Vikan


Vikan - 17.08.1961, Side 43

Vikan - 17.08.1961, Side 43
ekki þegar sagt þeim, — upplýsing- ar þær, sem ég hafði seinna aflað mér um hvarf Wallenbergs, forðað- ist ég eins og lieitan eldinn að minnast nokkuð á. En ])egar yfir- heyrslunni var lokið, tók ég að brjóta heilann um, hvernig á þvi gæti staðið, að yfirvöldin skyldu enn fara að grafast fyrir um Wall- enberg, þar sem þau höfðu hingað til gert allt, sem í þeirra valdi stóð, til þess að mál hans gleymdist. Skýringuna á þessu féklc ég nokkrum vikum síðar, þegar ég heyrði eftirfarandi fréttatilkynn- ingu í fréttatima útvarpsins: Viðræðum í Moskvu á milli sænsku stjórnarinnar og Sovét- stjórnarinnar er nú lokið. Fyrir hönd sænsku ríkisstjórnarinnar tóku þeir Erlander forsætisráðherra og Hedlund innanríkismálaráð- herra þátt í umræðunum, en Khrustjov, Bulganin og Molotov fyrir hönd Sovétstjórnarinnar. Sænsku fulltrúarnir báru fram ósk- ir um það, að Rússar gengjust fyrir nýrri rannsókn í máli sænska sendisveitarmannsins Raouls Wall- enbergs. Sovézku fulltrúarnir hétu þvi, að tafarlaust skyldu gerðar ráðstafanir lil þess að verða við þeim óskum sænsku stjórnarinnar. Þarna var þá fundin ástæðan fyrir því, að Wallenbergsmálið var tckið fyrir að nýju. Og um leið ástæðan fyrir því, að lögreglan í þessari litlu og friðsælu borg fann allt í einu villu í persónuskírtein- inu mínu. Og ég varð gripin þungum hugs- unum. Hvenær skyldi renna upp sú stund, að ég yrði frjáls að því að segja allt það, sem ég vissi um þetta mál, — að ég hefði fullgildar sannanir fyrir því, að Wallenberg liefði verið numinn á brott og lok- aður inni i fangelsi í Sovétríkjun- um, og að þeir liinir sömu og tóku h'ann til fanga héldu uppi stöðugum ofsóknum á hendur þeim, sem unnið höfðu með honum, og það eins, þótt cllefu ár væru nú liðin frá hvarfi hans? Sennilega mundi ég aldrei verða frjáls að því að segja allt, sem ég vissi. Járntjaldið einangraði mig frá þeim heimi, þar sem ég mundi frjáls orða minna. Og samt sem áður rann upp sú stund, að ég sá rofna dálitla glufu á þetta járn- tjald. Það gerðist sólheiðan októberdag, þegar bronslikneskja ein í Búdnpest var brotin af stalli sinum og miklar hópgöngur fóru um götur höfuðborgarinnar. Þá lifnuðu vonir okkar aftur. En hinn 4. nóvember höfðu rússnesku byssukúlurnar þegar aflifað þær vonir. Það verður vist öllum þungt hlut- skipti að verða að flýja fósturjörð sina, og ég dró það í lengstu lög. En dag nokkurn í desember lagði ég þó af stað og hélt leiðar minnar cftir þeim sama þjóðvegi og ég hafði farið mörum árum áður í því skyni að bjarga nokkrum ó- gæfusömum manneskjum úr hópi þeirra, sem flytja átti í úllegð. í það skipti, eins og svo oft og mörgum sinnum áður, hafði ég orð- ið að hraða för minni og þeirra, sc még veitti fylgd, cins og frekast var unnt, unz ákvörðunarstað var náð, — austurrisku landamærun- um, og handan þeirra bjó frelsið. Þannig var það einnig í þetta skipti. Ég komst til Vínarborgar og ]>að- an til Parisar, þeirrar dásamlegu borgar, þar sem óttinn og skelfing- in eltir mig ekki lengur eins og sluiggi, hvar sem ég fer, og þar sem ég er óhult fyrir rannsókriarrétt- inum í Búdapest. Ekki liafði ég dvalizt nema fá- einar vikur í Paris, þegar ég las fregn í dagblaði, sem hafði á mig djúptæk áhrif. Það var hinn 9. febrúar 1957. —- Sænski sendisveitarstarfsmað- urinn R. Wallenberg, sem á sínum tíma bjargaði þúsundum mannslífa í Búdapest, er fyrir nokkru látinn í sovézku fangelsi. Loks höfðu Rússar þá ákveðið að binda enda á Wallenbergsmálið. Eftir að þeir höfðu neitað því statt og stöðugt í full þrettán ár, að þeir liefðu minnst uhugmynd um, hvar hinn sænski sendisveitarstarfs- maður væri niður kominn eða lxvað af honum hefði orðið, viður- kenndu þeir nú opinberlega, að hann hefði verið fluttur i fang- elsi í Sovétríkjunum, og tilkynntu um leið, að hann væri látinn. Vitanlega fcr enginn að krefjast þess, að leit verði gerð að látnum mnnni. Þegar maðurinn er dauður og grafinn, er mál hans þar með Úr sögunni. Og Wallenberg er opin- berlega dauður. Hann lézt í Luby- anká-fangeísinu hinn 17. júlí árið 1947! Sjálf hafði rússneska stjórn- in ekki hugmynd um dauða hans, fyrr en svo vili til, að fangelsis- læknirinn gaf upp öndina árið 1951. Að sjálfsögðu vissi Bería, sem þá var æðsti maður rússnesku íögreglunnar, allt um þetta mál, en hann hafði því miður ekki tök á að gefa neina skýringu, þegar rannsókn þess hófst, þar sem hann var tekinn af lífi árið 1953. Fyrir utan hann var það Abakúmov einn, sem einhverjar upplýsingar hefði getað veitt, en hann var líka tekinn af lifi um þetta leyti. Þeir Bería og Abakúmov voru fjand- menn sússnesku þjóðarinnar, báðir tveir, ótíndir brotamenn, sem ráku erindi heimsveldissinna. Fangelsun Wallenbergs var einn af glæpum þeirra! Þarna hafa sovézku yfirvöldin látið sænsku ríkisstjórninni í té fullnægjnndi skýringu! Hún verður ekki vefengd, því að dauðir segja ekki frá. Fangelsislæknirinn er dauður, Bería er dauður, Abakúmov er dauður. Og Rússar fullyrða, að Wallenberg sé líka dauður. Annað niál er svo, hvort það er satt •—- cða hvort hann hafi látizt hinn 17. júlí 1947, — sé liann þá látinn. Fyrir mitt leyti tel ég, að þessi siðasta skýring Rússa sé elcki á neinn hátt scnnilegri en allar hinar. Eg trúi frekar því, sem þýzki sendisveitarstarfsmaðurinn fyrrver- andi, Ernst Wallenstein, segir, en hann er fyrir skömmn kominn heim eftir margra ára vist í sovésk- um fangelsum. — í nóvembermán- uði 1947 var Wallenberg i ldefa uppi yfir minum klefa i Lefortov- skaja! Til eru þcir menn, sem við get- um aldrei sætt okkur við að trúa, að séu dauðir, — jafnvel þótt við höfum séð lík þeirra í kistunni. Wallenbcrg_ var einn af þessum mönnum. Ég sleppi aldrei þeirri von, að ég eigi enn eftir að sjá hann á lífi... Málmgluggar fyrir verzlan- ir og skrifstofubyggingar í ýmsum litum og formum. Málmgluggar fyrir verk- smiöiubyggingar, gróöur- hus, bílskúra o fl. ■ ■■ Nýtt útlit Ný tækni Lækjargötu, Hafnarfirði. — Sími 50022. VIKAN 43

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.