Vikan - 17.08.1961, Síða 33
síðar myrða okkur bæði í heíndar-
skyni. Og ef þú myrtir hann, •— þá
væri öll okkar fórn til einskis færð,
og við fengjum ekki grænan eyri fyrir
allt það sálarstrið og niðurlægingu,
sem ég hef orðið að þola. Það hefði
verið sök sér, ef þú hefðir myrt hann
strax.“ Hún dró ábreiðuna yfir höf-
uð sér. „Og nú fer ég að sofa,“ tuldr-
aði hún.
Þannig leið hver vikan af ann-
arri. Uppreisnarmenn leituðu Gomez-
ar i næstu húsum, en kom ekki til
hugar að leita í húsi Delgados. Á
kvöldin sátu þau hjónin og horfðu á
sjónvarpið, þangað til tími var til
þess kominn, að hann — eða hann
og hún — héldu niður í kjallarann.
Þetta var eiginlega allt komið i fastar
skorður, en vitanlega vofði sú hætta
altlaf yfir, að einhver af þjónustu-
fólkinu yrði ferða þeirra var eða tæki
að gruna eitthvað, og Delgado var
því stöðugt á verði.
„Ertu viss um, að enginn af þjón-
ustufólkinu hafi farið niður í vín-
kjallarann i dag?“ spurði hann konu
sína eitt kvöldið, þegar hann hafði
verið þar á eftirlitsferð.
Hún virti hann fyrir sér andartak,
áður en hún svaraði. „Já, það er ég
viss um. Ég hef stöðugt vakandi auga
á því. En hvers vegna spyrðu?“
„Hlustaðu nú á mig,“ sagði Delgado,
„því að þetta er ákaflega mikilvægt.
Ein vínflaskan hefur verið hreyfð
til ...“
Caróla hló dátt. „Ein vinflaska af
mörg hundruð, — nei, nú er ég hrædd
um, að taugar þínar séu farnar að
bila! Hvernig í ósköpunum heldurðu,
að þú getir séð það?“
„Þetta er siður en svo hlægilegt,"
mælti Delgado. „Það er rétt að vísu,
að þarna var um að ræða aðeins eina
vínflösku af mörg hundruð, — en það
hittist svo á, að sú flaska stendur
einmitt þar á steinhillunni, sem hægri
hendinni er stutt, þegar leynidyrnar
eru opnaðar. Það er ég, sem hef sett
hana þar — til marks. Og nú hefur
hún verið færð um nokkra þuml-
unga."
„Imyndun," svaraði Carola. „Hver
ætti svo sem að hafa gert Þaö? Þú
veizt, að ég geymi sjálf lyklana að
vínkjallaranum, þá, sem þú gengur
ekki með á þér, og ekki hef ég látið
þá af hendi við neinn ...“
„Furðulegt," varð Delgado að orði.
„Alls ekki, vinur minn. Það er ekki
nema eðlilegt, að þetta ástand sé farið
að taka á taugar okkar beggja. En
eins og þú hefur knnski veitt athygli,
þá hefur ekki verið minnzt einu orði
á Gomez eða flótta hans i sjónvarpinu
i meir en viku. Það þýðir, að þeir
eru farnir að slaka á. Fyrr en varir,
verður hann allur á bak og burt og
martröð okkar lokið. Og þá verður
þú milljónari, vinur minn ...“
lANN starði á hana. „Getur þú
•J-i sætt þig við þá tilhugsun?“
* spurði hann.
„Hún er mér að minnsta kosti ekki
ógeðfelld."
„Það er meira en ég get sagt. Ég
þigg aldrei svo mikið sem grænan eyri
úr hendi þessa erkibófa. Þegar við
loksins losnum við hann, skulum við
gera allt, sem okkur er unnt, til að
gleyma því, að hann hafi nokkru
sinni hér verið, og aldrei nefna hann
á nafn ...“
„Vertu nú skynsamur, vinur minn.
Milljón dala er drjúgur skildingur,
og þótt þér finnist kannski, að mér
beri að þola allt það, sem ég hef orð-
ið að þola, án þess að nokkrar bætur
komi fyrir, er ekki alveg víst, að ég
sé sömu skoðunar." — Henni varð
litið á frönsku klukkuna á arinhill-
unni. — „Það er víst kominn tími
til, að ég búi mig undir að fara nið-
ur,“ varð Carólu að orði, um leið
og hún reis á fætur og smeygði sér
fram hjá eiginmanni sínum inn í bað-
herbergið. „Fáðu þér konjaksstaup,
vinur minn. Þér veitlr ekki af að
styrkja taugarnar."
Þegar Delgado hafði sótt konu sina
'V* * •• 'K'-
: t* f'- . ' t. ■ . ■ % ’y ; _
’ * .***. ’■% • • * *. ' •'•’ •> ' '* ? ’
•V/ •'; ."..'i•••',;■_ t,-\ 'ý’.: •• ;• ‘v.
Serial »<>★.31«. .
SaiTlMH
GOOD H® EREEFWS nSIM!
<£ wja fMJvreu
WIUÍC 01 *0»t! 0» ímKEKl*!
II »01 I* (OHIORMIT! wt!H !M
wiiiiuii'S siuoun
CLOZONE er grófkornað þvottaefni
sem náð hefur miklum vinsældum hér
sem erlendis.
CLOZONE hefur hlotið viðurkenningu
sem úrvals framleiðsla.
CLOZONE er drjúgt og kraftmikið —
sléttfull matskeið nægir í 4,5 lítra
vatns.
CLOZONE er þvottaefnið sem leysir
vandan með ullarföt og viðkvæni efni.
CLOZONE fer vel með hendur yðar.
CLOZONE gerir þvott yðar hvítan
sem mjöll.
CLOZONE ER HVÍTAST.
Heildsölubirgðir: EGGERT KRISTJÁNSSON & CO. H.F.
Sími 11400
inn í fylgsnið klukkan þrjú um nótt-
ina, stráði hann dufti á steinhilluna
og iagði kassafjöl á gólfið við þrösk-
uld leynidyranna. Og þegar hann
kom niður í kjallarann kvöldið eftir,
komst hann að raun um, að duftið
hafði verið strokið af hillunni, en
kassafjölin lá úti á gólfi, alllangt frá
þröskuldinum ...
Næsta kvöld fylgdi hann eiginkonu
sinni niður í fylgsnið, eins og ekkert
hefði i skorizt, veitti Þvi athygli, live
hún var létt og hröð í spori inn fyrir
þröskuldinn, lokaði síðan leynidyrun-
um. Þegar hann kom inn í ibúð þeirra
hjóna, fór hann að ráðleggingu konu
sinnar og fékk sér staup af konjaki,
— fleiri en eitt og fleiri en tvö. Árla
morguns, áður en nokkur af þjón-
ustufólkinu var á fótum, ók hann á
brott í kádilják sínum og kom ekki
heim aftur fyrr en síðla kvölds. Hann
tilkynnti ráðskonunni, að hringt hefði
verið til þeirra hjóna um nóttina,
móðir Carólu hefði skyndilega veikzt
hættulega og þau hefðu tafarlaust
Framliald á næstu blaðsíðu.
VIK4M 33