Vikan


Vikan - 02.11.1961, Page 11

Vikan - 02.11.1961, Page 11
|INIR fangarnir fengu ekki meS iJJ nokkru móti skilið hann. Þarna * *' sat hann í brennandi sólarhit- anum, og lét hallast upp að bjálka- veggnum í raka og svækju striðs- fangabúðanna í Ceylon — og brosti. Einn af föngunum gekk til hans. „Swartz'*; sagði hann. „Þú virðist sá eini af okkur, sem unað getur vist- inni hérna á þessum hræðilega stað." „Ég hugsa stöðugt heim," svaraði Swarts. „Heim," hreytti hinn út úr sér. „Hvað bíður okkar svo, þegar heim kemur? Okkur hefur gengið illa í styrjöldinni. Og þú varst lögreglu- maður i Transvaal-lýðveldinu. Það er ósennilegt, að þú fáir stöðuna aftur." Swartz hló. „Ég vildi ekki heldur verða lögregluþjónn aftur, það segi ég satt. Ég ætla ekki að hafa neitt annað íyrir stafni en njóta lifsins. Og það get ég sagt þér, að fallegasta stúlkan i allri Jóhannesarborg ætlar að veita mér þar alla aðstoð." Og hann skrifaði þá um kvöldið: „Elsku Anna min. Við verðum auðug, þegar ég kem heim aftur. Þú getur fengið gim- steina og skartklæði; allt það, sem kona getur óskað sér ...“ Nokkru seinna barst honum svo svarbréf frá Önnu. Hann braut það upp, miður sin af eftirvæntingu. Hún skrifaði mikið um systur sína. Það kom fyrst i stað ónotalega við Phillipus Jacobus Johannes Swartz, en svo áttaði hann sig á því, að Anna gat ekki hjá því komizt að taka þá afstöðu. Þegar allt kom til alls, þá hafði hann verið trúlofaður systur hennar, áður en hann komst að raun um, að það var Anna, sem hann elskaði. Hann hafði verið búinn að ákveða að fara á fjörurnar við hana, en þá brauzt Búastyrjöldin út og hann var skipaður undirforingi Ben Viljoen höfuðsmanns. Og styrjöldin hafði séð honum fyrir nægu umhugsunarefni, mun meira en nokkurn grunaði. Og það var meðal annars þess vegna, að hann gat nú unað vistinni í fanga- búðunum, langar leiðir frá bardög- unum, og látið sig dreyma um allar þær dásemdir, sem biðu hans, þegar hann kæmi aftur heim til Suður- Afríku. Tíminn leið seint í stríðsfangabúð- unum, og það sem olli honum mestum áhyggjum, var það, að æ lengra leið á milli bréfanna frá Önnu, og loks hætti hún algerlega að svara bréf- um hans. Þegar hann hafði verið í haldi þarna í stríðsfangabúðunum i meiri en tvö ár, bárust loks þær fregnir, að styrjöldinni væri lokið. Bretar höfðu unnið sigur, en Búarnir sætt sómasamlegum friðarkostum, og stríðsfangarnir voru fluttir af stað heim til Suður-Afríku. Er skipið sigldi um Indlandshaf, gat Swartz ekki látið af að hugsa um Önnu; svörtu lokkana, hvítt og mjúkt hörundið og íturvaxinn líkam- ann. SKIPIÐ sigldi í höfn, og þegar gengið hafði verið frá nauðsyn- legum formsatriðum, hélt Phillip- us Swartz af stað með járnbrautar- lestinni til Jóhannesarborgar. Hann kunni vart taumhald á sér fyrir óþreyju, þegar hann steig út úr lestinni, og sá aftur hið gamal- kunna umhverfi. Hann lagði tafar- laust af stað til að leita Önnu uppi. Þegar hann kom að húsinu, þar sem hún hafði átt heima, þegar hann fór í striðið, hitti hann þar fyrir bráð- ókunnugt fólk, og vissi enginn þar um Önnu. Loks hafði hann uppi á gamalli kunningjakonu hennar, sem gat sagt honum hvar hún byggi nú; hann hraðaði sér þangað sem mest hann mátti, hljóp upp dyraþrepin og bankaði á hurðina. Dyndar opnuðust og Anna stóð á þröskuldinum, fögur sem forðum. „Anna!“ Hann rétti út armana, en hún hörfaði undan. „Ertu ekki fegin þvi, að ég skuli vera kominn?" spurði hann. „Vitanlgea er ég það. En ég átti ekki von á þér ...“ „Þú vissir, að ég mundi koma. Ég skrfiaði þér ...“ Hún bauð honum inn. Síðan sagði hún honum hvað var. „Ég er gift. Við erum ekki auðug hjónin, eins og þú sérð, en við erum hamingju- söm ...“ „En, Anna ... ég hugði ...“ Hún tók fram í fyrir honum. Kvaðst ekki hafa tekið neitt mark á bréfum hans úr stríðsfangabúðun- um; taliö að allt hans ástarhjal ætti rætur sinar að rekja til einveru hans og örvæntingar, og hún hafði svarað þeim og látið líklega, eingöngu til þess að hressa hann og styrkja. „Ég skrifaði þér, að þegar ég kæmi heim, gæti ég veitt þér allt það, sem keypt verður fyrir penniga." Það hafði hún einnig álitið eins og hvert annað ómarkshjal. Að öðrum kosti kynni hún að hafa beðið. En hún hafði ekki tekið það alvarlega, fremur en fullyrðingar hans um að hann ynni henni hugástum. „Ég svaraði þér á þann hátt, sem ég gerði, einungis af því að ég kenndi í brjósti um þig. En svo fór ég að óttast að unnusti minn kæmist að þessu, og héldi þá að það væri alvar- legra en ástæða var til, og þegar við svo giftumst, hætti ég að skrifa þér,“ sagði hún. Eiginmaður hennar hét Stephanus Phillipus van Niekerck. Hann hafði fyrst verið námuverkamaður, en síð- an gerzt ekill. Tekjurnar voru ekki miklar, en þeim ieið vel engu að síður. „Hefðir þú beðið eftir mér, mundi þig hvoki skorta gull né gimsteina," mælti Swartz. „Það er þýðingarlaust að tala Nokkru siðar kom eiginmaður Önnu heim; myndarlegur og alúðleg- ur maður. Anna kynnti þá. „Philip var trúlofaður systur minni," sagði hún. „Munaði minnstu að hann væri orðinn einn af fjöl- skyldunni." Svo sátu þau og röbb- uðu saman góða stund, og loks spurði eiginmaður Önnu, hvar hann hefði verið tekinn höndum. „Við börðumst undir stjórn Viljo- ens höíuðsmanns," svaraði Swartz. „Ég og einn samherja minna urðum vðiskila við aðalhersveitina; reikuð- um tveir einir um frumskóginn vik- um saman, en komumst ekki aftur til okkar manna. Við komumst alla leið að landamærum portúgölsku Austur-Afríku, en fjandmennirnir lokuðu leið okkar, og við urðum að hverfa aftur inn í frumskóginn." Hann virti þau hjónin fyrir sér, og þóttist sjá að frásögn hans hefði mikil áhrif á Þau. „Við vorum þarna enn á flækingi um hríð," sagði hann, og lýsti Þvi síðan, er þeir félagar lentu í höggi við njósnasveit fjandmannanna, og samherji hans var skotinn til bana, en hann sjálfur tekinn höndum. „Það hlýtur að hafa verið erfitt og hættulegt, að brjótast í gegnum frumskóginn," varð Önnu að orði og rómur hennar var þrunginn samúð. „Það var það,“ svaraði Swartz og reyndi að dylja hrifningu sína. Svo tóku þau að ræða um Jóhann- esarborg, og hvað hann hygðist nú taka sér fyrir hendur. Hann hafði hvergi vísan verustað. Farangur sinn hafði hann skilið eftir á járnbrautar- stöðinni. En það var laust herbergi i húsi þeirra hjóna, og áður en kvöld- ið leið, var ákveðið að hann settist þar að. Fyrst i stað leiddi hann önnu hæ- versklega hjá sér, en gaf eiginmanni hennar hinsvegar nánar gætur. Hann fór víða um borgina og heimsótti urleg auðæfi er að finna; fulla smá- poka af demöntum og gullhnullung- um.“ „Hvernig stendur á því, að þú veizt það?“ spurði hinn. „Vegna þess að ég gróí fjársjóðinn sjálfur í jörðu. Inni i frumskóginum," svaraði Swartz. „Og ég er eini mað- urinn, sem veit hvar hans er að leita." Philip sá, að Swartz var síður en svo að gera að gamni sínu, svo hann innti hann nánar eftir atburðum. „Við komumst yfir þennan fjársjóð, félagi minn og ég, eftir að við urðum viðskila við herdeildina," sagði Swartz. „Við grófum hann, og ég mundi þegar vera lagður af stað að finna hann aftur, ef ekki væri langa og hættulega leið að fara. Ég þarf að fá nokkra menn til fylgdar við mig, og peninga fyrir nauðsynjum til fararinnar. Þú getur komið með, ef þú getur ráðið nokkra áreiðanlega menn til fararinnar, sem vilja leggja fram fé fyrir kostnaðinum — en það verða vitanlega fyrst og fremst að vera menn, sem við megum fyllilega treysta." HILIP vildi fá að vita meir, en Swartz sagðist hafa sagt honum nóg að svo komnu. „Þegar þú hefur útvegað mennina, skal ekki standa á því að ég segi þér allt, sem þig fýsir að vita." Nú varð Philip gripinn áhuga; hann fór rakleitt til Önnu konu sinnar og hermdi henni orð Swartz. Hún kom þegar að máli við hann. „Þú manst hvað ég skrifaði þér,“ svaraði hann. „Ég var ekki að skrökva eða gera að gamni mínu. Þetta er sannlelkur. Þarna er um að ræða nægilega stóran fjársjóð til Þess að gera þrjá—fjóra menn vellauð- uga. Og nái maðurinn þinn í réttan mann til félags við okkur, þá fá þeir áðir sinn hluta." meira um það nú,“ svaraði hún stutt í spuna. „Allt í lagi, Anna; allt í lagi," sagði Swartz. „Ég skal taka tillit til þess að þú ert gift kona. En Þetta eru mér mikil vonbrigði, og það tekur tímann sinn að átta sig á slíkum hlutum." Hún brosti; bar honum te og nú fóru þau að ræða um fjölskyldu hennar og sameiginlega kunningja frá þvi í gamla daga, og hann reyndi sem hann gat að dylja tilfinningar sínar. gamla kunningja, en reyndi ekkert til að fá sér fastan starfa. Og það var ekki langt um liðið frá komu hans, þegar hann sneri sér allt í einu að eiginmanni önnu og spurði hann, hvernig honum litist á að verða skyndilega vellauðugur. Philip starði undrandi á hann, og bjóst áreiðanlega við að þetta væri ekkert annað en gaman hans. N Swartz var bersýnilega fyllsta alvara, þegar hann mælti enn: „Mér fr kunnugt um hvar gif- Það var ekki löngu seinna, að Philip kom heim með mág sinn, van Dyk, senr hann kynnti fyrir Swartz. „Hvað hefurðu sagt honum?" spurði Swartz. „Ekki annað en það, sem þú hefur þegar sagt mér," svaraði Philip. „Og þú hefur ekki minnzt á það við aðra?" „Að sjálfsögðu ekki," svaraði Philip. „Afbragð," varð Swartz að orði. „Þá er ekki neitt þvi til fyrirstöðu, Framhald á bls. 33. VIKÁN 11

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.