Vikan - 02.11.1961, Síða 6
Smásaga eftir Maragret Higgins Clark
ay gekk hröðum skrefum út úr tollstöðinni, fram ganginn og
siðan upp stigann að litlu skrifstofunni, stjórnaðsetri Cosmos
flugfélagsins.
1 lófa sér hélt hún á bréfmiðanum, sem sendillinn hafði
afhent henni úti í tollstöðinni: „Fagra mey — komdu i hvellinum,
svo ég geti sagt þér síðustu fyrirætlun mina, og þá langsnjöllustu,
sem mér hefur enn dottið í hug... Ástarkveðjur. Andy.“
Hún nam staðar eitt andarlak úti fyrir skrifstofudyrunum til að
kasta mæðinni. Hann hafði ekki skrifað, „Velkomin aftur!“ eða
„Key.hvað ég hef saknað þín.“ Nei — Komdu i hvellinum, svo ég
geti sagt þér siðustu fyrirætlun mína...
Hún sneri þungum signetshringnum á fingri sér. Óskaði þess að
hún hefði kjark i sér til að draga hann af fingrinum, fleygja honum
á skrifborðið hjá Andy og halda síðan brott.
Svo gekk hún gegnum aðalskrifstofuna, inn í einkakytru Andys,
án þess að berja að dyrum.
Og um leið og Andy leit upp og starði sinum brúnu augum inn
í ljósblá augu hennar, varð jþessi venjulega breyting innra með
henni. Henni rann reiðin, og í stað þess að spyrja hann snúðugt
hvað hann ímyndaði sér eiginlega að liún væri, mælti liún lágum
rómi: — Sæll og bless ...
Andy spratt á fætur og kyssti hana rækliega, virti hana siðan
fyrir sér með aðdáun og hlammaði sér svo aftur niður á skrif-
borðsstólinn.
— Og nú skaltu fá að heyra síðustu fyrirætlun mína, byrjaði hann.
— Ef þú hefur hugsað þér að láta mig hafa aðalhlutverkið með
höndum einu sinni enn, læt ég þig vita það fyrirfram, að ég hafna
því, svaraði hún.
Andy laut að henni og tók um hönd henni, og hún gerði sér
það ljóst, að nú mundi hann beita öllum sínum töfrum. — Allt
í lagi, bætti liún við og varp þungt öndinni. Hvað er það í þetta
skiptið?
— Ég vissi að þú mundir skilja mig, sagði hann og brosti glað-
lega. Kay varð starsýnt á þetta glaðiega bros, sem kom eitthvað
svo illa heim við framstæða, þrákelknislega hökuna, þegar hann
teygði sig eftir pappirsörkinni, sem var útskrifuð með tölum.
Brosið hvarf, þegar hann fór að tala. -— Kay, eins og þú veizt,
þá hefst ferðamannastraumurinn til Evrópu í næsta mánuði, og
þar sem við fljúgum til Rómar og Parísar, auk Lundúna, þá ættum
við að geta notið þar góðs af. Ef við náum ekki hærri farþegatölu
í ár en að undanförnu, fer illa fyrir okkur. Við höfum lagt liart
að okkur þessi fimm ár við að koma fótunum undir flugfélagið,
en fari reksturinn ekki að sýna einhvern hagnað, þá er úti með
gjaldtraustið i bönkunum, skilurðu.
Hann tók sér málhvíld til að athuga tölurnar.
— Ef við hefðum ráð á að auglýsa eins og stóru flugfélögin,
væri þetta allt í lagi, en nú er ekki þvi að heilsa.
— Það sem við þurfum við, er eitthvað, sem vekur almenna
atliygli á okkur, og kemur þeirri skoðun inn hjá fólki, að félagið sé
traust og öruggt.
Kay varp þungt öndinni. Þegar Andy fór að ræða fyrirætlanir
sinar varðandi framtíð félagsins, varð hann svo ákafur, að það
varð næstum því óþolandi. Ef hann tæki sig nú til endrum og eins,
og færi að ræða þeirra eigin framtíðarfyrirætlanir af sama ákafa . . . .
Hún reyndi nú samt að einbeita athyglinni að fyrirlestri hans.
— Ég skil það. En hvernig eigum við að fara að því, að vekja
slika athygli á okkur?
— Það átt jm að gera, svaraði hann.
Ivay kinkaði kolli. — Það kemur mér ekki á óvart . ..
Andy hélt áfram máli sínu. Auk þess sem við verðum að finna
eitthvert snjallt ráð til að vekja athygli á okkur, verðuin við líka
að finna eitthvert snjallt auglýsingamáltæki. Eitthvað svipað því,
sem jieir nota hjá Pan American; „elzta og öruggasta flugfélag
í heimi“, skilurðu. Eitthvað, sem hefur þau áhrif, að aimenningur fær
rraust á okkur. Og þegar þessi auglýsingabrella, sem ég hef í huga,
er kor.iin i framkvæmd, verður félag okkar heimsþekkt •— fyrir
miiljón mílna liugfreyjuna.
Kay brá. - Þú ert að gera að gamni þínu. Öll flugfélögin hafa
að minnsla kosti fleiri en eina flugfreyju í þjónustu sinni, sem
hefur flogið samanlagt svo langa leið á vegum þeirra.
Já, en það liefur almenningur ekki hugmynd um, svaraði Andy
ástúðlega. Ég hef látið þá á skrifstofunni reikna þetta út, og það
liefur sem sé komið á daginn, að þú ferð yfir milljónmílumarkið
í næslu fe-rð þinni yfir Atlántshafið. Og kæra ungfrú, það eru
miklar fyrirætlanir, sem ég hef í undirbúningi í sambandi við
þann merkisatburð. —
Key reis úr sæti sínu og gekk út að glugganum.
— Hvers konar fyrirætlanir, ef ég má spyrja?
Andy stóð einnig á fætur, kom til hennar og lagði höndina á
öxl henni. — Það er nú fyrst og íremst glæsibragurinn. Það er
timi til þess kominn, að við miðum ekki ailt við það ódýrasta.
Farþegarýmið í viðkomandi ílugvél verður búið bólstruðum stólum.
Við framreiðum bezta miðdegisverð með beztu tegund af kampa-
víni, afhendum konunum blómvendi og svo framvegis. Þá bjóðum
við blaðamönnum í íerðina og helgarleyfi i Lundúnum. Þeir skrifa
um þetta og taka myndir af þér, og þú skýrir þeim írá hvernig
þér hafi fallið að fljúga þessar miiljón miiur, og að þú hafir ákveðið
að hætta aldrei ...
Hann vafði hana örmum og hún hjúfraði sig að honum. — Það
er bara einn meinbugur á þessu, sagði hún. Lg hef ekki minnstu
löngun til að vera „milljón-miiu-flugfreyja“ hjá þér. Ég hef ein-
göngu löngun til- að verða eiginkonan þin. Trúlofanir eru eins og
innistæður, Andy; ef maður notfærir sér þær ekki innan viss tima,
glatar maöui’ eignarréttinum.
Andy þrýsti henni að sér. — Við verðum fyrst að koma fótun-
um undir fiugl'élagið, sagði hann. Og það tekst okkur í sameiningu,
ástin min. Og þegar ég krefst svo inneignarinnar, get ég lagt gull
og gimsteina að fótum þér...
Varir hans nálguðust hennar.
— Ég á vist ekki um neitt annað að velja, hvíslaði Kay.
rem vikum siðar ræddi Kay glaðlega við farþegana í bið-
salnum á ílugvellinum, rétt áður en flugvélin lagði af stað.
Mest talaði hún við Joe Crimmins, en hann skrifaði meðal
annars um frægustu stjörnurnar i eitt af stærstu dagblöðun-
um, og það var hann, sem sá um að auglýsingabrellur Andys kæm-
ust á framfæri. Kay vonaði að Andy veitti samtali þeirra athygli,
en hann lét að minnsta kosti ekki á því bera.
Og svo leiddi hún farþegana um borð.
Hún hafði virt þá l'yrir sér þarna i biðsalnum. Andy hafði beðið
ferðaskril'stofurnar, sem mest skiptu við hann, að veija farþegana
í þetta skiptið og heita þeim því, að íerðin skyldi verða þeim ánægju-
rik og efth’minnileg.
Frú Crane, sem vai’ meðal farþeganna, vakti nokkurn kviða með
Kay. Ferðaskrifstofurnar áttu yfirleitt ekki að selja þeim konum
farmiða, sem komnar voru svo langt á leið, en það leyndi sér ekki,
að frú Crane hafði verið undanþegin þvi ákvæði. Kay hugsaði
talsvert um þetta á meðan hún var að visa farþegum til sætis, en
ákvað svo að gleyma þvi; liúu liaíði um nóg annað að hugsa.
Joe Crimmins stóð við lilið henni og svipaðist um í flugvélinni.
— Kannski þetta sé íarið að ganga eitthvað betur hjá Andy, varð
honum að orði. Þessi flugvél virðist að minnsta kosti ekki vera
aí sama íorngripasafninu og hinar fiugvélarnar hans. Og ef þessi
ferð vekur þá athygh, som til er ætlazt, ættu tekjurnar að aukast
svo, að hann geti keypt sér þotu.
— Það er ekkert við flugvéiarnar okkar að athuga, svaraði Kay
reið. Heyrðu mig nú um hálit orð, Joe. Ég veit, að þér er ekki
sérlega vel við Andy, en þú ættir samt að leggja honum lið í þetta
skiptið.
Joe leit á hana. — Mér er ekkert illa við Andy, sagði hann. Ég
er bara afbrýðisamur. Það er honum að kenna, að þú litur ekki
við mér þó ég gangi á eftir þér með grasið i skónum og auglýsi
þig eins og mér er unnt. Skilurðu mig nú?
Kay brosti. — Þá værirðu kannski til með að gera mér þann
greiða að skrifa sérstaklega vel um þessa ferð . ..
Joe tautaði eittlivað, en Kay fór að hengja upp yfirhafnir far-
þeganna. Hún liafði visað frú Crane til sætis, þar sem minnst
gætti titringsins frá hreyflunum. Sjö ára sonur hennar, Barry, var
með í förinni.
Svo hélt hún framá, þar sem hún hitti fyrir þá Andy og flug-
stjórann og aðra af áhöfninni, og virtust allir í sólskinsskapi.
■— Kay.vina mín, ég er viss um að þessi ferð reynist okkur
mikilvæg, sagði Andy glaðlega. — Og þar sem þetta er þín merkis-
lerð, vona ég að hún verði þér sér i lagi ánægjurík.
— Ég hef grun um að ferðin geti orðið minnisstæðari, en jafnvel
þú gerir ráð fyrir, svaraði hún þurrlega. Þessi gnýr er ekki allur
lrá heyflunum, heldur einnig af vængjataki storksins yfir vissu sæti.
Andy tók viðbragð. — Það getur ekki átt sér stað. Þú veizt livaða
reglur gilda . . . En svo bætti hann við lægra: — En það yrði líka
auglýsing, manneskja.
Kay hleypti brúnum. Það var ekki nokkur leið að tala skynsam-
lega við svona mann.
Þegar farþegarnir höfðu leyst öryggisbeltin, gekk Kay að hljóð-
nemanum og flutti þeim boðskapinn, sem Andy hafði samið: •—
Góðan dag, herrar minir og frúr, og velkomin um borð. Ég er Kay
Framhald á bls. 8.
Kay var bezta flugfreyja félagsins. Þar fyrir utan var hún
6 VIKAN