Vikan - 02.11.1961, Síða 4
FOLKSVAGNINN
5 MANNA 42 HP
Ryðvarinn — Spameyfinn — Sterkur
Sérstaklega byggður fyrir
malarvegi
Sveinn Björnsson & Co.
Hafnarsfræti 22 — Simi 24204
REYNIÐ
Æcbddui,
nixMiiT.vnrzEixmm
HITUN
OFNINN MEÐ BLÁA
LOGANUM
er ótrúlega sparneytinn og
uiveg lyktarlaus.
5 iítrar af steinolíu gefa 16
klukkustunda stöðugan hita.
Grængráir, eða rjómagulir De
luxe og krómaðir.
ALADDIN INDUSTRIES LTD., ALADDIN BULDING,
GREENFORD, ENGLAND.
VIKAN
00 (SBKHIH
SVIFBÍLAR 1975.
Svifbilarnir eru merkileg upp-
finning, og um leiö svo einföld, aS
mann furðar á, að hún skuli ekki
hafa verið gerð fyrir löngu. En svo
er einmitt oft um þær uppfinningar,
sem miklum þáttaskilum valda.
Eflaust hefur fyrsta landfarar-
tækið verið einskonar sleði. En
'hjólið hefur komið furðufljótt til
sögunnar; það sýna bæði fornminj-
ar, sem grafnar hafa verið úr jörðu,
einkum úr haugum og gröfum, svo
og hellnaristur gerðar í forneskju.
Siðan hefur gerð allra landfarar-
tækja, að hundasleðum Eskimóa
undanteknum, byggzt á notkun
hjólsins — þangað til nú, þegar
svfibílarnir koma fram á sjónar-
sviðið. Því má tvímælalaust fullyrða
að þeir valdi gerbyltingu i sam-
göngum á landi.
Það er nú sannað, að það var
finnskur verkfræðingur, sem fyrst-
ur manna fann upp svifbilinn. Það
var skömmu fyrir seinni heims-
styrjöldina, og vegna þess umróts,
sem þá varð á öllum hlutum, varð
ekki úr því að hann fengi einka-
leyfi á uppfinningunni. Brezkur
náungi sá sér svo leik á borði og
„fann uppfinninguna upp aftur“
fyrir nokkrum árum, hnuplaði
henni og taldi hana sína, og sá
um smíöi á fyrsta „svifnökkvanum“,
sein nothæfur gat talizt. Upp úr þvi
hófst svo nokkurt kapphlaup i smíði
svifbíla og svifnökkva á Bretlandi
og í Bandaríkjunum, og jafnvel
Japanir og Vestur-Þjóðverjar hafa
tekið nokkurn þátt i því.
Enn sem komið er hafa Bretar
tvímælalaust forystuna. Þeir smíða
nú bæði svifbíla og svifnökkva,
sem hafa raunhæfa þýðingu sem
flutninga- og farartæki, en samt
sem áður er smiði svifbila enn á
tilraunastigi. Hinsvegar eru sér-
fróðir menn ekki í minnsta vafa
um, að þess verði ekki langt að
biða, að svfibílar og svifnökkvar
verði raunhæf og þýðingarmikil
farartæki.
Að sjálfsögðu láta bæði uppfinn-
ingamenn og aðrir, sem gæddir eru
hugmyndaauðgi umfram almenning,
gamminn geysa, þegar þeir ráðgera
þróun þessara farartækja í fram-
tíðinni, eins og meðfylgjandi mynd-
ir sýna, sem teknar eru úr þýzku
tækniblaði. Þar er gert ráð fyrir
að svifbíllinn hafi leyst venjulega
bíla af hólmi að mestu eða öllu
leyti árið 1975, og liti þá þannig
út. Hver veit?
Þá er hér önnur mynd, sem sýnir
„farartæki“ af þessari gerð, sem
þegar er i notkun — en það er litill
svifsleði, sem notaður er til flutn-
inga á sjúklingum á milli bygginga
i sjúkrahúsgarði í Aldershot á Eng-
landi. Þykir hann einkar hentugur
til slíks, þar sem hann rennur svo
mjúklega, að sjúklingarnir verða
ekki fyrir hristingi eða hnjaski.
Framhald á bls. 35.
■ /'/ZA//V/
'ý'v.
■
'
4 VIKAN