Vikan - 17.08.1961, Side 30
HIN NÝJA LÍNA
Þeir, sem lifa á öld hraðans, öld hinna
flóknustu vísindagreina og tækni framfara
— leita hvíldar frá erli líðandi stundar í
látlausum og stílhreinum þægindum heimil-
isins.
Húsg ignaverzlun
Axels Eyjólfssonar
Skipholti 7 — Sími 10117
ER ALLS RÁÐANDI í NÝTÍZU
HÚSGÖGNUM Á MARKAÐNUM
í DAG.
Kærastinn minn heldur að skrifstofustúlkur sitji alltaf á hnjám
forstjórans — nú getur hajin sjálfur séð að j>að er ómögulegt.
— Nei og aftur nei, ég skrifa ekki ávisun með fótunuml
DAGBÓK ZOFFANÍS
Framhald af bls. 27.
arar stúlku . . . Nei, Neil I ! Allt er
blekking. Ég hef etiS af hasish, —
nærist á hillingum. Ég vil fá frið,
frið. . .
13. desember.
Noemi og Rona eru farnar.
Enda þótt starfsbró?5ir minn, Gilp-
in, væri svo vinsamlegur í dag að
hjóða mér að sjá með sér góða,
franska kvikmynd, afsakaði ég mig
með einhverjum og sat heima yfir
verkefnum, sem reyndar voru ekki
aðkallandi.
Fimm mínútur fyrir átta var bar-
ið að dyrum, — barið, en ekki
hringt! Aðeins ein . .. Ég gekk fram
og opnaði. Þarna stóð Hilda með bók
í hendi. Ég bað hana undrandi að
koma inn.
„Fyrirgefðu, en ég varð að skila
þér þessari bók,“ sagði hún óstyrk
og rétti mér eintak mitt af Rosmers-
holm.
Við fórum að ræða um leikrit, og
hún tók eftir Ástinni undir álmvið-
viðarkrónum 1 bókahillunni. Ég
spurði, hvort hún vildi fá hana að
láni eða-----hvort hún kærði sig
um að koma og lesa hana með mér.
Hún sagði, að hún vildi gjarna koma.
Okkur kom saman um að hittast
annað kvöld.
30 MHC*M
Ég þori ekki að hugsa um afleið-
ingar þessarar ákvörðunar.
14. desember.
Hún kom, mjög snoturlega klædd,
til samlestursins, og við lásum sam-
an nokkur atriði. Ástríður og ofsi
þessa leikrits hömruðu hljómlaust
í vitund minni. Raunveruleiki stund-
arinnar yfirgnæfði allan leikarskap.
Blóð mitt hrópaði: Hilda, Hilda!
Mig hafði aldrei grunað, að i mér
byggi slíkur máttur tilfinninga, —
ég hafði vissulega haldið, að sjálfs-
stjórn mín væri meiri.
Þegar við lukum við eina blað-
síðuna, hreyfðum við okkur bæði
samtímis til að fletta henni, — og
þá snertust hendur okkar. Ég leit
upp. Augu okkar mættust. Ljóðlina
eftir Dante þau sem snöggvist um
huga minn:
„Á degi þeim við lásum ekki
lengur ...“
Og strax á eftir fékk ég suðu fyrir
eyrun. Fárviðri tilfinninganna skall
á mér eins og utanaðkomandi kraft-
ur og fleygði mér til Hildu. Líkami
hennar sveigðist aftur á bak eins
og einhver forkunnarfögur Leda
undan ástaratlögum Júppiters i
svansliki, og hringiða nautnarinnar
svalg okur til sín ...
Ég bjóst við, að á eftir mundi hún
gráta. En svo fór ekki. Hún var
meira að segja kát og létt i tali. Það
verkaði illa á skap mitt, sem þegar
einkenndist af iðrun og sjálfsúsökun.