. Ég varð
henni samferða þangað, og við töluðum saman.
Þá flugu þessar ljóðlínur gegnum hugann:
Þú gengur nú við hlið mér, fagra fljóð,
með ljúfu gáskahjali, grunar sízt,
að girnd mitt hjarta nístir, dökk sem blóð!
Nei, heyrðu nú, gamli skröggur, hvers konar
fjarstæða er nú þetta eiginlega? Hugsanir henn-
ar eru vissulega einvörðungu bundnar við henn-
ar eigin jafnaldra.
5. október.
Hún er gáfuðust af námsmeyjum minum og
þeirra færust i tónlistinni. í dag dvaldist hún
eftir til þess að láta mig vita, að hún hefði
látið skrá sig á íyrirlestranámskeið í tónlist á
kvöldin i saliialiúsi borgarinnar. Hvernig getur
hun, menntaskóiastúikan, gefið sér tíma til auka-
náms? A ég að taka þessa óvenjulegu velþóknun
á kennslugrem minni sm dulda gulihamra gagn-
vart sjáiíum mér? lienni varð einnig skrafdrjúgt
um leikrit eftir O'Neill, — annað eítir mitt. . .
19. oklóber
í dag sendi ég þessa Hildu til kollega mins,
Lorands, tii þess að íá lánaða ljóðabók. A eftir
spurði hann: „Hver er þessi stúlka, sem þú send-
ir tii min? Eg héit hún væri írú i heimsóknl
Einkarírið og fönguieg stúlka. . . . iiektor kom
auga á hana og sagði við mig með sannri hrifn-
ingu: „Þetla er sériega vei sköpuð slúlka, eí
skoiasijóra ieyiist að laka svo tii orðal“
Þessi ummæii virðuiegu starísbræðra koma
mér undariega úr jaínvægi og ýta undir draum-
ora mina.
12. nóvember.
Hún var fjarverandi úr skólanum í tvær vik-
ur, því að hún haíði dottið og meitt sig á hnénu.
Pegar hún kom aftur, haiði hún enn vaíið um
íótiun; seinna, þegar hún hafði tekið af sér
umbúðirnar og dvaidist eitt sinn eftir til að
spyrja mig einhvers, sýndi hún mér örin á
hnénu.
A ég að draga nokkrar ályktanir af sliku?
Gættu þin, viðkvæmi piparsveinn, vantreystu
bendingum, sem eins og vitna þrá þinni i hag.
Þú ert of sjálíshoilur túlkandi, allt þetta þarf
ekki að merkja neitt.
Eítir að bekkurinn hennar var farinn í dag,
fann ég hanzka, sem hún haíði skihð eítir í
borðinu siuu. Ég stakk þeim niður i tösku mína
og ætiaði að færa henni þá heirn, — hún hýr
nefnilega skamml irá mér, i Kóiíhri-götu. En
ég gekk fram hjá heimili hennai' án þess að
koma þar við.
Hvað gengui' eiginlega að mér? Aldrei hefur
mig grunað á 20 ára starfsferii minum, að svona
auðvelt væri að setja mig úr jafnvægi. Bjána-
skapurl Ég verð að herða mig upp.
13. nóvember.
í dag kom hún í stofuna til mín að spyrja um
hanzkana og skila bók um Grieg, sem hún hafði
tekið af misgáningi! Ó, þú andi Freuds, hvernig
á ég að skilja þetta? „Gleymdi“ hún hönzkunum
i sama skyni og konur fyrrum, þegar þær létu
vasaklúta sina detta, eða var það ómeðvituð
tjáning óskar um að vitja staðarins aftur? Tók
hún bókina um Grieg vegna undirvitaðrar vissu
um tengsli hennar við mig? Ég er aftur orðinn
miður mín. Ég er nefnilega gamall til að skilja,
hvað hugsanir mínar eru fráleitar og út í hvers
konar ófærur þær geta leitt mig, en hin heimsku-
lega rómantík vindur mig milli greipa sér.
20. nóvember.
í dag komu þrjár aðrar stúlkur úr eldri deild-
inni til að spyrja mig um týnda muni. Það
hefur aldrei áður komið fyrir í þessari deild.
Ein af þessum þremur var Jóhanna, sem eins og
Hilda er mjög þroskuð llkamlega og hefur líka
lifandi áhuga á kennslugrein minni. Hún hafði
gleymt lindarpenna. Einnig hún hefur dvalizt
eftir tvisvar eða þrisvar til að spyrja mig um
eitthvað.-Augnaráð hennar er djarflegt, og það
er eins og í því sé fólgin eldur. Samt óttast ég
hana ekki. Hún virðist lostahneigð og undir-
förul.
Ég var að lesa yfir það, sem ég var að enda
við að skrifa, og það fer um mig annarlegur
hrollur. Eru þessar lágkúrulegu hugsanir mínar
eigin? Get ég verið svona ólíkur þeirri hugmynd,
sem ég hef gert mér um sjálfan mig? Mér finnst
eins og óþekkt ófreskja hafi búið um sig í brjósti
mínu.
6 VIKAN