Vikan


Vikan - 17.08.1961, Side 18

Vikan - 17.08.1961, Side 18
jSpennandí 09 sbmmtileg nstnr- sngn eftir Pntríkn Fentvicb 6. hluti FORSAGA: Hjá Treviein-fjölskyldunni í Lund- únum ver-ður mikið uppnám út af bréfi frá Jóni nokkrum Convoy, bú- settum í Brasilíu. Segir hann lát Ter- ens, bróður frúarinnar, Kitty. Tremei, sem arfleitt hefur hana og börn henn- ar, Mikka, Lísu og Marín, að gisti- húsinu, Monte Paraiso hjá Nova Fri- burgo, einhvers staðar í fjöllunum við Ríó de Janeiro. Þau ákveða að f lytjast þangað og annast rekstur gistihúss- ins. Marín, sem er skapheit stúlka, bregður heiti við unnusta sinn, Andrés Connor, og Mikki trúlofast Beryl, eigingjömu dekurbarni, sem á að koma á eftir þeim að nokkrum mán- uðum liðnum. Hús sitt selja þau upp í ferðakostnaðinn, og þegar til Ríó kemur, lendir Kitty í þrætu við toll- vörð, sem staðhœjir, að þau hafi grun- samlega mikið af nýjurn fatnaði með- ferðis. Ungur Bandarikjamaður kem- ur þeim til aðstoðar, faðmar Lísu og segir, að þetta sé brúðarfatnaður hennar, svo að þau sleppa, en ungi maðurinn hverfur á brott. Þau setjast að í Copacabana-gistihöllinni, en Lísa, sem getur ekki gleymt unga mannin- um, sér hann þar við sundlaug, þar sem hann er að segja frá œvintýrinu og kveöst iðrast þess, aö hann hafi ekki heldur faðmað þá systurina, sem fegurri var. Um leiö kemur hann auga á Lísu, sem flýr hann, hrygg og reið. Daginn eftir ekur portúgalskur bíl- stjóri þeim síðla kvölds til Monte Paraiso, sem reynist gömul og van- hirt bygging uppi í fjöllunum, og bregður þeim i brún, en ákveða þó að lagfæra húsakostinn sem fyrst og taka á móti gestum. Fullur mánuður fer í aö mála allt og þrífa með að- stoð svertingjans, Armandos, Rósu, dóttur hans, og Tótoníos litla, sonar hennar. Mikki kaupir gamlan jeppa- skrjóð, sem ihlýtur nafniö Gceðingur. Skömm.u síðar svara þau auglýsingu í blööunum þar sem leikritaliöfundur óslcar eftir næðissömum stað til starfa, og fer svo, að hann ákveður að koma þangað. Lísa leggur af stað á Gœöingi að sækja hann og verður harla undrandi, þegar hún sér, að lúnn frægi leikritahöfundur er enginn annar en — Bandaríkjamaðurinn ungi. . . . Undir ökumanninum komið . . . ÉR, stundi Lísa, og hið innra með sér heyrði hún rödd, sem sagði: — Það var meinið, að ég valdi mér ekki þá réttu! Og hún bætti við, ósjálfrátt: — Nei, það getur ekki verið, að þér séuð Victor Cleve- land. Hann hafði brosað, en brosið hvarf, og andlit hans varð hörkulegt, þegar hann heyrði örvæntinguna i rödd hennar. — Er yður það eitthvað á móti skapi? spurði hann, og það var ögr- unarhreíiíiur í röddinni. Með tilliti til síðustu kynna þeirra var henni það rneira en lítið á móti skapi. En það gat hún vitanlega ekki látið uppskátt, til þess var herbergis- leigan allt of mikilvægleg. Hún lét því spurningu hans lönd og leið og nxælti hæversklega: •—• Ég vona, að ferðin hafi gengið að óskum, herra Cleveland. — Að undanskildum smámunum eins og flugnavarginum, hitanum, sót- reyknum frá eimvagninum og svita- svækjunni af samferðafólkinu, þá gat hún ekki orðið öllu þægilegri. Háðið í rödd hans blés að glóðum gamallar reiði, og hún kafroðnaði. Hann og vinir hans höfðu hlegið að henni við sundlaugina forðum, og enn hló hann að henni. — Bíllinn bíður v hérna fyrir utan, sagði hún stutt í spuna. Svo tók hún strikið þangað, sem jeppinn stóð, án þess að hirða um, hvort hann kæmi á eftir henni eða ekki. Hinum bílunum hafði verið ekið á brott, og Gæðingur beið einn þarna á stæðinu í allri sinni dýrð. Sólin skein á hann og afhjúpaði miskunnar- laust alla hans útlitsgalla. Blóðið i æðum hennar svali af reiði. E'f hún aðeins gæti breytt jeppaskömminni í glæsilegan fólksbíl, eins og hann hafði sennilega gert ráð fyrir að sjá þarna á stæðinu. Hún heyrði fótatak hans á bak við sig og hægði gönguna. — Sögðuð þér „bill“? mælti hann hvatskeytlega. Hefði henni orðið litið um öxl, mundi hún hafa komizt að raun um, að glettnisbrosið um varir honum dró broddinn úr spurningunni. En hún leit ekki um öxl. Og þess vegna svaraði hún og reyndi að halda röddinni i skefjum eftir megni: — Venjulegir bílar end- ast ekki lengi á þessum vegum hérna. Þetta var þó ekki sú rétta tón- létta, gamansama afsökun, sem hún hafði hugsað sér að svara gagnrýni hans, og svo bætti hún við: — Ef þér teljið yður ósamboðið að aka með mér, getið þér að sjálfsögðu fengið leigubíl. Það varð andartaksþögn, áður en hann svaraði: — Ég er reiðubúinn að hætta á hvað sem er. Af stað! Að svo mæltu dengdi hann handtöskunni upp i aft- ursætið og settist við hlið henni. Lísa fann augnaráð hans hvila á sér, óþægilega spyrjandi og gagnrýn- andi, þegar hún ræsti hreyfilinn og setti hann í gangsamband. Hún jók benzíngjöfina, jeppinn tók snöggan kipp, en um leið drapst á hreyflinum. Reið og að örvæntingu komin reyndi hún aftur, en það fór á sömu leið. — Það getur á stunduríi komið að gagni að losa handhemilinn, mælti Victor Cleveland góðlátlega. Hún þakkaði honUm ráðið köldum rómi. Það er eingöngu fyrir uppnámiö, sem hann hefur komið mér í, að ég gleymdi að losa handhemilinri, hugs- aði hún með sér, •—. og Gæðingur rann af stað í þriðju tilraun, hálf- staður þó, og brokkaði skröltandi og hikstandi eftir aðalgötunni í' Nova Friburgo og siðan út á akbrautina upp í fjöllin. —• Er þetta langur akstur? spurði Victor Cleveland, Þegar þau höfðu farið nokkurn spöl. — Svona rúmlega ein míla, svaraði hún og starði stöðugt á veginn fram undan, sem fór sífellt versnandi. — Ein míla! endurtók hann tor- tryggnislega. -— Og þér sögðuð í bréfinu, að gistihúsið væri í Nova Friburgo . . . — Ég sagði, að það væri i grennd við Nova Friburgo. Og Það er það líka. Ein mila er ekki talin langur spölur hér í Brasilíu. —Það getur nú farið dálítið eftir veginum, svaraði hann. Hins vegar var hún ekki viss um, að Það væri ekki ímyndun, að hann hefði bætt við lágum rómi: — Og svo er Það líka undir ökumanninum komið. Hún herpti saman varirnar og ók þegjandi, eins og leið lá, og Victor Cleveland gerði ekki neina tilraun til að rjúfa þögnina. Nú var lokið þeim spotta vegarins, sem Mikki kallaði „sæmilegan", en við tók niðurgrafin hjólaslóð. Og þegar hreyfillinn hafði, að því er virtist, öldungis að ástæðu- lausu, hikstað tvívegis, drapst á hon- um. Lísa beit á jaxlinn og tók að hreyfa til alla snerla og stilla á mæla- borðinu, en það bar engan árangur. — Kannski, að ég reyni, sagði Victor Cleveland og var nú ekkert nema hjálpfýsin. — Ég hlýt að finna, hvað að er, svaraði hún i gremjutón. Svo steig húlri út úr jeppanum, opnaði hreyfil- skjólið og reyndi að rifja upp Það, sem Mikki hafði verið að kenna henni. Hún þuklaði og potaði hér og þar í þeirri von, að það sýndi, að hún hefði svo sem vit á þessum hlut- um, en með sjálfri sér bað hún þess innilega, að eitthvert kraftaverk gerðist. En það gerðist ekki neitt krafta- verk, og að síðustu varð hún að kyngja stolti sínu. •— Það mætti segja mér, að benzíndælan hefði bilað, sagði hún. — Það væri þá ekki í fyrsta skiptið ... - Það er annað en spaug, svaraði Victor Cleveland af fyllstu samúð. — Og hvað eigum við þá til bragðs að taka? — Ég er hrædd urn, að við verðum, því miður, að fara fótgángandi, það sem eftir er leiðarinnar, mælti hún og flýtti sér svo að bæta við: — Sem betur fer, er það ekki nema örstuttur spotti. —■ Og hvað eigum við að gera við . . . bilinn? — Bróðir minn kemur með hest og dregur hann heim, svaraði hún. — Já, Þér getið vitanlega beðið hérna, ef þér viljið síður ganga, bætti hún við. Nokkurt andartak virtist hann vera á báðum áttum. — Allt í lagi, sagði hann loks. — Þá bíð ég. Að svo mæltu dró hann dagblað upp úr vasa sínum, Þetta var sú móðgun, sem fyllti mælinn. Lísa hélt á brott án þess að svará honum einu orði, en hann sat hinn rólegasti og fór að lesa dag- blaðið. Allt í hönk. £*ÖLIN skein miskunnarlaust á \ skýlulausan koll henni, og há- hælaðir skórnir gerðu henni erf- itt um gang á vegleysunni, — hún hafði alls- ekki gert ráð fyrir Því, þegar hún ók að heiman, að hún Þyrfti að koma fótgangandi til baka, og enn var að minnsta kosti tveggja til þriggja kílómetra leið heim að Monte Paraiso. En reiðin knúði hana áfram, að minnsta kosti fyrst í stað. Þegar hún hafði farið á að gizka þriðjung leiðarinnar, var hún þó að Þrotum komin af þreytu og hita, og auk þess hafði hún snúið sig um ökl- ann að minnsta kosti tvívegis. Hún óskaði bæði jeppanum og Brasilíu norður og niður, þegar þögn- in var skyndilega rofin af skarkala og dynkjum, sem hún kannaðist vel við, og Gæðingur nam staðar við hlið henni. — Viljið þér ekki fá yður sæti, hérna frammi í hjá mér, ungfrú Tremein? spurði Victor Cleveland hæversklega. — Eða viljið þér held- ur fara fótgangandi, það sem eftir er leiðarinnar? Hún hafði mesta löngun til að af- Þakka boðið, en þegar henni varð hugsað til vegarins fram undan, af- réð hún Þó að taka þvi. Hann opnaði jeppadyrnar, og hún kleif upp í framsætið án þess að mæla orð frá vörum. Sjálfstraust hans var allt að því óþolandi, Þegar hann steig á benzin- gjafann, og jeppinn rann áfram, eins og ekkert hefði í skorizt. Victor Cleveland mælti ekki orð frá vörum, en glettnisbrosið, sem lék um varir honum, ögraði henni til sjálfsvarnar. — Ég hef ekki ekið þessu and- styggilega skrifli nema í hálfan mán- uð, sagði hún. — Ekki það, svaraði hann af nokkr- um áhuga. — Og hve lengi hafið þér þá haft rekstur gistihússins með höndum? Hún tók andköf. — Hvers vegna spyrjið þér? — Vegna þess að ég hef ráðgerí að dveljast þar, svaraði hann afdrátt- arlaust. — E'f kunnátta yðar á þvi sviði er eitthvað svipuð ökukunnátt- an ... Hann lauk setningunni með því að yppta öxlum. Hún hafði ráðgert að segja honum frá því með afsakandi brosi, að ef- laust mætti margt betur fara hjá þeim i Monte Paraiso. Og hún hafði gert sér vonir um að mega njóta sam- úðar hans og hluttekningar, þegar hann kærnist að raun um alla þá örðugleika, sem hún hafði átt við að stríða, eftir að hún tók við rekstri gistihússins. En þess í stað beyrði hún nú sjálfa sig svara: — Þér þurfið ekki að dveljast Þar stundinni lengur en þér sjálfur kjósið, ef yður fellur þar ekki. Það er ekki neinum örðug- leikum bundið, sem betur fer, að fá dvalargesti. Hún starði beint fram undan sér, þegar hún mælti þessi orð, en varð þess samt vör, að hann horfði á hana. — Eigið þér við, að þaö sé aðsókn að gistihúsinu, spurði hann tortrygg- inn. — Er það raunin, að marga fýsi að búa þarna uppi á öræfunum? Hún hafði líka hugsað sér að geta þess og láta þá sem ekkert væri, að í rauninni væri hann fyrsti dvalar- gesturinn. Og um leið hafði hún ætl- að að vekja athygli hans á þvi, hve gistihúsið væri dásamlegur dvalar- staður fyrir Þá, sem þyrftu ao hafa ró og næði. Hún hikaði við eitt and- artak, — hann mundi auðvitað sjálfur komast að raun um allt, um leiö og hann kæmi inn úr dyrunum. — Við þurfum áreiðanlega ekki neinu að kvíða, þegar fólk hefur lesið auglýsingarnar í blöðunum, sagði hún, en bætti svo við, eins og til afsökun- ar: — Viö höfum ekki veriö undir 1B VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.