Vikan


Vikan - 17.08.1961, Side 19

Vikan - 17.08.1961, Side 19
Fyrsti dvalargesturinn kemur til Monte Paraiso - og reynist óvænt vera - gamall kunningi! .--••••. ••:'•'> lilii y.. g-máí 36 jSJísð : '.;•••:•' :'> •:•' imi nm s > % ; ' það búin að taka á móti dvalargestum fyrr en nú. — Ég er þá fyrsti gesturinn, mælti hann þurrlega. — Hafið þér nokkuð við það að athuga? spurði hún og gerðist nú reið aftur. — E’ruð þér ekki einmitt að sækjast eftir ró og næði? — Jú, einmitt, viðurkenndi hann, ■— ró og næði. Þegar á allt er litið, er ég viss um, að staðurinn verður við mitt hæfi ... það er að segja, ef hægt er að búa þægilega að manni. Hann leit á hana. — Er það hægt? spurði hann. Hann er gersamlega óþolandi, hugsaði hún með sér, -— sérgóður og hégómlegur. Það var ekki fyrst og fremst það, sem hann sagði, heldur hvernig hann sagði það. Maður hefði getað haldið, að hann væri að gera Þeim einhvern sérstakan greiða með því að koma til Monte Paraisb. — Ég var að spyrja yður að dá- litlu, ungfrú Tremein, sagði hann eft- ir andartaksþögn. Og Lísa, sem þoldi nú ekki lengur mátið, hætti öllum látalátum og svar- aði hreinskilnislega: — Rúmin eru hreint ekki svo slæm; dýnurnar eru að minnsta kosti þær beztu, sem völ er á hérna í Nova Friburgo, og ekki held ég, að þér þurfið að óttast matar- eitrun, enda þótt allt sé soðið og mallað á viðararni. Ef þér gerið yður hins vegar vonir um eitthvað í lík- ingu við Copacabana-gistihöilina, er ég hrædd um, að þér verðið fyrir von- brigðum. Rennandi vatn höfum við að vísu, nema þegar svo hittist á, að leiðslurnar eru stíflaðar, en rafmagn höfum við aftur á móti ekki, svo að við verðum að notast við kertaljós, ef steinoliuna þrýtur. En eins og ég tók fram áðan, mælti hún að lokum kafrjóð i andliti, — ef þér kunnið ekki við yður, þá er engin ástæða til, að þér dveljizt stundinni lengur en yður sjálfum sýnist, ... engin ástæða nema sú, að við erum sárþurfandi fyrir dvalargjaldið, hugsaði hún með sjálfri sér, og Það var ekki laust við, að hún kenndi samvizkubits. Hann þagði um hríð, og hún reyndi að geta sér til um hugsanir hans. — Það lítur út fyrir, að þetta sé allra viðkunnanlegasti staður, mælti hann loks, og hún starði stórum aug- um, hálfsmeyk við, að sér kynni að hafa misheyrzt. En svo brá við, að í þetta skipti var hann alvarlegur á svip, þar sem hann horfði á veginn fram undan, ef veg skyldi kalla. Hann er sannarlega myndarlegur, hugsaði hún með sér, en var þó ekki ljúft að verða að viðurkenna það. Og svo tók hún eftir því, að hann hélt áfram að tala. — Aðstoðar systir yðar yður ekki við gistihússreksturinn ? Nú, þarna var þá fundin ástæðan fyrir því, að hann lét sér vel lynda lýsingu hennar á aðbúnaðinum. Og enn heyrði hún innra með sér rödd hans, þegar hann sagði við hlæjandi áheyrendur sína: — Ef ég hefði bara athugað það, á meðan það var ekki um seinan, að þessi laglega, rauð- •hærða stúlka var systir hennar, þá er ekki að vita, nema betur hefði tekizt til ... Hún svaraði og heldur stutt í spuna: — Við erum fjögur um það: hliðið að Monte mamma, systir mín, bróðir minn og ég. Og nú blasti Paraiso við þeim. — Já, nú man ég, að þið voruð fjögur, sagði hann. Og svo bætti hann við: — Er þetta gistihúsið? — Já ... E’nd þótt búið væri að lagfæra ver- öndina og mála framhlið byggingar- innar, hlaut hún að játa það með sjálfri sér, að þessi „fjalla-paradís" væri ekki sérlega tilkomumikil. Henni duldist ekki heldur gagnrýnin í augnaráði Victors Clevelands, þegar hann stöðvaði jeppann á hlaðinu, en ekki sagði hann neitt. Og af kvenlegum röksæisskorti óskaði hún þess, að hann segði eitt- hvað niðrandi um staðinn, svo að henni gæfist kostur á að taka svari hans. En hann spurði aðeins, hvort hann ætti að aka jeppanum inn í bílskúrinn, — eða hafið þið kannski engan bílskúr? — Látið hann standa þarna, svar- aði hún. — Mikki sér um hann. — Eins og þér viljið, svaraði hann og seldist eftir ferðatöskunni. Og einmitt í sömu andrá birtist Marín í dyrunum út á veröndina. Það lagast, — Marín varðar. ■^•^•^ hafði notað sér tilefnið f # f og farið í smaragðgræna silki- 1 kjólinn, og rauðgullið hár hennar sindraði og glóði í sólskin- inu. En hæverskubrosið, sem hún Marín varð kafrjóð í vöngum, cnda þótt hún reyndi að taka undir við móður sína. hafði hugsað sér að taka á móti þess- um nýja dvalargesti með, breyttist í undrunarsvip, þegar hún sá, hver það var, sem var í fylgd með systur hennar. Og í stað þess að bjóða hann hæversklega velkominn, eins og hán hafði búið sig undir, spurði hún stein- hissa: — Eruð þér herra Cleveíand? Hamingjan sanna, — og við, sem höfðum gert okkur í hugarlund, að hann væri gamall og feitur .. . Og nú hlógu þau öll þrjú, — og þegar hann hlær, er hann allra við- kunnanlegasti náungi, hugsaði Lisa enn með sjálfri sér gegn vilja sinum, en hvarf samt óðara frá þeirri hugs- un sinni, — nei, hann er hégómlegur og óþolandi, og ég get ekki með nokkru móti þolað hann. Hún lét svo Marinu um að sýna honum herbergið, en sjálf fór hún að leita að móðux sinni og ákvað að hafa eins lítið saman við hann að sælda og sér væri frekast unnt, á meðan hann dveldist hjá þeim. Ef hann þá yrði hjá þeim . .. Og henni varð Það ijóst, að eigin- lega hafði hún lítið gert til þess, að hann settist að hjá þeim um stund- arsakir, öllu heldur hið gagnstæða. En hún þaggaði niður í samvizkunni með því, að eflaust gætu þau fengið mun heppilegri og skemmtilegri dval- argest. Auglýsingin átti að koma í blaðinu í þessari viku. Og þegar Mikki Framhald á bls. 38.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.