Vikan - 02.11.1961, Síða 12
AÐ GERA
STAGLFRÆÐIN
FERSK
OG ROMANTÍSK
Þegar dr. Charcot af Pourqnoi'-
pas? sem fórst, kom til Akureyrar
árið 1936, hafði hann sagt, að
hann væri hrifnastur af tvennu
á fslandi, hve íslenzku stúlkurn-
ar væru fallegar og hve Monsieur
Björnsson talaði vel frönsku.
Monsieur Björnsson átti síðar
eftir að verða skólameistari
Menntaskólans á Akureyri.
Dr. Charcot dáðist að því, að
Þórarinn talaði frönsku eins og
menntaður Frakki (eða „un in-
tellectuel“), sem hefði sósazt af
gallískri menningu. Dr. Charcot
átti við, að Þórarinn talaði sömu
tungu og hann í heimspekilegum
skilningi, að hann hugsaði eins
og franskur menntamaður.
Þórarinn Björnsson hafði kom-
ið að Menntaskólanum á Akur-
eyri laust fyrir jól 1932, þá hafði
hann dvalizt fimm ár í París og
lagt stund á frönsku og franskar
bókmenntir, auk þess latínu og
heimspeki og uppeldisfræði, lok-
ið glæsilegu licencié-és-Ietters-
prófi í þessum greinum við Sor-
bonne-háskólann. Þetta próf við
Svartaskóla, þar sem Sæmundur
fróði nam, er talið þungt og ekki
heiglum hent, því að Frakkar
gera þær kröfur, að útlendir stúd-
entar, sem nema móðurmál
þeirra, þekki það út í æsar.
Allan þann tíma, sem Þórarinn
var í París, var hann sækinn við
nám og lét ekki heimsins lysti-
semdir, sem þar eru á hverju
strái, hvika sér frá settu marki.
Jafnviðkvæmur maður eins og
hann er, er hann gæddur ótrúlega
sterkri skaphöfn. Hann er hrein-
lífismaður, en að upplagi senni-
lega með sterkar ástríður, sem
hann leiddi snemma í góða far-
vegu: lærdóm og vinnu. Hann
gerir þess vegna miklar siðferði-
legar kröfur til nemenda og met-
ur námsdugnað og skyldu.'ækni
og löghlýðni meira en flest ann-
að.
Ýmsir glöggir menn, kunnugir
fyrirrennara Þórarins, Sigurði
heitnum Guðmundssyni, hafa
leitt að því getur, að gamli skóla-
meistarinn hafi þegar á náms-
árum Þórarins ætlað honum
stjórnarvölinn eftir sinn dag, án
þess að hann gerði sér fyllilega
grein fyrir því sjálfur. Þegar
Þórarinn byrjaði að kenna hjá
honum, gerði Sigurður hann að
hægri hönd sinni og trúnaðar-
manni. Þórarinn cr einn þessara
léttu og lipru starfsmanna, sem
margt leikur í hendi. Hann er
fljótur að skilja og setja sig inn
í verkefni og vandamál sem
reyna á námsskilning.
Þórarinn hafði verið nem-
andi í norðlenzka skólanum á
fyrstu árum Sigurðar, lokið það-
an gagnfræðaprófi árið 1924, en
um það leyti var Sigurður farinn
að berjast fyrir því, að skólinn á
Akureyri feíngi réttindi til að
brautskrá stúdenta. Sigurður
fékk þegar óvenju miklar mætur
á Þórarni og fyrir hvatningarorð
hans hélt Þórarinn áfram námi
og lærði til stúdents. Þórarinn
virðist í fyrstu ekki hafa ætlað
sér meira en realstúdentspróf
eins og svo margir aðrir févana
sveitapiltar, sem þá stunduðu
nám í þáverandi Gagnfræðaskól-
anúm á Akureyri. Þeirra flestra
biðu verkefni af raunhæfu tæi
heima í föðurgarði. Yanalega
höfðu þeir og aðstandendur þurft
að fórna miklu til þess að geta
risið undir kostnaði af þó ekki
lengra námi en tveggja til þriggja
vetra námsdvöl á Akureyri. Þór-
arinn var eiginlega staðráðinn í
að hættfy vegna féskorts, þegar
Sigurður tók af skarið og hagaði
því þá þannig til, að Þórarinn
gæti lesið utanskóla undir stúd-
entspróf þar fyrir norðan, sam-
hliða kennslu og öðrum störfum.
Þá var skólinn eiginlega í svip-
aðri aðstöðu og Menntaskólinn
að Laugarvatni hér um árið, áður
en hann endanlega fékk réttindi
til að brautskrá stúdenta. Kenn-
arar skólans bjuggu þá örfáu
nemendur, sem þá voru í lær-
dómsdeild, undir próf, og sfðan
voru þeir sendir suður f loka-
prófið.
ÞÓRARINN var stúdent að
sunnan vorið 1927 með I einkunn
6,50 Örsteds-einkunnakerfi. Þótti
það vel af sér vikið, því að norð-
anmenn stóðu margan hátt verr
að vígi en hinir, prófaðir í miklu
meiri blaðsíðufjölda en sunnan-
menn, þar sem þeir þurftu að
ljúka prófi í 4., 5. og 6. bekkjar
námsgreinum og fengu engu að
sleppa, en innanskólamönnum
hins vegar leyft að sleppa miklu.
Einn þeirra lærifeðra, sem bjó
Þórarinn undir stúdentspróf, var
Einar Olgeirsson, sá frægi marx-
isti, sem hafði numið ensku og
þýzku og bókmenntir um þriggja
ára skeið við Háskólann í Berlín
og þótti mikilli kennari. Sumir
nemenda hans urðu hins vegar
lífstíðar sósíalistar af hans völd-
um, en það er önnur saga. Þór-
arinn var alveg ómóttækilegur
fyrir kommúnisma.
Það fara ekki margar sögur af
Þórarni í París. Það fór ekki
mikið fyrir honum. Meðan há-
vaðasamur landinn og ölkær leit-
aði óminnis og æðis í absinti og
koníaki uppi á Pigalle, lét Þórar-
inn sér lynda at sitja yfir bolla
af café au lait eða súkkulaði á
einhverju kyrrlátu kaffihúsi í
Latín-hverfinu og lesa námsbæk-
urnar.
Samtíða honum í París voru
frægir íslendingar, m.a. Símon
Jóhann próflessor — hann og
Þórarinn eru aldavinir — eru þó
ólíkir mjög —, Finnbogi Rútur
Valdimarsson, jarlinn af Kópa-
vogi, sem snemma hafði manna-
forráð, safnaði þröngri undirgef-
inni hirð í kringum sig, sem hann
dáleiddi til fylgis við sig, en
fyrirleit jafnframt; Bjarni Guð-
mundsson, blaðafulltrúi og dipló-
matj, sem þá var handgenginn
Finnboga. Listamenn voru nokkr-
ir: Sveinn Þórarinsson, Ásmund-
ur Sveinsson, Gunnlaugur Blönd-
al og Þorvaldur Skúlason. Þessir
menn hittust oft á kaffihúsum og
knæpum og var líf í umræðum og
brugið á leik. Þórarinn lét ekkert
tefja sig, þó að hann verði nokkr-
um tíma til að ræða kvæði Ein-
ars Ben við Símon Jóhann, sem
alltaf fór með Einar, þá hann var
hýrari eða daprari en endranær.