Vikan - 17.08.1961, Qupperneq 22
Klukkan var hálftólf og fólkið
byrjaði að tínast inn, mest allt hljóð-
færaleikarar, söngvarar, og aðrir á-
hugamenn um hljómlist. Það hafði
frétzt að nokkrir ágætir menn ætl-
uðu að spila niðri í Storkklúbbi, og
það eintóman jazz. Og fregnin barst,
eins og eldur í sinu, hljómlistarunn-
endur ætluðu nú ekki að láta þetta
tækifæri fram hjá sér ganga, og
hlusta nú á almennilega hljómlist, en
flestir hljóðfæraleikarar hafa megna
fyrirlitningu á rokki eða öðru þess
háttar, sem þeir berja inn í áheyrend-
ur á kvöldi hverju. Einhver heyrðist
segja, að þetta væri fyrsti vísirinn að
næturklúbb hér á landi. Og vist var
um það, að fólkið skemmti sér. Karl-
menn voru í yfirgnæfandi meiri hluta,
þó kvenmaður sæist á stöku stað, og
jazzinn flóði í kapp við góðar veigar.
Auðséð var að áheyrendur höfðu
flestir mikið vit á því, sem fór fram,
en eins og allir vita, hlusta jazzunn-
endur, ekki aðeins með eyrunum,
heldur öllum líkamanum, augnaráðið
verður annarlegt, og þeir eru allir á
valdi taktsins. Jazzinn er þeim nokk-
urs konar nautnalyf, sem blandast
blóði þeirra. Eftir tilþrifamikil sóló,
eða sérstaklega skemmtilegar improvi
sjónir, klappa þeir af mikilli hrifn-
ingu, og þeir klappa ósjálfrátt, ekki
af því að nú sé lagið búið og nú eigi
að klappa, heldur af því þá langar til
þess.
Þetta er því nokkuð ólíkt venjuleg-
um hljómleikum, eða dansleikjum,
allt er mikið frjálslegra, áheyrendur
og hljóðfæraleikarar eru í nánu sam-
bandi við hverja aðra, og það er eigin-
lega ekki nóg að segja að mennirnir
spili, heldur leika þeir sér að tónun-
um, af mikilli snilld. líkt og þeir ætli
að missa Þá öðru hverju, en grípa þá
alltaf aftur af mikilli leikni og mýkt.
En nóg um það, djammið stóð til
fimm, því marga fýsti að spila og æ
fleiri góðir menn úr salnum tindust
upp á sviðið og spiluðu öllum til mik-
illar hrifningar.
Við höfum uppi á einum af for-
stöðumönnum klúbbsins, Tómasi A.
Tómassyni, og lögðum fyrir hann
nokkrar spurningar.
— Hvað er langt síðan þessi klúbb-
ur var stofnaður, Tómas?
—- Ja, hann var fyrst stofnaður ár-
ið 1949 eða 50, og ég Þori ekki alveg
að fara með það, og Það var Svavar
Gests, sem stóð fyrir því. Hann sá
einnig lengi vel um útgáfu Jazzblaðs-
ins.
— Og hefur klúbburinn starfað af
fullum krafti síðan?
— Nei, svo dó hann í millitíðinni, en
var endurreistur árið 1958, og hefur
verið við lífi síðan.
— Hverjir voru þá aðalforystumenn
hans?
— Það voru hinir og þessir, eins og
Kristinn Vilhelmsson, Jón Páll
Bjarnason og fleiri góðir menn. Bn
Tveir forkólfar í hljómlistarlífi bæjarins
I
klúbb
svona þremur mánuðum eftir þessa endurreisn var haldin formlegur
aðalfundur og var ég þá kosinn formaður.
— En hefur ekki farið heldur lítið fyrir starfseminni í vetur?
.—, Jú, veturna 58, 59 og 60 störfuðum við reglulega,' en í vetur
hefur nokkur deyfð verið yfir þessu. Við erum orðnir gamlir og líka
orðnir þreyttir á þessu. Það vantar nýja menn, unga og áhugasama,
því grundvöllurinn fyrir jazzklúbb hér er góður, það vantar aðeins
mikið framtak.
—- Þið voruð með þetta á eftirmiðdögunum í fyrravetur, var ekki
svo?
—• Jú, en það hefur gefizt heldur illa. Stemmingin verður aldrei
eins góð, og svo reynist einnig erfitt að ná saman hljóðfæraleikurum
á þessum tíma dags, sem annars er nú auðveldasta hlið málsins. Á
kvöldin er alltaf hægt að fá fullt af mönnum til að spila, en þeir
eru ekki beinlínis upplagðir um miðjan daginn, kannski nývaknaðir.
— Hvað selduð þið inn þá?
Ársgjaldið var 120 kr. En þar að auki borguðu menn 5 kr. fyrir
gesti.
—■ Þetta hefur að minnsta kosti ekki verið dýrt.