Vikan


Vikan - 17.08.1961, Blaðsíða 12

Vikan - 17.08.1961, Blaðsíða 12
gólfreflinum, hallaði höfðinu þvi sem nœst að barmi hans, og þunnur, allt að því gagnsær nátthjúpurinn gerði mjúkan og fagurmótaðan líkama hennar naktari en nakinn. Hann vafði hana örmum og hvíslaði örlágt i eyra henni: „Jorge Gomez er niðri í kjallaranum, i leyniklefanum. Hann kom hingað Eyrir svo sem hálftíma, dulbúinn sem bóndi. Auðvitað hafði hann afráðið að flýja annað, en uppreisnarherinn reyndist snarari í snúningum en hann hafði gert ráð fyrir. Og han er allt of séður til þess að hyggja á frekari flótta að svo stöddu, þegar milljónir fyrrverandi þegna hans bíða þess með óþreyju að hafa hendur i hári hans og mega tæta hann í sundur lim fyrir lim. Hann bíður áreiðanlega. Hérna. . .“ Hann sleppti takinu, gekk skref frá henni og virti hana fyrir sér. Hún starði á hann stórum augum. „Og hve lengi heldurðu?“ spinrði hún. „Hef ekki minnstu hugmynd um það,“ svaraði Delgado. „Vitanlega vill hann komast á brott eins fljótt og auðið verður, en hins vegar verðum við að taka það með í reikninginn, að hann er slægur og tortrygginn og teflir ekki á tvær hættur. Honum er lífið það kært, þótt ekki væri vegna annars en auðæfanna, sem hann vill áreiðanlega njóta.“ „Er hann vellríkur?" spurði Caróla. / /elgado hló við. „Ætli hann eigi ekki um fimmtiu milljónir i Sviss i reiðufé og svona á að gizka tuttugu og fimm milljónir á Spáni, aðrar tuttugu og íimm milljónir i Bandarikjunum og svo lægri upphæðir hér og þar . . . .“ „Er hann svona geysilega auðugur?“ spurði hún. „Og sennilega enn auðugri," sagði Delgado. „Beltið hans er úttroðið — af þúsunddalaseðlum geri ég ráð fyrir." „Tonio, hvað eigum við til bragðs að taka?“ „Ekki neitt, eiskan mín, ekki neitt. Við verðum að gera okkur það í hugarlund, að hann sé alls ekki hérna, að fylgsnið standi autt sem fyrr. Það er eina von okkar, til að allt fari vel. Það liður áreiðanlega á löngu, áður en þeim kemur til hugar að leita hans hér, cg sennilega dettur þeim það aldrei i hug. Ef við förum að öliu með gát og látum sem ekkert sé, höfum við ekki neinu að kvíða, — að minnsta kosti ekki í bráð.“ Hann lokaði fyrir kalda vatnið og leiddi eiginkonu sina aftur til rekkju. Langa hríð lágu þau þögul og hreyfingarlaus í svölu náttmyrkrinu. Delgado vruð þess allt í einu áskynja, að hann var ósjálfrátt farinn að leggja við hlust- irnar, ef eitthvað skyldi heyrast úr kjallaranum. — „Hvílík fásinna, hugsaði hann með sér. „Þótt Gomez öskraði eins og villidýr þarna inni í fylgsninu og berði aila veggi, gat ekki nokkur sála til hans heyrt, jafnvel ekki þótt maður væri staddur niðri í kjallaranum og hlustaði eftir hljóði þar að innan.“ Caróla sneri sér að honum. „Tonio,“ hvíslaði hún. „Eg er svo ákaflega hrædd.“ „Það er ég lika, dúfan min,“ hvislaði hann. „Það er ég líka.“ „Mér finnst einhvern veginn, að hann hljóti að heyra allt, sem við segjum og gerum,“ hvislaði hún enn. „Hann getur ekki heyrt neitt til okkar,“ svaraði Delgado. „Eg veit það. . . . ég veit það. En mér finnst Það samt,“ sagði hún. eitin, sem þeir gerðu að Gomez einræðisherra, átti sér enga hliðstæðu í sögu landsins, og hafði þó ýmislegt gengið þar á um dagana. Þar sem uppreisnarmenn þóttust þess fullvissir, að dvöl hans í París eða New York, Miami eða Havana mundi ekki verða leynt, og þar sem þeir töldu sér hafa tekizt að loka fyrir honum öllum hugsanlegum leiðum til undan- komu töldu þeir ekki annað geta komið til greina en að hann hefðist við í einhverju fylgsni innan landamæranna. Og auk þess sem þá klæjaði í lóf- ana af löngun til að taka duglega til hans, stafaði þeim bráðasta hætta af návist hans. Þess vegna var ekki hikað við að leggja gífurlegt fé til höfuðs honum, — tuttugu og fimm þúsund gulldala verðlaun til handa hverjum þeim, sem gefið gæti upplýsingar um núverandi dvalarstað hans. Og leit- inni var haldið áfram af kappi. Uppreisnarforinginn sjálfur hrópaði til mngsins, sem hlýddi ræðum hans: „Við skulum handsama ófreskjuna, hvað sem það kostar og hversu langan tíma, sem það tekur. Til þess verður ekkert sparað, hvorki fé né blóð. . . Við hengjum hann hlekkjaðan á hæsta gálga, og þar skal skrokkur hans rotna ...“ ........ Og fylgismenn Gomezar, þeir áttu ekki sjö dagana sæla næstu mánuð- ina. Margir þeirra létust í höndum uppreisnarmanna, þegar þeir voru pyndaðir til sagna um fylgsni hins fyrrverandi einræðisherra, en aðrir óskuðu þess hástöfum að mega deyja, ef Þeir höfðu Þá enn afgangs nokkuð af rödd sinni Delgado færði Gomez fréttirnar af ástandinu, þegar hann opnaði fylgsnisdyrnar og leit inn til hans um lágnættið. „Þeir drápu Pedro Marti i gær,“ sagði hann, „höfðu pyndað hann til sagna fullar þrjátíu og sex klukkustundir í einni striklotu. Grinde sætti færis og skaut sig; þeir neyddu hann til að vera áhorfenda að því, er þeir nauðguðu e.nkadóttur hans, en létu hann svo lausan, svo að hann gæti hugsað málið. Að því er ég bezt veit., hafa þeir þegar pyndað til bana um fimmtiu manns, sem þeir töidu ekki ósennilegt, að heíðu einhverja hugmynd um, hvar þú mundir niður kominn.“ Gomez yppti öxlum. „Það er ekki hægt að hræra jólaköku án þess að brjóta nokkur egg í hana. Blessaður, taktu þessu með ró. Etia hefurðu orðið var við nokkuð grunsamlegt, að fyigzt væri með ferðum þinum eða þess háttar?" „Nei, ég er viss um, að þeir hafa mig ekki grunaðan enn“, svaraði Delgado. Og svo tók Gomez að ganga fram og aftur til að liðka sig. Hann var orðinn skjannahvítur í andliti, og hann hafði létzt um að minnsta kosti fimmtán pund. Hann var önugur, en hafði þó alla stjórn á sér. Skipu- lagsgáfa og nákvæm fyrirhyggja hans í smáu sem stóru, sem einkennt hafði hann alla ævi, hafði sizt sljóvgazt. Hann þaulhugsaði alla hluti. Þannig var það til dæmis um baðið. Hann fór í bað aðra hverja nótt. Hvert atriði þeirrar athafnar fór fram samkvæmt nákvæmu skipulagi. öllum dyrum var harðlæst, tjöld dregin fyrir alla glugga. Caróla stóð á verði við einn gluggann, sem sneri út að götunni. Svo gengu þeir Delgado og Gomez, báðir afklæddir, inn i baðherbergið, Gomez fór í bað, en Deigado stóð vörð fyrir innan dyrnar. „Vitanlega verður þú líka að afklæðast," sagði Gomez óþolinmóður, þegar Delgado hreyfði mótmælum. „Setjum svo, að leitarmenn komi, á meðan ég er i baðinu, og setjum svo, að ég sleppi með naumindum niður i fylgsni mitt. En hvermg ætlarðu þá að útskýra það fyrir þeim, að bað- keriö er íullt af vatni, eí Þú ert ekki sjálfur afklæddur ? Segðu mér það, beinasninn þinn, ha?“ Pegar þannig voru liðnar fullar fimm vikur, brá svo við, að Gomez sýndist þaö öruggara, að Delgado stæði vörð við giuggann, en Caróla íyrir innan baðnerbergisdyrnar. „Þaö væri mesta glapræöi," maidaði Deigado i móinn. „Eg er svo nátt- blindur, að ég sé ekki spónn frá mér, þegar dimma tekur. Það er einmitt þess vegna, að ég ek biinurn aidrei sjálfur eftir sólarlag." Gomez giotti.". Það er ekki það, sem mestu máli skiptir,“ sagði hann. „Þú ert neínilega eidíljótur að hugsa og atta þig á hlutunum, þegar með þarf, — það veit ég.“ Hann hélt niður stigann og brosti i kampinn. Næsta kvöld ræddi hann máiið umbúðalaust. „Eg ber raunir minar eins og hetja, það verðurðu að viðurkenna,“ sagði hann. „Eg er meira að segja ánægður með dvölina hérna hjá þér, eítir þvi sem efni standa tii. En þó er það eitt, sem farið er að vaida mér nokkrum óþægindum, — kvenmannsieysið, skiiurðu. Siöan ég var á íimm- tánda árinu, hef ég aidrei getað veriö kvennmannsiaus tii lengdar." „Þessu hef ég iika buizt við," svaraöi Deigado. „Þess vegna hef ég verið að hugleiða, hvernig þaö mál yrði bezt leyst. Við gætum boðið heim nokkr- um konum, og einhver mundi areiöaniega . . . „Rólegur, kunningi," greip Gomez fram í fyrir honum. „Hver sú lausn, sem heíur það i för með sér, að einhver þnðja manneskja fái grun um dvaiarstað minn, er fyrir fram dauðadæmd, skilurðu. Og hvað þá . . Delgado þagði. „Þú lánar mér þvi Carólu i nokkrar klukkustundir næstu nótt,“ mælti Gomez oíboð róiega. „Hlustaðu nú á mig, Jorge,“ sagði Delgado. „Þú dvelst i húsi minu. Við hættum iifi okkar þin vegna. Er þér það ekki nóg?“ „Nei, — ónei, vinur minn,“ svaraði Gomez. „Mér er það neínilega ekki nóg. Eg er sárþurfandi fyrir kven- mann, og ems og á stendur, þá er mér aðeins ein kona af ölium konum i víðri veröld tiltækileg, — Caróla. Þess vegna verð ég að fá Carólu. Næstu nótt, skilurðu." „Kemur ekki til greina.“ „Taktu nú sönsum, Tonio minn góður. Einhvern tima rennur sá dagur upp, er ég yfirgef hús þitt. Þá verð ég Þess umkominn að launa þér eða refsa, eftir þvi sem inér býður við að horfa. Þú hefur þvi ekki nema um eitt aö velja, skilurðu það ekki? Heidurðu ekki, að mínir menn veiti Pví athygli, hvernig ég lit út eftir vistina hjá þér, þegar þaö aö kemur? Hvað heldurðu, að þeir segi, ef ég verð náföiur, skinhoraöur og titrandi? Ætli ég neyöist ekki til þess að segja þeim, að þú hafir haldið mér ínnilokuðum eingöngu til þess að krefjast hærra lausnargjalds, — já, eða að hálfu fjandmanna minna? Þeir brytja þig í spað, elsku vinur, það máttu bóka, hvort heldur það verða nú fjandmenn rninir eða fylgis- menn . . .“ „Ég ætti vitanlega að myrða þig,“ sagði Delgado, „og það á stundinni." „Vitanlega ættirðu að gera það,“ svaraði Gomez og glotti við tönn. „En þú getur það bara ekki, þú hefur ekki það skap, vinur sæil. Þess vegna áttu ekki nema um eitt að velja." ANN gekk aftur inn í fylgsnið. „Nú lokarðu dyrunum, og aðra nótt stendur svo Caróia vörð fyrir innan baðherbergisdyrnar. Þótt þú sért náttblindur, þá verð ég að hætta á það. Ég er ekki nein kveif. Jú, ætli ég hætti ekki á það, vinur sæll!“ „Það geri ég aldrei!" svaraði Delgado. „Jú, það gerirðu einmitt," sagði Gomez. „Og fjandinn hafi það, — hættu þessum leikaraskap, og láttu ekki eins og þú sért að fórna lífinu fyrir mig. Hvað ætli þig muni um að gefa mér annan bita af brauðinu ? Ég hef nartað í það áður, eins og þú manst. Þú lifðir það af, þegar ég tók hana með mér til sumarsetursins, og ætli þú lifir það ekki lika af i þetta skipti? Svona, lokaðu nú fylgsninu, og hafðu þig á brott. Þú hagar þér eins og íermingardrengur, svei mér þá!“ Delgado lokaði fylgsninu og hraðaði sér til síns heima. Caróla var sofnuð, þegar hann kom inn í svefnherbergið, en vaknaði óðara. „Mér dvaldist lengur niðri en ég bjóst við,“ sagði Delgado. „Var eitthvað að?“ spurði hún. „Ekki annað svo sem en við mátti búast. Hann er að drepast úr kven- mannsleysi," svaraði Delgado. Rétt sem snöggvast var eins og hún stæði á öndinni. „Einmitt það,“ mælti hún hvísllágt. „Þú verður að flýja tafarlaust til Bandaríkjanna. Við bæði ...“ „Og vera síðan á flótta alla okakr ævi,“ svaraði hún. „Og auk þess getum við ekki flúið land eins og á stendur, það veiztu sjáifur. Við komumst ekki yfir landamærin." „Ég sagði honum, að okkur mundi einhvern veginn takast að útvega honum kvenmann," sagði Tonio. „Og Það gætum við. En hann má ekki heyra það nefnt." „Það skil ég mætavel," svaraði hún. „Það yrði að vera náin vinkona okkar, einhver, sem við gætum treyst i hvívetna. Og við höfum ekki leyfi til að krefjast þess af neinni vinkonu okkar, að hún leggi sig í þá hættu, sem því er samfara að vita dvalarstað hans. Það kemur alls ekki til greina.“ „Þá er ekki nema um eitt að velja,“ andvarpaði Tonio. „Almáttugur, ___ ég má ekki einu sinni til Þess hugsa! Þessi bölvaður erkiþræll og þorpari!" Caróla settist upp við dogg. „Hlustaðu nú á mig, Tonio,“ sagði hún. „Hérna í fyrra skiptið, Þegar það gerðist . . . þetta, sem okkur hefur komið saman um að minnast aldrei á , . . . mundi hann ekki hafa drepið þig þá ef þú hefðir ekki látið undan honum?“ Delgado kinkaði kolli lítið eitt. „Og það færi eins núna, ef þú létir ekki undan honum, sannaðu til, þó að það dragist kannski eitthvað, — ef til vill ár, ef til vill ekki nema fimm, Framh. bls. 32. 12 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.